Alþýðublaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 8
Sjónvarps
leikurinn
t dag býður sjónvarpið okkur
uppá leik W,B.A. og Aston Villa
i 2. deild sem leikinn var um
siðustu helgi.
Leikið var á heimavelli West
Brom The Hawthorns. Bæði eru
liðin ofarlega i 2. deild og ætluðu
að sér að ná sigri i leiknum hvað
sem það kostaði.
Markvörður Aston Villa
Jimmy Oumbes mun
áreiðanlega muna lengi eftir
þessum leik. Hann lék áður sem
markvörður hjá West Brom, en
var seldur þaðan til Villa.
Cumbes urðu á alvarleg mistök
i leiknum þegar hann mis-
reiknaði fyrirgjöf frá Villy
Johnstone sem áður gerði garð-
inn frægan hjá Glaskow
Rangers. En hann lék nú með
eftir að hafa verið i banni i 3 vik-
ur.
bá verður sýnd mynd frá leik
Chelsea og West Ham, eða leik
Manc. City og Wolves.
Liðin sem leika i dag eru
þannig skipuð og einkanir þær
sem leikmennirnir fengu hjá
einu af ensku blöðunum:
W.B.A. Osborne 6, Nisbet 9,
Wile 7, Rushbury 8, Thomson 7,
Glover 6, Hughs 7, Cantello 6.
Shaw, 7. Mayo 7, Johnston 8.
Aston Villa.Cumbes 4, Robson
5, Nicholl 5, Ross 8, Aitken 6,
Garrodus 5, Philips 6, Greydon
6, Campell 5, Little 5, Hamilton
4.
Volkswageneigendur
Mikilvægir leikir í
2. deild um helgina
Þa halda KR-ingar til Akureyrar
og leika við Þór og KA
Um helgina verður leikið á
Akureyri i Islandsmótinu i hand-
knattleik, þá halda KR-ingar
norður bæði með karla og
kvennaflokk sinn.
I dag leika KR og Þór 2. deild
karla og 1. deild kvenna, en á
morgun leika KR-ingar við KA i 2.
deild karla.
Leikirnir i 2. deild eru mjög
mikilvægir fyrir KR og tapi þeir
leikjunum nyrðra má heita að
þeir séu ekki lengur með i barátt-
unni við að vinna sætið i 1. deild.
Þór og KA eru einu liðin i 2.
deild sem ekki hafa tapað leik og
sigruðu KR-ingar i leikjum sinum
um helgina hefðu þeir með þvi
opnað deildina upp á gátt. En þar
er barist á tveim vigstöðvum, 4
efstu liðin eiga öll möguleika á
sigri, en 4 neðstu eru aftur á móti
Öll i mikilli fallhættu en þar er
staða Fylkis og Stjörnunnar verst
þessa stundina.
Þá er leikur Þórs og KR i 1.
deild kvenna ekki siður mikilvæg-
ur, þvi bæði eru liðin i fallhættu og
munu örugglega leggja mikið
kapp á að sigra i leiknum.
Einn leikur var leikinn i 2. deild
fyrir jól og sigraði þá UBK —
Fylkir nokkuð óvænt 27-18.
Staðan i deildinni er nú þessi.
KA 5 5 0 0 126:90 10
Þór 3 3 0 0 69:47 6
Þróttur 4 3 0 1 97:70 6
KR 3 2 0 1 51:48 4
IBK 3 1 0 2 48:57 2
UBK 3 1 0 2 60:68 2
Stjarnan 4 0 0 4 76:106 0
Fylkir 5 0 0 5 77:118 0
FRÁ LAGANEFND AFR
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
Laganefnd Alþýðuflokksfélags Reykjavlkur auglýsir hér
með eftir tillögum til breytinga á iögum félagsins.
Tillögur skulu berast nefndinni á skrifstofu Alþýðuflokks-
ins eigi siðar en 31. desember 1974.
Skulu tillögurnar vera skriflegar og greinilega merktar
tillöguhöfundi, sem sé löglegur félagi I Alþýðuflokksfélagi
Reykjavikur.
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur.
íþróttablaðið
með jólasvip
Það er jólasvipur á Iþrótta-
blaðinu, 5.-6. tölublaði, sem
komið er út. A forsiðu er jóla-
sveinn i litaskrúði að velja sér
hentug skiði.
Efni blaðsins er fjölbreytt
að vanda. Atli Steinarsson
ræðir við þá Clausen-bræður,
Hauk og örn, sem á sinum
tima voru meðal frægustu
iþróttamanna Evrópu. FH er
að þessu sinni félagið i sviðs-
ljósi, rætt er við eiginkonur
KR-inga, sem lagt hafa mönn-
um sinum gott lið i félags-
starfinu, verslanir, sem selja
sportvöru eru heimsóttar,
greinar eru um spjótkastara-
hjónin Lusis og Elviru
Ozolinu, og um skoska prest-
inn, sem brá sér úr prests-
hempunni til að vinna 400
metra hlaup á Olympiuleikum
Fjöldi margt annað er i
blaðinu, sem oflangt yrði upp
að telja. Blaðið er 56 siður að
stærð, og nokkrar litmyndir
prýða blaðið.
Hjálparsveitir skáta um land allt,
standa nú fyrir flugeldamörkuöum.
Hvergi er meira úrval!
FLUGELDAR, BLYS, STJÖRNULJÖS, GOS.
SÖLIRO. M. FL.
ÚtsölustaÓir:
Flugeldamarkaöir eru undirstaða
reksturs Hjálparsveitanna.
Við hvetjum því fólk til að
verzla eingöngu við okkur.
Reykjavík
Kópavogur
Akureyri
Garðahreppur
Njarðvík
Blönduós
ísafjörður
Vestmannaeyjar
O
Laugardagur 28. desember 1974.