Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 1
Á ÍSLAND! FORSÆTISRÁDHERRA VILLEKKIOPNA FYRIR A.S.Í. ..A ÞESSU STIGI" ,,Ég hef ekki í hyggju að bjóða fulltrúum verka- lýðshreyf ingarinnar aðgang að stjórnar- myndunarviðræðun- um á þessu stigl", sagði Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, þeg- ar Alþ.bl. spurði hann um þetta í gærkvöldi í fram- haldi af samþykki miðstjórnar ASí, sem Alþýðublaðið skýrði frá í gær, en þar lýsir miðstjórn ASÍ þvi m.a. yfir, að húrusé f ús til að taka upp viðræður við samtök atvinnurek- enda, stjórnvöld og stjórnmálaf lokka um leiðir til að leysa farsællega úr efna- hagsvandanum. Um tilmæli ASí um aðild þess að stjórnum ríkisstofn- ana í efnahags- kerfinu sagði for- sætisráðherra, að honum fyndust þau „mjög athyglis- verð". Loks spurði Al- þýðublaðið forsætis- ráðherra, hvort eitt- hvað miðaði í stjórnarmyndunar- viðræðunum. ,,Það er nú erfitt að segja", svaraði hann. ,,Ég held okk- ur miði ekki aftur á bak að minnsta kosti." EKKI AFTUR A BAK EN ERFIÐARA AD SEGJA UM HVORT ÁFRAM MIDAR SYNGUR I VEÐRUAA ,,Það kom fram, sem listamaðurinn sagði, þegar búið var að setja myndina upp, að vind- urinn syngur i henni og myndar tóna i pilárun- úm", sagði Pálmi Ste- fánsson, verkfræðingUr hjá álverksmiðjunni i Straumsvik, i samtali við Alþýðublaðið i gær, en hann hefur unnið að þvi að setja upp stöpul undir verk Asmundar Sveinssonar mynd- höggvara, „Undir frið- ar- og landnámssól", sem Islenska álfélagið hefur keypt af lista- manninum til að gefa islensku þjóðinni 1 til- efni af 1100 ára afmæli Islandsbyggðar. Myndin var sett upp i gær á mótum Bæjarháls og Höfðabakka, og snýr hún i austur. Vindur var að norðaustan, þegar myndin var sett upp, en að sögn listarhannsins á að syngja i henni henni i öllum austanstæðum áttum. Að þvl er Asmundur Sveinsson sagði við fréttamann Alþýðu- blaðsins i gær, gerði hann fyrstu frummynd- ina að verki þessu fyrir um það bil tveimur ár- um, en hann hafði ný- lokið við að stækka hana upp i þriggja metra hæö, þegar Ragnar Halldórsson, forstjóri Islenska álfélagsins fal- aðist eftir henni. Siðan var myndin stækkuð enn, — nú upp i sex metra. Verktakarnir styðja íbúanagegn bænum Lögreglan i Kópavogi var i gærdag kvödd að- Alihólsvegi 44 i Kópavogi til að stöðva framkvæmd- ir verktaka, sem vinnur að gatnaframkvæmdum við götuna, þegar átti að hefjast handa við að taka þriggja metra ræmu af lóðihni við húsið til að leggja hana undir götu og gangstétt. Það var húsmóðirin, Þuriður Einarsdóttir, sem kvaddi til lögregl- una, en varðstjóri sá. sem kom á staðinn, sagði. að hann gæti ekki stöðvað verkið, aðeins reynt að leita sátta i málinu á fljótlegan hátt. Tveir að- aleigendur verktakafyr- irtækisins, sem komu á staðinn, sögðust hinsveg- ar ekki halda áfram með verkið fyrr en huseigandi hefði náð samkomulagi við Kópavogsbæ. og að þvi er Alþýðublaðið fregnaði seint i gær, fluttu þeir vélar sinar innar eft- ir götunni og hófu að vinna þar. Alþýðublaðið skýrði frá þvi i vor. að lógfræðingur Kópavogsbæjar hefði sent nokkrum húseigendum við Álfhólsveg bréf þar semskýrt var Trá þvi, að taka þyrfti af lóðum þeirra, og óskaði hann eftir, að þeir kæmu á fund sinn til að ræða málið. Að sögn Þuriðar sáu þau hjónin ekki ástæðu til að fara á fund lögfræðings- ins. ,,Ég efast um, að lög- fræðingurinn geti staðið á þvi að boða til sin fólk