Alþýðublaðið - 17.05.1974, Page 6

Alþýðublaðið - 17.05.1974, Page 6
Sji) mánuðum oftir að herforingjastjórnin tók við völdum i ( hile \ ar ákveðiö að setja rétt yfir þeim hermönnum, seni voru tryggir fyrr- verandi stjórn og Salvador Allende forseta. t>7 eru ákærðii og dauðadóms krafist yfir G. TUTTUGU ARUM SIÐAR Fyrir tuttugu árum var6 Roger Bannister fyrstur manna til þess a& hlaupa eina enska milu á skemmri tíma en f jórum minútum. A dögunum kom hann. ásamt þeim Chris Brasher og Christopher Chataway til sjón- varpsþáttar i breska sjónvarp- inu — en þeir tveir siöarnefndu tóku þátt 1 hlaupi þvi, sem Bannister vann.sinn fræga sigur i. Hér eru þeir félagar á leiö frá sjónvarpsstööinni. er kominn í Chile Alika réttarhöld verða haldin yfir mönnum úr flota og landher, en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær. Herforingjastjórnin hef- ur krafist dauðarefsingar sex herforingja og réttahöldunum, sem áttu að hefjast 2. april, var frestað um óákveðinn tima. Mótmæli Erkibiskupinn i Santiago, Raul Silva Henrique kardináli, sem er yfirmaður kaþólsku kirkjunnar i Chile, mótmælti eindregið kúgun herforingjastjórnarinnar á öllum vinstrisinnuðu öflum landsins. Traustar heimildir i höfuðborg Chile hermdu, að enn væru 260 fangar á stærsta iþróttavelli i Santiago og meðal fanganna eru tveir ráðherrar úr fyrri rikis- stjórn — Julio Stuardo og Ernesto Arandeda. Herþyrla hafði sveimað yfir réttarsalnum i margar klukku- stundir áður en réttarhöldin hóf- ust og allir vegir, sem lágu að húsinu voru lokaðir. Ættingjar ákærðra fengu ekki aðgöngu að réttarsalnum. Dómsforseti, Solver hershöfð- ingi, setti réttinn ,,i guðs nafni”. Hann lagði á það áherslu við rétt- arsetningu, að hinir ákærðu hefðu fengið „fulla tryggingu” til að geta undirbúið málsvörn og feng- ið frjálslega að ræða við mála- færslumenn og ættingja. Hann sagði, að öll ákvæði i alþjóðarétti heföu verið haldin. CLfAN MOOD WtTH ÞAÐ FANNST I SIMAKLEFA Þetta drengbarn fannst á dög- unum eitt og yfirgefiö i simaklefa i Cedworth Crescent i Ports- mouth. Drengurinn var sennilega aðeins 12 klst. gamall, þegar hann fannst. Strax var farið með hann á sjúkrahús, þar sem hann var settur i hitakassa. Nýlega hófust réttarhöld i Chile undir forystu herforingjastjórn- arinnar yfir 57 liðsforingjum og óbreyttum hermönnum úr flug- hernum auk tiu óbreyttra borg- ara, sem sakaðir eru um njósnir og samvinnu við „hermdarverka- menn”. Það var álit manna, að þessi réttarhöld væru hin fyrstu til að losa sig við vinstrisinnaða menn i Chile og þau fóru fram fyrir opn- um dyrum i flugskólanum. Blaða- menn og útlendingar fengu að vera þar viðstaddir. Samkvæmt yfirlýsingu frá flug- hernum i Chile hafa hinir 67 ákærðu gert sig seka um sam- starf við (vinstrisinnaða) „hermdarverkamenn” og með stjórnmálalegri ihlutun i flug- hernum. Þeir voru ákærðir fyrir stuld á leyniskjölum, afhendingu þeirra til óvinanna og með „óvinirnir” er átt við samsteypu vinstrisinn- aðra manna undir stjórn hins látna forseta Salvador Allende og fylgismanna hans. Fékk hjartaslag i fangelsi og lést Aðalsakborniiigurinn mætti ekki viö réttarhöldin, þvi aö her- foringjastórnin lýsti þvi yfir 12. mars, aö Alberto