Alþýðublaðið - 22.12.1973, Síða 3
FLOTINN FER (VERKFALL!
Stjórn Llú hefur samþykkt.
að útgerð báta og togara hefjist
ekki eftir næstu áramót fyrr en
tryggður hafi verið rekstrar-
grundvöllur útgerðarinnar árið
1974. Einstökum útgerðarmönn-
um er falið að sjá um fram-
kvæmd stöðvunarinnar.
Framhaldsaðalfundur Ltú
hefur verið boðaður i Reykjavik
4. janúar n.k.
RAFMAGNSSKOMMTUN
,,Að óbreyttu ástandi verð-
urm við liklega að gripa til raf-
magnsskömmtunar á aðfanga-
dagskvöld, en við munum
forðast það i lengstu lög,
slökkva fyrst á götulýsingu og
treysta á fólk, að það láti úti-
lýsingar ekki loga, þótt það sé
leiðinleg nauðsyn ', sagði Aðal-
steinn Guðjónssen yfirmaður
Rafmagnsveitu Reykjavikur i
viðtali við blaðið i gær.
Rafmagnsálagið er langmest
á aðfangadag af öllum dögum,
eða allt að 15% meira en venju-
legan vetrardag, en rafmagns-
álag er mun meira að vetri en
sumri.
Blaðið hafði tal af Halldóri
Jónatanssyni aðstoðarforstjóra
Landsvirkjunar, en svæði henn-
ar nær vestur að Hnappadals-
sýslu og austur að Skaftafells-
sýslum. Búa um 71% lands-
manna á svæðinu. Sagði hann að
ef ástandið batnaði ekki við
Búrfell, yrði vafalaust að gripa
til einhverrar skömmtunar á
aðfangadag, og yrði það látið
jafnt yfir alla kaupendur ganga.
t gær framleiddi Búrfellsvirkj-
un aðeins 80 megawött af 210
mögulegum, Sogsvirkjanirnar
gengu hins vegar á fullu, en þær
framleiða ekki nema 85MW til
samans. Stöðin i Straumsvik
framleiöir 35MW og er i lagi.
Við venjulegar aðstæður
mætti reikna með að hinn al-
menni markaður þyrfti um 100
MW, Straumsvik þarf venjulega
140 MW, hefur undanfarna daga
dregið úr orkunotkun i 120, en i
neyðartilfellum getur Lands-
virkjun minnkað orkuna þangað
i 05 MW.
Áburðarverksmiðjan i Gufu-
nesi notar venjulega 18 MW, en
unnt er að draga úr notkuninni
niður i 3,5 MW miðað við að
vinnsla hætti, en aðeins
þýðingarmiklum tækjum haldið
heitum.
Sagði hann að með hliðsjón af
þessum tölum um framleiðslu
og þörf liti dæmið vissulega
ekki vel út. Þess má geta, aö
það sem af er desember i ár, er
hann kaldasti desember i tæp 90
ár.
Jólablað Alþýðublaðsins er komið út og hefur
verið dreift. Það er 32 síður að stærð og meðal efnis
þess er fyrsta kynningin á Árna Elfar sem mynd-
listarmanni. Forsíðumynd blaðsins er tekin af Ijós-
myndaranum okkar, Friðþjófi Helgasyni.
Síðustu jól
kaupmannsins
á horninu
Eru þetta siðustu jólin, sem
„litli kaupmaðurinn á horninu”
verslar? Alþýðublaðið hafði
samband við nokkra þessara
kaupmanna og spurði þá um
jólaverslunina. Þeir svöruðu
yfirleitt þannig, að augljóst
væri, að viðskipti við þessar rót-
grónu verslanir hefðu greini-
lega látið undan siga fyrir stór-
verslunum. Þeir sögðu að visu,
að eldra fólk i gömlu hverfunum
gerði matvöruinnkaup sin að
mestu i litlu búðinni, en það
væri hins vegar ljóst, að allur
þorri fólks keypti til jólanna i
stórverslunum. Kaupmaður i
matvöruverslun. sem starfað
hefur i 45 ár, sagði að frúrnar i
hverfinu kæmu til að kaupa
nokkur egg i jólabaksturinn,
þegar þær hefðu keypt of naumt
i stórversluninni, og önnur inn-
kaup bæru keim af þessu.
Meira að segja bakari og fisk-
búðir þrifast ekki i gömlu
hverfunum, og eru þess vegna
tið eigendaskipti að þessum
verslunum eða þær eru hrein-
lega lagðar niður.
Óneitanlega er eftirsjón i
þeim persónulegu viðskipta-
háttum, sem nú eru ef til vill að
syngja sitt siðasta, og vist er, að
hverfi þeir úr sögunni verður
litla kaupmannsins saknað af
margri húsmóðurinni og þó sér-
staklega gamla fólkinu, sem á
þess engan kost að fylla kæli-
skápa og frystikistur með stór-
innkaupum i hinum glæsilegu
stórverslunum borgarinnar,
jafnvel þótt þær hafi næg bila-
stæði.
