Alþýðublaðið - 22.12.1973, Síða 6
Það helsta úr jóladagskrá sjónvarpsins
20.25 Söngelska fjölskyldan.
Bandariskur söngva- og
gamanmyndaflokkur. Þýöandi
Guðrún Jörundsdóttir.
20.50 Maðurinn. Fræðslumynda-
flokkur um manninn og
hátterni hans. Þrettándi og
siðasti þáttur. Allt fyrir
ánægjuna. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson.
21.20 Krfðaféndur Páfans. I af-
skekktu fjallahéraði i itöslsku
ölpunum búa Valdesarnir og
halda fast við trúarbrögð feðra
sinna, kristindóminn, eins og
þeir telja að hann hafi verið i
upphafi. Danska sjónvarpið
hefur gert kvikmynd um þessa
elstu mótmælendur
kristninnar, sem fram til þessa
hafa varist öllum tilræðum
kaþólsku kirkjunnar með bibli-
una i annari hendi og byssuna i
hinni. Þýðandi og þulur Ellert
Sigurbjörnsson. (Nordvision —
Danska sjónvarpið)
21.55 Makalaus móðir. (The
Bachelor Mother) Bandarisk
gamanmynd frá árinu 1939.
Áðalhlutverk Ginger Rogers,
David Niven og Charles
Coburn. Leikstjóri Garson
Kanin. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir. Ung verksmiðju-
stúlka er á heimleið úr
vinnunni og kemur þar að, sem
móðir hefur skilið nýfætt barn
sitt eftir við dyr munaðar-
leysingjahælis.Barnið grætur
sáran og stúlkan tekur til við
að hugga það, en hjálpsemi
hennar dregur dilk á eftir sér.
23.15 Ilagskrárlok.
Sunnudagur
23. desember 1973
Þorláksmessa
17.00 Kndurlckið efni: Plimpton i
Afrfku-Kvikmynd um banda-
riska ævintýramanninn George
Plimpton, sem að þessu sinni
bregður sér til Afriku, til þess
að Ijósmynda stærsta fil
veraldar. Þýðandi og þulur Jón
(). Kdwald. Áður á dagskrá 10.
nóvember 1973.
18.00 Stundin okkarMeðal þeirra,
sem Iram koma iþættinum, eru
I jórir jólasveinar og bræðurnir
Glámur og Skrámur, sem enn
eru á ferðalagi um byggðir
landsins Sagt verður frá þvi,
hvernig lagið „Heims um ból'’
og Ijóðið við það uröu til. Einnig
er i þættinum Kardimommu-
bærinn og loks verður sýnd
sovésk leikbrúðumynd, sem
nefnist F'rans litli. Úmsjónar-
menn Sigriður Margrét Guð-
mundsdóttir og Hermann
Ragnar Stefánsson.
19.00 lllé•
20.00 Fréttir.
20.20 Vcðurfregnir.
20.25 Ævintýri i ösinni Egypsk
mynd um barn, sem verður
viðskila við móður sina i jólaös-
inni.
20.45 Wimscy lávarður Bresk
framhaldsmynd 3. þáttur. Ung-
Irúin veldur vandræðum Þýð-
andi óskar Ingimarsson. Efni
2. þáttar: Wimsey grunar, að
ekki sé allt með felldu um
dauða Fentimans. Hann reynir
þó að fá erfingjana til að sætt-
ast á sanngjörn skipti arfsins,
en ungfrú Dorland hafnar öll-
um hugmyndum, sem hniga i
þá átt. Fregnir berast um, að
hinn dularfulli Oliver hafi
stokkið úr landi. og George er
sendur á el'tir honum. Loks er
ákveðið að grafa upp lik Fenti-
mans til frekari rannsóknar, og
þá skiptir ungfrú Dorland
skvndilega um skoöun.
21.30 B a r na It j á 1 p a r li á tiði n
Skemmtidagskrá, gerð til
ágóða lyrir Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna. Hátiðin er að
þessu sinni haldin i Milanó og
meðal þátttakenda eru Petula
Clark. Paul Anka. Alice Babs
og fleira frægt fólk. Kynnir er
Peter Ustinov. (Eurovision —
ttalska sjónv.) Þýðandi Sonja
Diego.
22.30 Að kvöldi dags.Sr. Sæmund-
ur Vigfússon flytur hugvekju.
Mánudagur
24. desember
Aöfangadagur jóla
14.00 Fréttir.
14.15 Nýju fötin kcisarans Leikrit
Bessi fer á kostum I áramótaskaupinu, þvf getum við lofaö. Svip-
urinn talar sinu máli!
byggt á samnefndu ævintýri
eftir H.C. Anderscn. Leikstj.
Pétur Einarsson — Flytjendur
nemendur úr Vogaskóla —
Frumsýnt 14. jan. 1968.
14.30 Kötturinn með höttinn.
Bandarisk teiknimynd. Þýð-
andi Óskar Ingimarsson.
14.55 Sagan af Barböru fögru og
Jeremiasi loðinkjammaSovésk
ævintýramynd-um unga ! og
fallega keisaradóttur og fleiri
tignarfólk. Einnig kemur við
sögu galdramaður, sem ekki er
neitt lamb að ieika við. Þýðandi
Hallveig Thorlacius. Áður á
dagskrá 16. september 1973.
16.15 lllé-
22.00 Jóiaguðsþjónusta i sjón-
varpssaLBiskup tslands, herra
Sigurbjörn Einarsson, predik-
ar. Kór Langholtssafnaöar
syngur. Jón Stefánsson stjórn-
ar og leikur á orgcl.