Bachelet hers- höfingi, sem var einkavinur All- endes forseta, heföi fengiö hjarta- slag i fangelsi og látist. A iþróttavellinum I Santiago eru 260 fylgismenn Allendes fangar. Tími hefndarinnar . .. erlendar fréttir í myndum . . . Opið bréf til Unnars Stefánssonar Tilgangur þessa bréfs er að gera tilraun til að fá upplýst, hver verði likleg framvinda mála i strandþorpunum Eyrarbakka og Stokkseyri, og hver framtið þess- um þorpum er búin, efnhagslega og menningarlega, miðað við þær breyttu aðstæður, sem þau standa nú frammi fyrir. Hvaða tillögur liggja fyrirhjá þeim aðilum, sem þar eiga um að fjalla? Hvernig yrði framkvæmd þeirra háttað og hverjar væru llklegastar til að leysa vanda þorpanna á hag- kvæmastan hátt? Til að gera þessa aðkallandi mynd skýra, er nauðsynlegt aö draga fram þróun mála seinustu 40 ár. Sú þróun hefur skilið eftir sig djúp spor, og þó að stiklað sé á stóru, á hún engu að siður að skýra þá erfiðleika, sem við var að fást. Vegna breyttra aðstæðna hafa ibúarnir orðið að glima við meiri vandamál i atvinnulifi en viðast annars staðar. Fólkinu hefur fækkað og það flutzt til staöa, þar sem atvinnulif hefur staðið i blóma, þar sem betri voru hin náttúrulegu skilyrði, en þorp- in ekki notið þeirrar fyrir- greiðslu, sem þau hefðu þurft að fá og þannig hefur verið fram hjá þeim gengið i þjóðfélagi hinnar miklu samhjálpar, sem verið hef- ur i landinu allt þetta timabil. Þegar aðrir sem betri aðstöðuna höfðu, fengu stóran hlut, þá fengu þessir staðir aðeins brot. Fyrirtækin á Selfoss — og fólkið með A árunum 1929 og 1930 hefst saga Selfoss með myndun þétt- býliskjarna. Mjólkurbú Flóa- manna verður að veruleika vegna samstöðu bænda um afurða- vinnsluna. Kaupfélag Árnesinga sér dagsins ljós um svipað leyti, og siðan hafa þessi systurfyrir- tæki verið hornsteinar Selfoss- kauptúns, eins og sá staður er i dag. Fyrir 44 árum var Selfoss venjuleg bújörð, aö visu með tvi- býli og ýmsum hlunnindum, t.d. i laxveiði. Við tilkomu ölfusárbrú- ar var umferð orðin talsverð, en hún hafði út af fyrir sig engar breytingar i för með sér á bú- skaparháttum Selfossbænda. Það voru samvinnufyrirtækin, sem lögðu undirstöðuna, og sá öri vöxtur, sem siðar varð i uppbygg- ingunni umhverfis þau og öðru at- vinnulifi Selfoss, á sér fáar hlið- stæður á landinu, nema ef vera kynni hin siðari ár uppbygging Arbæjar- og Breiðholtshverfis i Reykjavik. Fyrirtækjunum óx fiskur um hrygg, og þau þurftu fljótt á mikl- um og fjölbreyttum vinnukrafti að halda. Kaupfélagið fór svo um munaði að færa út kviarnar, og seildist til fjölþættara starfssviðs og fjölþættari verkefna. öll sú starfsemi kallaði á fleira fólk, meira vinnuafl. Húsnæði og atvinna er forsenda hvers byggðarlags, lifæðarnar, sem afkoman byggist á. Með auknum umsvifum fyrirtækjanna og batnandi efnahag gat kaupfé- lagið boðið ungu fólki upp á að- stoð til að eignast þak yfir höfuðið og Langsbankaútibúið á Selfossi hljóp undir bagga með betri fyrir- greiðslu en til annarra staða, svo allt hneig þetta i sömu áttina. Hreppsfélagið stóð sig fljótlega vel, hvað efnahag snerti. Þar var fátt við að glima, skipulag tiltölu- lega fábrotiö, sveitarútfjöld til framfærslu litil, þvi fólkið, sem