Alþýðublaðið - 17.05.1974, Síða 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri og ábyrgðar-
maður, Freysteinn Jóhannsson. Stjórn-
málaritstjóri, Sighvatur Björgvinsson.
Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19, simi:
28800. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi:
14900. Auglýsingar, Hverfisgötu 8-10,
simi: 28660 og 14906. Blaðaprent hf.
BIRGIR FÆR A BAUKINN
Það fór heldur illa fyrir þvi máli, sem átti að
verða aðal-kosningamál ihaldsins i Reykjavik
við borgarstjórnarkosningarnar i vor — „Grænu
byltingunni” svokölluðu. Þegar áætlunin var
rædd i borgarstjórninni nýverið, þá komu borg-
arfulltrúar minnihlutaflokkanna fram með itar-
lega greinargerð og úttekt á áætlun borgarstjór-
ans um „Græna byltingu” þar sem þeir m.a.
sýndu fram á með mörgum dæmum hversu illa
og hroðvirknislega áætlunin væri unnin. Meðal
dæma, sem borgarfulltrúar minnihlutaflokk-
anna bentu á um þau handahófsvinnubrögð,
sem rikt hafa við gerð þessarar áætlunar, má
nefna, að mikið innbyrðis ósamræmi er milli
einstakra uppdrátta, áætlunin stangast i mörg-
um meginatriðum á við samþykkt og staðfest
aðalskipulag borgarinnar, ekkert tillit er tekið
til ýmissa framkvæmda, sem þegar hafa verið
unnar eða verða á næstunni i sambandi við um-
ferðarmál borgarinnar — látið eins og þær
framkvæmdir hafi aldrei verið né verði til — og
siðast en ekki sist að vinnubrögðin við gerð upp-
drátta, sem kortinu fylgja, hafi verið með þeim
eindæmum, að mörg byggð svæði, svo sem
Landspitalalóðin, barnaskólar, gagnfræða-
skólar, Umferðarmiðstöðin, lögreglustöðin og
fleiri byggingar, eru á uppdrættinum lituð sem
græn svæði likt og eigi á einu bretti að rifa öll
þessi mannvirki niður og tyrfa yfir.
Alþýðublaðið hefur nú komist yfir bréfaskipti
skipulagsstjóra rikisins við borgarstjórann i
Reykjavik, þar sem skipulagsstjórinn staðfestir
i öllum atriðum þá gagnrýni, sem borgarfull-
trúar minnihlutans settu fram á „Grænu bylt-
inguna” og fer auk þess bæði hæðilegum orðum
og ávitunarorðum um vinnubrögð borgarstjór-
ans i málinu.
í bréfum sinum bendir skipulagsstjóri
borgarstjóranum i Reykjavik m.a. á, að áætlun-
in um Grænu byltinguna stangist i verulegum
atriðum á við staðfest Aðalskipulag Reykjavik-
ur. Vitir skipulagsstjóri i einu bréfanna borgar-
stjórann i Reykjavik fyrir að láta prenta og
dreifa út til almennings stórt og vandað kort
undir nafninu: Aðalskipulag Reykjavikur án
sérstakra athugasemda þótt borgarstjóri viti,
að það stangist i meginatriðum á við hið stað-
festa Aðalskipulag Reykjavikurborgar. Gefi
uppdrættir þessir— m.ö.o. „Græna byltingin”
borgarstjórans almenningi þvi rangar upplýs-
ingar, og segir skipulagsstjóri að harma beri
það kæruleysi, sem þetta beri vott um. Einnig
fer skipulagsstjóri i bréfi sinu heldur háðulegum
orðum um þá nýbreytni borgarstjórans og
starfsmanna hans að auðkenna ýmis svæði i
borginni, sem á standa stórbyggingar, með
grænum lit likt og þar sé búið að rifa öll hús og
tyrfa yfir. í lok bréfs þessa hafnar skipulags-
stjóri svo með öllu þeim tilmælum borgarstjór-
ans að staðfesta áætlunina um „Grænu bylting-
una” og hvetur borgarstjórann til þess að hafa
betur i heiðri það skipulag borgarinnar, sem
þegar hefur verið samþykkt.
Öllu rækilegri ráðningu frá ábyrgum aðilum
hefur enginn borgarstjóri áður fengið i sögu
Reykjavikur fyrir illa unnin störf en þá, sem
Birgir ísleifur Gunnarsson fékk frá skipulags-
yfirvöldum landsins.
alþýðu
\mm
4. Sverrir Hestnes 5. Gunnlaugur Ó. Guðniundsson (;. llaukur Helgason
7. Jónas K. Helgason s. Bjarni L. Gestsson 9. Gunnlaugur Jónasson.
— Birtur hefur verið sam-
eiginlegur framboðslisti Al-
þýðuflokksins, SFV og óháðra á
isafirði og ber listinn iistabók-
stafinn I.
SFV tilnefndi menn i 1., 4., 7.,
10., 13. og 16. sæti listans. Al-
þýðuflokkurinn i 2., 5., 8., 11., 14.
og 18. sæti listans, en ófiokks-
bundir einstaklingar völdust i
3., 6., 9., 12., 15. og 17. sæti list-
ans.
Listinn er þannig skipaður:
I. Jón Baldvin Ilannihalsson.
Torfnesi
2. Gunnar Jónsson, Sætúni 2
3. Málfriður Finnsdóttir, Mið-
túni 23
5. Gunnlaugur Ó. Guðmunds-
son, Kngjav. 18
6. Ilaukur Helgason, Engja-
vegi 31
Jónas K. Helgason. Ilreggnasa
3
8. Bjarni L. Gestsson, Illiðar-
vegi 3
9. Gunnlaugur Jónasson,
Hafnarstræti 2
10. Sturla Ilalldórsson, Hliðar-
vegi 37
11. Hákon Bjarnason, Aðal-
stræti 26a
12. Sigurður Th. Ingvarsson,
Eyrargötu 8
13. Kristján Reimarsson, Selja-
landsvegi 56
14. Jens Hjörleifsson, tsafjarð-
arvegi 4
15. Stefán I)an Óskarsson,
Aðalstræti 22a
16. Ingimar ólason, Skólagötu 8
17. Sigriður ,1. Ragnar, Smiðju-
götu 5
18. Sigurður .1. Jóhannsson.
Eyrargötu 6
Alþýðufiokksfólk í
Reykjavík munið:
J-LISTINN
er listi jafnaðar-
manna — listi Alþýðu-
flokksins og Samtaka
frjálslyndra og vinstri
manna.
Gefið ykkur fram til
sjálf boðaliðsstarfa á
kjördag í símum 28718,
eða 15020.
Blaðburðarfólk
vantar nú þegar
i eftirtalin hverfi:
Sundin
Tjarnargata
Nýtt símanúmer
er
28800
Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík
minnna á að framboðslisti
jafnaðarmanna í Reykjavík er
J-USTINN
Listinn er borinn fram af Alþýðuflokkn-
um og Samtökum frjálslyndra og vinstri
manna.
Alþýðuflokksfólk og annað stuðnings-
fólk jafnaðarstefnunnar i Reykjavik.
Munið, að listi jafnaðarmanna er J-listi.
Föstudagur 17. maí 1974.