Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 2
Stjórn- mál t VERÐBÓLGUELDINUM í kosningabaráttunni i vor kom Jón Armann Héðinsson, al.m., með athyglisverðar upplýsingar um áhrif verðbólgunnar á aðstöðu sparifjáreigenda i landinu. Jón Ármann benti á, aö sparifé landsmanna myndi nema u.þ.b. 27 milljörðum króna og af þvi fengju spari- fjáreigendur að sjálfsögðu sina vexti. Þeir nægja hins vegar hvergi til þess að halda óbreyttum kaupmætti spari- fjárins i þeirri verðbólgu, sem verið hefur. A s.l. ári — árinu 1973 — var verðbólgan yfir 30% og það samsvaraði þvi, að af þessum 27 milljörðum kr. hefðu yfir 3 milljarðar brunnið til ösku á verðbólgubálinu — þrátt fyrir vaxtagreiðslurnar. Það ár rýrnaði sem sé kaup- máttur sparifjárins um röska 3 milljarða króna. Og hverjir eru það, sem eiga sparifé á íslandi? Það er fyrst og fremst unga fólkið, sem er að spara fyrir heimilisstofnun, og þeir miðaldra og eldri, sem lagt hafa i sjóð til elliáranna. Það er sparifé þessa fólks, sem verðbólgan hefur verið að brenna. VIÐNAMS ER ÞÖRF Enginn maður getur grætt á verðbólgu. Þeir, sem græða á verðbólgutimum, taka sinn gróða á þvi, að aðrir tapa. Verðbólgan sjálf hefur engum neitt að gefa. Fjölmargir íslendingar — einkum og sér i lagi millikyn- slóðin i landinu — byggir afkomu sina að verulegu leyti á þvi, að verðbólgan geri skuldir þess að engu. Einkum og sér i lagi á þetta við þá kynslóð, sem stendur i hús- byggingum. En um leið og verðbólgan gerir skuldir þess smáar hlytur hún að smækka eignir einhverra annarra á móti. Og þar ræðst hún fyrst og fremst að sparif járeigendunum — unga fólkinu og þeim eldri. Auk þjóðfélagsheildarinnar sjálfrar, sem lán veitir úr - opinberum sjóðum, er það þessu fólki, sem blæðir á verð- bólgutimum. Jón Jónsson fer i banka og slær sér þar lán til bifreiða- kaupa eða húsbyggingar. Hann reisir sér e.t.v. hurðarás um öxl i von um, að timinn og verðbólgan vinni með honum i að éta niður skuldina. En Jón Jónsson slær sér ekki peninga frá einhverri ópersónulegri bankastofnun — heldur peninga, sem annar einstak- lingur hefur falið bankanum til varðveislu. Og um leið og Jón Jónsson fagnar yfir þvi, að verðbólgan nagar niður skuldir hans, þá horfir annar maður, sem i raun hefur veitt honum fyrirgreiðsluna, upp á það með hryggð, að sparifjár- innstæða hans rýrnar að sama skapi. Framhald á bls. 4 1« Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. 300 manns á þrem dögum þ ára ferðalag Ingólfs Arnarsor .-.:¦. ";:¦>:».»>- „Hugmyndin með þessu hlaupi er að tengja nánar Ingólfshöfða og landnámsbæinn Reykjavik, en talið er að Ingólfur hafi farið leið þessa á þrem árum, sem íþróttafólkið ætlar nú að hlaupa á þrem dögum", sagði Gisli Halldórsson formaður þjóðhátiðarnefndar, I gær. Vissulega voru þessi tengsl nain I gær, þvi auk borgarstjóra og fleiri fyrirmanna Reykjavíkur á Ingólfshöfða, stóð strætisvagn frá SVR nálægt flugvellinum á Fagurhólsmýri og litlum pallbíl frá á- haldahúsi borgarinnar sást einnig bregða fyrir. Urðu margir undrandi að sjá strætisvagninn og gátu sumir sér til að hægri hringleið væri farin að ganga svo langt, en reyndar mun þessi leið hafa verið skýrð Arnarhóll-Ingólfshöfði-Arnarhóll og vcrður þjónustuvagn fyrir hlauparana. Liklega verður tiðni þessarar leiðar 100 ár. Það var Ari Magnús- son, Ungmennafélaginu Olfljóti, sem tendraði eldinn á Ingólfshbfða i gær, og hljóp fyrsta spölinn með hann og skilaði honum til næsta hlaupara. Annars mun iþróttafólk úr a.m.k. 16 iþróttafélögum taka þátt i að ferja eldinn til Reykjavikur, en með honum á að kveikja langeld við styttu Ingólfs á Arnarhóli á morgun. Minnisvarðinn ætti að vera ,skotheldur' ,,Þjóðhátíðarnefnd á- kvað í vor að reisa þenn- an minnisvarða á Ing- ólfshöfða, í samráði við ríkisstjórn og borgar- stjórn Reykjavikur, og herra Kristján Eldjárn forseti ákvað áletrunina, svo verkið á að vera ,,skothelt" hvernig sem á þaðer litið", sagði Indriði G. Þorsteinsson, ,,þjóð- hátíðarskörungur" í gær, í 13 þúsund f eta hæð á leið Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri stlgur út úr þyrlu Land- helgisgæslunnar niður á Ingólfshöföa, 1100 árum eftir að Ingdlfur steig á þann höfða úr skipi sinu. Magnús Magnússon og Sigurður Sverrir Pálsson komu fyrir hönd bresku stöðvarinnar BBC og voru á vestur-þýskum bll. Tókst ekki betur til en svo aö liann festist á sandinum á með- an þyrla landhelgisgæslunnar ferjaði aðra loftleiðina og reyndist gæslan enn einu sinni haldbetri en stórveldin. frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur. I gærmorgun fór þjóðhátiðar- nefnd Reykjavikur o.fl. ásamt fréttamönnum austur að Ing- óJfshöfða, þar sem afhjúpaður var minnisvarði um landgöngu Ingólfs Arnarsonar á Ingólfs- höfða. „Þetta er stærsta stuðla- bergssúla sem við vitum tiJ að reist hafi verið hér á landi, 3,5 metrar á hæð, enda gekk ekki á- takalaust að koma henni fyrir á höfðanum", sagði Sigurður Helgason i Steiniðju.S. Helga- sonar, en hann sa um að velja og vinna steininn og fór margar ferðir austur að Hrepphólum i Hrunamannahreppi til að velja nægilega fallegan stein. A steininum stendur: Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfs- höfði. Það er vitnun úr Land- námubók. Neðar á steininum stendur: 11 alda minning 1974. Ekki gekk átakalaust að koma steininum á sinn stað, sem fyrr segir. Fyrst var reynt með kranabil, en þar sem það gafst ekki, hljóp Vegagerðin undir bagga og var steinninn bundinn framan á tönn stórrar jarðýtu, sem öslaði með hann upp á höfðann. Það var Sigurður Björnsson bóndi að Kviskerjum, sem fyrstur orðaði þessa hugmynd við þjóðhátiðarnefnd, og naut hann hugmyndar sinnar i gær, er hann afhjúpaði varðann. BLÓMAHÚSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opid til kl. 21.3G. , Einnig laugardaga og sunnudaga. Dunn í GlflEflDflE /ími 042OO o Föstudagur 2. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.