Alþýðublaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 7
ERLENDAR BÆKUR Á fSLENSKUM HILLUM Þaö eru komin jól. Upp- skeruhátíð rithöfunda — sauðburður bókaútgef- enda — þegar berserks- gangur rennur á íslenska bókakaupendur og höfg víma velmegunarinnar rennur á bóksala. Það eru komin jól. En mitt í hringiðunni, meðan bókaverslunin tekur þetta árlega heljar- stökk sitt, beygir einn þáttur hennar útaf og læðist í fýlu út í horn — einmana og yfirgefinn af jafnvel tryggustu aðdá- endum sínum. Þessi þátt- ur er sala bókmennta á erlendum tungumálum. Undanfarin ár hefur sala bóka á erlendum tungumáium farið mjög í vöxt hérlendis, svo mjög að nú eru starfræktar að minnsta kosti fimm sér- verslanir með erlendar bækur, hér á Reykjavík- ursvæðinu og æði margar bókaverslanir hafa kom- ið sér upp grind, eða smá skoti, fyrir slíkan varn- ing. Tilhlýðilegt þykir þvt að kynna að nokkru það úrval sem þar er á boð- stólum. Mikill meginhluti þeirra er- lendu bóka sem á markaðnum eru, eru enskar, enda liklega um hvað auðugastan garð að gresja þar. Ekki leikur heldur neinn vafi á þvi hver bókaflokk- urinn er mest áberandi meðal enskra bóka — það eru hinar svokölluðu afþreyingabók- menntir, sem sumir nefna plat- bókmenntir (hvernig svo sem á þvi stendur). Innan þess bók- menntaflokks kennir margra grasa og mætti þar finna eitt- hvað fyrir hvern þann sem á annað borð les slikt. Agatha Cristie stormar þar, að sjálf- sögðu, i fararbroddi með fleir- tugaframleiðslu sina, en margir fylgja henni þó fast eftir, svo sem Alistair Maclean, Desmond Bagley og fleiri sem islending- um bjóðast svo jafnan á móður- málinu eftir á. Nokkurnveginn hliðstæðar bókmenntir, sem ef til vill geta ekki talist með öðru en afþrey- ingabókmenntum (þótt svo draumsjúkir ávanafylgjendur þeirra vilji telja þær með góð- bókmenntum), eru „science fiction” bækur, eða visinda- skáldsögur. Sú tegund bókmennta mun ekki vera mjög þekkt hérlendis og heldur er fátæklegt það sem þýtt hefur veriö á islensku. Væri það þvi ef til vill aðeins tilhlýði- legast að kynna bókmenntir þessar nokkuð nánar en aörar, þvi margt finnst þar inn á milli sem enginn heiðarlegur bók- menntaunnandi ætti að láta fara fram hjá sér. Svo sem nafn bókmennta- flokks þessa bendir til, fjallar hann, i flestum tilvikum, um eitthvaö þaö sem tengt er vis- indum. Akaflega áberandi til- hneigingar veröur fljótt vart þegar lestur þessara bók- mennta er hafinn, það er til- hneiging til að fjalla um framtið mannkynsins. Er það gert með misjafnlega blandaðri samsuðu úr raunsæi og hugmyndaflugi og skiptast bókmenntirnar nokkurn veginn i tvo undir- flokka, visindaskáldsögur og visindaævintýri, eftir hlutföll- um blöndunnar. Visindaskáldsögur má fá hér i nokkru úrvali og þá eftir þó nokkuð marga höfunda. Skipt- ast þeir nokkuð greinilega I tvo meginhópa, þá sem reyna aö rýna framtiðina á nokkuð raun- sæjan hátt og byggja bækur sin- ar aö mestu á þeirri veraldar- þekkingu sem nútimavisindi hafa fært okkur — og svo þeir sem láta allt slikt lönd og leið og einbeita sér að grænum hestum með frosklappir á Mars. Hvor hópurinn hefur nokkuð til sins ágætis og mætti vel minnast- á nokkra þeirra. Af þeim sem ekki láta þröng- sýni þekkingarinnar aftra hug- myndaflugi sinu, ber einna mest á Edgar Rice Burrough i hillum islenskra bókabúöa. Við flaust- urslega könnun á birgðum bókabúða kom i ljós aö fáanleg- ar eru flestar bækur