Alþýðublaðið - 23.01.1975, Síða 6

Alþýðublaðið - 23.01.1975, Síða 6
Dr. Gunnlaugur Þórðarson. hrl.: Gjöfin, sem ekki var gefm.......... ForfeBur okkar fluttu hingað út meB sér menningar arfleifB sina, sem m.a. var fólgin i skáldskap og listum, fornri trú og siBalög- máli, en kjarni þessa siðalögmáls kemur fram i hinum óviðjafnan- legu spakyrðum Hávamála. Þegar forfeður okkar höfðu komiðsér vel fyrir i landinu, varð ein þörf öðrum æðri, en það var nauðsyn hinnar ungu þjóðar til þess að setja sér lög. Segja má, að hver og einn hafi samþykkt að gangast undir þetta vald, sem lögin voru. Með öðrum þjóðum Norðurálfu var það ekki þjóðin sjálf eða almenningur i landi hverju, sem setti sér lög, heldur var það einungis á valdi þjóðhöfðingja. Þetta fyrirbæri, sem hér átti sér stað var fáheyrt og þess vegna er talað um Islend- inga af furðu i þau fáu skipti, sem þeir eru nefndir á nafn i ritum annarra þjóða Evrópu á þeim timum. Til'eru fornar heimildir þýskar, frá þvi um 1180, þar sem sagt er frá undarlegri þjóð i Norður-Atlantshafi, sem hefði engan konung en aðeins lögin. En einmitt þetta þjóðveldi án kon- ungs stóð i 332 ár. Þjóð án kon- ungs þótti þá óhugsandi. Að sjálf- sögðu voru þeir, sem settu íslend- ingum lögin, fyrirmenn með þjóð sinni, fremstir meðal jafningja, en á vissan hátt höfðu þeir valdið frá þjóðinni, valdið kom að neðan. Þvi má með sanni segja, að vagga lýðræðis hafi staðið á bökkum öxarár, þar sem Alþingi var háð. Fyrsta stjórnarskráin Lögin, sem þjóðin setti sér, jafngilda að sumu leyti stjórnar skrá þjóðveldisins, einkum þau sem sett voru fyrst og fremst til þess að tryggja frelsi og réttindi þegnanna, en slik ákvæði eru sameiginleg öllum stjórnarskrám heims. Nýverið hef ég hér i út- varpi vikið að nokkrum merkustu ákvæðum i þessa átt, og skal það ekki endurtekið, en sannarlega hefðu þau ákvæði átt heima i stjórnarskrá hins endurreista lýðveldis. Þvi skal ekki neitað, að sum ákvæði þessara fornu laga voru slik, að þau eru blöskranleg nútimafólki, t.d. það, hvernig leika mátti menn, sem ekki áttu sér fast aðsetur. Einmitt þetta fólk, sem ekki undi sér við búskap eða á einum og sama staðnum alla sina ævi var ef til vill sumt rjómi þjóðarinnar, listamenn og menn andans. Þó skal áréttað, að ákvæði um jafnan rétt fólksins til landsins, a.m.k. til þess hluta landsins, sem ekki taldist til lög- býla, er hornsteinninn að frum- burðarrétti þjóðarinnar og verður ekki frá henni tekinn. 1 þessum ákvæðum felast meðfædd réttindi hvers einastá landsmanns frá landnámstið og eru hinn raun- verulegi grundvöllur og stjórnar- skrárinnar. Vald og virðing löggjafarsam- komunnar, Alþingis, sést e.t.v. best á þvi, hvernig þjóðinni tókst með lögum á friðsamlegan hátt aö breyta um trúarbrögð og siðu árið 1000. Árið 1118 voru lögin og þar með fyrsta stjórnarskrá íslands fyrst færð i letur að Breiðabólstað i Húnaþingi og i tilefni af 1100 ára búsetu þjóðarinnar i landinu á sl. sumri var að tilhlutan Lög- mannafélags Islands reistur þar minnisvarði um þann atburð. Af framansögðu má vera ljóst, að eitt það fyrsta, sem þjóðin gerði, var I raun réttri að setja sjálfri sér stjórnarskrá. Seinni stjórnarskráin Eftir að Islendingar komu und- ir Noregskonunga, var það eitt fyrsta verk konungs að gefa þeim nýja stjórnarskrá, fyrst með drögum að lögum i Járnsiðu og siðan með Jónsbók 1281 sem Al- þingi samþykkti. óhætt mun að fullyrða, að