Alþýðublaðið - 23.01.1975, Page 7

Alþýðublaðið - 23.01.1975, Page 7
Konur geta unniö flestöll störf til móts viö karla — en launakjörin eru sjaldnast þau sömu og möguleikar til þess aö vinna sig upp í starfi mun minni, en karla. Er staöa konunnar i islensku atvinnulifi raunar ekki áþekk stööu hinna svonefndu ,,fremmedarbejdere” i nágrannalöndunum — þ.e.a.s. hinna innfluttu þræla tækniþjóöfélagsins, sem njóta lakari launa, minni réttinda og færri tækifæra en annaö vinnuafl i iandinu? mála. Að minum dómi ætti þing- maður að vera búinn að gera sitt gagn, þegar hann hefur setið i allt að 12 ár á þingi, a.m.k. væri hyggilegt fyrir hann að hvila sig þá i eitt kjörtimabil og endurnýja hugmyndir sinar. Ákvæði i þá átt i stjórnarskrá eða kosningalögum um, að yfirleitt mætti enginn sitja lengur en 12 ár i röð, væri mikið nauösynjamál, en þeirri skoðun hélt ég fram i þeim stjórnmála- flokki, sem ég var i um skeið og flutti tillögu i þá átt á flokksþingi 1958. Sú hugmynd hlaut hins veg- ar ekki góðar undirtektir og var felld, en ekki skal vikið að þvi nánar hér. Þá má skjóta hér inni, að i seinni tið hefur sú tilhneiging verið vaxandi i ýmsum frjálsum félögum hérá landi, að lögbundið er, aö konur eigi að kjósa i stjórn- ir félaganna ásamt körlum. Mér er minnisstætt, þegar einn af fyrrverandi forustumönnum eins stjórnmálaflokksins hér komst loks I stjórnarandstöðu, að hann marglýsti þvi yfir, hvað það hefði veriðlærdómsrikt. Ugglaust hefði það getað verið eins lær- dómsrikt, ef ekki lærdómsrikara, fyrir þann sama þingmann og hans lika að vera utan Alþingis eitt kjörtimabil og siðan aftur eftir önnur 12 ár. Margra áratuga seta manns á þingi er bjarnar- greiðivið hann sjálfan og þjóðina. Menn verða steinrunnir og hættir til aö lita á sig sem ómissandi og eilifir augnakarlar en i þvi efni er hollt að minnast orða Göethes, þess mikla hugsuðar, er hann sagði: „Enginn maður er ómiss- andi”. Atvinnupólitikusar, sem gera sér stjórnmál að ævistarfi, eru að minum dómi oft varahugaverðir fyrir stjórnmálasiðferði i landinu Menn hneigjast kannske til að gera ýmislegt til þess að halda vinsældum sinum i kjördæmi og þingsetu og hættir til að miða gerðir sinar um of við það. Að minum dómi er slfk æviseta nánast ógeðfellt fyrirbæri, sem tefur eða kemur i veg fyrir, að menn komist til löggjafarstarfs úr þróttmesta athafnalifi þjóðar- innar, frá menntastofnunum hennar, úr hópi hins óbreytta fólks, svo sem daglaunamanna og kvenna, sem fengju þá setu á alþingi, sem slikir, en ekki vegna baktjaldamakks og aðstöðu í flokki. En eins og nú er ástatt, er helst að vænta, að já-menn flokk- anna vaxi upp I gegnum flokks- starfið til ævilangrar þing- mennsku og steinrenni fljótlega, en þjálfist þvi meir i baktjalda- makkinu og eru sjaldnast öðrum vanda vaxnir. Mér er minnisstætt það sem einn fyrrverandi forsætisráð- herra sagði einu sinni við mig, er stjórnmál bar á góma milli okkar, að i landinu væru i raun réttri aðeins 2 flokkar, annars vegar stjórnmálaflokkarnir, sem makka þannig sin á milli, að menn-vita eiginlega aldrei hvað þeir kjósa yfir sig, og svo hins vegar kjósendurnir, sem stjórn- málaflokkarnir keppast við að rugla i riminu. A sama hátt og æskilegt er, að þingseta væri takmörkuð að jafnaði við 3 kjörtfmabil eða i mesta lagi 12 ár i senn, ætti eng- inn að fá að vera ráðherra lengur I einu en þann tima, enginn ætti heldur að sitja i nefndum eða ráðum lengur en 12 ár samfleytt sé neta fengið skipun i fleiri en 4 eða 5 nefndir i einu, þvi ella hljóta menn að vanrækja jafnt aðalstarfið sem aukastörfin. Þvi má ekki gleyma, að nefndarlaun eru oft lifsviðurværi atvinnupóli- tikusanna, bitlingar eru búnir til á kostnað almennings til þess að friða þennan eða hinn eða sjá honum farborða. Að sjálfsögðu er hugsanlegur slfkur skortur á forustumönnum.aðmönnum þyki þessi 12 ára regla óbilgjörn. Minnumst þess þó, sem Cicero segir á einum stað, að stjórn- málin skapi alltaf nýja menn til verks og kalli þá fram til starfa. Að visu er fámennið mikið hjá okkur, en það eru fleiri reiðubúnir til þessara starfa en okkur órar fyrir, og til þeirra