Mars-bóka- flokksins, sem telur að minnsta kosti 11 rit og hefur eitt þeirra, prinsessan á Mars, komið út á islensku. Þá er eitthvað til af Venus-flokknum, en þessar bækur eiga það sameiginlegt að vera spennandi og nokkuð djarftækar til hugmynda, enda er höfundur trúr Tarsanhugsjón sinni og lætur hvergi hallast svo mjög á hetjur sinar að þær rétti ekki af á ný, þótt svo þær þurfi þá að beita aðgerðum sem ekki eru tiltækar venjulegum mönn- um. Af þeim sem þekkingar- bundnari eru i ritstörfum sln- um, mætti nefna allmarga. Fyrst ber þó að telja Isaac Asimov, sem er liklega hvað bestur allra höfunda visinda- skáldsagna. Hann lætur þó ekki nútimaþekkingu hamla sér um of, þvi hann skyggnir mann- kynssöguna nokkrar milljónir ára fram i timann, til þeirra alda þegar maðurinn hefur numið land I flestum sólkerfum vetrarbrautarinnar og enginn man lengur að uppspretta Homo Sapiens, sem þá verður reyndar löngu orðinn Homo Superior, eða jafnvel Homo Intelligent, var litil eyja i Atlantshafi reiki- stjörnunnar Jörð. Það sem Hk- lega flestir telja Asimov til ágætis er að hann skyldi geta af sér þristirni það sem nefnt er „The Foundation triologi”. Er þar um að ræ&a þrjár bækur sem fjálla um þróun mála eftir fáeinar litlar milljónir ára og verða þær að teljast með stærstu og dýrmætustu perlum visindaskáldsagnaheimsins. Þess utan hefur Asimov samið ótölulegan fjölda bóka og, þar á meöal verk sem hafa áunnið honum nafnbótina „faðir vél- mennanna”. Likast til hefur enginn maður fjallað eins mikið um vélmenni og hann. Þessu næst mætti nefna Ro- bert Heinlein, sem hefur margt gott gert. Helstu verk hans verður þó að telja nokkuð sam- timabundin, jafnvel þá sam- tlmaádeilur, þvi hannvirðist mikið fást við spurninguna: „Hvað skeður ef við höldum áfram á sömu braut?” Af verkum Heinleins mætti þá tilnefna „Stranger in a Strange world”, „I will fear no evil”, sem báðar verða að teljast snilldarverk, nú og svo feikn mikið af léttari framleiöslu. Brian Aldiss heitir þá einn, sem ekki er með öllu liðónýtur og má nefna til bók hans „The dark lightyears” svo eitthvað sé nefnt. Þá er ekki úr vegi að minnast á Arthur C. Clarke, sem mörgum islendingi er að góðu kunnur fyrir handrit sitt að myndinni „Space odyssey 2001”. Eftir hann liggur mikið af góðu gamni, sem hver einasti rétttrúaður framtiðárspekingur og FFH aðdáandi ætti að kynna sér nokkuð. Lengi mætti svo áfram telja, langt fram á næsta ár eða mgir, en verður þó látið staðar numið, enda þessu ekki ætlað hlutverk tæmandi greinargerðar. Ekki má þó svo við skilja aö ekki sé farið nokkrum orðum um John Wyndham, sem haldinn er þeirri sannegypsku ástriðu að hella i sifellu plágum yfir sak- laust mannfólkið, þótt svo hann sjálfur sé réttur og sléttur Breti. Bækur hans, svo sem „The kraken wakes” og „The day of the triffith”, hafa vakið óskipta athygli um viöa og breiða veröld. 1 verkum sinum opinberar hann sjálfan sig sem ákaflega bjart- sýnan svartsýnismann. Yfir hetjur hans, sem ávallt er mannkynið, dynja i sifellu hinar undarlegustu ofsóknarplágur sem leggja þjóöfélagsskipan i rúst, en yfirbuga þó aldrei mannsandann. Hann beitir fyrir sig ákaflega hvössum skilningi sinum á samtlmanum og eöli mannsins, hættir sér sjaldan út i hættulega draumóra og skilar i flestum tilvikum árangri, sem hver rithöfundur væri full- sæmdur af. Bækur hans eru vel þess virði að kynnast þeim og spásagnir og ábendingar eins og koma fyrir