ákvæði þessara lög- bóka hafi að stofni til verið endur- tekning hinna fornu laga. Sum þeirra merku ákvæða eru enn i gildi, en hætt er við, að hinn forni Fyrri hluti grundvöllur islensks þjóðfélags þurrkist út, ef svo heldur sem nú horfir. Með nýrri löggjöf, sem e.t.v. er engu betri en sú forna, er stundum verið að afnema margra alda gamlan lagabókstaf, nú sið- ast hin merku ákvæði Jónsbókar um fjármörk. Það má viður- kenna, að nauðsyn hafi borið til að auka við þau ákvæði og breyta og það var einfalt. Það hefði verið gaman að sjá þingskjal svohljóð- andi: Frumvarp til laga um við- auka við og breytingu á 47. kafla landleigubálks Jónsbókarfrá 1281 um mark á fénaði. En hvað sem þessu liður hafa mörg og merk lagaákvæði komið frá Alþingi Is- lendinga. Þannig urðum við Is- lendingar einna fyrstir þjóða til, að veita konum kosningarétt. Fyrir um 55 árum fylgdum við fast á eftir Norðmönnum i þvi að veita óskilgetnum börnum erfða- rétt. (Hin frægu „Castberglög” ullu hneykslun um alla Norður- álfu). íslendinga var fyrsta löggjaf- arstofnunin, sem afnam dauða- refsingu. Gildandi löggjöf um fóstureyðingar er elsta þjóðarlög- gjöf um það efni, og þætti mér illa farið, ef þeirri löggjöf yrði varpað fyrir róða fyrir smávægileg frá- vik, sem einfalt væri að lögleiða sem breytingar við þau lög, án þess að þessi fyrstu lög heims um fóstureyðingar verði numin úr gildi. Þess má geta að þessi gömlu lög frá 1935 ganga allt að þvi eins langt i frjálsræðisátt og nýjasta löggjöf Svia um sama efni, það er aðallega á fram- kvæmd löggjafarinnar, sem allt hefur oltið, og þar hefur vissrar i- haldssemi gætt. Danska stjórnar- skráin blifur Svo sem fyrr var sagt, hefur sú tilhneiging virst rikjandi á Al- þingi að þurrka út að þarflitlu eldri löggjöf. I einu efni hefur Al- þingi þó verið furðu fastheldið, en það er gagnvart stjórnarskránni, sem er þó danskt verk og dönsk eftiröpun. Svo til hver einasta ríkisstjórn, sem setið hefur að völdum frá þvi að lýðveldið var stofnað, hefur þó heitið þjóðinni nýrri stjórnarskrá. Það er eins og samviska forustu- manna okkar vakni við myndun nýrrar rikisstjórnar og sofni svo á stjórnartímanum. Þegar minnst var 1000 ára byggðar i landinu ár- ið 1874, gaf konungur islensku þjóðinni nýja stjórnarskrá. Arið eftir að Island varð fullvalda 1919 fékk þaö nýja stjórnarskrá, að miklu leyti byggða á gömlu stjórnarskránni frá 1874, en að öðru leyti frábrugðna, aðallega varðandi skipun Alþingis og með- ferð mála. En árið 1944, þegar lýðveldið var endurreist og þjóðin fékk nýja stjórnarskrá, var hún að mestu óbreytt frá fyrri tið, nema hvað forseti kom i stað kon- ungs. Sem sagt: Lýðveldið tsland býr enn við danska stjórnarskrá að verulegu leyti. Auðvitað má halda þvi fram, að stjórnarskrá lands skipti ekki höfuðmáli, aðalatriðið sé, að þeir, sem eru i forustuliði þjóðar vinni á grundvelli siðgæðis og heiðar- leika. Bókstafur stjórnarskrár- innar sé I sjálfu sér ekkert aðalat- riði. I þvi sambandi má minnast þess, að vart er unnt að segja, að Bretar hafi eiginlega stjórnar- skrá. Breytni forustumanna þeirra byggist á þvi, sem þykir samræmast góðu siðferði og heið- arleika, og þrátt fyrir þetta stjómarskrárleysi Breta, er lýð- ræðið hvergi i meiri hávegum haft, að þvi er talið er, ein einmitt þar. Þá má á hinn bóginn minnast þess, að öll Suður-Ameriku-rikin hafa mjög fullkomnar stjórnar- skrár svo og Sovétrikin. Sumar