Alþýðublaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENSKU
HREINSITÆKIN
EKKI NÓGU GÓÐ
3 ► 3 ► 3 ► 3 ► 3
ings við NATO
„Styrkið NATO — aðrir gera það ef
til vill EKKI”. Svo hljóðar niðurlag
auglýsingar, sem útvarp hersins á
Keflavikurflugvelli hefur sent út að
undanförnu með jöfnu millibili.
Eru þessar auglýsingar um það bil
30 sekúndna langar og f jalla um mik-
ilvægi þess, að valdaaðstaða NATO i
heiminum — og sérlega á norðurhveli
jarðar — raskist ekki.
íslenska rikisstjórnin hefur marg-
sinnis lýst yfir, að engar meiriháttar
ákvarðanir i varnarmálunum verði
teknar nema af Alþingi. Þessar yfir-
lýsingar hafa ráðherrar gefið bæði
fyrir og eftir þingrofið. Bandarikja-
stjórn hefur nú tillögur íslands i
varnarmálunum til athugunar og er
alls ekki búist við andsvörum þeirra
bráðlega.
í Ijósi þessa, svo og þvi, að um allt
SV-land er hægt að ná útsendingum
útvarpsins i Keflavik, sneri Alþýðu-
blaðið sér til Magnúsar Torfa ólafs-
sonar, menntamálaráðherra, og
spurði hann álits á því, hvort hér gæti
verið um að ræða póiitiskan áróður á
viðkvæmu augnabliki.
Menntamálaráðherra sagðist ekki
hafa heyrt þessara auglýsinga getið
fyrr og hann vildi ekki tjá sig um
hluti, sein hann vissi ekkert um.
RUSSARNIR
VIÐ
GÆSLUNA
VOó&ÁR
60&LAH
ÍÞRÓTTIR
► 10-11
Byrjað á Gjábakkavegi
á mánudaginn kemur
„Við reynum að leysa
þetta verkefni eins og
önnur, sem okkur eru
fengin”, sagði Sigurður
Jóhannsson, vegamála-
stjóri, i viðtali við frétta-
mann blaðsins i gær-
kvöld. Hann kvað sam-
gönguráðuneytið þegar
eftir ákvörðun forsætis-
ráðherra hafa tilkynnt
ákvörðun um lagningu
Gjábakkavegar á Þing-
völlum. „Við verðum að
endurskoða áætlun um
framkvæmd verksins
með tilliti til hins
skamma tima, sem verk-
inu þarf að 1 júka á. Það er
alltaf erfitt að vinna undir
pressu”, sagði vegamála-
stjóri, „viðhefðum viljað,
að unnt hefði verið að
byrja fyrr, en við gerum
okkar besta”.
Alþýðublaðið skýrði
fyrst frá þvi, að Þjóðhá-
tiðarnefnd taldi það eina
meginforsendu fyrir
skipulegum hátiðarhöld-
um á Þingvöllum, að Gjá-
bakkavegur yrði lagður,
en f jármálaráðherra
kvað slikt „ómögulegt”.
Forsætisráðherra, Ölafur
Jóhannesson tók svo af
skarið i gær og lagði fyrir
samgönguráðherra, að
láta þegar i stað hefja
framkvæmdir við Gjá-
bakkaveg, og að þeim
yrði lokið fyrir þjóðhátið
28. júli.
Vegamálastjóri sagði,
að mikil áhersla yrði lögð
á, að hefja framkvæmdir
þegar á mánudag 20. mai.
Kvað hann helgina verða
notaða til þess að flytja
vinnuvélar, tæki og skúra
á framkvæmdastað,
Ashkenazy fær
sér Lincoln
► 12 ► 12 ► 12
KBVHBHa
Enn færa Rússarnir
út kviarnar i Reykja-
vikurborg og utan
þeirra húseigna, sem
þeir eiga nú þegar, tóku
þeir nýlega á leigu ný
endurbyggt hús við
Seljaveg nr. 19, en það
hús er skáhallt á móti
húsi Landhelgisgæsl-
unnar, Sjómælinganna
og Vitamálastjórnar.
Endurbyggingunni er
ekki fulllokið, þrátt fyr-
ir leigusamninginn, og
utanrikisráðuneytinu
hefur ekki verið tilkynnt
um fjölgun rússneskra
sendiráðsstarfsmanna
Er þvi annað hvort
um óvænta fjölgun
starfsmanna að .ræða,
eða plássfrekari sfarf-
semi rússneska sendi
ráðsins hér.
Sovét
safnar
húsum í
vestur-
bænum