Alþýðublaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 5
alþýðu| Útgefandi: Blað hf.
I ■ ■TTT'v Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.)
ItjhHHH Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19, sími 28800
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900
Prentun: Blaðaprent
STOLNAR FJADRIR
Bæði fyrir og eftir siðasta landsfund Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna var það básúnað
út af forystumönnum þeirra, að á landsfundin-
um stæði til að sameina innan vébanda SFV þá
þrjá aðila, sem stóðu að framboðum F-listanna i
siðustu kosningum — þ.e.a.s. stuðningsmenn
Karvels og Magnúsar Torfa, Möðruvellinga
Ólafs Ragnars Grimssonar og Samtök jafnaðar-
manna. Var tilkynnt, að á fundi hinna tveggja
siðarnefndu samtaka — Möðruvellingahreyf-
ingarinnar og Samtaka jafnaðarmanna — hefði
verið samþykkt, að þau gerðust aðilar að SFV
og hefði þeim verið fagnað með lófataki sem
nýjum flokksaðilum á landsfundi Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna.
Nú hefur komið i ljós, að hér er um grófa
fréttafölsun að ræða — helber ósannindi að þvi
er varðar Samtök jafnaðarmanna. Samtök jafn-
aðarmanna héldu aldrei fund um þetta mál, þau
óskuðu aldrei eftir aðild að Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna og hafa aldrei sam-
þykkt að ganga þar inn. Einn af helstu tals-
mönnum Samtaka jafnaðarmanna, Helgi
Sæmundsson, ritstjóri, staðfesti þetta i viðtali
við Alþýðublaðið i gær og harðneitaði þvi, að
Samtök jafnaðarmanna hefðu tekið þátt i lands-
fundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna
eða á nokkurn hátt gerst þar aðilar að. Fullyrð-
ingar forsvarsmanna SFV og blaðs þeirra,
Nýrra Þjóðmála, um hið gagnstæða, eru þvi
uppspuni frá rótum. 1 örvæntingu sinni hafa þau
gripið til þess ráðs, að ljúga opinberlega um að-
ild stjórnmálahreyfingar að SFV.
Samtök jafnaðarmanna voru og eru óflokks-
leg stjórnmálasamtök manna, sem ýmist geta
verið flokksbundnir i einhverjum stjórnmála-
flokkum eða eru utanflokka. Markmið þeirra
var tilgreint i fjórum stefnuatriðum i yfirlýs-
ingu, sem þau sendu frá sér skömmu eftir stofn-
unina. Einu afskipti Samtaka jafnaðarmanna af
flokkapólitik hafa verið þau, að i bæjar- og
sveitarstjórnakosningunum lýstu þau yfir fylgi
við framboð J-listanna viðs vegar um land og i
þingkosningunum i vor lýstu þau fylgi við fram-
boð F-listanna.
Ef til hefði staðið að tengja Samtök jafnaðar-
manna formlegum böndum við einhvern stjórn-
málaflokkanna þá hefði það falið i sér grund-
vallarbreytingu á eðli þeirra og auðvitað orðið
að samþykkjast á fundi þeirra. Enginn slikur
fundur hefur hins vegar verið haldinn og engin
slik samþykkt gerð. Einn af félögunum i Sam-
tökum jafnaðarmanna var að visu kosinn i
framkvæmdastjórn SFV á landsfundinum, en
þangað var hann ekki kosinn sem fulltrúi Sam-
taka jafnaðarmanna heldur eftir að hann hafði
gengið i SFV. Hann er þar félagi á nákvæmlega
sama hátt og annar félagsmaður Samtaka jafn-
aðarmanna, Helgi Sæmundsson, er félagi i Al-
þýðuflokknum.
Það er út af fyrir sig skiljanlegt, að SFV finni
þörf hjá sér til þess að skreyta sig með stolnum
fjöðrum. En er það ekki heldur langt gengið að
ljúga þvi hreinlega upp, að óflokksleg samtök
manna, sem kenna sig við jafnaðarstefnu, skuli
formlega hafa gengið i Samtök frjálslyndra og
vinstri manna? Ef SFV hafa nokkra sjálfsvirð-
ingu til að bera, þá ættu þau að leiðrétta þennan
upplogna söguburð sinn og biðjast afsökunar á
ósannindunum.