þessara stjórnarskráa eru upp á allt að 2000 gr., en I þessum lönd- um hefur lýðræðið sjaldnast átt upp á pallborðið til langframa. Sennilega hentar hvorugt kerfið okkur, meðalhófið er hér best sem endranær. Það má segja, að forustumenn þjóða á sviði mannvits og þekk- ingar, hafi jafnan gert sér grein fyrir þýðingu löggjafar en grund- völlur hennar er stjórnarskrá. Þannig sagði Demósthenes fyrir 2400 árum, að lögin væru gjöf guöanna og ræðusnillingurinn og rithöfundurinn Cicero sagði fyrir 2000 árum: „Lögin eru ekki annað en heilbrigð skynsemi undir stjóm guðanna, þar sem hið góða er skipað en hið gagnstæða bann- að.” Göthe sagði: „Aðeins með lögum fæst frelsi”. Ekki má gleyma hinu forna norræna orðtaki „með lögum skal land byggja” og svona má lengi telja, — og sýnir hve lög- gjafarstarf hefur jafnan verið taliö mikilvægt. En hverjum aftur að stjórnar- skrá okkar íslendinga. Stjórnarskráin, sem þjóðin fékk 1874, var i 62 greinum. Fyrstu 4 kaflarnir, sem voru 44 greinar, fjölluðu um þjóðhöfðingjann, Alþingi, löggjöf, dómsvald, emb- ætti o.fl. Næstu 18 greinarnar voru um ýmis borgararéttindi. I stjórnarskránni frá 1919 eru sömu ákvæði i fyrstu 4 köflunum, þ.e. I fyrstu 57 greinunum. 1 næstu 20 greinum stjórnarskrárinnar frá 1919 voru ákvæði tilsvarandi og i 18 siðustu greinum stjórnar- skrárinnar frá 1874. Alls eru greinar stjórnarskrár- innar frá árinu 1944 78 talsins, en eru eins og fyrr segir svipaðar að efni til eða samhljóða stjórnar- skránni frá 1919. Greinar hennar eru 3 fleiri en ákvæðin öll þau sömu að heita má, nema varðandi Alþingi og þjóðhöfðingja. Menn gætu spurt: „Hvers vegna þarf nýja stjórnarskrá?” „Eru ekki réttindi manna nógu augljós og vel varin i þeirri stjórnarskrá, sem við búum við?” Svarið við þvi verður að minum dómi óhjákvæmilega þetta. „Það erhöfuðnauðsyn tilað tryggja lýðræði i landinu og jafn- rétti með þjóðinni að endurskoða stjórnarskrána á nokkurra ára fresti, a.m.k. láta ekki áratugi liða án slikrar endurskoðunar.” Skal nú gerð grein fyrir rétt- mæti þessarar skoðunar. Tilræði við lýðræðið Lýðræðið er að vissu leyti i stöðnun og jafnréttið er að sumu leytii orði en ekki á borði. Það er t.d. sannfæring min, að æviseta manna I sveitarstjórn eða á Alþingi sé mjög til óþurftar og andstæð anda lýðræðis. Hugsum okkur að hafa t.d. setið sem þingmaður á þingi i 40 ár og varla flutt tillögu, sem gagn er að, cg hverfa kannske úr þingsölum, með flest mál kjördæmisins óleyst. Eða að hugsa sér að fjöldi þingmanna i einu kjördæmi, þar sem jarðhitinn vellur upp úr jörðinni, skuli ekki hafa vaknað fyrr en olian hefur hækkað svo að óbærilegt er, i stað þess að hafa hafist handa löngu fyrr til þess að spara þjóðinni gjaldeyri. Svona mætti lengi telja. Með þvi einu að sitja á þingi heilan mannsaldur, hefur alþingismaður komið i veg fyrir, að aörir gætu lagt eitthvað til S.l. föstudagskvöld flutti dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl., erindi um daginn og veginn í hljóðvarpið. í erindi sínu f jallaði Gunnlaugur um stjórnarskrármál og i því sambandi fyrst og fremst um réttarstöðu konunnar í þjóðfé- laginu. Erindi Gunnlaugs hef ur vakið mikla athygli og hafa lesendur beðið blaðið um að fá leyf i til birtingar á erindinu. Það leyf i hef ur dr. Gunn- laugur góðf úslega veitt og er erindi hans hér í opnunni. Fimmtudagur 23. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.