Alþýðublaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 1
Hvað þarf mörg mannslíf
til að fá fjárveitingu?
Hve mörg óhöpp þurfa
að verða til þess, að kom-
ið verði á fastri lækna-
vakt i lögreglustöðinni i
Reykjavik og herbergin,
sem sérstaklega hafa
verið innréttuð fyrir
læknaaðstöðu þar, verði
nýtt i samræmi við það
hlutverk, sem þeim er
ætlað að gegna? —
Alþýðublaðið spurði
Ólaf Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, þessarar
spurningar i gær og svar-
aði hann þvi til, að vafa-
laust væri rétt, sem lög-
reglustjóri sagði i viðtali
við Alþýðublaðið fyrir
nokkrum dögum, að á
lögreglustöðinni þyrfti að
vera föst læknavakt.
„öllu meira get ég ekki
sagt um þetta
mál, en þess skal getið, að
aldrei hafa fengist svip-
aðar þær fjárveitingar til
þessara mála, þ.e. lög-
reglumála, sem ástæða
væri til að veita til
þeirra”.
Varðandi frekari upp-
lýsingar um mál þetta
visaði ráðherra á emb-
ættismennina i dóms-
málaráðuneytinu.
Baldur Möller ráðu-
neytisstjóri i dómsmála-
ráðuneytinu sagði i sam-
tali við Alþýðublaðið:
„Leitað hefur verið eftir
læknum til þess að anna
þessu hlutverki, þ.á.m.
nokkuð til borgarlæknis,
en við höfum nokkra fjár-
veitingu til þessa. Það er
vilji okkar að koma á
læknavakt á vegum lög-
reglunnar I Reykjavik, án
þess að það hafi tekist, og
við munum sjálfsagt
itreka þennan vilja okkar
við lögreglustjóra á næst-
unni”, sagði Baldur.
„Lögreglan hefur haft
aðgang að vaktlæknum
og getað kallað á þá. Hins
vegar leysir það engan
veginn allan vanda i
þessu efni. Staðreynd er,
að mjög getur verið vand-
greint — jafnvel fyrir
lækna — hvort maður er i
drykkjuvimu eða ein-
hverju öðru ástandi.
Vafalaust yrði af þvi
mikið öryggi, ef hægt
væri að hafa’ læknavakt i
lögreglustöðinni allan
sólarhringinn, en til þess
þyrfti að minnsta kosti
fjóra lækna.
Okkar hugmynd I
þessu efni hefur verið sú
að reyna að fá lækna á
vakt i lögreglustöðinni til
þess að vera þar að
minnsta kosti á þeim
timum sólarhringsins,
þegar mest er að gera
Baldur Möller benti á i
samtalinu við Alþýðu-
blaðið, að mjög hafi
reynst erfitt að fá lækna
til annarra starfa en
þeirra, sem i þvi eru fólg-
in, að þeir sitji sem sér-
fræðingar á læknastofum
sinum. Þannig hafi verið
mjög erfitt að fá lækna til
að sinna heimilislækning-
um.
Jólatréssalan
byrjar á
laugardaginn
„Æi nei,ég held ekki
að ég gefi þér upp neina
tölu um það, við stönd-
um I samkeppni við
aðra”, sagði Kristinnl
Skæringsson, hjá
Skógrækt rikisins i gær
þegar Alþýðublaöið
innti hann eftir fjölda
þeirra jólatrjá sem
Skógræktin flytur inn I
ár, „islensku trén verða
aftur á móti eitthvað á
fimmta þúsund og
dreifist það um allt
landið.”
„Við erum að fara I
gang og byrjum að selja
á laugardag, alveg gall-
harðir”, sagði Kristinn
ennfremur,” það
verðaútsölustaðir frá
okkur á einum 12-15
stöðum i Reykjavik en
aðalsalan auðvitað I
skálanum I Fossvogi.
Verðið á trjánum er
nokkuð misjafnt, eftir
tegundum, og kostar
rauðgrenitré, sem er 1
1/2 metri á hæð, einar
720 krónur. Norðmanna-
hlynurinn, sem ebki
fellur, er svo um þris-
var sinnum riýrari.”
Alþýðublaðið hafði
einnig samband við
Alaska og Blómaval
sem flytja bæði inn
grenitré fyrir hver jól
og leitaði upplýsinga
hjá þeim. Þau fyrirtæki
eru ekki I eins harðri
samkeppni og Skóg-
ræktin, þvi upplýsingar
um innflutning þeirra
voru auðfáanlegar.