streymdi að, var allt á besta aldri. Þetta verkaði á, að gjöld til hreppsins voru tiltölulega lág, einnig það hafði sin áhrif og útlit fyrir, að svo myndi áfram verða, þar eð samfélagið byggðist að mestu á ungu og hraustu fólki, börn að fæðast, en ekkert gamalt fólk að annast. Þessi þróun fór ekki framhjá þorpunum niður við ströndina, Eyrarbakka og Stokkseyri. Þessi skjóti vaxtar- hraöi varð ibúunum þó að vissu marki þyrnir i augum og olli þeim áhyggjum um framtið eigin byggðarlags. Þvi var reynt með ýmsum félagssamtökum heima fyrir að takast á við þann vanda, sem við blasti, en fremur hallaði þó á ógæfuhliðina vegna erfiðra aðstæðna t.d. til útgerðar. Reykjavik og aðrir uppgangs- staðir við Faxaflóa, þar sem út- gerðarskilyrði voru betri frá nátt- úrunnar hendi, voru þá þegar búnir að draga að sér of mikið af framtiðarundirstöðum þorpanna, þó uppbygging Selfoss drægi úr þeim seinustu óslitnu tennurnar. Hvoru tveggja þessi þróun átti sér stað fyrir breytingar á að- stæðum i útgerð og atvinnuhátt- um, sem forustumenn á Eyrar- bakka og á Stokkseyri höfðu ekki möguleika á að ráða við heima fyrir. Unga fólkið og fortíðin Það unga fólk, sem upp hefur alist á Eyrarbakka eftir að þessi þróun gekk yfir þorpið gerir sér áreiðanlega enga grein fyrir þeirri blóðtöku, sem bæði þorpin, Eyrarbakki og Stokkseyri, urðu fyrir um langt skeið. Það unga fólk, sem nú gagnrýn- ir menn og þróun mála heima fyr- ir, þyrfti að kynna sér þessa sögu og þá feikna örðugleika, sem að steðjuðu úr öllum áttum, svo sem frá uppgangsstöðum, sem sóttust eftir ungu og hraustu blóði þess- ara staða. Einnig væri þvi hollt að leiða hugann að þvi fólki, sem eftir sat og reyndi að glima við verkefnin, en flúði ekki þá óheillabyggð, sem gæfan virtist vera búin að yfirgefa. Það ætti að leita sannleikans um þaö fólk, sem eftir sat,sneri bökum saman til varnar og hönd- um saman til sóknar. Þrekleysi var ekki aðalsmerki þessa fólks. En slika baráttu heyja ekki byggðarlög án forustu. Og for- ustan dugar ekki ein sé án mál- staðar og liösmanna. Þannig var það hér i þorpunum. Þar komu ýmsir við sögu, þolgóðir og þraut- seigir. 1 þeirra skapgerð var ekk- ert, sem hét að gefast upp, þótt á móti blési og þungur gerðist róð- urinn. Þá var sett i herðar og fastar tekiö i ár. Þannig er sagan i stórum dráttum. Ég hefi i þessari frásögn sagt frá tima mótlætis langan tima, ekki dögum eða vikum og ekki einstökum mönnum, sem þar komu við sögu. Þaö verður gert, þegar sagan verður skráð og lik- lega ekki fyrr en i minningar- greinum að þeim látnum. Hvaö er framundan? Þetta er orðið nokkuö langt mál um baksvið þeirrar sögu, sem meiru varðar, en það er samtiðin og framtiðin. En að þessu sögðu, vona ég, að þú verðir við tilmæl- um minum og svarir nokkrum spurningum, er sótt hafa hugann heim um sinn, það er að segja, ef þér finnst það þess virði. Skal ég þá fyrst gera grein fyrir sjálfum mér, og siðan skýra þessi tilmæli eftir bestu getu. Ég er fæddur á Eyrarbakka og hefi allan aldur minn dvalist hér. þarf þess vegna ekki að lýsa vænt umþykju minni til fæðingarstað- arins. ósk min frá ég man fyrst eftir mér hefur verið að sjá Eyr- arbakka vaxa i góðri sambúð við fólkið. En