Alþýðublaðið - 06.12.1974, Síða 9

Alþýðublaðið - 06.12.1974, Síða 9
íslandsmótið í handknattleik 1. deild DOMGÆSLAH f UGMARKI OG FH VANH ARMANN Leikur Ármanns og FH á miðvikudagskvöldið er Ijóst dæmi þess hversu mikil áhrif dómar geta haft á gang leiksins. Leik þennan dæmdu þeir Gunnar Gunnarsson og Sigurður Hannesson og gengu þeir svo langt í vit- leysunni, að starfsbræður þeirra, sem á horfðu hrein- lega áttu ekki orð. Bitnuðu dómar þeirra aðallega á Ármenningum framan af. Valur varð Reykjavlkur- meistari i m.fl. kvenna á miðvikudagskvöldið eftir að hafa sigrað Armann i hörku úrslitaleik 6-5. Aukaleik þurfti til, þar sem bæði liðin höfðu jafnmörg stig eftir að leikjunum i mótinu var lokið og markahlutfall ræður ekki. Leikurinn var mjög jafn og gekk stúlkunum illa að finna leiðina i markiö. I hálfleik var staðan jöfn 2-2. I seinni hálfleik var það sama upp á teningnum, leikurinn var i járnum lengst af. Það var ekki en í lok leiksins fengu FH- ingar lika að finna fyrir dómum þeirra. Sem dæmi um dómgæsluna í fyrri hálfleik kom það þrívegis fyrir að brotið var á Ármenning eftir að hann hafði skotrð á markið og skorað en dómararnir voru þá of fljótir á sér og voru búnir að flauta og í stað þess að fá mark fengu Ármenningar aðeins auka- kast. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á sigur FH í þessum leik. Hvert lið gengur eins langt og dómararnir leyfa, og það gerðu FH-ingar í þessum leik. FH-ingar komu Armenningum nokkuð á övart i fyrri hálfleik með þvi að taka alltaf tvo menn úr umferð. Þessi leikaðferö þeirra gafst hinsvegar ekki sem best og voru Armenningar fljótir að finna svarið og tóku fljótlega forystuna. Þegar 5 minútur voru eftir af fyrri hálfleik höföu þeir 4 mörk yfir 10-6. fyrr en i lok leiksins, að Vals- stúlkurnar sigu framúr eftir ljót mistök Armanns, og náðu tveggja marka forskoti 6-4. Þennan mun náði Armann ekki að vinna upp þó litlu hafi munað i lokin, en þá bjargaði klukkan Val. Mörk Vals: Ragnheiður Blöndal, Elin Kristinsdóttir, Hrefna Bjarnadóttir, Björg Guðmundsdóttir, Björg Jóns- dóttir og Sigrún Guðmundsdóttir 1 mark hver. Mörk Armanns: Erla Sverrisdóttir 3 (1), Katrin Axels- dóttir og Jóhanna Asmundsdóttir 1 mark hvor. Þá var Herði Kristinssyni visað af leikvelli i 2 min. og áttu fleiri Ármenningar en hann eftir að yfirgefa völlinn i 2 min. En alls var 5 Ármenningum visað af leik- velli, en ekki nema 2 leikmönnum FH. Sem sýnir ljóslega hlut- drægni dómaranna i leiknum og brutu þeir hreinlega Armanns- liðið niður með þessu. Tvö siðustu mörkin skoruðu svo FH- ingar og staðan þvi i hálfleik 10-8. 1 seinni hálfleik hættu FH-ingar að taka úr umferð og léku eðli- legan varnarleik. Tókst þeim fljótlega að jafna og komast yfir. Um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 13-15 fyrir FH og sá þá að hverju stefndi, enda FH liðið komiö i gang en þá standast þvi fá lið snúnine. Það sem eftir var leiksins röðuðu þeir mörkunum á Armenninga, sem litið bitu frá sér, og sigruðu örugglega i leiknum 20-15. Lið Armanns lék mjög vel en i seinni hálfleik var liðið orðið óþekkjanlegt. Ragnar Gunnarsson varði mjög vel lengstum en féll i sama farið og liðið allt i seinni hálfleik, og lak þá allt inn. Mörkin: Hörður Harðarson 6 (2), Björn Jóhannsson 3, Jens Jensson 3, Jón Astvaldsson 2, og Stefán Hafstein 1 mark. Leikur FH i þessum leik var ekkert til að hrópa húrra yfir, ef frá er talinn lokakafli leiksins, en þá sýndi liðið. piargt laglegt. Birgir Finnbogason stóð sig með prýði i markinu, en auk hans komust þeir Viðar Simonarson og Þórarinn Ragnarsson vel frá leiknum. Mörkin: Viðar Simonrson 8 (1), Þórarinn Ragnarsson 6 (1), Geir Hallsteinsson 3 (1), Órn Sig- urðsson 2 og Gunnar Einarsson 1 mark. Leikinn dæmdu Gunnar Gunn- arsson og Sigurður Hannesson og hefur áður verið minnst á frammistöðu þeirra. Geir llallstcinsson skoraði ekki niörg mörk gegn Ármanni, en sá þess meira um að spila félaga slna upp. Þarna hefur hann ieikið á Jón Astvaldsson með þvi aö senda boitann aftur- fyrir sig. Valur Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki kvenna „BRUTU OKKUR NIÐUR” „Þeir brutu okkur algjörlega niður dómararnir”, sagði Pétur Bjarnasson þjálfari Armanns eftir leikinn við FH. „Það er nú svo skrýtið að við höfum aldrei unnið leik þegar þessir menn dæma. Misræmið kom greinilega i ljós þegar þeir fóru að visa leikmönnum af leikvelli, en þá visuðu þeir 5 leikmönnum Armanns af velli á móti 2 FH-ingum. En hvað sem þvi liöur, þá verðum við að taka þessu og vonum bara að okkur gangi bet- ur næst með betri dómurum.” Það er ekki tekið út með sældinni Það er ekki tekiö tit meö sdd- inni að vera þjálfari I hand- knattleik. Pétur Bjarnason þjálfari Armanns fylgist róleg- ur með leiknum. Smá gretta. ná hefur eitthvaö ekki fariö eins og ráö var gert fyrir. Nú, ekki var þetta betra. Hvaö skyldi nú hafa komiö fyrir? Pétur er staðinn upp, nú eru hans menn komnir I vörnina. Þá er ekki hægt aö sitja lengur. „Jcja strákar nú veröið þiö aö berjast i vörninni og tala saman, annars vinnum við aldrei leikinn”, eöa var það ekki svo? Föstudagur 6. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.