i, til dæmis, „Trouble with lychen”, eru hverjum manni hollar og upp- byggilegar, þvi Wyndham er ó- hræddur við að láta álit sitt á samborgurum sinum i ljós. Að lokum þykir svo skylt að benda á H.G. Wells, sem að llk- indum verður að teljast eins- konar faðir og frumherji vis- indaskáldsagnaritunar. Er þar einna merkilegast að finna hve mikið af spásögnum hans hafa þegar raungerst. Kafbátar, tunglflaugar og fleira, sem hann sá sér fyrir hugskotsjón- um fyrir mörgum og margvis- legum áratugum, hafa nú birst okkur á tivisjónum okkar og eru raunverulegri en svo að manni sé fullkomlega rótt. Ef spádóm- ar þeirra sem síðar hafa fengist við framtiðarihugun, reynast jafn nærri sanni, þá hygg ég mannkynið ætti að fara að at- huga sinn ganga af einhverri al- vöru. Siðan ekki meir um visinda- skáldskap. Nú, sitthvað fleira merkilegt má finna I þessum óþjóðlegu bókahillum sem, þótt furðulegt megi virðast, fengust ekki af- lagðar á þvi herrans feiknþjóð- lega hátiðarári 1974. Enda mætti llka teljast i hæsta máta undarlegt ef engin önnur þjóð en við íslendingar hefði getið af sér frambærilega — þó ekki væru nema þokkalega — rithöfunda. Mesti vandinn er, svona i alvöru talað — ekki sá að finna, heldur sá að velja úr. Þarna ægir sam- an slikum ofurmennum að manni verður næstum á að laumast aftur út, svo fljótt sem fæturnir geta borið mann, áður en upp kemst um andlegan skyrbjúg manns og hordinguls- eðli. Til þess að byrja einhvers- staðar mætti nefna jöfurinn John Steinbeck. Hann, Ernest Hemingway, William Faulkner og fleiri höfunda sem getið hafa sér sérstakt frægðarorð ætti að vera óþarfi að kynna nokkuð nánar. Nægir þar að benda á að nokkuð mikið er til af verkum þeirra nú, ef til vill sérstaklega af verkum Steinbecks. Af þeim höfundum sem nokk- uð minna eru þekktir hér, mætti nefna snillinga á borð við Saul Bellow, sem er næsta óviöjafn- anlegur. Bækur hans, svo sem „Dangling man”, Herzog” og „The victim”, hafa notið gifur- legra vinsælda, enda hljóta þær að teljast meö þvi besta sem út hefur veriðgefið.Allarfjalla þær um manninn i nútima samfé- lagi og baráttu hans við sjálfan sig og umhverfi sitt. Að öllum öðrum verkum hans ólöstuöum, mætti vel benda sérstaklega á „Dangling man”, sem kryfur tengsl manna við aðra og vopnahlé þeirra gagnvart sjálf- um sér til mergjar, á þann veg sem fáir rithöfundar rata. Annar þeirra sem íslenskir þýöendur og bókaútgefendur hafa kosið aö láta iiggja I þagn- argildi, er James Baldwin. Bók- salar eru þó fööurbetrungar að þessu leyti, þvi oftast nær má finna eitthvað af verkum hans á hillum þeirra sem versla meö erlendar bækur. Baldwin hefur getið sér gott orð sem skáld- sagnaritari og þá ekki siður fyrir smásögur sinar og leikrit. „Going to meet the man” er smásagnasafn og ekki verður sagt annaö en það gefi athyglis- verða — og á stundum óhugnan- lega — innsýn i heim banda- riska negrans. Raunar er sá heimur, svo til eingöngu, við- fangsefni Baldwins I verkum hans, hvort heldur þau koma fjöldanum fyrir sjónir i formi leikritunareða sagnagerðar. Og það er annað sem er sérkenni- legt I sambandi við James Bald- win nú, atriði sem að visu verð- ur ekki eignað honum sjálfum, en er þó vert að minnast á einu orði. Þannig er, að aldrei þessu vant hefur innkaupasamband bóksala brugðið við hart og pantað nýjustu bók hans innan þriggja ára frá útkomu hennar. „If Beale street could talk” nefnist hún og er ekki nóg með að