Alaska flytur inn tæp-
lega 6000 tré frá
Danmörku og Blómaval
rétt liðlega 6000. Ekki
voru þeir búnir að
reikna út verð á trján-
um, enda i báðum til-
vikum rétt að fá vöruna
inn úr dyrunum.
FER RÆKJUVINNSLA I
GANG A BLONDUOSI?
„Flóabardagi
hinn nýi" eins og
rækjustríöið við
Húnaflóa hefur ver-
ið nefnt, hefur nú
tekið nýja stefnu.
Allt bendir til þess,
að rækjuvinnsla sé
að fara í f ullan gang
á Blönduósi, enda
hafa engin lög eða
reglur fundist, sem
gætu bannað hana.
Eins og kunnugt
er fengu tveir
rækjubátar, sem
ætlunin var að legðu
upp á Blönduósi,
veiðileyfi í lok októ-
bermánaðar hafa
hingað til lagt upp á
Hvammstanga og
Skagaströnd
skiptis.
Nú er útlit fyrir, að bát-
arnir, sem koma til með
að landa á Blönduósi,
verði jafnvel fleiri en
upphaflega var ráðgert,
en samkvæmt upplýsing-
um, sem Alþýðublaðið
hefur aflað sér, mun nýja
rækjuverksmiðjan á
Blönduósi ætla að greiða
fyrir rækjuna Lsamræmi
við þau kjör, sem rækju-
bátar i Isafjarðardjúpi og
Arnarfirði hafa, en þau
eru að þvi blaðinu er tjáð
hagstæðari fyrir bátana
og sjómennina en þau,
sem gilt hafa á Húnaflóa-
svæðinu.
Rækjuveiði á Húnaflóa
svæðinu hefur gengið
mjög vel það sem af er,
en þó hefur minnstu bát-
unum frá Hólmavik, sem
eru um 10-12 tonn, gengið
verr slðustu tvær vikurn-
ar en fyrr á veiðitimabil-
t i I inu og er skýringin talin
sú, að svo litlir bátar séu
naumast hæfir til tog-
veiða. —
HORFT I SNJO-
MOKSTURSKRÓNUNA
HJÁ VESTFIRÐINGUM
„Astand vega er mjög
gott, miðað við árstima,
vel fært frá Reykjavik
alla leið austur á firði,
suðurleiðina, og meira
að segja Oddsskarð og
Fjarðarheiði eru fær á
Austfjörðunum sjálf-
RIKISSTJORNIN
GEGN
FJÖLMIÐLUNUM
Það er sama, hvort forsætisráðherr-
ann heitir Ólafur eða Geir: — rikis-
stjórnin helduráfram að herða tök sin á
upplýsingamiðluninni i landinu. Félag
Islenskra iðnrekenda heldur félagsfund i
dag, þar sem Gunnar Thoroddsen,
iðnaðarráðherra, heldur ræðu.
Félag islenskra iðnrekenda hafði boð-
iö blaðamönnum til fundarins, en I gær
var það boð afturkallað að ósk ráðherr
ans, þar sem hann vildi ekki hafa full
trúa frá fjölmiðlum viðstadda á fund
inum.
1 minnisbréfi frá Félagi islenskra iðn
rekenda, sem sent var fjölmiðlum til að
Itreka boð þeirra á fundinn segir, að
Gunnar Thoroddsen ætli að flytja ræðu
um stefnu rikisstjórnarinnar i iðnaðar
málum.
um”, sagði Hjörleifur
Ölafsson, hjá Vega-
gerðinni, i viðtali við Al-
þýðublaðið i gær,” enda
hefur veðurfar verið
með besta móti þar.”
„Norðurlandsveginn
er lika vel fært að kom-
ast, alla leið á Vopna-
fjörð, og fært er til
Siglufjarðar og Ólafs-
fjarðar”, sagði Hjör-
leifur ennfremur,” en
þegar áVestfirðina
kemur fer að versna i
þvi. Þar eru flestir fjall-
vegir ófærir, nema hvað
fært er fyrir stóra bila
og jeppa i nágrenni
Patreksfjarðar og yfir
Hálfdán. Hafa Vest-
firðingar mikið notað
sér flóabátinn, enda
komast þeir ekki öðru-
visi af kjálkanum. Það
er mjög erfitt um vik
með snjómokstur, hann
er dýr og verður allur
að greiðast af þeim
fjármunum sem varið
er til viðhalds vega.
