Alþýðublaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19, sími 28800
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900
Prentun: Blaðaprent
BLINDUR LEIDIR BLINDAN
Fyrstu fjárlög ihaldsstjórnarinnar voru af-
greidd endanlega af Alþingi laugardaginn fyrir
jólin. Þau bera svipmót þeirrar rikisstjórnar,
sem að þeim stóð. Engin tilraun er til þess gerð
að hafa f járlögin i eðlilegu samhengi við ástand-
ið i þjóðfélaginu. A sama tima og efnahagsá-
standið kreppir svo að hinum almenna launþega
i landinu, að hann á fullt i fangi með að hafa i sig
og á er fjárlagaboginn spenntur til hins ýtrasta.
Og það er ekki gert þannig, að reynt sé að auka
framkvæmdir rikisins en skera niður rekstar-
gjöld þess — hina almennu eyðslu. Þveröfugt er
að farið. Framkvæmdirnar eru skornar niður
við trog, en rekstargjöldin belgd út. Eyðslu-
stefnan er leidd til öndvegis, en skynsamlegum
framkvæmdum ýtt til hliðar. Þannig auka f jár-
lögin enn á spennuna i efnahagsmálum og i
þeim kemur fram verðbólgustefna ihalds-
stjórnarinnar, sem einkennist m.a. af þvi, að
fjármunum þjóðarinnar er beint i miður æski-
lega farvegi — bróðúrparturinn látinn renna
beinustu leiðina i eyðsluhitina, sem ekkert skil-
ur eftir sig. Þannig verða hin miklu útgjöld fjár-
laganna ekki til þess að bæta stöðu þjóðarinnar,
þau verða ekki til þess að treysta undirstöður
atvinnulifsins i landinu og þvi síður til þess að
draga úr þeirri efnahagsspennu, sem er vatn á
myllu verðbólguhjólsins. Þvert á móti eru þau
fyrirboði þess, að ihaldsstjórnin mun ekki ráða
við vandamál efnahagslifsins i landinu og er
staðráðin i þvi að mæta þeim vanda með þeim
einu „úrræðum” sem hún til þessarar stundar
hefur sýnt — þ.e.a.s. með þvi að leggja allar
byrðar vafningalaust á bök launafólksins i land-
inu gersamlega án tillits til greiðslugetu þess.
Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar — stjórn
ihaldsaflanna — hefur nú fengið góðan tima til
þess að móta heildarstefnu i efnahagsmálum og
sjaldan hefur meiri þörf verið á þvi, að slik
stefna væri mótuð en einmitt nú. Eitt veiga-
mesta atriðið i mótun slikrar heildarstefnu er
einmitt fjárlagagerðin. Þau má að verulegu
leyti skoða sem einskonar yfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar um eftir hvaða meginlinum hún
hyggst starfa og eiga vitaskuld að vera i nánu
samhengi við aðrar aðgerðir rikisstjórnarinnar
í fjármálum og peningamálum. En engar slikar
linur hefur ihaldsstjórnin lagt. Allar aðgerðir
hennar eru eins og þær væru tindar upp úr tiu
pokum. Og svo afsakar fjármálaráðherrann sig
með þvi, að ekki hafi unnist nægur timi til þess
að ganga frá almennri stefnumótun i efnahags-
málum áður en hann gekk frá fjárlögunum.
Vinnubrögðin við fjárlagagerðina bera þess
ljósastan vott, hvernig að þessu mikilvæga máli
var staðið. Mjög seint var farið af stað með
undirbúningsvinnu fjárlagagerðarinnar og
mörg dæmi voru þess, að undir lokin væri erind-
um um fjárveitingar kastað inn á borð fjárveit-
inganefndar og þau afgreidd þaðan án þess að
nokkur greinargerð fylgdi. Meirihluti fjárveit-
inganefndar var þar sem sé að afgreiða út-
gjaldabeiðnir án þess að hafa hugmynd um hvað
með þvi væri verið að framkvæma. Starfið var
einfaldlega unnið eftir þeirri reglu að láta ekki
vinstri höndina vita, hvað sú hægri væri að gera.