hún sé þegar fáanleg, rétt fárra mánaða gömul, heldur reyndist hún llka vera innbund- in, en ekki i pappirskiljuformi. Þótt svo pappirskiljan þjóni hlutverki sinu með miklum ágætum og verðskuldi alls ekki þá undarlegu fyrirlitningu sem fávlsir íslendingar hafa oft sýnt henni, þá mætti vera töluvert meir um aö bækur kæmu einnig innbundnar. Nú. Þessu næst sakar ekki að benda á bækur Graham Greene, sem margar eru fáanlegar nú, þá má finna Voltaire og Moliere og jafnvel Camus og inn i einu horninu glimti á „Don Quixote” Cervantes, ekki allfjarri „The lord of the ring” og öðrum verk- um Tolkiens. Þá mætti vel lesa margt af verkum Aldousar Huxley, alveg sérstaklega bók- ina „Brave new world” sem er- indi á til flestra áhugamanna um bókmenntir. Hvernig myndi þér lika að búa i veröld, þar sem allt væri orðið með föstu sniði, þar sem allt væri útreiknanlegt og ekk- ert gæti komiö þér á óvart? Hvernig myndi þér lika að vera framleidd(ur) af þar til geröri tölvu, sem hefði ákveðið með nokkrum fyrirvara, hvers kyns þú ættir að vera, útlit þitt, per- sónueinkenni, starfshæfni, and- lega burði og annað það sem sameinast i mannlegri tilvist? Hvernig myndi þér lika að hafa með höndum starf, sem væri þér eðlislægt, að geta ekki skipt um starf, þvi þú værir haldinn meðfæddri andúð á öllum öðr- um störfum? Myndi þér líka það illa? Nei, I flestum tilvikum lik- ar fólki það vel. Það er, I það minnsta niðurstaða Aldousar Huxley, i bókinni Brave new world. Það eru undantekning- arnar, þeir sem hafa fengið of mikið eða of litið af einhverri af fósturmeðferðum tölvunnar, sem eru óánægðir. Hinir ganga i gegnum lifið, ánægðir og vissir i trú sinni á eigið mikilvægi og, ef svo skyldi vilja til að einhver efi læðist að, hverfa til innri sólar- landa með hjálp ofskynjunar- lyfjanna sem stjórnin úthlutar. Slík eru forlög efri stétta mannlegs samfélags, en hvað þá um verkamenn og aðrar lág- stéttir? Jú, það er ljótt fólk og ó- aðlaðandi á flestan máta. Slikt er enda nauðsynlegt, þó ekki væri nema til þess að koma i veg fyrir óheppilegan samdrátt milli stétta. Þeir eru lika heimskir og hafa innprentaða andúð, jafnvel hatur, á öllu þvi sem hægt væri að nefna mennt- un. Þeir vinna. Þeir vinna þau verk sem yfirstéttirnar hafa andúð á. Þeir vinna og þegar þeir hafa lokið dagsverki sinu, fá þeir daglegan skammt af of- skynjunarlyfjum, sem halda þeim i draumlöndum fram að næstu vakt. Allt fyrir öryggiö. Það er fórskrift veraldarinn- ar, i augum Huxleys og sjónar- mið hans ætti hvert mannsbarn aö kynna sér. Það gæti rétt hent sig að hann hefði eitthvaö til sins máls. Þá skal nokkrum oröum fariö um útgáfustarfsemi fyrirtækis nokkurs er Collins nefnist, enda þar um nokkuð merkilega út- gáfu að ræða. Þessir mætu menn hafa, fyrir utan útgáfu gagnmerkra orðabóka og vis- indarita, helgað starfskrafta sina miðlun helstu gimsteina heimsbókmenntanna meðal fá- visra manna. Fyrst má þar til nefna tvær heildarútgáfur, ann- ars vegar á verkum Williams Shakespears, en hins vegar á þvi sem Oscar Wilde afrekaði. Þar eru á ferðinni ódýrar útgáf- ur á þessum snilldarverkum, en þó I mjög þokkalegu bandi og vel að þeim staðið á allan hátt. Þá hefur Collins einnig látið frá sér fara bókaflokk einn, all- mikinn að vöxtum, sem þeir nefna „Collins classics”. Innan þess flokks er að finna marga af bestu rithöfundum veraldarsög- unnar, allt frá elstu sonnettu- skáldum breta, til þjóðfélags- ádeilna