STEFNA VEGNA TRYGGINGAFJÁR Á GJALDEYRI
Landsbanka íslands
var nýlega stefnt fyrir
bæjarþingi Reykjavikur
til endurgreiðslu á trygg-
ingargjaldi, sem tekið
var við gjaldeyrissölu og
krafist dómsúrskurðar i
þá átt, að ákvörðunar
taka bankans um að
krefjast tryggingar-
gjaldsins hafi verið ólög-
mæt.
Málavextir i aöalatrið-
um eru þeir, aö hinn 26.
ágúst sl. keyptu stefnend-
ur ferðagjaldeyri i
Landsbanka Islands,
Reykjavik, alls 305 ster-
lingspund, og greiddu
fyrir hann kr. 71.079.00
samkvæmt gengi þvi,
sem skráð var hinn 21.
ágúst sl„ en gjaldeyris-
skráning var felld niður
frá og með 22. ágúst.
Auk framangreindrar
upphæðar var stefnend-
um gert að greiða kr.
17.770.00, sem „25%
tryggingarfé” upp i vænt-
anlega gengislækkun. Sú
gjaldtaka er tilefni stefn-
unnar.
Samkvæmt tilkynningu
gjaldeyrisbankanna var
gjaldeyrir á þessum tima
ekki afgreiddur til ferða-
manna fyrr en daginn
fyrir brottför. Stefnendur
I máli þessu eru hjón, sem
hugðust dveljast I Londin
I vikutima, og var brott-
för ákveðin hinn 27,
ágúst. Þar sem farðseðl-
ar höfðu verið keyptir og
ferðin ákveðin, var ekki
um annan möguleika aö
ræða en að undirrita
skuldbindingarskjal
bankans varðandi þessi
25% og greiöa gjaldeyr-
inn á þvi verði, sem kraf-
ist var. Hins vegar gerðu
hjónin það meö fyrirvara
og mótmæltu samdægurs
áskilnaði bankans sem
ólögmætum, og áskildu
sér rétt til að krefjast
endurgreiðslu á trygging-
argjaldinu, „enda töldu
stefnendur sig ekki bund-
in af slikumnauðungar-
samningi”.
öllum kröfum hjón-
anna um ertdurgreiðslu
hefur verið synjað.
Ákvörðunin um niöur-
fellingu gengisskráningar
var tekin með samkomu-
lagi gjaldeyrisbankanna
og Seðlabankans, og hafa
stefnendur skrifað Seöla-
bankanum, og beöið um
rök fyrir lögmæti hennar.
Hefur hann fært fram
ýmis rök, sem stefnendur
fallast ekki á.
Stefnendur telja, að
sala Landsbankans á
gjaldeyri á væntanlegu
gengi, brjóti i bága við
ákvæði laga um verö-
tryggingu fjárskuldbind-
inga nr. 71, 1966, og eigi
við þetta tilvik
þau ákvæðil. gr. þeirra,
sem segja, að ekki sé
heimilt að stofna til fjár-
skuldbindinga með
ákvæðum þess efnis, að
greiðslur skuli breytast I
hlutfalli við gengi erlends
gjaldeyris, verðmæti
gulls eða annars verð-
mætis.
Þá telja stefnendur, að
Seðlabankann hafi brost-
ið vald til þess að ákveða
að fella niður gengis-
skráninguna hinn 21.
ágúst, án nokkurs sam-
ráðs við eða með sam-
þykki rikisstjórnarinnar
eða bankamálaráðherra,
Visa þeir um það efni til
laga um Seðlabanka Is-
lands nr. 10, 1961, m.a. 4.
gr„ sem kveður á um
skyldu Seðlabankans til
náins samstarfs við rikis
stjórnina, 18. gr. og 24.
gr-
Þá telja stefnendur, aö
vegna laga um tima-
bundnar ráðstafanir til
viðnáms veröbólgu, nr.
75, 1974, hafi verið enn
rikari ástæöa en ella fyrir
Seðlabankann að leita
samráðs og samþykkis
rikisstjórnar, áður en
gengisskráning var felld
niöur.