Og eftir þvi boðorði virðist ihaldsstjórnin ætla
að starfa. Þar leiða stjórnarflokkarnir hvorn
annan likt og blindur leiði blindan og svo er for-
sjóninni látið það eftir, hvort þeir ramba á rétta
veginn.
lalþýðul
ÁGÚST EINARSSON SKRIFAR
.ML FRÁ hamborg
Framhjáhald og útflutningur
Kálfarnir i sveitinni eru alltaf
fjörugastir á vorin.þegar þeim
er hleypt út i fyrsta sinn. Það
sama gildir um hugmyndafræð-
inga stjórnmálaflokka, nema
haustin virðast vera þeirra vor.
Alþýðubandalagið reyndi fyr-
ir skömmu að koma sér upp
hugmyndafræði, sem ekki væri
þýdd að utan, eins og Þjóðvilj-
inn orðaði það.
Eitthvað hefur saipt slegið
saman hjá þeim, úr þvi að Adda
Bára sá allar stefnur i sinum
flokki eftir landsfundinn.
Ætli það sé bara ekki auðveld-
ast fyrir Alþýðubandalagið að
gera og segja það sama og vin-
irnir fyrir austan tjald. Það er
ómögulegt að hugsa þetta allt
upp á nýtt, einungis til að ná at-
kvæðum frá Alþýðuflokknum.
Það er sagt, að ekki sé alltaf
auðvelt að halda framhjá. Al-
þýðubandalagið virðist eiga ein-
staklega erfitt með að gleyma
fornum ástum, enda er fram-
hjáhaldið aðeins i orði en ekki á
borði. Það minnir mig á
ákveðna bari i St. Pauli i Ham-
borg, þegar vonsviknir eigin-
menn koma klukkan 4 um nótt-
ina og trúa hverjum, sem heyra
vill, fyrir þvi, að þeir séu búnir
að fá nóg af konunni, og ætli nú
að fá sér kvenmann, sem vissu-
lega er auövelt og tiltölulega
ódýrt i þessu frægasta
skemmtihverfi heims. Venju-
lega láta þeir samt nægja að
drekka nokkra litra af bjór og
fara svo aftur heim.
Það getur vel verið, að Al-
þýðubandalagið nái nokkrum
atkvæðum vegna tungumýktar
sinnar, en ekki breytast hin
raunverulegu markmið Marx-
ista-Leninista eða kommúnista,
þótt á þau sé reynt að slá slikju.
Það eru ekki bara hugmynda-
fræðingar Alþýðubandalagsins,
sem bregða á leik á haustin.
Sjálfstæðismenn hafa greini-
lega tekið fjörkipp, þegar þeir
komust aftur i stjórn.
Það er auðveldara að sýna sitt
rétta andlit, þegar haldið er um
stjórnartaumana, heldur en i
stjórnarandstöðu.
Það er nauðsynlegt fyrir jafn
stóran flokk og Sjálfstæðisflokk-
inn að lofa öllum stéttum ein-
hverju.þegar flokkurinn er i
stjórnarandstöðu.
Þegar reikningarnir eru gerð-
ir upp, þá er það ekki nema ein
stétt, sem nýtur áhrifa Sjálf-
stæðisflokksins, og það er
verzlunarstéttin.
Kjósendur eiga oft erfitt með
að gera sér grein fyrir, að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé fyrst og
fremst flokkur verzlunarinnar,
enda er fylgi flokksins mun
meira en ætti að vera, ef aðeins
væri miðað við markmið og sér-
staklega við framkvæmdir
þeirra.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa
verið ófeimnir siðustumánuðiað
koma kröfum sinum á framfæri.
Rauði þráðurinn i tillögum
þeirra er að hverfa aftur til hins
frumkapitaliska þjóðfélags.
Einkennilegar hugmyndir, en
sjálfsagt hægt að afsaka þær
með vanþekkingu og barna-
skap.
öllu meira mark verður að
taka á yfirlýsingum forystu-
manna Sjálfstæðisflokksins.
