Alþýðublaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 6
Stúlkan, sem var að kafna úr peningum greinilega i ljós, að þetta var — Patricia Hearst. — Enginn má hreyfa sig! kallaði hún og skaut tveim skot- um útí bláinn. — Ég er Tania Hearst og félagi i „Symbio- neska frelsishcrnum”. Við berj- umst fyrir réttlæti. Nokkrum sekúndum seinna fóru þjófarnir með þýfið. Var hin rænda stúlka orðin af- bortamanneskja? Höfðu mann- ræningjarnir heilaþvegið hana eða tók hún þátt i bankaráninu af fúsum vilja? Var það hún sjálf, sem sett hafði „mannrán- ið” á svið til að kúga fé af föður slnum? Foreldrarnir neituðu að trúa þvi, að dóttir þeirra — þó að hún hefði verið einþykk — væri kom- in I bófaflokk. Þau létu ekki einu sinni sannfærast, þegar Patri- cia hringdi til þeirra og sagði þeim, að hún hefði gengið i „frelsisherinn” af fúsum vilja. Hearst grátbað hana um að koma heim, en það var skellt á hann. Sex lik FBI, sem tók þátt i íeitinni, setti nú öll segl út og komst loks- ins að einbýlishúsi i negrahverf- inu i Los Angeles. Bófi reyndi að stela sokkum i iþróttabúð. Tvær konur voru i fylgd með honum og vitni lýstu annarri sem Patriciu Hearst. Hann skaut sér leið og þau hurfu öll þrjú i Volkswagen rúgbrauði. Förin lágu beint að húsinu i negra- hverfinu, sem var umkringt af 300 lögreglumönnum. Eftir langvarandi skotbar- daga sprungu vopnabirgðir glæpamannanna og striðinu var lokiö. Inni lágu sex brunnin lik. Fimm þekktust, eitt ekki, en lögreglan lýsti þvi yfir, að það væri ekki af Patriciu Hearst. Eftir að aðalstöðvar „frelsis- hersins” voru eyðilagðar segj- ast margir hafa séð hana og alltaf við glæpaverk og alltaf vopnaða. Hún segist ganga und- ir nafninu „Tania”, sem passar við bankaránið, og henni er lýst sem „æstum ofstækismanni”. Hin trygga fylgikona Che Gue- varas hét Tania. En I hvert skipti, sem fólk tel- ur sig hafa séð hana, kemur lög- reglan of seint. Ef það er Patricia Hearst, sem gengur um sem uppreisna- gjarn hermdarverkamaöur, hvernig var þá umhverfið, sem rak hana út i lögleysuna? Afihennar, William Randolph Hearst, bjó á sinni tið i höll i Kaliforniu. Bygging hallarinnar ein kostaöi um 80000 milljónir islenskar krónur. Umhverfis hana voru 400 þúsund tunnur lands og einkabaðströndin við Kyrrahafið var 45 kflómetra löng. Hearst skirði höllina „San Simeon”. Höllin Atta kilómetra löng trjágöng lágu að húsinu og upp að hallar- dyrunum. Gestir á höllinni komu inn í 30 metra langt marmaraanddyri. Einn af 60 þjónum blaðakóngsins visaði hverjum gesti i lúxusibúö. Það voru 40 gestaibúöir i höllinni og það var alltaf búiö um hvert rúm. A leiðinni fór gesturinn fram hjá endalausum röðum af fornum styttum i gotneskum göngum og málverk gömlu meistaranna héngu i jafnenda- lausum málverkasölum. Yfir rúmi Hearsts var glæsi- lega útskorinn sængurhiminn frá 1600. Heilagar maddonnur gættu hans i svefninum. Sundlaugin var 31 metra löng og I garöinum fyrir utan hvitu höllina með 100 herbergjunum voru súlnagöng, en við einn enda þeirra var gengið inn i grfskt musteri. 