Dickens og framtiðar- spádóma H.G. Wells. Meðal annars merkisrita i þeim hópi, mætti til nefna útgáfu á verkum Edgars Allan Poe, sem gert hefur hrafninn ódauðlegan, en téð útgáfa mun fara nokkuð nærri þvi að vera tæmandi, að blaðaskrifum Poes undanskild- um. Þá hafa bækurnar i þessum flokk það einnig til sins ágætis, að þeim er fylgt úr hlaði með æviágripi hvers höfundar, en það er stærri kostur en gæti virst i fljótu bragði. Fyrir þá sem gaman hafa af leikritum, er einnig gert nokkuð þokka- lega. Fáanleg eru nú mörg af þekktustu verkum þeirra höf- unda sem ritað hafa fyrir svið og ber þar einna mest á nokkuð viðfeðmum útgáfuflokki frá Penguin. Þar er skartað Ibsen og Steinbeck, Arthur Miller og James Baldwin, að ógleymdum meistara Shakespeare, sem áður hefur verið minnst á. En það er fleira meöal mör- gæsanna, sem ekki siður á erindi til þeirra sem unna góð- um skáldskap. Penguin hefur sumsé tekið upp á þvi að gefa út ljóð þeirra skálda sem efst eru á baugi á þessarri öld. Nefnist bókaflokkur þessi „Penguins modern eouropeanpoets”og tel- ur hann vel yfir tvo tugi bóka. Einnig hefur sama forlag gefið út mikið af ljóðum annarra skálda, meðal annars ljóð is- raelska jöfra og fleiri þeirra sem forvitnilegir verða að telj- ast. Ekki má hverfa svo frá ljóða- bókum, að ekki sé minnst á þann mann sem hvað mest hefur hrifið ungt fólk i dag, með skáldskap sinum. Nefnist mað- ur sá Leonard Cohen, ljóðskáld, lagasmiður, rithöfundur og raulari. Gyðinglegur uppruni Cohens leynir sér ekki i verkum hans, sem flest eru dapurleg uppgjöf við sjálfan hann og um- hverfi hans meö enn dapur- legra bibliuivafi, sem fellur mjög vel að lifsviðhorfum þeirra sem veröldin ógnar hvað mest í dag. Auk ljóðabóka sinna, sem eru orðnar fimm talsins, hefur Cohen skrifað tvær skáldsögur, The Favorite Game, sem tekur uppvöxt og lifsviðhorf gyðingsins til með- ferðar, og Beautiful loosers, sem fjallar um sama efni, en á öllu ævintýralegri hátt. Varla leikur nokkur vafi á að siðari tima menn koma til með að telja Cohen með mestu skáldum tuttugustu aldarinnar, enda er hann ákaflega læsileg- ur. Þá ber loks að geta um fáeina austantjaldsrithöfunda, sem taka nokkurt rými á hillum verslananna. óskabarn vest- rænnar menningar, heimsmet- hafinn i sjálfsvorkunn og voli, Alexander Solxhenitsyn er þar að sjálfsögöu fremstur i fiokki. Margar af bókum hans hafa fengist hér undanfariö enda maðurinn um margt merkileg- ur. Þá er til eitthvað af Maxim Gorky og Dostoýevski, að ótöld- um öðrum meisturum, svo sem Tolstoy. Væri það þakkarvert, ef bóksalar sæju sér fært að kaupa inn meira af verkum þeirra manna sem byggja ógn- arlönd kommúnismans, þvi jafnvel þar má finna góðar bók- menntir. Það er undarleg árátta að kaupa helst ekki annað inn af bókum á norrænum tungumál- um, heldur en væmniþrungna og örvæntingarfyllandi konu- rómana (RAUÐSOKKUR, hvar eruð þið nú?) sem auðvitað eru ekki minna nauðsynlegir en annað, en mega ekki ráða rikj- um af harðstjórn. Eitthvað mun finnanlegt af bókum Hans Schefrig og svo Rifbjergs, en að öðru leyti verður að viðurkenn- ast að „Kærligheden hersker” og nóg um það. Þetta er þó, i raun og veru, ósanngjarn áfellisdómur, þvi að eitt hinna norrænu tungumála sker sig á- berandi úr, bæði h.vað bókaval snertir, svo og með allan frá- gang útgáfu. Það eru vinir okk- ar Færeyingar. Ekki virtist finnanlegur einn einasti róman á færeysku, ekki heldur