Alþýðublaðið - 10.10.1974, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 10.10.1974, Qupperneq 3
UMFERÐIN HEFUR TUTTUGUFALDAST EN EKKERT HEFUR VERIÐ GERT FYRIR VEGINN ÞANN TÍMA „Aðalvandamál okkar er Hafnarf jarðarvegurinn, þvi vegna óskiljanlegs sinnuleysis, búa þeir sem um veginn þurfa að fara, stöðugt við vaxandi ör- yggisleysi og það er hneyksli að þessi fjölfarnasti vegur á land- inu skuli ekki hafa verið endur- bættur i 30 ár, þar sem tveim milljörðum króna er varið til vega árlega”, sagði Ágúst Haf- berg, forstjóri Landleiða, i við- tali við blaðið i gær. Tilefni viðtalsins við Agúst, var bréf, sem birtist i Horninu i gær, þar sem þjónusta Land- leiða á leiðinni milli Reykjavik- ur og Hafnarfjarðar er gagn- rýnd. Lýsti þar Hafnfirðingur klukkutima ferðalagi með þrem Landleiðavögnum frá Hafnar- firði til Reykjavikur, þar sem tveir vagnanna biluðu, og sagði' algengt að ferðir féllu úr. ,,An þess að vera sérstaklega kunnugt um þetta atvik, sagði Agúst, þá virðist i þessu tilviki ein tilviljunin hafa rekið aðra, en alltaf getur komið fyrir að vagn bili á leiðinni. Þessvegna eru alltaf varavagnar tiltækir, eins og þarna kemur fram”. „Það er hinsvegar misskiln- ingur að ferðir falli oft úr, en annað er að þeim seinki vegna dintóttrar umferðarinnar á Hafnarfjarðarveginum”, sagði hann. „Til þess að halda ástandinu viðunandi á þeim timum sem umferöin er verst, bætum við inn vögnum, þar til aftur léttir á, og við teljum okkur uppfylla þessa þjónustu sómasamlega miðað við aðstæður, en ég tel Hafnarfjarðarveginn verstu ak- braut á Islandi”, sagði Agúst. Landleiðir hafa rekið þetta sérleyfi i 24 1/2 ár og taldi Agúst ekki óvarlegt að áætla að um- ferðin um veginn hafi tuttugu- faldast, — án þess að nokkuð hafi verið gert fyrir veginn á þvi timabili. Danir sigruðu 2-1 t hálfleik var staðan 1-1. ts- lenska liöið kom Dönum á óvart með mikilli baráttugleöi og voru betra liöiö lengi vel. Þeim varö þá á f messunni og Fleming Lund komst inn fyrir vörnina og skoraöi. Þeir gáfust þó ekki upp og stuttu siðar jafnaði Matthias eftir góöan undirbúning Grétars Magnússonar. Um miöjan seinni hálfleik skoruöu svo Danir sitt annaö mark, en isienska liðiö var ekki á þvi aö gefast upp og sótti nær látlaust þaö sem eftir var leiks- ins og var óheppiö aö jafna ekki. Verður það Týr? Nýjasta varðskipið okkar Is- lendinga verður sjósett i dag i skipasmiðastöö i Árósum, þeirri sömu og Ægir var smiðaður i. Við það tækifæri veröur skipinu gefiö nafn, og spá sumir að það verði Týr, enda notaði Land- helgisgæslan þaö nafn á hval- bátinn, sem hún notaði til gæslustarfa. Skipiö verður væntanlega til- búiö til afhendingar I byrjun næsta árs, ef allt stenst áætlun. Myndin er tekin af nýja skip- inu á stokkunum i skipasmiða- stöðinni. HGRNIÐ Skotheld stjórnstöð en engin undankomu- leið fyrir þá sem ekki komast þar inn „Maöur” hringdi I Horniö: „Mér þótti gott og blessaö að sjá i sjónvarpinu um daginn hversu vel er búiö um stjórnstöð Almannavarna, og hversu tryggt virðist vera að menn fái þar lifað af, að þvi er virðist hvaö sem gengur á. Það vakti athygli mina, að I loftræstingakerfi stöðvarinnar, eru m.a. síur, til þess að útiloka gaseitrun, sem reiknað er með að geti orðið, eins og hverju öðru. Komi til kasta þessara gas- hreinsitækja, vaknar sú spurning hvað verður um alla hina, sem ekki eru staddir i stjórnstööinni. Sé slik hætta yfirvofandi hér á suð-vesturhorninu, er liklegt að allir reyni að flýja til austurs eða norðurs. Það leiöir af sér að Suöur- nesjamenn, Hafnfirðingar, Garöhreppingar og fleiri, munu flykkjast Hafnar- fjarðarveginn til Reykjavikur, til að komast um hana til 'austurs eða noröurs, meö viðeigandi öngþveiti á þeim vegi, sem ekki er á bætandi. Þá tekur svo við að ekki er nema ein leið út úr borginni til að flytja alla Suöurnesjabúa og Reykvíkinga, eða hálfa þjóöina, á sem skemmstum tima. Vart er hægt aö imynda sér það öngþveiti, sem yröi, ef til þessa kæmi. Er þvi ekki verið að byrja á öfugum enda að ausa fjár- munum I þessa stjórnstöö, m.a. aö tryggja hana gegn „Útvarpshlustandi” skrifar: „Hún kom mér ekki á óvart