sú harða staðreynd blasir við, að slikt hefur ekki gerst. Við höfum að sjálfsögðu lif- að mikið framfaraskeið hér sem annars staðar á landinu að þvi leyti, að þjóðlifsbyltingin færir okkur öllum fullan maga, góðan klæðnað, mannsæmandi húsa- kynni og sitthvað fleira. En það var annað og meira, sem undir sló i hugum frum- kvöðla jafnaðarstefnu, bæði hér og annars staðar á landinu. Kjör- orö og hugsjónir framámanna beindust fyrst að breyttri og bættri lifsafkomu, meira kaupi, styttum vinnutima. En undir- tónninn var samt meiri og betri menntun, aukinn þroski og vis- dómur öllum til handa. Menntun- in átti að vera það haldreipi, hinn trausti grunnur, sem hamingju- samt lif einstaklingsins átti að byggjast á, hinn sanni visdómur, er allir áttu að nema, var að gera manninn hvað meiri til sálar og likama. Það var sú menntun, er ekki átti að fara á sölutorg, vis- dóm átti aldrei að selja, hann var séreign hvers og eins, og sameign allrar þjóðarinnar. Ég vona það réttan skilning á framtið, að byggjendur sveita, þorpa og kauptúna á landinu ættu að geta snúið sér að einum aðila, er þeir hyggjast afla sér vitneskju um_framtiðaráform um viðgang og hlutverk sins byggðarlags, geti þar skoðað kortlagt skipulag nokkuð fram i timann, hvern áfanga fyrir sig og kostnaðar- áætlanir I þvi sambandi. Að minu viti ætti sú sameigin- lega stofnun sveitarfélaganna i landinu, sem þú starfar fyrir, að hafa undir höndum allar slikar upplýsingar um hvers konar fyr- irætlanir stjórnvalda fjögur ár fram i timann að minnsta kosti, þar sem ibúarnir gætu fengið sem gleggstar upplýsingar um hvað- eina og þurfi ekki að snúa sér nema að einum opinberum aðila. Þær hafa löngum þótt þreytandi, og ættu að vera litt sæmandi nútimamönnum, þær svokölluðu hungurgöngur eða Pilatusar- göngur, sem tiðkast hafa á siðari timum til áhrifamanna þjóðar- innar, til einfalds þingmanns og tvöfalds ráðherra. Vopnin eru vafalaust af ýmsu tagi, sem notuð eru til framdráttar málefnum einstakra byggðarlaga, pólitiskur litur, þrátefli og dulbúnar hótanir i fámennari kjördæmunum. Sá hlutur, sem islenska þjóðin, leggur af mörkum til skólahalds virðist ekki skorin við nögi. Þvert á móti er sá hlutur stór. Islenska þjóðin á þvi fullan kröfurétt til þess, að úr þeim stofnunum komi að stórum hluta efni i máttar- stólpa þjóðfélagsins, burðarásar sinnar þjóðar, sem hafi að yfir- skrift kjörorð þegnskaparins, i hjarta trúmennsku og virðingu fyrir sjálfum sér. Ef sá eiginleiki er sjáanlegur hjá leiðtogunum, þá dansa limirnir þar eftir, eins og gamalt máltæki segir. Og hverjar eru nú þessar spurningar, sem óróað hafa hug minni svo og um hvað hafa þær snúist. Fljótt skal játað, að öðrum þræði mótast þær af persónulegri forvitni, en þó mun fremur af ein- skærum áhuga minum á fram- faramálum byggðarlagsins, sem hér hefur verið um talað. Ég vona, að umræður um þær geti orðið til framdráttar þeirri stefnubreytingu hjá stjórnvöld- um, sem óhjákvæmileg er varð- andi þær verklegar framkvæmd- ir, sem við er að glima á Eyrar- bakka og inágrannabyggðunum I náinni framtið. Sú stefna verður trúlega mörkuð af þér og þeim öðrum, sem að málefnum lands- byggðarinnar vinna i sinum stofnunum og með þeim skipu- lögðu aðferðum, sem oft er um talað, en minna virðist beitt i reynd. Og nú spyr ég: Hefur nokkur áætlun verið gerð um það, hvernig tengja megi saman þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri og koma á raunhæfri verkaskiptinu milli þeirra á sam- vinnugrundvelli? 