úr vinnu þess, þegar hann á sjálfur erindi við það", sagði hún. Reynt var að ná bæði i bæjarfógeta og lögfræð- inginn i gær, en þeir voru ekki viðlátnir. Hinsvegar kom verkfræðingur frá bænum á staðinn, og sagði hann', að þetta verk verði að vinna, og ákveðið hafi verið að vinna verkið fyrst en ræða sjðan við húseigendur um' skaða- að þær gætu orðið gifur- lega miklar þar sem viða við Alfhólsveg hafi verið lögð gifurleg vinna við að rækta upp garða á undan- förnum 15 til 20 árum og á þessum tima árs sé ekki;' unnt að flytja gróður án' þess hann drepist, auk þess sem húseignir hljöti að lækka i verði, þegar gatan verður komin svo að segja upp að húsveggj- um. Benti hún ennfremur á, að ekki liggi i augum uppi brýn þörf á að breikka Álfhólsveginn þar sem hann sé einungis ibúðargata. Þá var tekið talsvert af lóðum þarna fyrir allmórgum árum, og þá staðhæft, að lóða- mörk væru komin i end- anlegt horf. Annar eigenda verk- takafyrirtækisins benti á, að eitthvað hljóti mæling- ar á lóðum að vera rang- ar, þvi fyrirhugaða götu- linan standist viða ekki á, þegar farið er eftir tölum frá bæjarverkfræðingn- um. Þá kom það fram i frétt i Alþýðublaðinu, þegar við sögðum frá þvi vor, að þetta mál væri i uppsiglingu, að eftirlits- menn frá verkfræðistofu þeirri, sem hannaði hita- veitulögnina i Kópavogi, hefðu rekist á útreikn- ingsvillur á mælingakort- um frá bæjarverkfræð- ingnum. íslenskt fyrirtæki með von í Evrópu- markaðinn fyrir ameríska ísvél Fyrirtækið Stálver hefur hafið framleiðslu á ame- riskri isvél fyrir fiskiskip, sem framleiðir isinn beint úr sjó og þarf ekki að eima sjóinn áður. Skilar vélin krapi sem er sjö kuldastig. Stálver hefur einkaleyfi á Islandi á þessari tegund isvéla og ef vel gengur á Stálvik möguleika á þvi að fá að framleiða þessa vél fyrir Evröpumarkaðinn allan. STOPPAR BORGAR- BOKASAFNIÐ ? ? Starfsfólk Borgarbóka- safns Reykjavikur hefur i hyggju að leggja niður vinnu i dag eða einhvern næstu daga fái það ekki greidd þau laun sem þvi ber. Eins og allir starfs- menn hins opinbera átti starfsfólk safnsins að fá launauppbót þann 1. ágúst. Uppbótinní hafði áður verið lofað 20. jUli en þegar ekki var hægt að standa við það þá var uppbótinni lofað 1. ágúst. en það var einnig svikið. Samkvæmt samningum opinberrra starfsmanna frá þvi fyrr i sumar áttu þeir að hækka um tvo launaflokka minnst, og átti sú hækkun að gilda frá áramótum. NU um þessi mánaðamót munu opinberir starfsmenn hafa fengið greitt sam- kvæmt nýju samningun- um, en eiga þá inni 6 mánaða launauppbót. Starfsfólk Borgarbóka- safnsins ætlar að mæta til vinnu fóstudaginn 2. águst. Ætlunin er að hef ja ekki vinnu, heldur að ganga á fund borgar- stjóra og krefjast svara. Það er siðan undir borgarstjóra komið, til hvaða ráðstafana verður gripið. Er þvi vel mögu- legt að safnið verði lokað á morgun. Fltira mun hafa skolast til en beinar launagreiösl- ur til starfsfólksins. Nú átti að greiða orlofsfé sem er 10.000 kr. fyrir starfsfólk i fullri vinnu og hlutfallstala fyrir þá er vinna hluta úr starfi. Helmingur starfsfólks safnsins mun hafa fengið rétta útborgun en hinir fengu allt of litið, munaði þar allt að 5000 kr. Mjög megn óánægja er nú meðal starfsmanna Reykjavikurborgar og rikisins vogna þess, hve dregist hefur að greiða umsamin laun og hyggja margir á aðgerðir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.