Alþýðublaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 3
VILL VEROA
ÍSLEHSKUR DOKTOR
1 LÉNHARÐUR
UM PÁSKA
! , ,, Reynt er að stef na að dví, að unnt verði að 5ýna ,,Lénharð fógeta", oegar líður að páskumr sagði Jón Þórarinsson, forstöðumaður lista- og skemmtideildar sjón- varpsins, í viðtali við :réttamann Alþýðu- slaðsins. Eins og áður hefur komið fram, var upphaf lega stefnt að því að hafa Lénharð á skjánum nú um hátíð- arnar en að sögn Jóns hefur því miður ekki verið hægt að vinna sleitulaust að frágangi myndarinnar, en vonast væri til þess, að leikritið yrði búiðtil sýningar um páskana.
Mynd þessi sýnir væntanlegan miöbæ Garöahrepps. Skipulag þar
verður með öðrum hætti en tiðkast hefur hér á landi. Athafna- og
þjónustusvæðið verður afmarkað og lokað allri bilumferð. Frá bila-
stæðum á að ganga inn á yfirbyggðar göngugötur. Aðkomuleiðir
með vorur verða á hæð þar fyrir neðan. Stefnt er að þvi, að lóðir
verði byggingarhæfar þar á þessu ári og er þegar hafin bygging
fyrsta hússins, safnaðarheimilis. Verkið er unnið á Teiknistofunni
Garðastræti 17, undir stjórn Gests Olafssonar og Pálmars ólasonar
Auglýsing um námsstyrki til læknanema
gegn skuldbindingu um læknaþjónustu í héraöi
Samkvæmt reglugerð um námsstyrki til
læknanema gegn skuldbindingu um lækn-
isþjónustu i héraði, nr. 130 25. mai 1972,
verða veittir námsstyrkir að fjárhæð kr.
200 þúsund til allt að 10 læknanema á árinu
1975.
Sá, sem slikan styrk fær, skal vera skuld-
bundinn til að gegna læknisþjónustu i hér-
aði að loknu námi, samkvæmt nánari
ákvæðum reglugerðarinnar og samningi
við heilbrigðisráðuneytið.
Umsóknir sendist landlækni fyrir 15. janú-
ar 1975.
Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu og
skrifstofu landlæknis.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
28. des. 1974.
,,Ég á i fórum minum heilmikil gögn
um sögu utanríkisverslunar Islands, sem
ég ætlaði til doktorsritgerðar við Háskóla
islands. Svo varð það verk að vikja fyrir
samningu bókarinnar um alþjóðabanka-
viðskipti og fjármál. Þegar sú bók loksins
kom út, var henni svo vel tekið, að mér
datt i hug að kannski mætti ég nota hana
til doktorsvarnar á íslandi, ekki hvað sist
eftir að ég las um danskan mann, sem
varði doktorsritgerð við Háskóla Islands,
þó ritgerðin fjallaði á engan hátt um Is-
lenskt málefni. Og nú er ég að vona, að ég
fái að verja þessa bók mina við viðskipta-
deild Háskóla íslands og verða, ef vel
tekst til, fyrsti doktorinn við þá deild.”
bað er bandariski hagfræðingurinn og
Islandsvinurinn Robert Fraser, sem svo
mælir i viðtali við Alþýðublaðið.
Fraser kom fyrst til Islands 1958 og hef-
ur siðan gist okkur nær hvert ár. Hann er
kvæntur islenskri konu, Hrefnu Kristjáns-
dóttur. Hann starfar hjá bandarisku flug-
málastjórninni I Washington og er nú að
vinna að samantekt um útflutning með
flugi fyrir bandarikjastjórn.
Bókin, sem Fraser langar til að verða
íslenskur doktor út á fjallar sem fyrr seg-
ir um alþjóðabankamál og fjármálaheim-
inn, en þau fræði kennir Fraser einmitt
við bankaskóla þann, sem samtök banda-
risku bankanna reka. Bók þessi hefur
hlotið mikið lof og góðar undirtektir um
öll Bandarikin og viða um heim, þvi að
sögn kunnugra er þarna ekki aðeins unv
að ræða bók fyrir byrjendur i bankastarf-
inu, heldur og itarlega handbók fyrir þá,
sem þegar eru að störfum I bankakerfinu,
og alla þá, sem starfs sins vegna þurfa á
sem gleggstum upplýsingum að halda um
hin flóknu fjármálafræði nútimans.
Af þeim undirtektum, sem málaleitan
hans hefur fengið, kvaðst Fraser vongóð-
ur um að hann fengi að verja framan-
greint rit sitt við Háskóla Islands, enda
þótt þeir Islensku bankar, sem bókin hef-
ur verið kynnt, væru meðal fárra fjár-
málastofnana i heiminum, sem ekki hafa
tryggt sér eintök af bókinni.
„Það er ekki nóg með að
húsið verði svart af sóti heldur
er mjöl og lýsislykt yfirþyrm-
andi i ibúðunum”, sagði Sig-
urður Guðmundsson, einn af
ibúum hússins að Grandavegi
39, i viðtali við Alþýðublaðið i
gær, en reykur frá húsi Lýsis
h.f. og Fóðurblöndunnar h.f.
varð þess valdandi að
Grandavegur 39 varð svartur
nú skömmu fyrir jól og er enn
mjög skellóttur.
„Þetta hefur oft komið fyrir
áður”, sagði Sigurður enn-
fremur, „en nú keyrði þó um
þverbak. Húsið varð alsvart,
gluggar og veggir jafnt. Þessi
reykháfur sem á verksmiðj-
unni er, gerir ekkert gagn,
enda ekki nema stubbur — rétt
i kaffibrúsahæð á þakinu. Við
höfum ekki reynt að kvarta til
forráðamanna þessara fyrir-
tækja nú, heldur köllum á lög-
reglu og þeir kváðust ætla að
gefa skýrslu um þetta. Það
var hérna fyrir nokkru, að bif-
reið varð alsvört af reyk frá
þeim, en þegar kvartað var
við forráðamenn fyrirtækj-
anna voru svörin skilaboð um
að þvo bilinn.”
Skýrsla lögreglunnar um
mál þetta var i gær komin til
Sakadóms, en ekki ljóst
hverja meðferð hún myndi fá.
Þannig liggur mengunin frá verksmiðjunum enn á húsi og bll að
Grandavegi 39.
Eigum viö aö
trúlofa okkur?
þessi auglýsing er ætluð
ástföngnu fólki úti á landi.
Kaeru •Iskcndur! Það er nú, sem við i Gutli og Sillri gelum gert ykkur það kteifl
að hrlngtrúlofast innan nokkurra daga, hvar sem þið eruð stödd á landinu.
1. Hringið eða skrifið eftir okkar fjólbreytta myndalista sem innlheldureitt falleg-
asfa úrval trúlofunarhringa sem vo! er á og vcrður sendur ykkur innan klukkust.
2. Með myndalistanum fylgir spwld, gatað i ýmsum stærðum. Hvert gat er núm-
erað og með þvi að stinga baugfingri i það gat sem hann passar i, finnið þið
róttu stsrð hringanna sem þið aitlið að panta.
3. Þegar þið hafið valið ykkur hringa eflir myndalislanum skuluð þið skrifa
niður númerið á þeim, ásami slærðarnúmerunum og hringja til okkar og við
sendum ykkur hringana strax i póstkröfu.
Meö beztu kveðjum,
dull 00 ^tlíur
Laugavegi 35 - Reykjavik - Sími 20620
Laugardagur 28. desember 1974.
o