22.50Chaconne eftir dr. Pál tsólfs
son.Tónverk þetta, sem samið
cr um upphafsstef Þorláks-
tiða, er hér leikið af höfundin-
um á orgel dómkirkjunnar i
Reykjavik. Stefið birtist i 26 til-
brigðum, og á meðan eru
skoðaðar helgimyndir á þjóð-
minjasafninu og viöar.
23.00 Malil og næturgestirnir.
Sjónvarpsópera eftir Gian-
Carlo Menotti. Þýðinguna gerði
Þorsteinn Valdimarsson. Leik-
stjóri Gisli Alfreðsson. Fiytj-
endur: Ólafur Flosason, Svala
Nielsen, Friðbjörn G. Jónsson,
Halldór Vilhelmsson, Hjálmar
Kjartansson og fleiri. Aður á
dagskrá á jóladag 1968.
23.50 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
25. desember
Jóladagur
16.00 „Nóttin var sú ágæt einV
Endurtekinn þáttur um „muni
og minjar”. Umsjónarmaður
Þór Magnússon, þjóöminja-
vörður. Aöur á dagskrá á jóla-
dag 1968.
16.30 llnotubrjóturinn Ballett viö
tónlist eftir Tsjækovski. Dans-
ar eftir Flemming Flindt. Flutt
af Konunglega danska
ballettinum. Meðal dansara
eru Dinna Björn, Henning
Kronstam. Vivi Flindt og Niels
Björn Larsen. (Nordvision —
Danska sjónvarpið)
18.00 Stundin okkar.Jólaskemmt-
un i sjónvarpssal. Hljómsveit
Ólafs Gauks og Svanhildur
skemmta börnum og margir
góðir gestir lita inn, þ.á m.
jólasveinninn Gáttaþefur.
Umsjónarmenn Sigriður Mar-
grét Guðmundsdóttir og Her-
mann Ragnar Stefánsson.
19.00 lllé.
20.00 Fréttir.
20.15 Veðurfregnir.
20.20 St. Jakobs drcngjakórinn
Kór kirkju heilags Jakobs i
Stokkhólmi syngur i sjónvarps-
sal. Á efnisskrá eru lög eftir
Lorenzo Perosi. Anton Bruckn-
er, Wolfgang Amadeus Mozart,
Henry Purcell o.fl. Félagar úr
Unglingakór kirkjunnar að-
stoða. Stjórnandi Stefan Sköld.
Stjórn upptöku Andréslndriða-
son.
20.45 Kraftaverkið (The Miracle
Worker). Bandarisk biómynd
frá árinu 1962, byggð á ævi-
atriðum Helenar Keller, sem
heimsfræg varð fyrir störf sin i
þágu blindra og daufdumbra.
Leikstjóri Arthur Penn. Aðal-
hlutverk Patty Duke og Ann
Bankroft. Þýöandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir. Myndin lýsir upp-
vaxtarárum Helenar, og
hvernig hún komst til þroska
þrátt fyrir blindu og heyrnar-
leysi.
22.30 Ugla sat á kvisti.Skemmti-
þáttur með söng og gamni.
Meðal gesta þáttarins eru
Wilma Reading, Ragnar
Bjarnason, Kristján Snorrason,
Steinþór Einarsson og Hljóm-
ar. Umsjónarmaður Jónas R.
Jónsson.
23.20 Að kvöldi jóladags. Séra
Óskar J. Þorláksson, dómpró-
fastur, flytur jólahugleiðingu.
23.30 Dagskrárlok-
Miðvikudagur
26. desember
Annar dagur jóla
18.00 Kötturinn Felix.Tvær stutt-
ar teiknimyndir. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.15 Skippi. Ástralskur mynda-
flokkur. Gctur þú þagað yfir
leyndarmáli?Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.40 í fjársjóðaleit.Sovésk kvik-
mynd um ævintýri þriggja
barna, sem ætla sér að finna
fjársjóði i sokknu skipi. Þýð-
andi Lena Bergmann.
19.00 lllé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.35 Léttir trúartónar, Breskur
þáttur með trúarlegri poppmú-
sik. Meðal þátttakenda eru
Ashton, Gardner, Dyke & Co,
Quintessence og Radha Krsna
Temple. Einnig eru leikin lög
eftir George Harrison, Bob
Dylan og Simon og Garfunkel.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
21.20 „Þin er öll heimsins dýrð.”
Bandarisk kvikmynd
um Guðshús ýmissa trúflokka
viða um heim.
21.40 Vér morðingjar.Leikrit eftir
Guðmund Kamban. Frumsýn-
ing. Leikstjóri Erlingur Gisla-
son. Leikendur: Edda
Þórarinsdóttir. Þorsteinn
Gunnarsson, Arnhildur Jóns-
dóttir. Gisli Alfreðsson. Guðjón
Ingi Sigurðsson, Guðrún Al-
freðsdóttir. Jón Aðils, Kristján
Jónsson. Pétur Einarsson, Sig-
riður Hagalin. Sigurður Karls-
son og Steindór Hjörleifsson.
Stjórn upptöku Tage Ammen-
drup.
23.20 Dagskrárlok.
Laugardagur
22. desember
17.00 tþróttir.Meðal efnis i þættin-
um verður mynd frá leik Vals
og Fram i fyrstudeildar-
keppninni i handknattleik
kvenna og Enska knatt-
spyrnan, sem hefst um klukkan
17.30. Umsjónarmaður Omar
Ragnarsson.
19.15 Þingvikan. Þáttur um störf
Alþingis. Umsjónarmenn Björn
Teitsson og Björn Þorsteins-
son.
19.45 lllé
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
Fjölleikahúsið veröur að vanda með fjölbreytta jólaskemmtun
fyrir börn og fullorðna.
Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban verður á dagskrá annan
dag jóla. Þorsteinn Gunnarsson og Edda Þórarinsdóttir i hlut-
verkum sinum.
Laugardagur 22. desember 1973.