Alþýðublaðið - 10.10.1974, Side 7

Alþýðublaðið - 10.10.1974, Side 7
mmmaHmmtmmmam ■■■■BBHIDIBIBBBHHHHBBBHHBHBHnBBBnBai ■■■■■■■■■■■■■ and yröi látin duga, þá myndi þurfa 100%varaafl á Austurlandi, ef linan bilaði. Astandiö á Horna- firöi s.l. vetur hefur gefiö það ótvirætt til kynna. Hugsanlegt er, að komast megi af meö um 40% varaafl, ef ný virkjun kæmi i Austurlands f jóröung og linu- leiöir yröu valdar eins og linu- kortið sýnir. Mismunurinn yrði þvi um 30 MW i disil- eöa gas- túrbínuafli, sem myndi vart kosta minna, en um 600 mkr. Tengingin milli norður- og aust- urlands myndi hafa þann kost, aö hægt væri að fá dýrmætar kilówattstundir að norðan, þeg- ar vatnsskortur er fyrir austan og virkjanir fyrir norðan og austan gætu hjálpað til ef bilan- ir yrðu i virkjunum á öðrum hvorum staðnum. Smávirkjanir á Austf jörðum: Miðað við markað Austur- landsveitu eru 5 til 8 MW virkj- anir nú litlar. Slikar virkjanir hafa verið athugaðar á eftirfar- andi stöðum: a) Viðbótarvél i Lagarfossvirkj- un b) Geithellnaá i Alftarfirði c) Sandvatn á Fljótsdalsheiði d) Fjarðará Syeðisfirði Vegna vatnsleysis á vetrum i Lagarfljóti þá gefur viðbótarvél i Lagarfossvirkjun einungis um 4 til 5 GWh á ári i aukinni fram- leiðslugetu. Aukin vatnsmiðlun i Lagarfljóti gæti bætt úr þessu, en hún er ekki fyrirsjáanleg. Viðbótarvél i Lagarfossvirkjun er þvi ekki timabær. Virkjun Geithellnaár hefur sérstaklega verið athuguð vegna nálægðar við Hornafjarðarsvæðið og eins sem hugsanlegt millistig þang- að til stórvirkjun kæmist i gagn- ið. Geithellnaárvirkjun hefur verið áætluð með 5,5 MW afl og 30 GWh á ári framleiðslugetu. Ef litið er á Hornafjarðarsvæðið sem einangrað svæði, þá er þessi virkjun heppileg fyrir það svæði, en ef litið er á samtengda Austurlandsveitu, þá er þessi virkjun of litil til þess að anna eftirspurninni. Virkjun úr Sandvatni hefur verið áætluð um 7,5 MW með um 30GWh framleiðslugetu á ári og yrðu þá byggð mikil miðlunar- mannvirki við Sandvatn. Sú miðlun hefði þann kost að koma Lagarfossvirkjun einnig til góða. Þessar ráðstafanir næðu samt skammt til þess að metta eftirspurnina á Austurlands- veitu. Sama má segja um virkj- un Fjarðarár, en hana þyrfti liklega að virkja i tvennu lagi. 1 fyrsta lagi ofan af heiði og niður á neðri staf og siöan frá neðri staf niður i Fjarðarselsvirkjun. Miðlunarmannvirki yrði að byggja uppi á heiði. Hugsanleg- ar virkjanir yrðu 5 til 6 MW og þvi of litlar fyrir markaðinn. Kannaðir hafa verið lauslega virkjunarmöguleikar úr Ódáða- vötnum með stórri miðlun þar, en þeir möguleikar eru á frum- stigi könnunar, og verða þvi ekki ræddir hér. Bessastaðaárvirkj un í Fljótsdal Gerð hefur verið frumáætlun um virkjun Bessastaðaár i Fljótsdal i um 30 MW orkuveri með um 185 GWh á ári fram- leiðslugetu og verða inntaks- og miðlunarmannvirki i Gilsár- vötnum og Hólmavatni á Fljóts- dalsheiði. Eins og áður er sagt þá er mismunur á varaaflsþörf um 30 MW, ef tenging við Kröfluvirkjun i Mývatnssveit hefði verið látin duga, og er þvi Bessastaðaárvirkjun af sömu stærðargráðu. Aætlanadeild telur að Bessastaðaárvirkjun i Húsavik Laxdrvirkjun Voprwfjc Kraf/a Seydisfjördur \Grfmsdrvirkjun ’skifjðrdur Stödjbrfjördur Höfn i Bakkafirdf ^gerwjardarstrðnd Djúpivoaur Skýringor: Vatnsorkuver i eigu rikis og bœjarfétaga -----"------ —baejar og sveitoféiaga ------------ —.