Alþýðublaðið - 22.12.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- i
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnar, Skipholti 19. Simi 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu8-10. Sími 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
LÍÐUR AÐ JÚLUM
Enn liður að jólum. Hátið kyrrðarinnar mitt i
upplausn og ringulreið nútimans. Hátið friðar-
ins i heimi, þar sem ófriðurinn bálar og brennur.
Hátið ljóssins mitt i svartasta skammdeginu.
Hátið sannleikans i veröld lyginnar. Sú hátið,
þar sem vonin horfist örvæntingarfull i augu við
gruninn — jafnvel vissuna.
öldum saman hefur mannkynið barist fyrir
þvi að reyna að bæta sjálft sig og þann heim,
sem það lifir i. Trúarbragðahöfundar hafa reynt
að gróðursetja sæði kærleikans i sálir mann-
anna. Mannvinir hafa reynt að kenna mannfólk-
inu að elska meðbræður sina og mannkyninu að
umbera sina eigin galla. Stjórnmálamenn hafa
reynt að búa þjóðum heims réttlátt stjórnarfar
og tryggja, að allir fái sinn réttmæta skerf af
uppskerunni. Visindamenn hafa reynt að tendra
ljósin i myrkrinu og að skapa mannkyni meiri
möguleika til að þekkja heim sinn og hagnýta
hann. Listamenn hafa reynt að kenna mannin-
um að þekkja sjálfan sig og skilningsmun góðs
og ills, fegurðar og ljótleika.
En hver hefur orðið árangur baráttunnar?
Þeir, sem heitast hafa trúað, hafa háð heilög
strið hver gegn öðrum. Blóði lituð er þeirra slóð.
í nafni mannúðarstefnu hafa mestu glæpa-
verkin oft verið framin. Flekkaður er skjöldur
mannvinanna.
Stjórnmálamennirnir hafa tekið svipu og
hlekki i þjónustu sina, arðrænt og kúgað þjóðir
sinar og notað fólk sitt sem fallbyssufóður.
Grimmdin er skugginn þeirra.
Visindamennirnir kveikja ekki ljós, heldur
elda, sem eytt geta öllu lifi i heimi okkar á einni
örskotsstundu. Með gáfum sinum smiða þeir
vopn fyrir aðra menn að beita og sjálfa heims-
menninguna að deyja fyrir. Slóðin þeirra er
sviðin jörð.
Listin hefur orðið sterkasta vopn lyginnar.
Ómannúðlegustu kenndir og stefnur hafa verið
rómaðar af mætustu listamönnum heims og þeir
hafa hlaðið hásætin undir grimmustu ógnar-
stjórnir veraldarsögunnar. Gyðja sannleikans
er ekki i för með listamönnunum og fegurðin
þeirra er oft aðeins griman á ljótleikanum.
Þetta er þvi miður árangurinn af baráttu
mannkynsins fyrir sjálfsfrelsun. Eftir alla hina
ströngu baráttu árþúsunda hefur mannkyninu
aldrei verið meiri hætta búin en einmitt nú.
Þó lifir vonin enn. Vonin um það, að öll barátt-
an verði þrátt fyrir allt ekki unnin fyrir gig.
Vonin, sem er eins og hátið kyrrðar mitt i upp-
lausn og ringulreið, eins og hátið friðar i heimi,
þar sem ófriður bálar og brennur, eins og hátið
ljóss i svartasta skammdegismyrkri, eins og j
hátið sannleika i veröld lygi. Vonin, sem er eins
og jólahátiðin. Og eina bjargræði mannkyns er, '
að einhvern tima komi að þvi, að sú jólahátið
taki ekki endi.
Gleðileg jól
FRA ALÞINGI
PAPPIRSFJARLOG AFGREIDD
Eins og skýrt hefur verið frá i
fréttum var fjárlagafrumvarp
rikisstjórnarinnar afgreitt frá
Alþingi i fyrradag meö 31 at-
kvæði gegn 29 — atkvæðum
stjórnarsinna gegn atkvæðum
þingmanna stjórnarandstöðu-
flokkanna beggja og atkvæði
Bjarna Guðnasonar.
Það er mjög óvanalegt, að
stjórnarandstaða greiöi atkvæði
gegn fjárlögum. Yfirleitt hafa
stjórnarandstöðuflokkar látið
sér nægja að sitja hjá við loka-
afgreiðslu þeirra, en i fyrra
greiddu þingmenn Alþýðu-
flokksins atkvæði gegn fjárlög-
um yfirstandandi árs og settu
með þvi fram hörðustu mót-
mæli, sem stjórnarandstöðu-
flokkur á völ á, gegn fjárlagaaf-
greiðslu. Þá sátu Sjálfstæðis-
menn hjá og Bjarni Guðnason
taldist þá enn til stjórnarþing-
manna.
