Alþýðublaðið - 06.12.1974, Qupperneq 12
alþýðu
mum
Bókhaldsaóstoc
meðtékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
KÓPAYOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
* StHVtBILASTÖÐINHf
ALÞYÐUBLADIÐ HEIM-
SÆKIR VINNUSTAÐI
ADBUNAÐUR
VINNUSTAD
í dag heimsækjum
við smurstöð BP og
trésmiðjuna Völund.
Þegar við komum i
smurstöðina, var þar
töluvert að gera, en við
náðum í verkstjórann
Gunnar Gislason og
tókum hann strax tali.
Fyrst spurðum við
hann, hvort þetta væri
eina smurstöð BP og
hversu gömul hún væri.
Hann sagði'. „Þetta er eina
smurstöð BP. Hún er með þeim
elstu sem eru ennþá starfandi,
tók til starfa á striðsárunum. Ég
held ég megi segja, að hún full-
nægi öllum þeim kröfum, sem
til smurstöðvar eru gerðar, þó
að gömul sé.'' Næst spurðum við
Gunnar hvort mikið væri að
gera. Hann svaraði þá. „Það er
mest að gera á sumrin. Þá
viröast menn hirða mest um að
láta smyrja bilana. A veturna
aftur á móti getur verið mikið
um eyður. Flest tæki stöðvar-
innar hafa verið þau sömu frá
byrjun, og hafa litið látið á
sjá”. Þá ræddum við við Sigur-
hans Hjartarson, en hann hefur
unnið hjá smurstöð BP i ein 11
ár. Við spurðum hann um kaup
og kjör, og svo aðstöðu á vinnu-
staönum. Hann svaraði eftir-
farandi. „Þeir sem vinna hér,
eru ófaglærðir verkamenn, og
er okkur borgað samkvæmt
Dagsbrúnartaxta. Þetta er með
verri verkamannavinnu sem
maður getur komist i. Þar
kemur ýmislegt til, svo sem
það, hversu skltugur maður
verður. Það er olian og smurn-
ingurinn sem er alltaf út um
allt, og svo náttúrlega snjórinn
og slabbið á veturna.
Húsnæðið er aúðvitað orðið
gamalt, og hefur sina galla. Þá
stendur sjórinn alltaf hér upp á
og fer stundum yfir stæðin,
þegar hann stendur á austan.
Tækin hérna eru ágæt, þó að þau
séu orðin gömul, og standast
allar öryggiskröfur. Annars má
alveg segja þaö, a aðstaða hér
sé ágæt. Starf smurningsmanna
er I þvi fólgið að við náttúrlega
smyrjum bilana, allt það sem á
að smyrja, skiptum um siur og
mælum frostlög. Annars má það
heita, að við förum yfir allan
bilinn, og látum siðan eigand-
ann vita, ef eitthvað athugavert
finnst.”
Annars kom það fram
þegar við vorum að fræð-
ast um smurstöðina, að hún
er ekki rekin af BP, heldur
einkaaðilum, meðal annars
þeim sem þarna starfa. Kemur
þaö til af þvi, að á árunum eftir
1960, urðu skattar á olium svo
háir, að oliufélögin treystu sér
ekki til að reka þær lengur, og
eru þær þvi allar i leigu einka-
aðila. Smurstöðvum hefur ekki
fjölgað I mörg ár af framan-
greindum ástæðum og mjög
liklegt er, að menn fái ekki
bflana sina smurða á næstunni,
yfir annatímann.
1 trésmiðjunni Völundi hittum
við fyrir Steinar Bjarnason, og
fræddi hann okkur um trésmiðj-
una, og allan aðbúnað. Hann
sagði. „Við búum hér til glugga,
hurðir, og alit sem tilheyrir
hurðum, bæði úti og innihurðir,
og bilskúrshurðir.
Við starfsmennirnir gerum
þaö sem við getum til að fyrir-
tækið gangi vel. Trésmiðjan er
orðin 70 ára, og hefur vélakostur
verið endurnýjaður nokkuð oft
og reglulega öll árin. Ég er nú
búinn að vinna hér i 32 ár, og hef
þvi getað fylgst nokkuð vel með
uppvexti fyrirtækisins. Ég tel,
að það sem standi fyrirtækinu
einna mest fyrir þrifum, se
vinnuaflsskorturinn, en það er
talsverð vöntun á trésmiðum.
Verkstæðiskaup er eitthvað um
12000 krónur á viku hjá okkur
trésmiðunum, en lægra hjá
þeim er eru I Iðju, en það er dá-
litiö af ófaglærðu fólki hér. Yfir-
leitt þykir fólki gott að vinna
hérna.Margt fólk hefur unnið
hérna áratugum saman, og
miðað við önnur fyrirtæki, þá
gerir þetta fyrirtæki mjög vel
við sitt fólk. Hér er töluverður
hávaði, en það hefur verið gert
allt sem hægt er til að draga úr
honum, og hver starfsmaður
hefur sinar heyrnarhlifar, og
hávaðamælingar eru hér reglu-
lega.” Þá töluðum við stuttlega
við Svein K. Sveinsson, og sagði
hann eftirfarandi. „Jú, það er
rétt, það er talsverð vöntun á'
trésmiðum, sem eru vanir á
vélar. Við höfum flutt hluta af
starfsemi okkar inn i Skeifuna
19, það er allar spónlagðar inni-
huröir og söludeild. Okkar aðal-
mál sem að iðnaðinum stöndum
er náttúrlega það, að iðnaðurinn
verði viðurkenndur til jafns við
sjávarútveginn og land-
búnaðinn, og þar á ég m.a. við
lán. Annars hefur mikið áunnist
i þessum éfnum á siðustu
árum.”
í j
1
l il "
PIMM á förnum vegi
Sendir þú jólakort?
Bjarnl Þór óakarison, akéia-
nemi: „Nei, ég sendi engum
jólakort, ég læt bara senda mér,
þannig á það að vera.”
IngiSignrðsson, laganemi: „Já,
svona tíu stykki. Ég fæ jafn-
mörg send til mín, ég sendi
þeim sem senda mér.”
Egill Sandholt, gjaldkeri: „Já,
já, svona 40-50, og fæekki minna
aftur.”
Jóhann Kriitjámsson, Sigmundnr BMvaraton, IVg-
innheimtumaður: Ji ég sendi fræðingur: „Já, ég sendi nokkur
mörg, og fæ mörg send aftur.” jólakort, og fæ alltaf eitthvaö
sjálfur.”
J