Alþýðublaðið - 10.10.1974, Page 12

Alþýðublaðið - 10.10.1974, Page 12
alþýöu mum Bókhaldsaðstoð með tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN KOPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 Sýningin Ísland-lslendingar hefst að Kjarvalsstöðum í dag (slandssagan sögð á annan hátt Sýningin Island-.Islendingar, ellefu alda sambúð lands og þjóðar, verður opnuð að Kjarvalsstöðum kl. 17 í dag, og verður opin til 24. nóvember. Sýningin er næstsiðasti liöurinn i dagskrá þjóðhátiðarnefndar 1974, að þvi er Indriði G. Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri nefndarinnar, sagði á fundi með fréttamönnum vegna sýningaropnunarinnar i gær. Siðasti liðurinn á dagskrá Þjóðhátiðarnefndar verður sýning á þjóðháttakvik- myndum, sem verið er að ganga frá i London, en sýningar á þeim hefjast væntanlega i haust, fljótlega eftir að sýningunni að Kjarvalsstöðum lýkur. A fundinum með fréttamönn- um i gær sagði Gils Guðmunds- son, alþingismaður og formaður sýningarnefndarinnar, að i fyrstu hafi hugmyndin verið sú, að þessi sýning væri að nokkru leyti sniðin eftir sögusýningunni 1944, en þar var brugðið upp myndum úr frelsis- og menningarbaráttu Islendinga. Frá þvi var þó horfið og taiið, að kjarni sýningarinnar hlyti að vera ellefu alda búseta þjóðarinnar i landinu, hvernig hún hefði lagað sig að lands- háttum, lært að búa að lands- nytjum, með hverjum hætti hún heföi skynjað fegurð landsins og sérkenni, hvernig henni heföi vegnað i harðri baráttu við óblið náttúruöfl á slóðum elds og isa. Einar Hákonarson listmálari hefur haft umsjón með uppsetningu sýningarinnar, og sagöi hann á fundinum, að is- landssagan sé þarna túlkuð öðruvisi en en i skólabókunum, — meira sé sagt frá aðstæðum I landinu en minna frá einstökum persónum. Aðgangur er kr. 200 fyrir manninn, en sú nýbreytni verður tekin upp, að hægt verður að kaupa á 500 krónur miða, sem gilda I fimm skipti, og geta menn hvort sem þeir vilja notað þá með þvi að fara fimm sinnum á sýninguna eða fara fleiri saman. Sýningin verður opin almenningi siðdegis alla daga nema mánudaga, en timinn kl. 10—12 er ætlaður fyrir hópa skólafólks undir leiðsögn kennara. Ekki er ástæða til að fjölyrða meira um sýninguna, þar sem henni voru gerð itarleg skil i opnu Alþýðublaðsins fyrir skömmu, en látum myndirnar, sem Friðþjófur ljósmyndari tók að Kjarvalsstöðum i gær segja sina sögu. Húsavikurbjörninn trónir á sýningunni. A sýningunni er fjöldi skýringarkorta-og mynda, auk ijósmynda. Likan af gamalli gufuafistöð Þarna er veriö að koma fyrir gömlum bókum. Þarna er örlagakúrvan komin á sinn stað. FIMM á förnum vegi Rósa Sighvatsdóttir, nemi: Ég veit þaö ekki, — en þaö var vist eitthvert merkisár. Jósef Jósefsson, verslunar- maður: Þvi er alveg stoliö úr mér. Var það ekki eitthvað i sambandi við verkalýðinn? Þorleifur Va ldim arsson , stýrimaður: Var það ekki fullveidið? Hvað gerðist 1. des. 1918? Jóhanna oliversdóttir, vinnur hjá Sláturfélaginu: Það man ég ekki. Varð ekki tsland sjálfstætt þá? — lýðveldi? Ég er ekki alveg viss. Ingólfur Þórarinsson, kennari: Það er fullveldisdagurinn okkar. J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.