Alþýðublaðið - 21.12.1973, Blaðsíða 4
BÆKUR
ÆSKUNNAR
Óskar ASalsteinn:
VORMENN
ÍSLANDS
Ragnar Þorsteinsson:
SKJÓTRÁÐUR
SKIPSTJÓRI
Ingibjörg Jónsdóttir:
Á ÓKUNNUM
SLÓÐUM
Norman S. Power:
SAGAN AF
GRENLANDS-
KONUNGI
Elmer Hom:
STRÁKARNIR
BJARGA ÖLLU
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9
llljómsveit Garðars Jóhannessonar
Söngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.
Staða fjármálafiilltrúa
Rafmagnsveitu Reykjavikur er laus til
umsóknar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi við-
skiptafræðimenntun, hagfræðimenntun,
eða hliðstæða háskólamenntun, ennfrem
ur starfsreynslu
Launakjör skv. kjarasamningi Reykja-
vikurborgar og Starfsmannafélags
Reykjavikurborgar.
Uppl. um starfið gefur rafmagnsstjóri.
Umsóknarfrestur er til 5. jan. ’ 74.
RAFMAGNS
VEITA
REYKJAVÍKUR
Frá Alþingi 5
verði samþykkt með þeim
breytingum,sem nefnd stendur
sameiginlega að.
Hins vegar mótmælum við
harðlega tillögu þeirri um
hækkun söluskatts, sem fjár-
málaráðherra gerir kröfu til, að
hengd verði aftan i frv. sem
bráðabirgðaákvæði, bæði sem
óþinglegri og ástæðulausri. Það
er með öllu fráleitt að breyta
lögum um söluskatt með toll-
skrárlögum. Jafnframt er veriö
aö reyna með þessu á óviður-
kvæmilegan hátt að tengja við
nauðsynjamál, sem hefur al-
mennt fy 1 g i á þingi,
skattheimtu, sem ekki nýtur
nægilegs stuðnings til að geta
náð fram að ganga með þingleg-
um hætti.
Aætlað er af ríkisstj., aö frv.
valdi rfkissjóði á næsta ári 615
millj. kr. tekjutapi. Innflutning-
ur til landsins hefur vaxið svo
gífurlega að undanförnu, að
tekjur af aðflutningsgjöldum
eru áætlaðar að verða 8.5
milljarðar, sem er 1.7 milljarða
hækkun frá núgildandi fjárlög-
um og einum milljarði kr. hærri
upphæð en áætlaö var i fjár-
lagafrv., sem lagt var fyrir
Alþingi i byrjun október i haust.
Svo örar eru hækkanirnar, og
miðað við þá óðaverðbólgu, sem
geisar af sifellt meiri krafti, má
telja vist, að aðflutningsgjöld
fari það mikið fram úr fjárlaga-
áætlun á næsta ári, að tekju-
tapið vegna þessarar tollalækk-
unar skipti litlu máli i hinum
stjarnfræðilega talnaleik rikis-
stjórnarinnar, þar sem milljón-
ir eru nánast smámynt.
Þvi siður er þörf þessarar
furðulegu tekjuöflunar, að i
fjárlagafrv. er áætlað fyrir um
200 millj. kr. af umræddu 615
millj. kr. tekjutapi, svo að eftir
standa, sem þó byggjast á bein-
um ágiskunum, um 400 miilj. Til
að mæta þeirri smávægiiegu
upphæð i fjármálafeni rikis-
stjórnarinnar heimtar fjár-
málaráðherra 1% söluskatt,
sem gefur um 650 millj. eða 250
millj. umfram tekjutapið, og
hótar að stöðva ella bráðnauð-
synlega lagasetningu. Allir heil-
vita menn hljóta að fordæma
þessi vinnubrögð, þvi að fjár-
málaráðherra er auðvitað i lófa
lagið að spara jafnvirði þeirrar
fjárhæðar i 30 milljarða fjárlög-
um. Hér er aöeins um örlitið
brot aö ræða af þeim stórkost-
lega efnahagsvanda, sem fram-
undan er og stjórnin ætti fremur
að reyna að leysa en efna að
ástæðulausu til illinda um nauð-
synjamál.
Alþingi, 18. des. 1974.
Magnús Jónsson, frsm.
Geir Hallgrimsson.
Jón Arm. Héðinsson.
NÝ AUGU
eftir Kristin E. Andrésson
Þessa athyglisveröu og sér-
stæðu bók, ritaöi höfundur I
kapphlaupi við dauöann.
Þaö mun vera erfitt að gera
sér ljóst hvaöa birtu slik vissa
og ástand varpar á hugsjónir
manna, bæöi hvaö varðar
liöna tíð og ókominn tima.
t bókinni kemur þetta fram á
hinn óvæntasta hátt og virðist
sem höfundur tali enga tæpi-
tungu til samtiöarinnar.
Samanburöur höfundar á
timabili Fjölnismanna og þess
tima sem hann hefur lifaö
með, samherjum og andstæð-
ingum mun koma flestum al-
geriega á óvart, i þeirri birtu
sem Fjölnismenn mynduöu og
er við skoðum verkið i þvi
ljósi, veröur ekki annaö merkt
en höfundur hafi lifaö helsærð-
ur um áraraðir.
Hvaö sem öllu þvi lfður er
bókin stórkostlega skemmti-
leg og samanþjappaður fróö-
leikur.
Missið ekki af þessari ósam-
bærilegu bók viö flest ritverk,
sem út hafa komiö. Upplagið
er mjög litiö.
KRISTINN E.ANDRÉSSON
^—3
Ný augu
TÍMAR FJÖLNISMANNA
BÓKAÚTGÁFAN
ÞJÓÐSAGA
Lækjargötu 10 a. Simi 13510.
Ráðleggingar
kaupmannsins eru
aldrei nauðsynlegri
en einmitt
fyrir jólin
Hvort sem þér veljið hangikjöt, svínakjöt, nautakjöt, kjúkl-
inga eða annað góðgæti í hátíðamatinn, er alltaf fengur í per-
sónulegum ráðleggingum og þjónustu varðandi gæði ogvöru-
val. Kaupmaðurinn á horninu gerir sitttil að heimilispeningar
húsmóðurinnar nýtist sem bezt.
Verzlunin Kjöt & Fiskur
45 ÁR Á H0RNI
Baldursgötu og Þórsgötu
Simi: 13828.
O
Föstudagur 21. desember 1973.