Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 8
 Í^I AHSj' "HSj ? ^P^ 4d Línuvörðurinn lek stórt hlutverk á Akureyri i ATTIFÚTUM FJÖR AO LAUNA EFTIR LEIKINN Ennþá einu sinni hafa lélegir dómarar áhrif á urslit leiks. Nu var þa6 annar linuvöröurinn I leik IBA og Vlkings á Akureyri. Hvaö eftir annaö I seinni hálfleik veifaði hann rangstöðu á Akur- eyringa eftir að boltanum hafði verið spyrnt fram þó svo að leik- menn Akureyringa hafi veriö langt fyrir aftan vörn Vikings þeg- ar boltanum var spyrnt. En þeir komust svo innfyrir vörnina „eftir að boltanum var spyrnt". 1 lögunum segir að um leið og boltanum sé spyrnt þá skuli athuga hvar sóknarleikmennirnir séu staðsettir. Hitt er svo annaö mál, hversu fljótir fram þeir eru eftir að boltinn er á leiðinni. Þeir gætu verið komnir langt innfyr- ir vörnina þegar þeir loks fá boltann. Akureyringarnir urðu fyrri til að skora, það var Gunnar Blön- dal eftir að Kári hafði brotist upp kantinn og gefið fyrir markið, þar sem Gunnar skallaði inn úr erfiðri aðstöðu laglega gert hjá honum. Fljótlega I seinni hálfleik jafnaði Kári Kaaber fyrir Vikinga með skoti úr þvögu. Akureyringar náðu svo forystunni strax aft- ur með marki Gunnars sem braust I gegn eftir stungubolta. Aftur jafnaði Kári fyrir Viking með skoti af stuttu færi úr þvögu. Orslitamarkið gerði svo Óskar Tómasson eftir langa sendingu inn I vitateig, þar sem hann fékk boltann óvænt, með föstu skoti frá markteig. Leikinn dæmdi Oli Olsen og er furðulegt, að hann skuli taka mark á linuverðinum, þegar að auðséð er, að hann hefur rangt fyrir sér, eins og Óli viðurkenndi eftir leikinn. VÖLSUNGUR MEÐ AFRAM Völsungur frá Húsavlk heldur áfram I 8 liða keppnina I Bikar- keppninni eftir sigur 'gegn Þrótti Neskaupstað á miðvikudags- kvöldið. Sigur Völsunga yar sanngjarn, þó svo að markatalan hafi að- eins verið 1-0. Markið gerði fyrrverandi landsliðsmaður, Hreinn Elliðason, eftir sendingu frá öðrum fyrrverandi landsliðsmanni Magnusi Torfas. Þegar leikurinn fór fram, var rigning og leið- inlegt veður. Það verður þvi sennilega Völsungur sem á að halda uppi heiðri liðanna úr 2. deild i næstu umferð. Þvi telja má full- víst að KR hafi sigrað Armann I gærkvöldi. LétthjáVal Ekki voru Haukar I Hafnarfirði nein hindrun hjá Valsmönnum I Bikarleik liðanna I. Hafnarfirði á miðvikudagskvöldið. Vals- menn hreinlega burstuöu Haukana og skoruðu 8 mörk, en fengu á sig eitt márk, þegar þeir slökuðu á undir lokin. Ekki gekk Valsmönnum neitt sérlega vel að finna leiðina I markið i fyrri hálfleik, en þá skoruðu þeir tvö mörk. Hið fyrra gerði Helgi Benediktsson en Alexander það seinna. I seinni hálfleik tókst allt hjá Vajsmönnum og sendu þeir þá knöttinn sex sinnum i netið hjá Haukunum. Eins og áður sagði skoruðu Háukarnir sitt eina mark undir lokin, þegar Valsmenn voru farnir að slaka á. Bikarkeppnin Gisli Torfason í leik gegn Val I fyrra. Allar Ifkur eru á að hann leiki nú gegn Val i sioari leik liöanna á Laugardalsvellinum. Gísli Torfason tekur skóna fram að nýju og lék sinn fyrsta leik aftur gegn Selfossi Það vakti athygli i leik Selfyss- inga og Keflvikinga að Gisli Torfason kom inná sem vara- maður. Fyrr i sumar hafði Gisli. ákveðið að hætta allri keppni og æfingu i knattspyrnu vegna leikleiða, sem er hlutur, sem allir iþróttamenn þekkja, það er engin Lands- keppni iöngun hvorki til æfinga né keppni. Þetta virðist vera rétt ákvörðun hjá konum að gefa sæti sitt eftir i liðinu til annarra sem eru tilbúnir og hafa löngunina til æfinga og keppni. Nú er sem sagt Gisli kominn aftur hress og endurnærður, fullur af eldmóði. Það verður örugglega mikill styrkur fyrir liðið að fá þennan snjalla leikmann aftur i liðið. 1 leiknum gegn Selfossi átti hann góðan leik, þó er greinilegt að nokkurt úthald og snerpu vantar. En það er hlutur sem ungur leikmaður eins og hann er fljótur að kippa i lag. við íra Næstkomandi mánudag og þriðjudag fer fram á Laugardals- vellinum landskeppni I, frjáls- iþróttum við tra. Það er orðið langt siðan við höfum tekið þátt i landskepþni með fullskipað landslið, þ.e tvo keppendur i hverri grein. Siðast kepptum við við Skota hér heima 1966 svo segja má að timi sé til kominn enda hefur okkar fólk staðið sig með ágætum I sumar. „trar eru með sterkt lið á okkar mæli- kvarða og eru þeir sterkastir i lengri hlaupunum. Við munum þó eiga töluverða möguleika á að sigra i keppninni, við höfum sterka spretthlaupara og góða mcnn i kastgreinunum," sagði Örn Eiðsson formaður FRt á blaðamannafundi i þessu tiiefni. Á morgun munum við segja nán- ar frá keppninni. Eyjamenn áfram án erfiðleika SIGRUÐU BREIÐABLIK SANNFÆRAN0I Vestmannaeyingar sigruöu Breiðabliksmenn úr Kópavogi örugglega i Bikarkeppninni I Eyjum á miðvikudagskvöldið 3-1. Leikurinn var vel leikinn af báðum aðilum og oft mjög fjörug- ur. Eyjamenn voru betri aðilinn I leiknum og sigur þeirra sann- gjarn. Fyrsta markið var Eyjamanna, það var Haraldur Júllusson sem skoraði. Hann hætti um sinn öllum afskiptum af knatt- spyrnu en virðist nú vera að finna sitt gamla form. 1 seinni hálfleik jöfnuðu Kópavogsmenn með marki ólafs Frið- rikssonar. Það stóð ekki lengi, þvl aftur kom Gullskallinn sinum mönnum yfir og lokaorðið átti svo Tómas Pálsson, sem aftur virðist vera að finna leiöina I markið meö góðu skoti. Auðvelt hjá Fram Framarar áttu ekki I neinum erfiðleikum með lið Fylkis úr Ar- bæjarhverfinu á Laugardalsvellinum á miðvikudagskvöldið, þó svo að sigurinn hafi verið I smærra lagi, 4-0.1 hálfleik var 2-0. Fyrsta markFramara geröi Marteinn Geirsson Ur vltaspyrnu, en hin þrjú gerði Kristinn Jörundsson. Bikarkeppnin O Föstudagur 2. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.