hæfir. Menn kynnu að segja, að slik ákvæði, sem hér var getið, eigi ekki heima i stjórnarskrá. Nóg sé, að þau séu i kosningalögum. Þá er þvi að svara, að einmitt það atriöi, að þeta sé bundið i stjórn- arskrá sem skýlaus aðalregla, muni það hafa áhrif á öðrum sviðum þjóðlifs. Hitt er mér fylli- lega ljóst, að sennilega myndi slik hugmynd, sem hér um ræðir, ekki hljóta náð fyrir augum núverandi þingmanna. Sumir þeirra, sem viðurkenna nauðsyn þess, að stjórnarskráin verði endurskoðuð, hafa tilgreint ýms atriði, sem breyta þyrfti eða auka við, og skal aðeins bent á nokkur þeii^ra, svo sem að Alþingi verði ein málstofa og forseti þess þá væntanlega kallaður lögsögu- maður, að stofnað verði embætti umboðsmanns rikisins eða ármanns, sem þó er hætt við, að verði enn ein sýndarmennsku silkihúfan til. Gefst mér vonandi siðar tækifæri til þess að rökstyðja þá skoðun. Þá hafa þær skoðanir komið' fram, að setja beri ákvæði til að koma I veg fyrir myndun litilla flokka, en að minum dómi stafar lýðræðinu siður háski af litlum flokkum en stórum. Hins vegar minnist ég ekki að hafa heyrt ábendingu um nauðsyn þess, að lögfest verði bann við þvi, að lög geti verkað aftur fyrir sig, likt og er I norsku stjórnarskránni. Fleira mætti tilgreina. Jafnræði kynjanna aðal- atriðið Allt er þetta þó hégómi miðað við það að efla jafnrétti innan þjóðfélagsins. Enginn neitar mikilvægi þess og er það ásamt tryggingu fyrir sjálfu sjálfu lýð- ræðinu eitt meginatriði hverrar stjórnarskrár menningarrikis. I þessu sambandi má geta þess, að Kvenréttindafélag Islands og Norræna kvenfélagasambandið hafa gert samþykktir i þá átt, að ákvæði um jafnrétti kynjanna verði tekið upp I stjórnarskrá Norðurlandaþjóðanna. Að sjálf- sögðu yrði slik yfirlýsing mjög þýöingarmikil, en ef hún yrði aðeins svona almennt orðuð, er hætt vib, að hún yrði orðin tóm likt og t.d. lögin um jöfn laun fyrir sömu vinnu, sem farið er i kringum á margvislegan hátt i opinberum rekstri og einkarestri. Að visu má segja, að þetta hafi lagast hjá okkur og jafnréttið sé vaxandi á þessu sviði, en það er þó hvergi nærri svo sem vera ber og sú staðreynd, að konan er annars flokks þegn i þjóð- félaginu, er ekkert betri, þótt hið sama gerist með öðrum þjóðum. Skyldur isl. karlmanna Mér finnst, að við islenskir karlmenn höfum jafnvel meiri skyldur en erlendir kynbræður okkar, þegar minnst er menning- ararfleifðar þjóðarinnar og að okkur hefði átt að renna blóðið til skyldunnar að leiðrétta misréttið á 1100 ára afmæli þjóðarinnar, þvf með lögum hins forna þjóðveldis var konum gert jafnt undir höfði að þvf leyti að geta vera sjálfstæðir landnámsmenn og munu það vera elstu ákvæði um jafnrétti kynjanna, sem um getur, og beinlinis sett til þess að tryggja rétt kvenna, að þvi er ætla má. Mikilvægi löggjafar i þá átt að tryggja jafnrétti og frelsi veröur aldrei ofmetið. Rómverski snillingurinn Cicero sagði, að grundvöllur mannaforráða byggðist á ræöusnilld og þekkingu. Þetta sannast oft á vettvangi hins talaba orðs, enda er óhætt að fullyrða, að þar gefast misjöfnum tækifæri. Franski stjórnmála- snillingurinn Talleyrand er sagöur hafa sagt: „Manninum er gefið málið til þess að leyna hugsun sinni.” Danski heimspek- ingurinn Sören Kirkegárd gekk lengra með þvi að segja, að mað- urinn hefði ekki fengið málið til að leyna hugsun sinni, heldur hinu að hann hafi engar hugsanir. En þannig verður manni oft hugsað, þegar ræður stjórnmála- manna okkar birtast. Það er blátt áfram.hlálegt, að sjá t.d. svoköll- uðum jómfrúræðum þingmanna slegið upp ásamt mynd af ræðu- manni, svo sem einhverju afreki hafi verið aflokið, þegar þess er gætt, að ræður þessar eru nær undantekningarlaust tillögur um aukin útgjöld á kostnað al- mennings. — Frá þessu, er skýrt likt og þessir alþingismenn hafi verið að leggja fram fé úr eigin vasa. En það er fáheyrt, að þeir komi með einhverjar sparnaðar- tillögur. — Þá væri rétt að birta mynd. í TILEFNI AF KVENNAÁRI 1975 ^GHRFUGU T æ HANN 5TYTTIR ÁBT&&I LE&A UPP BRAÐUM 06 M GETURÐU FARIÐ AÐ RÆKTA VINVIÐ Fimmtudagur 23, janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.