Alþýðublaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 2
SIJÓRNMÁL
Jólasveinar
einn og átta
Niu borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins eyddu heilli
næturstund i siðustu viku til aö
ganga frá jólagjöf sinni til
Reykvikinga. Jólagjöf þess-
ara niu heiðursmanna er
67,8% hækkun á útsvörum
borgarbúa frá siðustu álagn-
ingu.
Það fer ekki illa á þvi, að af-
greiösla fjárhagsáætlunar
Reykjavikurborgar skuli vera
siðasta verk borgarstjórnar-
meirihlutans fyrir jól og hún
fari fram um sama leyti og
jólasveinarnir þyrpast af fjöll-
um til byggða. En mikill er
munurinn á hugarfari hinna
niu borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins og gömlu jólasvein-
anna niu, sem gera sér erfiða
ferð á hendur á aöventunni til
að gleðja blessuð börnin á jól-
um.
Við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar Reykjavikurborgar að
þessu sinni lögðu borgarfull-
trúar minnihlutaflokkanna
fram álitsgerð til bókunar, þar
sem þvi var lýst yfir, að fjár-
hagsáætlunin eins og hún er úr
garði gerö sé gagnslaust
pappirsplagg, i iitlu eða engu
samræmi við raunveruleik-
ann.
Afgreiðsla fjárhagsáætlun-
ar Reykjavikur var aö þessu
sinni með hefðbundnu sniði.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins einn og átta greiddu
nú sem fyrr atkvæöi eins og
flokksskipun hljóðaði. Borgar-
stjórnarflokkur þessi er ekki
sundurlaus hjörð. öðru nær.
Þeir lögðust að sjálfsögðu
gegn öllum tillögum minni-
hlutans. Þeir nimenninganna
sem höfðu manndóm i sér til
aö viöurkenna eitt og annað i
tiilögum minnihlutans i um-
ræðum, höfðu gleymt öllu öðru
en flokksvaldinu, þegar til at-
kvæðagreiðslu kom. Það heyr-
ir til undantekninga, að færri
en niu hendur séu á lofti gegn
tillögum, sem borgarfulltrúar
minnihlutans gerast svo djarf-
ir að leggja fram á þeim vett-
vangi, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur helgað sér sem ó-
umdeilanlega eign, borgar-
samfélagi Reykvikinga.
Jólasveinaleikur borgar-
stjórnarihaldsins er engu lík-
ur. Þó kunna þjóðsögur að
herma frá einhverju, sem
minnir á hina einkennilegu
borgarstjórnarpólitik ihalds-
ins.
Þó að jólasveinaeðli borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
sé allt annað en jólasveinanna
á fjöllunum, er ekki út i hött að
tileinka þeim gamla jólavisu:
Jólasveinar einn og átta ofan
koma af fjöllunum...
H.E.H.
HALLDÓR VALDIMARSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR
Stjörnubíó.
HÆTTUSTÖRF
LÖGREGLUNNAR
Framleiðandi: Columbia
Stjórnandi: Richard Fleischer.
Gerð eftir sögu Joseph Wambaugh, lögregluforingja.
Aðalhlutverk:
George C. Scott Jane Alexander
Stacy Keach Rosalind Cash
Eftir öll ónefnin, áburö um ofbeldi og spillingu og annað aðkast
sem bandariska lögreglan hefur orðið fyrir i bókmenntum, kvik-
myndum og viða annars staðar, hlýtur hún nú loks uppreisn æru,
með þessari kvikmynd og öðrum álika, sem viðurkenna loks að þar
munu vera á ferðinni tiltölulega venjulegir menn sem vinna vanda-
söm störf viö erfiðar aðstæður og oft i óþökk náungans. Þessi mynd
fjallar á nokkuð raunsæjan hátt um lif og starf lögreglumanna I Los
Angeles og þótt hún beri það með sér, að sumu leyti, aö vera gerö
eftir sögu lögregluforingja, þá hlýtur hún að teljast með betri lög-
reglumyndum sem hér hafa sést.
Myndin er spennandi og atburðarás hröð. Nóg er um byssuleik i
henni, fyrir þá sem horfa vilja á slikt, en þó er gefinn góður gaumur
að öðrum lögreglustörfum, svo sem afskipti þeirra af hjónadeilum,
vændiskonum og fleiru. Einnig eru tekin til meðferöar persónuleg
vandamál sem viröast fylgja lögreglustörfum, utan þeirra þjóðfé-
lagsvandamála sem tæpt er á.
í stuttu máli: Þrátt fyrir það, að myndin gefur á stundum nokkuö
GÆÐAMERKI A
IÐNAÐARVÖRUR
Frestur til að skila tillögum
i samkeppni um gerð gæða-
merkis fyrir islenskar iðn-
aðarvörur til útflutnings renn-
ur út 31. þessa mánaðar.