ein ein- asta æsisaga eða Cristie, en verk Jacobsens og Djurhuus og meir að segja Njála og Heims- kringla og Salka Valka fást hér á færeysku og það i bandi og broti sem sómir sér vel i hillu og ekki siöur i hönd. Heiður sé Færeyingum. Og svo að lokum viðurkenning á stórri synd og nokkrar úrbætur þvi einum hóp rithöfunda var gleymt I umtali um enskar bæk- ur. Það eru rithöfundar svo sem Enver Carim, Wole Soyinka og Gabriel Ohara, sem undanfarið hafa vakið nokkuð mikla at- hygli. Þeir eru allir fulltrúar heims sem er að skapa sér sina bókmenntahefð á þessari öld. Heims sem flestir setja I sam- band við annað en góðbók- menntir. Þeir eru Afrikanar og eru, sem frumkvöðlar, verðir allrar athygli. Afrika er i þróun og þvi skyldi maður ætla að bók- menntir hennar séu það lika — sem og er, þótt svo þær séu byggðar á ævagömlum hefðum og siðum. Lýkur svo þessu bókaspjalli. Ekki er um auðugan garð aö gresja, með bókmenntir á þýsku máli á bókahillum verslana hér- lendis. Veldur það raunar nokk- * urri furðu, þar sem æði margir islendingar eru vel þokkalega læsir á það barbariska tungu- mál. Þá er finnanlegt eitthvað af verkum Thomasar Mann og svo Brechts — fyrir utan eitt- hvaðaf afþreyingabókmenntum sem hér verða ekki tíundaðar. Frönskulesandi fólk býr einnig við heldur rýran kost, en hafa þó hlotið nokkra leiðréttingu sið- ustu mánuði, þvi hafinn er inn- flutningur á ódýrri útgáfu franskra góðbókmennta þannig aö Beauvoir, Hugo, Camus og fleiri góðir menn raula loks sina frönsku á hillum bókaverslana hér. Af spönskum bókum fannst ekkert nú, sem gæti þá leynst einhversstaðar, og verður þvi snúið að frændþjóðum okkar, sem eiga töluvert af fulltrúum hér. HELGI SÆMUNDSSON SKRIFAR UM BÆKUR DOKTOR KRISTINN Frá Rauðasandi til Rússi- á. Dr. Kristinn Guð- mundsson fyrrum utan- rikisráðherra ogambassa- dor rifjar upp endur- minningar sínar. Gylfi Gröndal skráði. Setberg. Reykjavik 1974. Kristinn Guðmundsson fyrrum utanríkisráð- herra skaust inn í íslensk stjórnmál fyrir tuttugu árum eins og halastjarna. Hann varð utanríkisráð- herra sumarið 1953 og gegndi því embætti þrjú ár en hafði aldrei verið kosinn á þing þó mjóu munaði stundum. Krist- inn var hinsvegar lands- kunnur sem mennta- skólakennari og skatt- stjóri á Akureyri. Þjóð vissi að dr. Kristinn Guð- mundsson var gáfaður, , menntaður og mikilhæf ur maður þegar hann settist óvænt í tignarsæti utan- ríkisráðherra 1953 eins og fyrr greinir. Sú upphefð hans entist ekki nema út kjörtímabilið. Að því loknu varð dr. Kristinn ambassador, fyrst í Bret- landi og síðan í Sovétríkj- unum uns hann settist í helgan stein. Hann dvelst nú aldurhniginn í Reykja- vík en sést iðulega á ferli, mikill að vallarsýn, brosleitur, fróður og skemmtilegur. Dylst eng- um að þar fer ekki aðeins halur hærugrár heldur og svipríkur og eftirminni- legur sómakarl. Endurminningar dr. Kristins eru sérstæð bók. Hann reynir hvergi að teygja lopann í endur- minningum sínum. Dr. Kristinn stiklar á stóru og er harla varfærinn þó hann leyni enganveginn skoðunum sínum á mönn- um eða málefnum. Hins- vegar er honum i mun að segja skilmerkilega og skemmtilega frá. Bók hans er því stutt en lag- góð. Hún er persónusaga dr. Kristins Guðmunds- sonar og lýsir honum mætavel. Úrtak æviatriðanna sem dr. Kristinn gefur j lesendum kost á er senni- íega einhæft en því virð- ast gerð prýðileg skil. Uppruna sínum vestur á Rauðasandi lýsir hann fáum en