1. íþróttahús Mörg aðkallandi verkefni blasa við báðum þessum kauptúnum, sem báðum yrðu mun auðleyst- ari, ef þau i alvöru vildu taka höndum saman um lausn þeirra. Þar er af mörgu að taka. Þar eru meðal annars verkefni, sem krefjast tafarlausrar úrlausinar. Sem dæmi mætti nefna iþrótta- húsbyggingu. Iþróttahús er ekki ógnvekjandi orð, en nógu stórt til að standa i hvoru þorpinu um sig, eða svo hefur reyndin orðið. Sú eina leikfimikennsla, sem hér hefur verið að fá um árabil, er rödd sú, sem heyrist I útvarpinu i morgunleikfiminni. Þótt rödd Valdimars sé hljómfögur og vin- sæl hjá morgunsvæfum frúm, þá nær hún ekki til þeirra barna og unglinga, sem ættu þó að stunda leikfimi, samkvæmt skólaskyldu. I hvorugu þorpinu fer fram lög- boðin leikfimikennsla, og má ekki lengur við svo búið standa. A milli þorpanna Eyrarbakka og Stokkseyrar, er ákjósanlegt landsvæði til iþróttaiðkana, slétt- ar grundir og grónar flatir. Þar mætti koma upp sameiginlegri iþróttamiðstöð við hinar bestu að- stæður. Svæði þetta hefur um árabil hrópað bæði i austur og vestur, en hefur ennþá ekki náð daufum eyrum þorpsbúa. For- ráðamenn hafa verið sérstaklega þykkeyrðir á þau köll. En landið er þolinmótt og lætur áfram i sér heyra, þar til hafist verður handa, svæðið skipulagt af framsýni og kveðji þorpsbúa til sameiginlegra átaka, svo upp- vaxandi æska verði betur undir það búin að ganga út I það horn- ótta striðandi lif. Ungir foreldrar, sem nú eru að verða margir i þorpunum, ættu að gera sér ljósa þá staðreynd, að iþróttir og likamsrækt eru engu siöur nauð- synleg i nútima þjóðfélagi heldur en bókleg fræði. 2. Félagsheimili íbúar strandþorpanna hafa um árabil farið á mis við samkomu- hald I vistlegum húsakynnum heima fyrir, þvi að hvorugt hreppsfélagið hefur getað ráðist i byggingu félagsheimilis, þótt bæði hafi búið vel að þessu leytinu fyrir nokkrum áratugum. Við getum ekki veitt viðtöku list um landið eða notið þeirra hlunninda að fá i heimsókn góða listamenn, sem nú leggja land undir fót og miðla þeim, er viö geta tekið. 3. Hafnarmál Þá eru það hafnarmálin. Hvort þorpið um sig hefur verið að brjótast i þvi árum eða áratugum saman að fá bætta hafnaraðstöðu hvort hjá sér. En tæpast hefst þar undan, þvi að fiskiskipin stækka að sama skapi og bryggjuaðstað- an batnar. Er langt i þann stóra draum að hafskipahöfn verði byggð á Eyrarbakka með sam- eiginlegri þátttöku þorpanna eða er það fráleitur draumur? 