Þar er gróðahyggjan einnig
höfð i hávegum, og verzluninni
gefið undir fótinn með að af-
nema verðlagseftirlit, án þess
að segja nokkuð um það, hvers
vegna kaupmenn og aðrir at-
vinnurekendur eigi að bera
meira úr býtum.
Það vita flestir nema auðvitað
Alþýðubandalagsmenn, að
ágóði er nauðsynlegur fyrir
fjárfestingar. Það ætti þó að
vera ljóst, að auknar fjárfest-
ingar eru það siðasta, sem vant-
ar i islenska efnahagskerfið um
þessar mundir, sist af öllu innan
verslunarinnar.
Það ætti að vekja menn til
umhugsunar, þegar verkamaö-
ur við höfnina segir i viðtali við
Alþýðublaðið, að meðalaldur
vinnufélaga hans sé yfir 60 ár.
Ef farið er i frystihús Reykja-
vikur, þá sjást fáar ungar stúlk-
ur við vinnu.
Hvar eru erfingjar landsins?
Hægt er að fara inn á skrif-
stofu þjónustufyrirtækja. Þar er
nóg af ungu fólici. t háskólum er
lika mikill fjöldi bundinn við
misjafnlega þýðingarmikið
nám.
Þessar hugleiðingar um dreif-
ingu vinnuaflsins eru ekki at-
vinnurógur um hina bráðnauð-
synlegu þjónustu, eins og við-
komandi aðilar myndu sjálfsagt
orða það.
Það getur orðið mjög erfitt að
lifa á tslandi, ef viðskiptin við
útlönd verða jafn óhagstæð og
verið hefur.
Það er merkilegt, að það eina,
sem núverandi rikisstjórn sér,
er að hugsa vel um fjárhag
rikisins. Allar ráðstafanir rikis-
stjórnarinnar miðast við að
halda sinu eigin bókhaldi i lagi.
Fjárlögin eru stórhækkuð og
farið er með þau og rikisbók-
haldið eins og heilaga kú, sem
gefi rekstur þjóðarbúsins til
kynna. Þó er viðskiptajöfnuður
við útlönd okkur mikilvægari
heldur en yfirlýsingar ráðherra
um fjárlög.
Það er einfalt reikningsdæmi,
að við verðum að afla gjaldeyris
til að borga innflutning. Mis-
muninn á undanförnum árum
höfum við fengið lánaðan, en
það eru takmörk á lánstrausti
okkar, eins og dr. Jóhannes
Nordal hefur reyndar bent á.
Siðustu tölur um viðskifta-
jöfnuðinn voru ógnvekjandi, og
það er eins og rikisstjórnin geri
sér enga grein fyrir framhald-
inu.
Hallinn á viðskiftajöfnuðinum
árið 1973 var 2,6 milljarðar, en
verður 1974 12,4 milljarðar.
Oliuhækkunin á þessu ári hefur i
Framhald á bls. 4
FLUGELDAR
ÚRVALIÐ ALDREIFJGLBREYTTARA
FALLHLÍFARRAKETTUR
Skiparakettur
TUNGLFLAUGAR
ELDFLAUGAR
STJÖRNURAKETTUR
JOKERSTJÖRNU-
ÞEYTARAR
Skipablys,
rauð og blá
JOKERBLYS
BENGALBLYS
RÓMÖNSK BLYS
FALLHLÍFARBLYS
GULL OG SILFURREGN
STJÖRNUBLYS,
tvær stærðir.
SÓLIR - STJÖRNUGOS - BENGALELDSPÝTUR, rauðar, grænar.
VAX-ÚTIHANÐBLYS, loga 1/2 tíma - VAX-GARÐBLYS, loga 2 tíma.
- HENTUG FYRIR UNGLINGA. -
3BÖ2Í.1DÖ okaiuiQiaQQaLa a?
Ánanaustum, Slmi 28855
Hafnarstræti 15. Slmi 14605
— ALLTAF NÆG BÍLASTÆÐI —
Laugardagur 28. desember 1974.
©