Alþýðublaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 28. des. 1974 - 264. tbl. 55. árg. ISLANDSVINUR VILL VERÐA ÍSLENSKUR DOKTOR U3 r _ r (H)ROS I HNAPPA GATIÐ % 12 NORDMENN VILJA KAUPA HEY AF OKKUR ISLENDINGUM Norðmenn hafa sýnt þvi áhuga aö kaupa hey frá Islandi og að sögn Gisla Kristjánssonar ritstjóra búnaðarblaðs- ins Freys eru bændur um miðbik Norðurlands svo vel birgir af heyjum i vetur, að þeir eru af- lögufærir. Á mörgum bæjum i Eyjafirði eru nú til ákaflega mikil hey og á sumum þeirra 2 ára birgðir. Engin á- „Iss, þetta er ekkert ennþá. Hann á eftir aö veröa stærri#" sögðu krakkarnir um bálköstinn við Ægissíðuna í gær þegar Ijós- myndarinn okkar Hallur Helgason átti leið þar fram hjá. kvörðun hefur verið tekin varðandi heysöl- una og ekki verið rætt um hugsanlegt verð. 1 samtali við Alþýðu- blaöið i gær sagði GIsli Kristjánsson, að erfið- asti hjallinn varðandi hugsanlega heysölu til Noregs væri flutningur þess.i Aðspuröur, hve mikið magn Norðmenn vildu kaupa af Islensku heyi, sagði Gísli: ,,bá munar ekki um minna en þús- und tonn”. Gisli sagði, að skortur iværi á gróffóðri, eink- um heyi og hálmi um öll Norðurlönd, enda hafi útkoman hjá bændum á Norðurlöndum verið af- ar slæm á siöasta sumri vegna þurrka fyrst framan af og óvenju- mikillar úrkomu siðari hluta sumarsins. D r. J a k o b Benediktsson, for- stöðumaður Orða- bókar Háskólans, var í gær sæmdur heiðursverðlaun- um Verðlaunasjóðs Ásu Guðmunds- dóttur Wright. Dr. Jakob er fimmti maðurinn, sem sæmdur er þessum verðlaunum. Sjóðsstjórnina skipa forseti tslands, herra Kristján Eldjárn, dr. Jóhannes Nordal og dr. Sturla Friðriksson, sem er formaður. 1 greinar- gerð sjóðsstjórnar fyrir verðlaunaveitingunni segir ma.: „Nú þegar við minn- umst ellefu alda búsetu manna i landinu er vel til fallið að heiðursverð- laun séu i ár veitt þeim manni, sem af einna mestri kostgæfni hefur rannsakað það, sem skráð er á bókum um upphaf íslands byggðar.” TÆKIN KOMIN fctr--., , 11 -11. BJARGRÁÐASJÓÐUR HEFUR VERID SVELTUR OG GETUR ÞVÍ EKKI HLAUPIÐ UNDIR BAGGA MEÐ NORÐFIRDINGUM Iðnaðarráðherra Tékkóslóvaklu stóð viö ioforð það sem hann gaf Gunnari Thoroddsen, iðnaðarráðherra, eftir að Gunnar hafði beðið hann að sjá til þess per- sónulega að tækja til Lagarfossvirkjunar yrði ekki langt að biða enn. Tækin komu til Reyðarfjarðar á bor- láksmessu og ættu framkvæmdir við Lgar- fljótsvirkjun þvi ekki að þurfa að tefjast meira af tékkneskum sökum. Alþýðublaðið hafði i gær samband við Erling Garðar Jónasson, raf- veitustjóra á Egilsstöð- um, og innti hann eftir þvi hvenær búast mætti viö að virkjunin kæmist i gagnið. „Lengi vel veðjaði ég á fyrsta fjórðung næsta árs”, sagði Erling, „en eftir þær tafir sem orðið hafa, reikna ég með að það verði einhverntima á öðrum fjóröungi árs- ins. Allavega verður það ekki fyrren i aprll.” „Að sjálfsögðu hefur sú hugmynd komið upp, að Bjargráðasjóður hlypi undir bagga með þeim aðilum á Neskaupstað, sem orðið hafa verið tjóni vegna snjóflóðanna þar. En bjargráðasjóöur er þvi miður ekki svo vel stæður, að hann megni að leysa vanda tjónþolanna þar eystra”, sagði Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sam- bands islenskra sveitar- félaga, i samtali við Al- þýðublaðið i gær. „Bjargráðasjóður hef- ur verið sveltur i áratugi og er nánast fjárvana og hvilir á honum þung byröi vegna afborgana og vaxta af lánum, sem tek- in voru fyrir nokkrum ár- um vegna harðinda I landbúnaði”, sagði Magnús ennfremur. Bjargráðasjóður var upphaflega stofnaður með lögum árið 1907 aö loknu miklu harðinda- timabili. begar lögin um bjargráðasjóö voru sett 1907 var framlag sveitar- félaga til hans 25 aurar á hvern ibúa. Nú er fram- lag sveitarfélaga til sjóösins kr. 50.00 á hvern ibúa og er framlag rikis- ins hið sama. Magnús sagði, að á hverju ári veitti sjóðurinn aðstoð vegna tjóna hjá einstaklingum viðs vegar um land og benti á, að sennilega myndi sjóður- inn hlaupa undir bagga með þeim aðilum, sem urðu fyrir tjóni vegna snjóflóða á Siglufirði og á Seyðisfirði rétt fyrir jól, en þvi miöur réöi sjóður- inn ekki við tjón af stærri „stæröargráðu”. „bað er enn óleyst mál, hvernig unnt er að haga fjármagnsöflun til aö standa undir bótum vegna náttúruhamfaranna á Neskaupstað, en við vinnum nú að þvi að leysa það”, sagði Geir Hallgrlmsson, forsætisráöherra, i samtali við Alþýðublaðið i gær. 1 samtalinu við blaöið sagði forsætisráðherra, að sennilega yrði starfsfólki viölagasjóös faliö að sjá um umönnun þessa máls og væntanlega yröi skipuð samstarfsnefnd þingmanna Austurlands til að fylgjast með og fjalla um endurreisnarstarfið á Neskaupstað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.