Stofnað var til samkeppni
þessarar á sðastliðnu hausti
og var upphaflegur frestur til
25. október sl.
Mjög mikill fjöldi tillagna
barst fyrir þann tima en dóm-
nefnd taldi rétt aö framlengja
frestinn þar eð auöséö var á
tillögunum að höfundum hafði
ekki unnist timi til að fullmóta
þær. Nú er hins vegar aðeins
hálfur mánuður til stefnu og
þykir ástæða til að hvetja fólk
til að nota hin góðu fri á milli
jóla og nýárs, til að ganga frá
tillögum sinum. Þaö eru írt-
flutningsmiðstöð iðnaðarins
og Félag isl. iðnrekenda, i
samvinnu við Félag isl. teikn-
ara, sem gangast fyrir sam-
keppni þessari.
Það merki sem endanlega
verður fyrir valinu veröur not-
að á vörur eða umbúðir til að
gefa til kynna að um sé að
ræða gæðavörur. Veröur sett á
stofn nefnd til að úthluta
merkinu, og mun nefndin
kanna gæði vörunnar áður en
leyfi til að nota merkið er gefið
út. Nefndin fylgist siðan með
þvi að sömu vörugæðum sé
haldið við og hefur heimild til
að afturkalla heimild til notk-
unar.
BÆKUR TIL BLAÐSINS
Frá tveimur hliðum
„Silfurbrúðkaupið — Ljóð og
leikur” nefnist nýútkomin bók
eftir Jónas Guðmundsson og er
það 10. bók höfundar.
Bókin er kjöldregin. Lesin frá
tveimur hliðum. Annar helm-
ingurinn hefur að geyma ein-
þáttunginn „Silfurbrúðkaupiö”.
Hinn helmingurinn hefur að
geyma ljóöabókina „Ljóð og
leikur.” Þykja kvæði Jónasar
myndræn og spaugsöm, en
i þeim er alvarlegur undirtónn.
Bókin er gefin út i 300 tölusett-
um eintökum og eru öll árituð af
höfundi. Bókin er til sölu i helstu
bókaverslunum og hjá höfundi.
Útgefandi er Letur h.f.
Róbert, Gylfi, Tómas
Fálkinn hefur gefið út stóra
hljómplötu með lögum eftir
dr. Gylfa Þ. Gislason við ljóð
eftir Tómas Guðmundsson, og
eru þau sungin i visnastil af
Róbert Arnfinnssyni leikara
með undirleik hljómsveitar
undir stjórn Jóns Sigurösson-
ar.
Umsögn á öftustu kápusiðu
er skrifuð af Jóni Þórarinssyni
tónskáldi, og auk þess skrifar
þar Tómas Guömundsson
nokkrar linur um útgáfuna.
Pennavinur
Nikos Papadeas, óskar eftir
að komast i bréfasamband við
islenskar stúlkur á sinum
aldri, 18 ára. Hann les og
skrifar ensku. Utanáskrift
hanser: Nikos Papadeas, 112,
Gounari St„ Patras, Greece.
Þjóðlagaplata
Menningarsjóður hefur
gefið út hljómplötu með is-
lenskum þjóðlögum. Þar
flytur Eddukórinn, en i honum
eru átta manns, fjórar konur
og fjórir karlar, þjóðlög frá
ýmsum timum. Sum þessara
laga eru vel þekkt, en önnur
miður. Upptakan fór fram i
Danmörku, og hefur að dómi
kunnáttumanna tekist með
ágætum.
Kórinn var stofnaður 1970.
glanskenndar hugmyndir um lögreglumenn og baráttu þeirra gegn
glæpum, þá verður hún að teljast mjög góð og ástæða til að hvetja
fólk til að sjá hana.
Hafnarbíó:
TRAFFIC
Framleiðandi: Jacques Tati
Stjórnandi: Jacques Tati
Aöalhlutverk: Jacques Tati
1 stuttu máli: Jacques Tati. Sá hinn sami og átti heiöurinn að
Playtime og fleiri góöum, eða frábærum myndum. Sá sem skóp
Hulot frænda, þá mektarpersónu. Það var með tilhlökkun sem ég
gekk inn i Hafnarbió, en — hvilik vonbrigði. Traffic er alls ekki I
þeim gæðaflokki sem búast mátti við af Tatimynd, meö henni hefur
meistarinn hrokkið af stalli sinum, að minnsta kosti i bili. Myndin
fjallar um umferð, bila og flest það er að þeim lýtur og reynir að
gera það á gamansaman hátt, en mistekst að ná tökum á áhorfend-
um. Sumsé: Vonbrigðiog tveir punktar. Vonandi fáum við þó að sjá
reglulega Tatimynd hér, áður en of langt um liður, þvi flestar þeirra
hressa, bæta og kæta, á þann veg sem fáum myndum er lagið.