1 góðu veðri var Hearst i hálftima i útilauginni. 1 vondi veðri fór hann inn i must- erið, en þar var 800 þúsund litra laug skreytt með feneyskum glermósaikflisum og 22 karata gullmynstrum. — Ég held mér ungum með að synda, sagði blaðakóngurinn. Auk þess voru I þessum risa- stóra garði reiðbrautir, tennis- vellir og mjög góður golfvöllur. Gestirnir gátu gengið yfir ána á smækkaðri mynd af Rialto- brúnni i Feneyjum. 1 blóma- garöinum ræktaði Hearst blóm frá öilum heimshornum. 20 garðyrkjumenn 20 garðyrkjumenn áttu ein- göngu að gæta brönugrasanna i risastórum gróðurhúsunum. I dýragarðinum gat að lita 100 hitabeltisdýr i eðlilegu um- hverfi. Gestirnir máttu alltaf ferðast um garðinn, hvert og hvenær, sem þeir vildu, en á kvöldin mættu allir I samkvæm- isklæðnaði til að snæða kvöld- verð I stóra matsalnum, sem var nákvæm eftirmynd af West- minster Abbey I London. Afsiðis I höllinni voru fjarrit- arar, sem Hearst stýrði blaða- veldi sinu óáreittur af gestun- um. Héðan sendi hann daglega skipanir sinar til 38 blaða og timarita. Gullgrafari Afi gamla Hearsts var gull- grafari og ævintýramaður. Skömmu fyrir dauða sinn fann hann loksins gullnámuna, sem hann hafði leitað að alla ævina. Sonur hans gerðist stjórn- málamaður og endaði feril sinn sem öldungadeildarþingmaður, en sonur hans.Randolph fékk 10 þúsund dali lánaða hjá föður sinum, þegar hann var tvitugur, keypti gjaldþrota blað „San Francisco Examiner”. A einu ári hafði hann aukið kaupenda- fjölda blaðsins úr 250 i 3000. 20 árum sfðar las fjórði hver Bandarikjamaður Hearst-blað. Þegar Hearst dó 1957, 88 ára gamall, erfðu synir hans fimm mesta blaðaveldi vorra tlma. Randolph Hearst jr., faðir Pat- riciu, tók við af gamla mannin- um. Hearst ánafnaði Kalifornlu- fylki höllina og i dag er hún til sýnis. Inngangur kostar þúsund krónur. Heldur deyja. Hvar sem sem barnabarn hans, Patricia, er niðurkomin nú, fer ekki hjá þvf, að hún minnist oft einkunnarorða afa slns: „Hugsaðu aldrei um dauð- ann, þá sleppurðu kannski...” Ef hún þá ekki er dáin. Það veit enginn með vissu. Af og til fá foreldrar hennar nýja von, þegar ókunnar raddir i slma segja lögreglunni, að Patricia bíöi á ákveönum stað og vilji gefa sig lögreglunni á vald, en I hvert skipti hefur lög- reglan farið fýluferð. Samt er hún reiðubúin til aö fara aftur, ef hringt er og með sér munu þeir taka eins og I öll hin skiptin 19 ákærur. Verði hún tekin og dæmd fyrir þetta fær hún ævilangt fangelsi. Heima hjá foreldrunum i Hill- borough utan viö San Francisco rikir sorgarþögn. A hverri stundu eiga þau von á að heyra I sjónvarpi og útvarpi, aö dóttir þeirra hafi fallið fyrir kúlum lögreglunnar, þvi að eftir oröum hennar að dæma — ef það er hún, sem hefur sagt þau — er ekki hægt að koma fyrir hana vitinu: „Ég læt heldur skjóta mig en neyða mig til að fara heim”. Foreldrar Patriciu Hearst fengu þessa mynd af dóttur sinni með vélbyssu standandi fyrir framan fóna frelsishreyfingarinnar. Þau fengu