Alþýðublaðið - 22.03.1974, Page 11
■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
íþróttir
Axel Axelsson sendir knöttinn i markið i 11. skipti i þessu islandsmóti. Þetta var dæmigerð Axeisþruma,
I stöng og inn. Alþ.bl. mynd Friðþjófur.
Valur vann Fram og hreppti silfrið
Enginn flensubragur á leiknum!
Valsmenn tryggðu sér silfur-
verðlaunin I íslandsmótinu i
fyrrakvöld með þvi að sigra
Fram 22:18. Fram hlýtur þvi
bronsið. Þetta var einn besti, ef
ekki besti leikur mótsins til
þessa, og enginn flensubragur
á mönnum! Sérstaklega léku
Valsmenn vel i siðari hálfleik,
og var ólafur Jónsson þar
fremstur I flokki. Hann átti frá
bæran leik.
Ekki var byrjunin glæsileg
fyrir Val, þvi fljótt varð staðan
3:0 og siðan 4:1 fyrir Fram.
Leikurinn jafnaðist, en Vals-
menn komust ekki framúr fyrr
en is.h. og þegar forystan náðist
loks, var hún mjög örugg. Valur
skoraði þrjú siðustu mörkin, og
sigraði 22:18, eftir að staðan
hafði verið 10:9 Fram i vil i hálf-
leik.
Mörk Vals: Ólafur 8, Jón 5,
Axel kominn
í 105
mörk
Axel Axelsson Fram er hinn
ókrýndi markakóngur þessa
Islandsmóts. Hann hefur skor-
að 105 mörk og á eftir að leika
einn leik. Hann hefur þvi bætt
met Einars Magnússonar Vfk-
ingi frá i fyrra, sem var 100
mörk. Enn vantar hann mikið
i hið frábæra met Ingólfs
Óskarssonar frá Hálogalands-
timunum, 126 mörk i 10 leikj-
um.
Staðan er þannig fyrir sið-
ustu umferðina:
FH
Valur
Fram
Vik.
IR
Haukar
Arm.
Þór
13 13 0
13 8 2
13
13
13
13
13
13
0 310-223 26
3 262-236 18
279-252 15
282-284 12
246-264 -11
245-280 10
192-212 9
11 234-299 3
1. Axel Axelsson Fram 105
2. Gunnar Einarsson FH 90
3. Hörður Sigurmarss.
Hauk 90
4. Einar Magnúss. Vik. 89
5. Viðar Simonarss. FH 83
6. Sigtr. Guðlaugss Þór 67
7. Agúst Svavarss. IR 66
8. Björgvin Björgv.ss. F. 56
9. Gisli Blöndal Val 56
10. Vilhj. Siggeirss. IR 56
Bergur 4, Agúst 2, Gisli 2(2 v) og
Gunnsteinn 1 mark
Mörk Fram: Axel 7(1 v),
Björgvin 5, Pétur 2, Andrés,
Hannes, Ingóifur og Sigurberg-
ur eitt mark hver.
Ólafur Jónsson var nokkuð ó-
heppinn i f.h. en i þeim siðari
átti hann algjöran stórleik,
skoraði hvert markið af öðru
með sinum fræga skotstil. Þá
átti Jón Karlsson sinn besta leik
i vetur. Jón Breiðfjörð var góð-
ur i markinu og Bergur drjúgur.
1 heild barðist liðið vel, sérstak-
lega i vörn.
Framarar náðu ekki að fylgja
eftir góðri byrjun, mestmegnis
vegna hörku Valsvarnarinnar.
Axel komst i gang i s.h. og skor-
aði þá mörg falleg mörk. Þá var
Björgvin að venju drjúgur i
sókninni, en i vörninni áttu skot
Ólafs Jónssonar greiða leið
framhjá honum og i netið.
—SS.
Þór vann KR!
Þór sigraði KR i 1. deild
kvenna i fyrrakvöld 10:9 (5:5).