í hreinskilni
sagt
eftir Odd A. Sigurjónsson
Almannavarnir?
Hinar hörmulegu slysfarir
á Norðfirði eru sjálfsagt i
nógu fersku minni flestra
landsmanna, til þess að þátt-
ur s.n. almannavarna hafi
ekki farið framhjá alltof
mörgum. Strax varð það op-
inbert, að engar áætlanir
voru til um hvað gera skyldi
af hálfu almannavarna, ef
eitthvað sviplikt geröist á
Norðfirði, sem gerðist slys-
adaginn mikla. Ekki varð
annað séð, en þeir háu herr-
ar i Rvík stæðu gliðsa. Hefðu
bæjarbúar sjálfir ekki tekið i
sinar hendur skipulegt
björgunarstarf, unz hjálp
barst úr næstu byggðarlög-
um, var aðstoð almanna-
varna rikisins vist heldur
léttvæg. Einn var sá þáttur,
sem þó hefði mátt ætla, að
væri á færi almannavarna að
aðstoða við, en það var að
freista þess að hefta oliu-
mengunina, sem leiddi af þvi
að svartoliugeymirinn varð
iekur. Dag eftir dag glumdi i
eyrum Iandsmanna, að nú
ætti að fara að senda flot-
girðingar á vegum almanna-
varna og siglingamálaráðu-
neytisins austur. Meðan til-
kynningarnar um aðstoðina
dundu yfir, rann svo olian á-
fram i sjóinn, enda ekki á
færi annarra en þeirra sem
hafa áhöld til aðkróa oliu-
flekkina af, að gera neitt
verulegt til bjargar. Þegar
svo loksins flotgirðingarnar
komu eftir dúk og disk, þá
kom i ljós, að vantaði ca. 150-
200 metra, til þess að kæmi
að fullu haldi! Erfitt er að
þurfa að kingja þvi, að ann-
að eins máttleysi i fram-
kvæmd riki, þegar á reynir.
Vissulega má hafa verið við
margháttaða erfiðleika að
etja. Hitt ætti öllum að vera
ljóst, að þvi aðeins er ein-
hver hjálp I neyð , sem þess-
ari einhvers virði, að hún
berist skjótt. Almannavarnir
— það er stórt orð Hákot. En
meðal annarra orða: Hvern-
ig var hérna á Kötlusvæöinu
fyrir nokkrum vikum, þegar
húsbruninn varð og búið var
að taka úr sambandi loft-
skeytatækin I aðvörunar-
kerfinu? Voru það ekki tvær
vikur, eða máske þrjár, sem
verið var aö bisa við að
skipta um þau og sambands-
laust á meðan? Kötlusvæðið
er þó undir sérstakri árvekni
almannavarna, að sögn. öll-
um er vist ljóst að náttúru-
hamfarir gera engin boð á
undan sér. Það þýðir litið að
segja eins og Jón sterki:
„Biddu meöan ég er aö
bregða þér!” Eigi slik starf-
semi að koma fólki að gagni,
þarf að hafa hlutina i lagi og
geta brugðist við þannig að
haldi komi. Engum er gagn
að þvi, að til sé einhver
stofnun, sem kafnar undir
fögru nafni þegar á reynir.
Ætli það sé mikil fró fyrir
nauðstadda, þótt einhverjir
stjörnumerktir krossriddar-
ar birtist, til að glápa á við-
urstyggð eyðileggingar?
Fráleitt held ég það. Ég
hygg, að almenningur hér á
landi sé sannariega ekki
seinni til aðstoðar i neyðar-
tilfellum en almenningur
annarra landa. Væri þess þá
ekki að vænta, að sú eða þær
stofnanir, sem sérstaklega
er falið að veita skjóta aðstoð
væru ávallt reiðubúnar? Er
ekki gengið úr hófi, ef óhöpp,
slys og neyð manna er höfð
að einskonar fiflskaparmál-
um?
GOÐFUSLEGA GERIÐ SKIL
LANDSHAPPDRÆTTI ALÞÝÐUFLOKKSINS
Hafnarfjarðar Apótek
Afgreiðslutími:
Virka daga kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
BLÓMABÚÐIN
ALFHEIMUM 6
SIMI. 33978 _ 82532
BLÓMASKREYTIN&flR
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KR0N
DUÍIA
í ClflEflBflE
/ími 84900
Laugardagur 28. desember 1974.