Nú greiddu þessir aðilar báðir
atkvæði gegn fjárlögunum með
Alþýðuflokknum. Þannig eru
fjárlög ársins 1974 afgreidd frá
alþingi gegn þeim hörðustu
mótmælum, sem stjórnarand-
staða getur haft uppi, enda
vantar i fjárlögin allar ráð-
stafanir til þess að mæta þeirri
miklu útgjaldaaukningu, sem
þau gera ráð fyrir — en hún
nemur hartnær 50% frá yfir-
standandi ári.
AFTUR REYNT VIÐ
SKATTAHÆKKANIR
EFTIR ÁRAMÓTIN
Eins og ljóst má vera öllum
þeim, sem fylgst hafa með fjár-
lagaafgreiðslunni að þessu
sinni, þá var tekjuhlið fjárlag-
anna skilin eftir óafgreidd þótt
óraunhæfar tölur hafi verið sett-
ar þar inn rétt til þess að sýnast.
Skattahækkununum, sem rikis-
stjórnin taldi þörf á i haust, þeg-
ar fjárlögin voru upphafíega
lögð fram með miklu lægri út-
gjöldum, en niðurstaðan loks
varð, var frestað. Fullvist er
talið, að rikisstjórnin muni
reyna að taka þau mál aftur upp
að loknu jólaleyfi þvi eins og
dæmið stendur núna, þá er
fyrirsjáanlegur mikill fjár-
skortur hjá rikissjóði, sem auð-
sjáanlega ekki getur mætt þeim
mjög svo auknu útgjöldum, sem
búið er að samþykkja i fjárlaga-
frumvarpinu.
Þvi er spáð, að rikisstjórnin
muni — eftir að hún gafst upp á
þvi að fá skattahækkanir sam-
þykktar á alþingi — reyna að
koma slikum hækkunum fyrir i
sambandi við afskipti af kjara-
samningamálum . verkaiýðs-
hreyfingarinnar. Likur benda til
þess, að hún muni bjóða verka-
lýðshreyfingunni einhverja
lækkun á beinum sköttum en
æskja þess i staðinn að verka-
lýðshreyfingin láti þvi ómót-
mælt þótt söluskattur verði
hækkaður og þótt sú hækkun
veröi ekki látin virka til visi-
töluhækkunar á kaupgjaldi, eins
og núgildandi reglur mæla fyrir
um.
Til þess að geta mætt
TOLLA-
LÆKKUN
FRESTAÐ
Eins og fram hefur komið i
fréttum hafnaði rikisstjórnin
þvi að lokum að fá fram tolla
lækkanir skv. EFTA/EBE-
samningnum og á vélum og hrá
efnum til iðnaðarins vegna þess,
að stjórnarandstaðan ásamt
Bjarna Guönasyni neitaði að
fallast á söluskattshækkun sam
fara tollalækkuninni. Tolla
lækkunin sjálf naut stuðnings
alls þingheims, en stjórnarand-
staðan og Bjarni Guönason neit-
uðu að fallast á þá ráöagerð
rikisstjórnarinnar að hækka
söluskattinn jafnhliða tolla
lækkuninni, en þessi tvö óskyldu
mál hafði rikisstjórnin hnýtt
saman I eitt og neitaöi fram I
rauðan dauðann að skilja þau i
sundur.
Eftir miklar ýfingar og ýting-
ar og tvær fundafrestanir brá
rikisstjórnin svo á það ráð að
fresta afgreiöslu málsins alls
fram yfir jólaleyfi þingmanna
og verður þvi ekkert af tolla
lækkuninni, sem þó átti stuðning
þingheims alls. Svo mikið er
rikisstjórninni i mun aö fá
skattana hækkaða.
þeim útgjöldum, sem rikis-
stjórnin hefur látið setja inn i
fjárlög, þarf hún sem sé að fá
nettó-skattahækkanir og þvi
ráögerir hún að hækka sölu-
skattinn til muna meir en hún
'mun bjóða að lækka beinu skatt-
ana um.
Það er til litils fyrir verka-
lýöshreyfinguna að fá fram
hækkun á kaupgjaldi ef sú
hækkun er jafnharðan hirt af
launafólki i formi hækkaðra
skatta. Almenningur i landinu
ætti þvi að fylgjast vel og ná-
kvæmlega með þeim skatta-
lækkunartilboöum, sem rikis-
stjórnin mun gera verkalýðs-
hreyfingunni eftir áramótin, þvi
I þvi tilboði eru jafnframt faldar
óskir um hækkanir á söluskatti,
sem hækka munu opinber gjöld
launamanna miklu meira en
lækkun beinu skattanna lækkar
þau um.
KENNSLA (
íþróttum
FYRIK 1
FATLAÐA
Við lokaafgreiðslu f járlaga
voru samþykktar nokkrar
minni háttar breytingartil-
lögur frá einstökum þing-
mönnum.
Meðal þessara tillagna var
ein, sem Eggert G. Þor-
steinsson flutti.
Sú tillaga var um að verja
skyldi 425 þús. kr. til styrktar
við kennara og sjúkraþjálf-
ara til þess að leita sér
menntunar i kennslu iþrótta
fyrir fatlað fólk og lamað.