— rafmagnsveitna rikisins Vormoorkuver — ■— rikis og bcejarféiaga ------------ -------baejar og sveitafétaga ------------ —»— rafmagnsveitna rikisins Adveitustödvar —• —--------------------------- verði mun hagkvæmari fyrir Austurlandsveitu, en bygging 30 MW disil- eða gastúrbinustöðva. Vatnsmiðlunin i Gilsárvötnum kemur einnig Lagarfossvirkjun til góða og hugsanlega verður þá kominn betri grundvöllur fyrir þvi að setja viðbótarvél i Lagarfossvirkjun. Bessastaða- árvirkjun stuölar þannig að þvi að gera Lagarfossvirkjun hag- kvæmari og öruggari. Með til- komu Bessastaöaárvirkjunar, viðbótarvél i Lagarfossvirkjun og tengingu við Kröfluvirkjun ætti Austurlandsveitu að vera séð fyrir nægilegri hagkvæmri orkuöflun, langleiðina til næstu aidamóta miðað við orkuspána. Stórvirkjun í Fljótsdal Ekki er hægt að skiljast við þetta verkefni án þess að minn- ast á hina stóru Austurlands- virkjun. Fyrsti áfangi hennar eru miðlunarmannvirki við Eyjabakka upp við Vatnajökul, veituskurður, sem veiti vatninu niður til Gilsárvatna og siðan virkjað sama fall eins og fallið við Bessastaðaárvirkjun frá Gilsárvötnum og niöur að bæn- um Hól i Norðurdal. Hugsanleg virkjunarstærð er um 240 til 300 MW, sem er um tiu sinnum stærri en Bessastaðaárvirkjun. Slik virkjun er of stór miðað við hinn almenna markað Austur- landsveitu, jafnvel þótt 100% rafhitun húsa sé tekin með. Slik virkjun er aðeins hugsanleg, ef um annan orkufrekan markað er aö ræða samhliða hinum al- menna markaði. Aætlanadeild Rarik hefur þvi ekki lagt vinnu i nánari athugun á þessum val- kosti. Niðurstöður ■ Orkuöflun Vegna hins háa verðs á oliu til húshitunar og raforkufram- leiðslu i disil- eða gastrúbinum þá liggur i augum uppi að finna verður aðra og skjóta lausn á aukinni orkuöflun fyrir Austur- landsveitu. Ef litiö er á allt samtengisvæðið frá Vopnafirði til Hornaf jarðar og tekið er tillit til þess, að með tilkomu Lagar- fossvirkjunar verður uppsett vatnsafl á svæðinu um 12,5 MW með riflega 80 GWh á ári orku- vinnslugetu þá er greinilegt að það vantar um 40 MW afl og um 200 GWh á ári til þess að leysa vandamálið fram til 1990. Hag- kvæmasta lausnin virðist vera að ráðast strax i Bessastaðaár- virkjun, en hönnun og fram- kvæmd hennar mun taka 4—5 ár þannig að hún gæti tekið til starfa um áramótin 1979—1980. Samhliða færi fram tenging við Kröfluvirkjun, en hugsanleg innsetning hennar gæti farið fram 1980. Siðan yrði bætt vél 1 Lagarfossvirkjun. Þaö eina sem .gæti breytt réttlæti þessara að- gerða er hugsanleg fljót ákvörð- un um stórvirkjun i Fljótsdal. Varastöðvar: Lagarfossvirkjun verður ein- göngu rennsiisvirkjun til ársloka 1976 og hugsanlega lengur, ef leyfi til þess að kaupa miðlunar- lokur, fæst ekki fljótlega. 1 miklum frostum getur rennsli Lagarfljóts farið niður i um 7 rúmmetrar/sek og hugsan- lega neðar. Við slikt ástand verður virkjunin óvirk. Vatnsleysið i Grimsárvirkjun getur orðið þannig að einungis er hægt að keyra virkjunina á topptimum þ.e. i stuttan tima um hádegiö og á kvöldin. Ef næstum 100% varaafl er ekki fyrir hendi á þessum vatns- leysistimum þá verður að skammta rafmagnið. Ef vara- aflið ætti að vera um 100% þá þyrfti að kaupa um 6 MW af disilafli á næsta ári fyrir svæðið, en það myndi kosta um 120—150 mkr. Lagarfossvirkjun er það fjárfrek einmitt núna að ekki hefur verið talið fært að eyða miklu fé i disilstöðvar samtim- is. Næsta árs áætiun gerir ein- ungis ráð fyrir að auka disilaflið i Höfn á Hornafirði um 2 MW og á Seyðisfirði um 0,66 MW. Fimmtudagur. 10. október. 1974. ■■■■■■■■■■■■EiBnni O

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.