forsiðu fréttin I Alþýðublaðinu á fimmtudaginn i slöustu viku, þar sem þið sögðuð frá þvi, hver væri ástæðan fyrir þvf, að lestri Haraldar Jóhannessonar I morgunstund barnanna var skyndilega hætt. Ég hafði hlust- aö á Harald lesa og satt að segja ofbauð mér hvað maður- inn las illa. Réttara væri aö segja, að maðurinn sé ekki læs. Þegar svo byrjað var aö lesa aöra sögu á þessum tima einn morguninn (kl. 8.45) vaknaöi forvitni min á að vita, hverju þessi skyndilega og fyrirvara- lausa breyting sætti. Og þá brást Alþýðublaðiö ekki, þaö flutti mér skýringuna á fimmtu- dagsmorguninn. Þetta kalla ég gaseitrun, ef hálfri þjóðinni er ekki tryggð leið til undankomu eftir vegakerfinu hér? Eitt er vist að umrædd stjórnstöð hefði ekki stjdrn á fyrirtaks fréttamennsku, — eitt af mörgum hlutverkum dag- blaðanna er einmitt að leita skýringa á ákvöröunum hins op- inbera komi þær ekki þaðan ó- umbeðiö, og birta þær almenn- ingi, — hversu illa sem þær kunna að koma við einstaka menn (þó eru kannski takmörk einbvers staðar). En i beinu framhaldi af þessu langar mig að lýsa yfir óánægju minni með þá sögu, sem farið var að lesa i stað þeirrar, sem Haraldur byrjaði aö lesa. Lesari er Einar Logi Einarsson, og hann er um leið höfundur sög- unnar. Lestur Einars er sist betri en Haraldar, þótt hann sé mun skýrari. En lestarlag mannsins er frámunalega leiö- inlegt, það gerir málið enn al- þvi öngþveiti sem yrði undir slikum kringumstæöum, þar sem hver væri sjálfum sér næstur og tefldi upp á lif eða dauða”. — varlegra, að hlustendur manns- ins eru börn. Þó er jafnvel al- varlegra, að maðurinn hefur talsvert bjagað tungutak, og oft koma fyrir málfræðilegar vit- leysur, sem sist má hafa fyrir ó- mótuðum börnum. Sem dæmi vil ég nefna, aö á miövikudags- morguninn brá fyrir slæmum málvillum, þegar Einar sagði á þá leið, að einhver hefði tekið eitthvað „Ihendina”. Hitt dæm- iö er „Hann færði visirana”. Getur rikisútvarpið haft slikt fyrir hlustendum sinum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðn- ir? Ég held að forráðamenn út- varpsins eigi að vanda val sitt á lesurum betur en nú er, og það er ekki nóg að visa einum frá, þegar sá næsti er litið betri”. ÚR ÖSKUNNI í ELDINN MEÐ MORGUNSTUND BARNANNA í ÚTVARPINU Atvinnumögu- leikarnir eru hjá Air Bahama og Cargolux Nefnd sú, sem flugmenn kusu til að kanna atvinnu- möguleika þeirra tlu flug- manna, sem Loftleiðir hafa sagt upp vegna fækkunar flugvéla, kemur saman á 1 mánudaginn. Björn Guðmundsson, formaður FIA, sagði I gær, að einkum kæmu . tveir mögu- leikar til greina, til að byrja með. Annarsvegar að koma flugmönnunum I vinnu hjá Air Bahama, sem Loftleiðir eiga 100%, þótt félagið sé skráð erlendis, en nú fljúga bandar- iskir flugmenn fyrir félagið. Hinn möguleikinn er Cargolux, sem Loftleiðir eiga 30% I og nokkrir íslendingar fljúga nú hjá. Þess má geta að bæði Air Bahama og Cargolux nota m.a. samskonar vélar og Loftleiðir, og flugmennirnir 10 eru þjálfaðir á. — FÆR ~ KLEIFAR- VATNSMÁLIÐ BOTNLAUSAN ENDI? Ekki er enn kominn botn í Kleif arvatns- málið svonefnda, en upphaf þess var það að fyrir um tveim árum fundust erlend fjar- skiptatæki þar í vatninu og hafa ýmsar getgátur verið uppi um það síðan, hverjir hafi kastað tækj- unum í vatnið. Eins og blaðið skýrði frá í sumar, hugðust Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri utan- rikisráðuneytisins og Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri dómsmála- ráðuneytisins komá saman til að ræða gang málsins. ,,Það hefur dregist úr hömlum að við kæmum saman, en það getur vonandi orðið af því fljótlega, sagði Baldur Möller", í viðtali við blaðið í gær. Taldi hann eins geta farið svo að málið yrði aftur sent saksóknara ríkisins. Pétur Thorsteinsson var erlendis í gær, og þvi náðist ekki samband við hann. Til glöggvunar byrjaði þetta mál á lögreglu- rannsókn, síðan var sakadómsrannsókn. Þá fékk saksóknari ríkisins málið til meðferðar, og loks sendi dómsmála- ráðuneytið utanrfkis- ráðuneytinu málið, og þar er það nú, að sögn Baldurs. o Fimmtudagur. 10. október. 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.