4. Atvinnumál Og er þá ekki komið að þvi, að heppilegt væri fyrir útgerðarfyr- irtæki beggja staðanna aö standa sameiginlega að hráefnisöflun með þvi að sameinast um kaup á stærri fiskiskipum, skuttogurum, eins og svo fjölmörg byggðarlög eru að gera um þessar mundir til að bæta vinnuskilyrði staðanna og tryggja jafnari vinnu i frysti- húsunum? Brú á ölfusárós Er brúargerö yfir ölfusárós hagkvæmasta lausnin á stórhafn- arframkvæmdum beggja þorp- anna? Leysa fyrirhugaðar hafn- arframkvæmdir i Þorlákshöfn ásamt brúnni um leið hafnar- vanda Eyrarbakka og Stokkseyr- ar. Er þá átt við stærri fiskiskip- in, sem eru þorpunum nauðsynleg frá afkomu- og atvinnusjónar- miði, ef þau eiga aö geta staðist samkeppnina við aðra útgerðar- staði að breyttum útgerðarhátt- um. Það skal af hreinskilni viður- kennt, frá bæjardyrum þorps- búans, að innan tiðar geta ná- grannaþorpin Eyrarbakki og Stokkseyri, staðið frammi fyrir ámóta atvinnukreppu og varð þeim svo mikill fjötur um fót fyrir 20-30 árum, ef ekki verður snúist við vandanum i tima. Þvi fólki, er byggir Eyrarbakka og Stokks- eyri, er hollast, að þvi sé sagður umbúðalaus sannleikurinn, þvi hreinskilni er best i hverju máli. Hvað verður þegar mannskapur fæst ekki lengur á litlu bátana, sem nú eru gerðir út frá þorpun- um? Ætli það væri ekki hagsbót að geta sótt fiskinn til vinnslu af væntanlegum skuttogurum út i Þorlákshöfn skemmstu leið? Stærstu fiskibátarnir, sem Stokkseyringar gera út nú, hafa aldrei komið þar inn og fljóta ekki að bryggju. Er ekki unnt að knýja fram samvinnu milli þorpanna um þessi mál? Hrepparigur ætti að vera tuttugustualdarmanninum jafn fjarri og moldarkofar fyrri aida. Heppilegt væri að fá svar við þessum spurningum og hug- myndir um það, hvernig sameina mætti þorpsbúa um þessi verk- efni. Æskilegt væri, aö slikar til- lögur væru bornar fram af utan- aðkomandi aðila, sem áður hefur réttilega að þessu vikið og er orð- inn vanur slikum málum. Þeir sem bjóðast nú til forsvars i mál- efnum byggðarlaganna, ættu sið- an að svara þvi fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar, hvort þeir vilja vinna að þessu verkefni á komandi kjörtimabili eða ekki. Ef leiöandi mönnum eða þorps- búum faila ekki i geð þessar vangaveltur um samstöðu og samstarf þorpanna i sameigin- legum hagsmunamálum, en hafa þess i stað uppi aðrar bollalegg- ingar þá væri æskilegt, að þær kæmu i ljós á prenti, svo að kjós- endur geti myndað sér sinar skoðanir um þær. Svobestþjóna þær hagsmunum þorpanna, að um þær sé talað af frjálslyndi. Það er enginn vel- gerningur við þá menn, sem trún- að hljóta, að fara eiga með mál- efni okkar næstu árin, að hinn al- menni maður láti ekkert i sér heyra. Þvert á móti leiðréttist oft misskilningur og rangtúlkun við opnar umræður og sannleikur kemur i stað skröks. Látum öðr- um þjóðum eftir heitt og kalt strið, en ástundum opinskáar um- ræður, — i einlægni, en forðumst króka- og pukursleiðir. Skiptar skoðanir, sem eru virt- ar og af hreinskilni ræddar, þótt i hita hugans sé, eru vænlegri til varanlegra samskipta. Hundrað prósentóskhyggja og framvindan i lifinu sjálfu fara sjaldnast sam- an, og er þess vegna rétt að nýta hvert gott tækifæri sem gefst og er vænlegast hvcrju sinni til úr- bóta á hvaða sviði sem er. Ég vona, að þorpsbúar leggi sitt eigið mat á þær framkvæmda- leiðir, sem tiltækar eru til að bæta úr þvi hafnleysi, er staðið hefur þorpunum fyrir eðlilegum þrif- um, og styðji þá menn til for- svars, sem liklegastir eru til að þoka þeim málefnum áfram. Frá Guðmundi M. Einarssyni, Eyrarbakka O Föstudagur 17. mai 1974. Föstudagur 17. maí 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.