Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 3
nggia har Aletrun minnisvarðans á Ingólfs- höfða, nokkurs konar undir- strikun sögunnar. Indrioi G. og Sigurður bóndi takast i hendur eftir að Sigurður hefur svift hjúpnum af minnis- varðanum. Sést hér glöggt, hversu varðinn ' er hár miðað við Indriða eða Sigurð, eftir þvi hv.orn fólk þekkir. ,,Þá var liðið frá úpphafi., þessa heims sex þúsundir vétra og sjö tugir og þrír vetrar. En frá holdgan drottins átta hundruð og sjö tugir og fjögur ár." Flugkapparnir, sem komu hingað fyrir 50 árum....... Spurðu fyrst um mat Þann 2. ágúst fyrir nákvæm- lega 50 árum og nákvæmlega 1050 árum eftir að fyrsti land- námsmaðurinn sigldi hingað, kom hingað fyrsta flugvélin til Islands, en hún lenti á Horna- firði og kom þaðan frá Kirkwall ia Orkneyjum. t flugvélinni, sem bar nafnið New Orleans, var flugmaðurinn Nelson og John Harding að- stoðarmaður. Daginn eftir komu félagar þeirra, Lowell H. SmithogLeslieP. Arnold einnig til Hornafjarðar, en þeir höfðu verið i samfloti, ásamt þriðju flugvélinni, sem varð að nauð- lenda á hafinu skammt frá Fær- eyjum vegna smávægilegrar bilunar, en flugmönnunum var bjargað. Flugvélar þessar voru smiðaðar i Bandarikjunum og af gerðinni Douglas DWC. Daginn eftir að Nelson og Smith lentu á Hornafirði, flugu þeir til Reykjavikur, og tók ferðin þar á milli fimm tima, enda i mótvindi. I samtima fréttum segir, að A myndinni, sem tekin var "24 fyrir utan Ilótel tsland, eru fv. Crosia, Harding, Summer, Nelson, Locatelli og Smith, en Locatelli og félagar komu hingað á itölskum flugbát skömmu á eftir hinum, en þeir nauðlentu á hafinu á leið til Grænlands. ekki hafi siður verið fylgst með gangi þeirra félaga en kosningaúrslitum. Lentu vélarnar á innri höfninni i Reykjavik, og var mikill við- búnaður þar til að taka á móti þeim, en fáir höfðu þó að morgni þess dags átt von á flugköppun- um, vegna slæms veðurs. t viðtölum eftir þennan áfanga hnattflugsins, sögðu þeir félagar að þeir hefðu aldrei verið i hættu, eini vandinn við lendingu hér hafi verið að finna nægilega sléttan sjó. Annars segir i heimildum að þeir hafi haft frekar áhuga á mat og hvild en að láta á sér bera. bær fréttir bárust nú af þriðju flugvélinni, að breskur togari hafi fundið hana á reki, mjög gliðnaða, bjargað mönnunum, en þegar átti að fara að bjarga vélinni um borð, liðaðist hún i sundur og var ónýt. Var haft eftir þeim félögum að ekki væri óliklegt að is- lenskar hafnir yrðu i framtið- inni notaðar sem lendingar- stöðvar fyrir flugvélar. Lendingarstöðvar væru hér dá- góðar og sumarveðráttan is- lenska mundi eiga þurfa að fæla neinn frá að bregða sér á flug norður hingað. (Stuðst við bók- ina Annálar islenskra flugmála 1917—1928, eftir Arngrim Sigurðsson). Hér mætast flugvélin New Orleans og vagnhestar riíeö kerru fyrir framan Ellingsen I Reykjavik, þessa fyrsfu daga flugs á landinu. — Horn Flókagötu og Gunnarsbrautar hættulegt slysahorn Ibúi í Norðurmýrinni stafaði af gatnamótum hringdi í blaðið og vildi Flókagötu og Gunnars- benda á þá miklu hættu, brautar. sem vegfarendum Hann sagði að þarna væru mjög tíð slys og þætti íbúum hverfisins ekki vanþörf á því, að þarna yrði komið á bið- eða stöðvunarskyldu eins fljótt og auðið væri. Viðkomandi sagði, að þeir sem kunnugir væru, færu ætíð mjög varlega á þessu horni, enda þekktu þeir hættuna sem þarna felst. Skömmu áður en hann hafði samband við okkur hafði einmitt orðið árekstur þarna á fyrr- nefmdu horni og í vetur varð þar dauðaslys. Að iokum sagði sá, sem hringdi, að það væri eins og umferðayfirvöld biðu eftir að annað dauðaslys yrði þar á gatna- mótunum. Liggur þér eitthvað á hjarta? Hringdu þá í HORNIÐ REYKJAVÍK ÞJÓDHÁTÍD 1974 ítilefni 1100 ára byggðar í Reykjavík hefur Þjóðhátíðar* nefnd Reykjavfkur 1974 látið gera þessa mín/agripí: Minnispening um landnám Ingóif s Arnarsonar. 70 mm í þvermál. Afhentur í gjafaöskju. Upplag: Silfur, 1000 stk. kr. 10.000./pr. stk. Bronz, 4000 stk. kr. 3.000./pr. stk. Teiknaður af Halldóri Péturssyni. Framleiðandi: Is-Spor h.f. Cltsölustaðir: Skrifstofa Þjó&hátloarnelndar Reykjavikur, Hafnarbúðum. Landsbanki tslands. Frimerkjamiöstööin, Skólavörðustig. Veggskjöld úr postulini framl. hjá Bing og Grön- dahl í Kaupmannahöfn í aðeins 4000 eintökum. Teiknaður af Halldóri Péturssyni. Otsöiustaðír: Thorvaldsenbazar, Austurstræti. Rammager&in, Hafnarstræti Rafiux, Austurstræti isl. heimilisi&na&ur, Hafnarstr. Frimerkjamiðstö&in, Skóla- vörðustig. Æskan, Laugavegi. Domus, Laugavegi Geir Zoega, Vesturgötu RammagerOin, Austurstræti Bristol, Bankastræti fsi. heimilisiðn. Laufásvegi Mál & menning, Laugavegi Liverpool, Laugavegi S.t.S. Austurstræti. Rósin, Glæsibæ Gjafabúðin, Vesturveri Föstudagur 2. ágúst 1974. II

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.