Alþýðublaðið - 23.01.1975, Side 9

Alþýðublaðið - 23.01.1975, Side 9
Lyftu sér upp um 4 sæti í 1. deild Víkingur læddist í efsta sætið eftir nauman sigur gegn Ármanni . Vikingar stukku upp um 4 sæti á stigatöf lunni eftir nauman sigur yfir Ár- manni á þriðjudagskvöld- ið. Hafa þeir nú hlotið 11 stig og eru i efsta sætinu, en næstu 4 lið eru með 10 stig eftir jafnmarga leiki svo allt getur gerst ennþá. Vikingarnir skoruöu fyrsta mark leiksins en eftir það náöu Armenningar forystunni i leikn- um og léku þeir þá oft á tiðum ágætlega. Höfðu þeir 2 mörk yfir i hálfleik 10-12. t seinni hálfleik juku Armenn- ingar forskotið og komust þá i 10—14, en þá var tveim þeirra vikið af leikveili með stuttu milli- bili og Vikingum tókst aö jafna 14—14. Tóku þeir þá Hörð Harðarson úr umferð og virtist það gefa góða raun, þvi nú jafnaðist leikurinn. Mátti sjá tölurnar 15—15, 16—16 og 17—17. En þá var Armenningi vikið af leikvelli i 2 minútur og á meðan tókst Vikingum að skora tvivegis 19—17. Armenningum tekst að minnka muninn i 1 mark 19—18, og rétt á eftir er Vikingi vikið af velli i 2 minútur og voru þá eftir rétt rúmar 2 minútur af leiknum og ljóst aö Vikingar myndu leika einum færri það sem eftir var leiksins nema rétt nokkrar sekúndur i lokin. Armenningarnir jöfnuðu 19—19 og allt virtist geta gerst i leiknum, þar sem Vikingarnir voru einum færri. — En Páll Björgvinsson sem litið hafði haft sig i frammi til þessa með að skora mörk, en matað fé- laga sina þess meira, skoraði fall- egt mark 20—19. Armenningar bruna upp, en missa boltann og Sigfús Guðmundsson innsiglaði svo sigur Vikings eftir hraðaupp- hlaup. Vikingar áttu i miklu basli með Armannsliðið og var ekki útséð um hvoru megin sigurinn lenti fyrren leikurinn var flautaður af. Ekki er hægt að segja að leikur- inn hafi verið vel leikinn hjá lið- inu, til þess var of mikið af villum i leiknum. Bestir i liði Vikings voru Stefán Halldórsson, Páll Björgvinsson, Sigfús Guðmunds- son og Skarphéðinn Óskarsson sem er lika drjúgur leikmaður. Einar Magnússon var óvenju daufur i þessum leik enda vel gætt. Mörk Vikings: Stefán Halldórs- son 7 (2), Sigfús Gúðmundsson 5, Einar Magnússon 3, Skarphéðinn Óskarsson 3 og Erlendur Halldórsson, Jón Sigurðsson og Páll Björgvinsson 1 mark hver. Armenningar léku oft ágætlega i þessum leik og hefðu allt eins getaðsigraðihonum. Það var lið- inu dýrt spaug þær brottvisanir af leikvelli sem liðið fékk i seinni hálfleik. Þá virtist það hafa slæm áhrif þegar einn leikmanna liðs- ins var tekinn úr umferð. Af þeim Armenningum komst Björn Jóhannsson mjög vel frá þessum leik, en liðið er skipað mjög jöfnum leikmönnum sem erfitt er að gera upp á milli. Mörk Armanns: Björn Jó- hannsson 7, Hörður Harðarson 3, Jón Astvaldsson 3, Pétur Ingólfs- son 2, Hörður Kristinsson 2, Jens Jensson og Kristinn Ingólfsson 1 mark hvor. Leikinn dæmdu þeir Valur Benediktsson og Hannes Þ. Sig- urðsson. Stefán Halldórsson átti mjög góðan leik gegn Armenningum og átti stóran þátt Isigri Vikings Meiknum. Hann var lika markahæstur þeirra Víkinga i leiknum. Gagnkvæmt trygglngafélag ? Já, Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingatelag. Fimmtudagur 23. janúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.