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
SKRIFAR FRÁ ÞINGI SÞ
HVERS VEGNA GREIDDIÍSLAND
ATKVÆÐI A MÚTI TILLÖGUM
ARABARÍKJANNA?
Björgvin Guðmundsson,
borgarf ulltrúi, er um þess-
ar mundir í sendinefnd
Islands hjá S.Þ. Hann mun
rita nokkrar greinar í Al-
þýðublaðið um þingið.
Fyrsta greinin birtist í dag.
Hún heitir: „Hvers vegna
greiddi Island atkvæði á
móti tillögu Arabaríkj-
anna". I greininni fjallar
Björgvin m.a. um afstöðu
sendinefndar íslands til
Palestinumálsins og grein-
ir f rá sinni persónulegu af-
stöðu í málinu.
New York 22. nóvember 1974
Við erum stödd á Allsherjar-
þingi S.Þ. Klukkan er rúmlega 5
eftir staðartíma. Það er óvenju
margt i þingsalnum. Andrúms-
loftið er rafmagnað. Atkvæða-
greiðsla er að hefjast um hina
umdeildu tillögu Araba o.fl. um
sjálfsákvörðunarrétt Palestlnu-
Araba, en talið er, að sú tillaga
þýði m.a. það, að Palestínu-
Arabar megi stofna sitt eigið riki.
Það rikir engin óvissa um úrslit
atkvæðagreiðslu þeirrar, sem er
að hefjast, en öllum er ljóst, að
hér er um sögulegt mál að ræða
fyrir samtök S.Þ., jafnvel örlaga-
rikt, þar eð samþykkt tillögu
Arabarikjanna gæti leitt til þess,
að Israel hyrfi úr samtökum S.Þ.
fljótlega.
Það ergengið til atkvæða og úr-
slitin liggja fljótt fyrir. Tillaga
Arabarikjanna er samþykkt með
89 atkvæðum gegn 8. 37 ríki sitja
hjá. Meðal þeirra rikja, sem
greiða atkvæði á móti tillögunni,
eru Island og Noregur. Onnur
Norðurlönd sitja hjá. Danmörk
fylgir Efnahagsbandalagslönd-
unum, en þau höfðu ákveðið að
sitja hjá — sumir segja til þess að
lenda ekki i ónáð hjá Arabarikj-
unum og verða af oliu hjá þeim,
en olia virðist nú ráða miklu I
heiminum og jafnvel afstöðu
rikja.
Afstaða Islands i máli þessu
var rædd I Islensku sendinefnd-
inni. Ég lýsti þvi þá yfir, að ég
styddi þá afstöðu utanrikisráð-
herra tslands að greiða atkvæði á
móti tillögu Arabarikjanna. Min
skoðun er sú, að samþykkt tillög-
unnar ógni tilveru Israels sem
sjálfstæðs rikis, enda fór Arafat,
leiðtogi PLO, ekki i launkofa með
það i ræðu sinni á Allsherjarþing-
inu, að PLO stefndi að afnámi
Israelsrikis og vildi endurreisa
Palestinu sem riki.
Það var hinn 4. október s.l., að
Allsherjarþing S.Þ. samþykkti að
taka Palestínumálið á dagskrá
Allsherjarþingsins og jafnframt
var samþykkt að bjóða Arafat að
ávarpa Allsherjarþingið, en hann
er leiðtogi Palestinian Liberation
Organisation — þ.e.a.s.
sjálfstæðishreyfingar Palestinu-
manna, en þar er fyrst og fremst
átt við Palestinuaraba. ísland
sat hjá við atkvæðagreiðslu um
það mál.
Það var tekið á móti Arafat eins
og þjóðhöfðingja, þegar hann
kom til Allsherjarþingsins 13.
nóvember s.l. Skæruliöaforinginn
hafði byssu i belti sinu er hann á-
varpaði Allsher jarþingiö.
Ambassador tsraels hjá S.Þ. —
Tekoah — kvað það hafa verið
táknrænt og sagði i ræðu, að sól
hinna sameinuðu þjóða væri tekin
að hniga, er leiðtogi hreyfingar
þeirrar, sem staðið hefði fyrir
morðum og hryðjuverkum, væri
heiðraður á þingi þjóðanna.
