Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 9
Steinar Jóhannsson skoraöi eina mark Keflvikinga úr vitaspyrnu i siðari hálfleik. Naumt hjá (BK þeir sigruðu! Selfoss aðeins 1—0 Ekki gerðu Keflvikingar neina frægðarför til Selfoss þegar þeir léku við heima- menn i Bikarkeppninni. Þeir sigruðu naumlega 1 — o. Markið gerði Steinar Jóhanns- son úr vitaspyrnu um miðjan siðari hálfleik eftir að Kári Gunnlaugsson hafði komist i gegn og var brugðið. Selfyssingar léku varnarleik allan timann og áttu ekkert umtalsvert tækifærii leiknum. Framlina Keflvikinga var ekki upp á marga fiska i þessum leik, það var einna helst Kári sem eitthvað kvað að. Menn eins og ólafur Júliusson og Steinar Jóhanns- son sáust oft á tiðum ekki i leiknum. Keflvikingar verða að fara að taka sig alvarlega á ef þeir ætla sér að verja titilinn og drifa sig upp úr meðal- mennskunni. Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar menn vanmeta and- stæðingana. Eins og kunnugt er, fer fram unglingalandsleikur i knatt- spyrnu milli tslands og Færeyja á Akranesi, föstudaginn 2. ágúst kl. 19:00. Leikur þessi er liður i gagn- kvæmum samskiptum milli þjóð- anna, sem gerð hafa verið til nokkurra ára. Er þetta annar U- landsleikur milli þessara þjóða, i fyrra var leikið i Færeyjum, og lauk þeim leik með 2:1 sigri fyrir Island. Færeyingar hafa hug á að taka þátt i næstu Evrópukeppni ung- linga, og hafa þeir veriö að byggja upp sterkt og samæft lið vegna þessa. Telja Færeyingar sig þar eiga muög efnilegt lið. íslenska liðið er að mestu skip- að sömu piltum og kepptu fyrir tslands hönd i úrslitum Evrópu- keppninnar i Sviþjóð i vor, og allir muna hvernig stóð sig. Liðið skipa: Ólafur Magnússon, Val Þorsteinn Bjarnason, ÍBK Guðjón Hilmarsson, KR Guðjón Þórðarson, í A Árni Valgeirsson, Þrótti Einar Árnason, KR Janus Guðlaugsson, FH Hannes Lárusson, Val Viðar Eliasson, ÍBV Ragnar Gislason, Vík. Hálfdán örlygsson, KR Kristinn Björnson, Val Gunnl. Þór Kristfinnss., Vik. Óskar Tómasson, Vik. Erlendur Björnsson, Þrótti Árni Sveinsson, ÍA Björn Guðmundsson, Vik. Þess má geta, að rúmur helm- ingur þessara leikmanna leika með deildarliðum félaga sinna. Sem fyrr er getið, fer leikurinn fram á Akranesi á föstudaginn kl. 19:00, en Skagamenn hafa sýnt máli þessu mikinn velvilja, og greitt mjög fyrir i sambandi við leik þennan og móttöku og eiga þeir þakkir skilið. Teitur Þóröarson skoraöi tvö mörk i leiknum gegn Olafsvikur Vikingum. Sigur IA var alldrei í hættu Skagamenn buðu Ólafsvikur Vikingunum að leika Bikarleikinn á grasvellinum á Akranesi. Þeir afþökkuðu boðið og sögðu eins og satt er að það væri ekki á hverjum degi að topplið úr I. deild léki i ólafsvik. Það var fjöldi áheyrenda sem fylgdist með leiknum og komu Vikingarnir nokkuð á óvænt með baráttu gleði sinni, sem hélst út allan leikinn. Þeir léku ekki mikla knattspyrnu ■ en börðust eins og ljón þess i stað. Það var greinilegt hvert stefndi strax i leiknum þvi Skagamenn höfðu algjöra yfir- burði og fljótlega sendi Matthias boltann i markið, eftir góðan samleik við Teit i gegnum vörnina. Stuttu siðar skoraði Teitur annað mark Skagamanna eftir að Karl hafði gefið fyrir og Jón Gunnlaugsson svo skallað til Teits. Vikingarnij: áttu ekki skot á Skagamarkið i fyrri hálfleik. t seinni hálfleik slökuðu Skaga- menn nokkuð á þegar þeir voru orðnir öruggir með sigurinn og vöruðust að lenda i návigum til að forðast öll meiðsli enda eru þeir þegar með aðra höndina á tslandsbikarnum. Við þetta komust Vikingarnir nær markinu hjá þeim og tókst að skora mark, sem að þeirra sögn var tak- markið. Markið kom eftir þvögu og sáDaviöekki boltann. Til aö tryggja sig skoruðu Skagamenn eitt mark i viðbót, það var Teitur sem skallaði i markið eftir áð markvörðurinn hafði farið i hálf ævintýralegt út- hlaup. Að sögn Skagamanna kom það þeim nokkuð á óvart hversu góðir Ólafsvikur Vikingarnir v.oru og völlurinn góður. Til að gefa rétta mynd af tækifærum Skagamanna þá átti Matthias 10 — 15 tækifæri til að skora úr. Leikinn dæmdi Guðmundur Haraldsson úr Reykjavik vel. UNGLINGALANDSLEIKUR ísland - Færeyjar Skógar Húnavellir ■■■■in ■■■iii Kirkjubæjarklaustur Sumarhótelin ymsælu Verið velkomin Menntaskólinn ó Akureyri Húsmæðraskólinn Laugavatni Eiðar Reykir Hrútafirði Menntaskólinn Laugavatni Varmaland Feröaskrifstofa ríkisins Reykjanesbraut 6 Föstudagur 2. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.