13 milljónir
til lagasmiða
STEF úthlutar 13 milljónum
króna til tónskálda og textahöf-
unda árið 1973. Sigurður Reynir
Pétursson, hrl., framkvæmda-
stjóri STEF’s sagði i viðtali við
Alþýðublaðiö, að islenskir rétt-
hafar væru um 600 og þeir hefðu
fengið greiddar samtals 8 1/2
miljón króna fyrir þetta ár i höf-
undarlaun. Erlendir höfundar
hafa fengið kr. 4.5 milljónir frá
STEFI.
360.000.00 fékk sá islenskur höf-
undur, sem mestar tekjur hafði
fyrir hölundarrétt, en þó nokkrir
fylgdu þar fast á el'tir. Lágmarks-
greiðsla var kr. 1.000.00. en all-
margir hlutu á milli 1 og 2 hundr-
uð þúsund krónur.
STEF helur. tryggt hagsmuni
islenskra hölunda betur en nokk-
ur dæmi eru lil um hjá hliðstæð-
um félögum erlendis. Njóta þeir i
þvi elni fámennis þjóðarinnar, en
alveg sérstaklega þess, hversu
hagstæðir samningar hafa fengist
við Alþjóðasamband höfundafé-
laga, sem metur að verðleikum
úrslit þess máls, sem tryggði er
lendum höfundum tugi milljóna
króna, þegar STEF fékk úr þvi
skorið lyrir dómstólum, að Kefla-
vikurstöðinni bæri að greiða höf-
undalaun fyrir flutning á tónverk-
um. Þetta var prófmál, sem vakti
á sinum tima heimsathygli og is-
lenskir höfundar njóta nú góðs af
með hinum hagstæðu samning-
um, sem STEF helur náð
HORNIÐ
Junghans nafnið er þekkt um '/íða veröld fyrir
gæði. Junghans batteríis vekjaraklukkan er
Lióðlaus en öruc
AUGL.
í MBL.
SVONA FAST?
Átti SOFA ÞINGMENN
að
læða
ferj-
unni
gegnum Alþingi? b I.
Ef marka má frásagnir blaða
virðast sérstæðar umræður hafa
varið fram á fundi neðri deildar
Alþingis 14. desember. Tveir
þingmenn úr stjórnarliði afhjúpa
eigi lítinn leyndardóm. Sem sagt
þann, að læða hafi átt i gegnumi
Alþingi tillögu um ríkisábyrgð
vegna kaupa á ferjuskippi til sigl-1
inga milli Akraness og Reykjavik-
ur, án þess að þingmenn yrðu
áess varir. Þar eð mál þetta er_
Hver á hvað?
Eins og frægt er nú orðið af
uppljóstrunum Alþýðublaðsins
dvaldist hér á dögunum hópur
sérfræðinga frá Evrópudeild Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins til
viðræðna við embættismenn og
rikisstjórn um islensk efna-
hagsmál., Meðal manna, sem
þeir ræddu við, voru hinir þrir
„kom misserar" i Fram-
kvæmdastofnun rikisins. Attu
viðræðurnar að snúast um al-
þjóðagjaldeyrismál og æðri
efnahagsmál, en hinir erlendu
sérfræðingar munu ekki hafa
verið neitt sérlega hrifnir af
hagvisi kommisseranna.
Sagan segir, að formaður sér-
fræðinganefndarinnar hafi lýst
viðræðunum við kommisser-
ana þrjá með þessum hætti:
— Einn talaði ensku, en af
engri skynsemi. Annar talaði af
skynsemi, en enga ensku. Sá
þriðji talaði hvorki ensku né af
skynsemi. —
Geta menn svo dundað sér við
það i jólafriinu að geta sér til
Jólagjöfin
Hún var meö Ijós i augum
og rauðar kinnar, hún
Kristin Asþórsdóttir, starfs-
stúlka hjá LIU, þegar við
rákumst á hana i gær. Hvað
vildi svo þessi frisklega
stúlka fá i jólagjöf — ein-
hvcrs staðar hlýtur að vera
einhver, sem vill gefa henni
eitthvað i jólagjöf.
— Þú mátt gefa mér gull-
hring, sagöi hún og hljóp nið-
ur stigann. Á stigapallinum
sneri hún sér við og sagði
(væntanlega til skýringar):
— Með steini, meina ég.
Slikir hringar fást hjá
skartgripasölum, gull- og
silfursmiðum um allt land —
og kosta allt frá ca. 1700
krónum og upp i eins og 100
þúsund.
o
Laugardagur 22. desember 1973.