1 stuttu viðtali við Alþýðu-
blaðið sagði Eggert G. Þor-
steinsson, að erlendis væri
Iþróttaþjálfun og íþrótta-
kennsla snar þáttur i endur-
hæfingu fatlaðs fólks og lam-
aðs.
— Það er sjálfsagt, að við
tslendingar reynum að
fylgja slikum góðum for-
dæmum um endurhæfingar-
mál, sagði Eggert. Vand-
kvæðin hafa hins vegar verið
þau, að mjög fáir ef nokkrir
islenskir sjúkraþjálfarar eða
kennarar fatlaðra og lam-
aðra hafa átt kost á nokkurri
þjálfun i Iþróttakennslu fyrir
þetta fólk. Tillaga min um
nokkra fjárveitingu til þess-
ara hluta var flutt svo úr
mætti bæta og er mér það
mikil ánægja, að hún skyldi
fást samþykkt.
VINNINGSNUMERIN I
IÓLAGJAFAHAPPDRÆTTI
UNGRA IAFNAÐARMANNA
Dregið hefur verið i jólagjafa- jafnaðarmanna. Vinningar féllu
happdrætti Sambands ungra á þessi númer:
211 — 677 — 678 — 679 — 1213 — 1633 — 2719 — 2875 — 4226 — 4738
'4803 — 4804 — 5115 - 5379 — 6141 —6574 — 6946 — 7235— 7567 —
8006 — 8414 — 8419 — 8425 — 8575 — 8881 — 8890 — 9419 — 9801 —
10705 — 10848 — 10856 — 10865 — 10866 — 11135 — 11434 — 11590 —
11908 — 12092 — 12216 — 12689 — 13195 — 13273 — 10345 — 10502 —
10681 — 13274 — 13276 — 13459 — 13599 — 13650 — 14000 — 14395 —
14898 — 15222 — 15597 — 15599 — 15605 — 15681 — 15723— 15884 —
16504 — 17218 — 17560 — 18292 — 18293 — 18685 — 18696 —
18730 — 19026 — 19384 — 20588 — 21371 — 20763 — 21658 — 22200 —
22659 — 22669 — 23122 — 23244 — 23245 — 23246 — 25146 —25294 —
26675 — 26685 — 26856 — 27002 — 27614 — 27804 — 27875 — 27880 —
28201 — 28604 — 28694 — 29188 — 29360 — 29453 — 29864 —29907 —
680 — 802 — 1214 — 1524 — 1630 — 1632 — 3603 — 4274 — 4737 —
4801 —4802 —5039 — 5811 — 6108 — 6465 — 6565 — 7801 — 7234
7520 — 7522 — 8005 — 8415; — 8416 — 8418 — 8420 — 8424 — 8700
8751 — 8887 — 9417 — 10066— 10245— 10335 — 10684 — 10745
10839 — 10500 — 10868 —I 10999 — 11022 — 11173 — 11999 — 12704
12214,— 13156 — 13162 — 13175 — 12698 — 12700 — 12703 — 14375
14897 — 15021 — 15022 — 15122 — 15221 — 15589 — 15598. — 675
1250 — 1501 — 1584 — 1626 — 1631 — 2257 — 2804 — 3028 —
3091 — 3282 — 3517 — 3604 — 4273 — 4534 — 4800 — 4997 — 5035 —
5676 — 5795 — 5894 — 6564 — 6569 — 6698 — 7164 — 7501 — 7502 —
7509 — 7523 —7568 —7653 — 8004 — 8242 — 8417 — 8882 — 8889 —
9023 — 9418 — 9549 — 10063 — 10065 — 10324 — 10499 — 10501 —
10861 — 11000 — 11134 — 11500 — 12094 — 12691 — 12699 — 12707 —
13164 — 13438 — 13199 — 13836 — 14350 — 14499 — 14560 — 14696 —
16500— 16569— 16634 — 16721 — 15697 — 15883 — 17884 —
16635 — 16974 — 17645 — 18311 — 18459 — 18657 — 18956 — 19109 —
19390 — 19703 — 20149 — 20150 — 21589 — 20760 — 21181 — 22658 —
22370 — 23334 — 25147 — 26223 — 22670 — 25690 — 26403 — 26408 —
26507 — 26674 — 27098 — 27267 — 27519 — 27605 — 27876 — 27879 —
29600 — 29729 — 29782 — 29931 — 27989 — 29452 — 18312 — 18458 —
18614 — 18656 — 19108 — 19274 — 20151 — 20757 — 21095 — 21659 —
22406 — 22289 — 22610 — 22667 — 23072 — 23374 — 23993 — 25148 —
27097 — 27107 — 27542 — 27805 — 27827 — 27877 — 27884 — 27981 —
28923 — 29080 — 29306 — 29457 — 29657 — 29707.
(Vinningsnúmerin eru birt án ábyrgðar).
VINNINGARNIR VERÐA HVERFISGÖTU 8-10 ANN
AFHENTIR A SKRIFSTOFU ARRI HÆÐ, I DAG, LAUGAR
ALÞÝÐUFLOKKSINS, DAG, FRA KL. 3—5 E H
Laugardagur 22. desember 1973.
©