hana senda ásamt segulbandsspólu þar, sem Patricia heldur þvl fram, aöhún hefi gerst glæpamaöur af fúsum vilja, en þaö veit enn enginn, hvað raunverulega kom fyr- ir hana. Var bandariska milljónaerfingjanum Patriciu Hearst rænt? Gerðist hún hermdarverkamaður viljandi? Er hún lifandi? .... Svo mikið er víst, að auð- æfi fjölskyldunnar hafa orsakað örlög hennar. PATRICIA HEARST. Fyrir ári könnuöust fáir við þetta nafn. Nú vita allir, að Patricia Hearst er unga stúlkan, sem annaö hvort var rænt I febrúar af vinstrisinnuðum „frelsunar- samtökum”, sem heimtuðu of- fjár i lausnargjald eöa gekk sjálf af fúsum vilja i félagasam- tökin I mótmælaskyni við óhófs- lif milljónafjölskyldunnar. Það veit enginn sannleikann um þetta annað hvort eða. Það veit enginn, hvar Patricia er. Það veit enginn, hvort hún er á lifi. Hún hljóp aö heiman 1969. Hún gekk enn i skóla og var að- eins 15 ára, en ástfangin af stærðfræðikennaranum, hinum 22 ára vinstrisinna Steven Weed, dauðþreytt á ihaldsömu heimilislifinu og flutti ásamt elskhuga sinum I hús I útjaðri San Francisco. Þar bjó hún i fimm ár, hitti aöeins vini Weeds og sagði gjörsamlega skilið við sitt fyrra llf. Eða næstum þvi — hún kinokaöi sér ekki við að þiggja ríflegan mánaðarstyrk frá foreldrum slnum. Morðógnun En I febrúar s.l. komu maður og þrjár konur og neyddu Patri- ciu til að koma með þeim án þess að hún sýndi mikinn mót- þróa. Steven Weed reyndi að hindra það, en var rotaður með viskíflösku. Skömmu siðar létu mannræn- ingjarnir til sin heyra sem „Symbióneski frelsisherinn”. Þau hringdu I föður Patriciu, út- gefandann, Randolph Hearst, og heimtuöu matvörur fyrir milljónir dala handa Ibúum i fá- tækrahverfunum áður en dóttur hans yröi skilað. Hearst lét lög- regluna vita, en tilkynnti jafn- framt I fjölmiðlum, að hann skyldi sjá 100 þúsund fátækum Kaliforniubúum fyrir mat i heilt ár, ef mannræningjarnir skiluðu Patriciu. Nefd, sem átti að annast út- hlutun matarins, fékk 2 milljón- ir dala til umráöa, en mannræn- ingjarnir héldu ekki sinn hluta samningsins.Þeir létu ekkert til sin heyra og lögreglan efldi mjög leit sina að þeim. Jafnvel Steven Weed var handtekinn, þegar heima hjá honum fundust bækur, sem i stóðu nöfn félaga I frelsishernum. En lögreglan komst hvergi á sporið. Þegar mannræningjarnir létu aftur til sin heyra var það til að heimta fleiri milljónir fyrir mat af Hearst. Dóttir hans yrði drepin, ef hann hlýddi ekki. Heilaþvegin? Fjárkúgunin haföi staðið I tvo mánuði, þegar bankarán var framið i Hibernia-bankanum i San Francisco. Ræningjarnir voru maður og fjórar konur vopnuð vélbyssum. Faldar myndavélar i bankanum ljós- mynduðu atburðinn. Ræningj- arnir sögðust vera félagar i „Symbióneska frelsishernum” (hugtakið „symbiosis” á við sameiningu eða samstööu fleiri mismunandi hluta), og meðan þau fjögur rændu bankann, stóð sú fimmta úti á gólfi og hélt aft- ur af bankastarfsmönnum. Á kvikdmyndafilmunni kom 0 Föstudagur 6. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.