Alþýðublaðið - 21.12.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.12.1973, Blaðsíða 11
Námskeið hjá SÍS Mengunin tekin föstum tökum Dagana 5.—!(. nóvember sl. var haldið i Reykjavik námskeið á vegum Biladeildar Sam- bandsins, í samvinnu viö General Motors Corporation i Detroit. ÍK bifvélavirkjar frá Borgarnesi. Búðardal. isafiröi, Blönduósi, Sauðárkróki, Akur- eyri Húsavlk, Þórshöfn, Egils stöðum. llvolsvelli. Selfossi og Keykjavik sóttu námskeiðið, auk Mr. John Granger frá Detroit sem kenndi. og þjónustustjóra Biledeildar Sambandsins. Var það haldið i húsakynnum bifreiðaverkstæöis Biladeildarinnar aö Hringbraut 119 i Ueykjavik. Ákveðið var á sl. vetri að efna til sliks námskeiðs, þar sem taliö var, að brýn þörf væri á að sem flestir bifvélavirkjar sem stunda þjónustu á GM bifreiðum á vegum Biladeildar Sam- bandsins fengju að kynnast allra nýjustu tækni og viðhorf- um i bílaiönaðinum i dag, meö tilliti til hve margar stórar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum og eiga sér stað við hverja breytingu á ár- gerðum bifreiða. Var lögð sér- stök áhersla á viðgerðir og stillingar á mengunarvarnar- tækjum þeim er koma i öllum nýjum GM bilum, ásamt al- mennum mótorstillingum. Þótt enn sé ekki búið aö lögleiða á landi varnir gegn hinni si- auknu mengun frá útblæstri bif- reiða, telur Biladeild Sam- bandsins ekki ráð nema i tima sé tekið, og bifvélavirkjum sé kennt strax hvernig eigi að meðhöndla og stilla þennan flókna útbúnað. i stað þess að fjarlægja hann úr bifreiðunum strax og ábyrgðartimabili lýk- ur, likt og margir bifreiðaeig- endur i dag freistast til að láta gera, i þeirri trú að bensinnot- kun minnki. Hinsvegar liggur alveg ljóst fyrir, að við ofannefnda breyt- ingu, eykst sótmyndun i vélinni til stórra muna, sem um leið styttir endingu ventla og annarra vélarhluta. Ennfremur gerir Biladeild Sambandsins sér grein fyrir að það er mikill hagur fyrir eig- endur GM bifreiða að við- gerðarverkstæðin tileinka sér allar nýjungar, sem geta leitt af sér aukna og betri þjónustu við viðskiptavinina, en að þvi marki stefnir Biladeildin nú jafnt og þétt. Magnari á Kr.: 17.471.00 2x22 RMS. SA 620 Tiðni 20—35.000 HZ. Gen n nps garðastræti ii EILILUKF SÍMI 200 80 alþýðu u ™ Blaðburðarfólk vantar nu þegar i eftirtalin hverfi: Nökkvavogur, Gnoðarvogur, Ljósheimar, Kópavogur, Fagrabrekka og nágr. AUGLÝSINGA- SÍMINNÍ OKKAR ER 8-66-6Ö Hraðkaup Fatnaður i fjölbreyttu úrvali á alla fjölskylduna á lægsta fáanlegu veröi. Opið: þriðjud.,. fimmtud. og föstud. til kl. 10, mánud., miövikud. og laugardaga til kl. 6 Hraðkaup | Silfurtúni. Garðahreppi v/Hafnarfjarðarveg. Vesturbær JÓLATRÉS-SALAN t \ Kertalitir: rautt, gult, grænt, blátt, hvítt, orange. Ljósatími 72 klukkustundir. Nokkrir stjakar eftir. Póstsendum. Leikfangahúslð. Skólavörðustíg 10, Sími 14806. er a Brekkustíg 15B AUGLYSINGASIMINN OKKAR ER Föstudagur 21. desember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.