skýrum dráttum svo úr verður ærin mynd. Sama gildir um nám hans í Reykjavík og Þýska- landi og störf þau er hann vann heima og erlendis að því loknu. Meginein- kenni bókarinnar telst kannski hvað dr. Kristinn er alltaf í góðu skapi. Lesandinn sér lörigum fyrir sér brosið hans breiða en verður aldrei var við að honum mislíki. Þess voru þó dæmi. Einu sinni man ég dr. Kristin reiðan frá því að hann var utanríkisráðherra. Þá varð eins og sól- myrkvi á andliti hans og þessi stóri og sterki garp- ur minnti helst á særðan björn sem rís upp í híði sinu og reiðir hramminn til höggs. Mannlýsingar eru margar snjallar í bók þessari en flestar hlið- stæðar enda einkum ætl- að að leggja rækt við að skilgreina álit og afstöðu dr. Kristins. Ályktana gætir þar hinsvegar ekki mikið því að dr. Kristinn virðist gera sér far um Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út i eftirtaldar götur Ránargata Bárugata Brekkustigur Seljavegur Stýrimannastigur Álfheimar Goðheimar Breiðagerði Sogavegur Steinagerði Vesturgata Mýrargata Nýlendugata Hafið samband við afgreiðslu blaðsins. Sími 14900 alþýðu la hófsemi og varfærni í þeim efnum. Samtfer því f jarri að hann sé haldinn einhverri minnimáttar- kennd. Hann tjáir þvert á móti stundum hug sinn allan þó ræða hans sé ekkert ,,kjaftamagn''. Störf utanríkisráðherra voru umdeild í valdatíð dr. Kristins. Hann rekur atburði og rifjar upp staðreyndir i því sam- bandi og er ekkert myrk- ur í máli. Þeim kaf ia bók- arinnar lýkur með þess- um orðum sem allir sæmilegir íslendingar ættu að geta tekið undir: „Hér þurfti að fjalla um flókið og viðkvæmt mál, en ég held, að tekist hafi furðanlega vel að leiða það til lykta. Hitt er svo annað mál, að ég taldi alltaf og tel enn neyðarbrauð að þurfa að hafa erlendan her hér á landi. Á þessum árum var kalda stríðið í algleymingi og viðsjár miklar með stórveldun- um tveimur, Rússum og Bandaríkjamönnum. Og þótt eitthvað hafi ef til vill hlýnað síðan, er víst enn allra veðra von. Við skulum samt óska þess af heilum hug, að þjóðum heimsins megi takast— hvenær sem það nú verður — að tryggja svo frið og alþjóðlegt ör- yggi, að ófriður verði úti- lokaður og engra her- varna þörf — hvorki hér né annarsstaðar”. Guð gæfi að valdhafar okkar í dag hugsuðu á þessa lund og breyttu samkvæmt því. Vandi Gylfa Gröndals hefur verið nokkur þegar hann rakti garnirnar úr dr. Kristni. Blaðamanns- reynsla hans veldur því að bók þessi er glögg og skýr þó hún reynist ekki stór í sniðum. Hún er og listrænnar gerðar líkt og Svo kvað Tómas sem mér hefur fundist í sérflokki íslenskra samtalsbóka þangað til ég las Frá Rauðasandi til Rússíá. Þegar dr. Kristinn af- henti Brezhnev allsherj- argoða rússa trúnaðar- bréf sitt sem ambassador var með honum Ingvi Ingvarsson, ,,en hann er hár maður vexti eins og ég", segir hinn aldni og vörpulegi greppur. „Eruð þið allir svona hávaxnir islendingar?" spurði Brezhnev. „Við erum taldir meðalmenn á ís- landi", svaraði dr. Krist- inn. Þá hló Brezhnev. Sá sem skilað hefur dagsverki dr. Krstins Guðmundssonar er sann- arlega enginn meðalmað- ur. Hann var það ekki á Rauðasandi, í Þýska- landi, á Akureyri, í Reykjavík, Lundúnum eða Moskvu og stendur enn vel fyrir sinu á Grettisgötunni. H.S. GEIR FuEblvJ HEIL PUNSSKAL OfeEITT IÁAL KERKT IN/OA - HVAO ÆTLAST HANN TIL ? 0 Laugardagur 28. desember 1974. Laugardagur 28. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.