Alþýðublaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 2
HEIMSENDIR ÁRID 2100? Hvenær mun mann- eskjunum takast að svipta manneskjurnar lifi? Tölva í Boston í Bandaríkj unum var spurð þessarar spurning- ar, og hún svaraði hik- laust. Árið 2100 verður öllu lokið. Þessi dapurlegi spá- dómur fékkst þanníg, að tölvan var mötuð á öllum fyrirliggjandi upplýsing- um um íbúaaukningu, iðnaðarvöxt, mengun, magn hráefna og afgang að fæðu. Ef allt heldur áfram eftir þeim brautum, sem málin hafa gengið fram til nú, þá verður öllu líf i á jörðinni lokið árið 2100, sagði tölvan. Sænski prófessorinn Lars Ingelstam hefur f jallað nokkuð um þessar niðurstöður. Hann segir í blaðaviðtali: — Ég hef lesið banda- risku skýrsluna, og hún er óskaplega dapurleg. Hún segir beinum orðum, að ef einhver von á að vera f yrir okkur að þrauka, þá megi hvergi verða um aukningu að ræða. — Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd bæði af vísindamönnum og stjórnmálamönnum, seg- ir Ingenstam prófessor einnig. Fullyrter, að vís- indamennirnir, sem skýrsluna sömdu, hafi gengið allt of ákaft til verks og m.a. ekki tekið tillit til hæfileika manns- ins að laga sig að nýjum aðstæðum. Nú tölum við ekki lengur um að stöðva þróunina, heldur að beina henni inn á nýjar brautir. — Er skýrslan þá ekki áhugaverð? — Svarið við því er bæði já og nei. Aðalat- riði málsins er, að hún beinir allri athyglinni að hráefnalindunum og að hún byggist á miklu rann- sóknarstarf i. — Og fólksf jölgunar- sprengjan? — Hún er undir okkur sjálfum komin. Ef mann- eskjan gerir sér Ijósa nauðsyn alþjóðlegrar samhygðar, þá verður ekkert úr hættunni. Norð- urlandabúar t.d. nota allt of mikið af náttúruauð- lindum jarðarinnar í sína þágu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, hvert slikt misrétti leiðir. Ef okkur skilst það — og högum okkur samkvæmt því— þá er ekkert að ótt- ast. SKUGGALEGAR SPAR BANDARÍSKRAR TÖLVU Alþýöublaöið inn ■Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Keflavík auglýsir: Þetta er ekki nokkur vandi — segir Anita Wold, sem fyrst kvenna stökk á Holmenkollen í iþróttaþætti i sjónvarpinu nýlega sáum við mynd frá skiðastökkskeppni, sem haldin var i Holmenkollen i Noregi. Þar sáum við m.a. mynd af stökki fyrstu konunnar, sem stokkið hefur skiðastökk af Holmenkollen-pallinum. Hún heitir Anita Wold, og er nú á góðri leið með að ná heims- frægð. Nýlega birtist f norsku blaði viðtal við Anitu og föður hennar, Oddvar Wold. — Anita taugaóstyrk? Langt i frá. Stelpan veit ekki, hvað taugar eru, sagði hinn stolti fað- ir. Spurningin um, hvort leyfa ætti Anitu að stökkva á Holmen- kollen, hvaði vafist fyrir norsk- um skiðayfirvöldum i heil tvö ár. Margir reiddust þvi, að henni skyldi leyft að stökkva. — En, segir Anita sjálf, hvorki pabbi né ég höfum nokkru sinni spurt um, hvort ég gæti fengið leyfi til þess að stökkva. Það voru blöðin, sem spurðu. Og nú þökkum við blöð- unum fyrir að hafa spurt. Vegna þess, að það hefur orðið til þess að ég æfði mig betur. — Hvers vegna leggja ekki fleiri konur skiðastökk fyrir sig? — Þvi er erfitt að svara. í rauninni eru margar ungar stúlkur, sem þátt taka i stökk- keppnum i yngri aldursflokk- um. En þær gefast upp, þegar pallarnir verða hærri. Margir hafa spurt mig, nvor'. ekki sé erfitt fyrir stúlku að stökkva á skiðum. En stúlkur stunda nú þegar skiðagöngu og hafa gert lengi og það er bæði erfiðara og vandasamara. Ég hefði aldrei getað hugsað mér að leggja fyrir mig skiðagöngu. Þótt karl- ar séu likamlega sterkari en konur, þá hefur það engin áhrif varðandi stökkið. Ég held að skýringin sé miklu frekarsú, að frá gamalli tið hef- ur ávallt verið litið á skiðastökk sem strákaiþrótt. Það er erfitt að fá fólk til þess að breyta um skoðun á þvi, segir hin 17 ára gamla menntaskólastúlka. Og hún bætir við: — Þetta litur allt mun erfiðar út frá áhorfendaöllunum, en það raunverulega er. Ef þú ferð upp og stekkur, þá kemstu fljótt að raun um, aðþaðer ekki eins erf- itt og þú hefur haldið. Skiða- stökk er i rauninni ekkert sér- lega hættulegt. á hvert heimili --——--——--------—— PPHAF AUÐS • • SKOÐANAKONNUN VEGNA FRAAABOÐS TIL BÆJARSTJÓRNAR í VOR Fundur verður haldinn um framboðsmál Alþýðuflokksins i Keflavik i Tjarnarlundi laugardaginn23. þ.m. frá kl. 3—6 e.h. Á fundinum fer fram skoðanakönnun um skipan framboðslista Al- þýðuflokksins við komandi bæjarstjórnarkosningar. Skoðanakönnunin er opin Alþýðuflokksfólki og öðru stuðningsfólki A-listans. STJÓRNIN Vilja dvalarheimili fyrir aldrað fólk vestur í Dýrafirði Dýrfirðingafélagið i Reykjavik hugsar til stórátaks i fjáröflun til fyrirhugaðrar byggingar dvalar- heimilis fyrir aldraða i Dýrafirði. Mikill skriður er að komast á það mál heima i héraði, þar sem báð- ar hreppsnefndir fjarðarins hafa samþykkt að hef ja nú þegar fjár- öflun. Tveir hvatar liggja að þvi máli aðallega. Eru þeir höfðingleg gjöf þeirra hjóna frú Margrétar Krist- jónsdóttur og Jóhannesar Bjarnasonar, sem nú er látinn, — og voru það 400.000,00 er skyldi varið til þessa málefnis.Hinn er svo hin nýju lög frá alþingi, er skylda rikissjóð til að greiða 1/3 hluta kostnaðar við slika bygg- ingu fullgerða. Fyrsta skref félagsins i þessa átt er að stofna til fundar, sem haldinn verður i Tjarnarbúð niðri, sunnudaginn 31. mars n.k. kl. 14. Þangað er óskað áð allir þeir komi er viija leggja málinu lið. Þar verð.ur rætt um hvernig að fjáröflun verður staðiö, kosin framkvæmdanefnd o.fl. Fundur- inn verður nánar auglýstur. Hafnarfjaröar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. wmmamBmœaammBmmsBBmm HÚSEIGNIR ^■&SKIP VEITUSUNOII SlMI ZS444 BLÓMAHÚSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA f KR0N ■aflBHBBBHBHBSSBNRBBHBBHBBHBHBBBBÍ L Dunfi í GlflEflÐflE /ími 04200 ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.