Leikurinn fór fram á Akur-
eyri. Þetta eru fyrstu stig Þórs
i mótinu. Þór á eftir einn leik,
gegn Vikingi á Akureyri. Vinni
Þór þann leik, verður auka-
leikur um fallið milli Vikings
og Þórs.
Hinn snjalli og fjölhæfi Vilhjálmur Sigurgeirsson brennir af.
W W
IR vann Armann 14:11
Þessi leikur var aldrei mjög spennandi. IR-ingar áhugalausir en
Armenningar ósköp slappir i sókn og vörn. ÍR-ingar byrjuðu á þvi
að skora fyrsta markið, og voru yfir mest allan leikinn eitt og 2
mörk. Vilhjálmur Sigurgeirsson skoraði fyrsta mark leiksins og
eftir það voru IR-ingar yfirleitt með forystuna.
Hinn ungi markvörður ÍR-inga, Jens Elmarsson, stóð sig mjög
vel i markinu og varði meðal annars viti frá Vilbergi Sigtryggs-
syni. 1R sigraði 14:11.
Vörnin hjá Armanni var afar slök eins og fyrr segir og Ágúst
Svavarsson virtist geta gert mark þegar hann hafði áhuga. Gunn-
laugur Hjálmarsson stóð sig vel á linunni og skoraði mjög fallegt
mark, og virðist alltaf vera i gamla góða forminu sinu. Eins og
fyrr segir byrjuðu ÍR ingar á að skora og um miðjan fyrri hálfleik-
inn var slaðan jöfn, en i siðari fóru IR-ingar hægt og sigandi fram
úr Armanni.
Fyrir IR-inga skoruðu Vilhjálmur 6 (2, vitiLAgúst Svavarsson 5
Þórarinn Tyrfingsson 2.og Gunnlaugur 1.
Fyrir Armenninga skoruðu Hörður Kri'stinsson 3, Vilberg 2,
Jón Astvaldsson 2, Stefán Hafstein 1 og Björn Jóhannsson 1.
—GK
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla
daga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Blómasalur, opinn alla daga vikunnar.
HÖTEL BORG
við Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gyllta
salnum.
Simi 11440.
HÓTEL SAGA
Grillið opið alla daga. Mímisbar og Astrabar, opið alla
daga nema miðvikudaga. Simi 20890.
INGÓLFS CAFÉ
við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826.
ÞÓRSCAFÉ
Opið á hverju kvöldi. Sími 23333.
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
Ingólfs-Café
Gömludansarnir í kvöld kl. 9
Hljómsveit Garðars Jóhannessonar.
Söngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.
•BíinÞJonusTiin HnmnnHRDi*
Komið og gerið við sjálfir.
Góð verkfæra og varahluta-
j J þjónusta
Opiðfrá kl. 8—22.
Látið okkur þvo og bóna bilinn.
Fljót og góð þjónusta. Mótor-
þvottur og einnig ryðvörn.
Pantanir i sima 53290. '
wn
Biim>JonusTnn«
Haf narf irói, Eyrartröó ó
Kynnisferöir um
söguslóðir Reykjavíkur
874-1974
Tveggja tima ökuferð um gamla bæinn
með sögufróðum fararstjóra.
Nokkrir sögulegir staðir sem skoðaðir
verða og fjallað verður um:
Arnarhóll, Sölvahóll, Jörundarvigi,
Skuggi, Móakot, Tobiasarbær, Frosta-
staðir, Skólavörðuholt, Landshöfðingja-
húsið, Þingholt, Skólabrúin, Ingólfsnaust,
Ingólfsbrunnur og landnámsjörðin
Reykjavik.
Farið verður frá Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu n.k. sunnudag 24. mars kl.
13.45.
öllum heimil þátttaka.
Upplýsingar i simum '15020-16724.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur
Föstudagur 22. marz 1974.