Það var forseti Allsherjar-
þingsins, hinn ungi utnarikisráð-
herra Alsir, Bontaflika, sem
ákvað að taka á móti Arafat sem
þjóðhöfðingja á þinginu. Var sú
ákvörðun hans mjög umdeild.
I tillögu Arabarikjanna um
Palestinumálið, sem Allsherjar-
þingið samþykkti, segir m.a., að
„Palestinuþjóðin i Palestinu”
skuli hafa „rétt til sjálfsákvörð-
unar án Ihlutunar annara” og
„rétt til þjóöarsjálfstæðis og full-
veldis”. Einnig segir I tillögunni,
að „Palestinu þjóðin megi endur-
heimta riki sitt með öllum ráðum,
sem samrýmast markmiði og
grundvallaratriðum sáttmála
S.Þ.” Þá segir i tillögunni, að
Palestinu-Arabar eigi „rétt á þvi
að snúa aftur til heimkynna sinna
og eigna” (I Israel).
Hvað þýðir þessi tillaga, sem
nú er orðin ályktun Allsherjar-
þingsins? Hún þýðir það, að
Palestinu-Arabar fái að stofna
sérstakt riki, sem m.a. taki til
landssvæða, sem ísrael ræður nú
yfir. Hún mundi þvi i
framkvæmd þýða uppskiptingu
Israels milli gyðinga og araba.
Þess vegna ógnar ályktunin
vissulega tilveru Israelsrikis.
Helst vilja Palestinu-Arabar
hverfa aftur til þess ástands, er
varfyrir stofnun Israelsrikis, þ.e.
leggja Israel niður og stofna
Palestinuriki, sem Arabar réðu,
en gyðingar væru i minnihluta I.
Vestur-Evrópurikin, sem sátu
hjá við atkvæðagreiösluna, geröu
grein fyrir afstöðu sinni. Voru
greinargerðir þeirra mjög sam-
hljóða og yfirleitt á þá lund, aö
ekki væri unnt aö samþykkja til-
lögu.Arabarikjanna, þar eð ekki
væri tekið tillit til ályktunar
öryggisráðsins nr. 242 frá árinu
1967 um, að tryggja bæri tsrael og
nágrannarikjum þess örugg
landamæri.
Ingvi Ingvason, sendiherra
tslands hjá S.Þ., gerði grein fyrir
afstöðu tslands I stuttri ræðu á
Allsherjarþinginu. Kvaö hann
tsland hafa greitt atkvæði gegn
tillögu Arabarikjanna þar eð I
hana vantaði það mikilvæga
atriði að tekið væri tillit til
öryggis tsraels —og vitnaði hann i
þvi sambandi til ályktunar
öryggisráðsins nr. 242 frá 1967.
önnur tillaga varðandi
Palestinu-Araba en sú, sem þegar
hefur verið fjallað um hér að
framan, var tekin til afgreiðslu
hér á fundi Allsherjarþingsins I
dag. Það var tillaga um að veita
PLO rétt til setu á Allsherjarþingi
S.Þ. með réttindum áheyrnar-
fulltrúa. Sú tillaga var samþykkt
með 95 atkvæðum gegn 17. Nitján
riki sátu hjá. Island greiddi einn-
ig atkvæði á móti þeirri tillögu.
1 umræðunum um tillöguna var
bent á, að aðeins riki eða rikja-
sambönd gætu orðið aðilar að
S.Þ. með fullum réttindum eða
réttindum áheyrnarfulltrúa. Hér
virðist, að sú samþykkt Alls-
herjarþingsins að veita skæru-
liðahreyfingu Arafats, PLO, rétt
til aðildar, þótt takmörkuð sé,
geti skapað mjög hættulegt for-
dæmi. Mörg sambærileg samtök
eru til i heiminum, sem e.t.v.
vildu fá að senda áheyrnarfull-
trúa til S.Þ. og gæti orðið erfitt að
draga linu milli þeirra, sem fá
ættu fulltrúa á þingið, og hinna,
sem þeirra réttinda ættu ekki aö
njóta.
Eftir nokkra daga dvöl hér i
aðalstöðvum S.Þ. er ljóst, hverjir
Framhald á bls. 4
Föstudagur 6. desember T974.