Alþýðublaðið - 21.02.1975, Page 6

Alþýðublaðið - 21.02.1975, Page 6
Aldarfjórðungur „Sinfóniuhljómsveitin er i ár talin tuttugu og fimm ára. Þó má meö nokkrum rétti segja hana fimmtuga — miðað við árið 1925, þegar Hljómsveit Reykjavikur var stofnuð, en hana má skoða sem nokkurs konar undanfara þeirrar hljóm- sveitar sem við vinnum með i dag.” Þetta kemur fram i fréttatil- kynningu Sinfóniuhljómsveitar Islands og þetta voru einnig upphafsorð Gunnars Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra hljómsveitarinnar, þegar blaðamaður Alþýðublaðsins ræddi viðhann i gær, að tilefni fjórðungsaldar afmælis Sin- fóniuhljómsveitarinnar. Aðal hvatamenn að stofnun Hljómsveitar Reykjavikur voru þeir Þórarinn Guðmundsson, fiðluleikari, Sigfús Einarsson, tónskáld og Jón Laxdal, tón- skáld og starfaði hún fram til ársins 1949. Eftir að tónlistar- skóli var stofnaður hér, starfaöi hljómsveitin i nánu samstarfi við hann, svo og Tónlistar- félagið og doktor Franz Mixa, sem ráðinn var til skólans árið 1929, var einnig aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, fram til árs- ins 1938, þegar Victor Urbancic tók við þvi starfi. Fyrstu stjórn- endur hljómsveitarinnar voru aftur þeir Sigfús Einarsson og Páll ísólfsson. Margt var merkilegt um starfsemi þessar- ar sveitar og hún tók til með- ferðar mörg stór og vandmeð- farin verk, þar á meðal kórverk. Meðal þeirra voru Messias eftir Handel, Sálumessa Mozarts og Sköpunin og Árstiðirnar eftir Haydn. Árið 1949 lagðist Hljómsveit Reykjavikur niður og eftir það var uppgangur hljómsveita- mála nokkuð brösóttur, allt fram til ársins 1950. Félag islenskra hljóðfæraleikara hafði að visu sett saman hljóm- sveit, en hún varð mjög skamm- lif, og Sinfóniuhljómsveit Reykjavikur, sem siðar var stofnsett, átti einnig skamma lifdaga. Það er ekki fyrr en Rikisút- varpið hafði ráðið til sin eina fimmtán hljóðfæraleikara og siöar haft forgöngu um að þeim hópi bættust nokkrir erlendir liðsmenn, að hægt er að tala um fullskipaða islenska sinfóniu- hljómsveit. Sú hljómsveit hélt sinu fyrstu tónleika i mars, 1950, og hefur siðan starfað nær óslitið. Arið 1957 var henni gefið nafnið Sinfóniuhljómsveit ís- lands og þvi nafni gegnir hún enn i dag. Hún á, sem fyrr segir, tuttugu og fimm ára afmæli nú — og að þvi tilefni spjallaði blaðamaður ofurlitla stund við framkvæmdastjóra hennar, Gunnar Guðmundsson. „Hljómsveitin telur i dag sextiu og fimm fastráðna hljóð- færaleikara og þess utan eru nokkrir iausráðnir, sem viö köllum á eftir þörfum”, sagði Gunnar, þegar hann var inntur eftir stærð hljómsveitarinnar, „en það getur ekki talist full stærð á sinfóniuhljómsveit. Það er fjarlægur draumur okkar, eða i öllu falli draumur, að geta fjölgað strengjahljóðfærunum um fimmtán, þannig að hljóm- sveitin hafi um áttatiu fast- ráðna hljóðfæraleikara. Raunar má telja furðulegt að litið sam- félag, eins og okkar, skuli geta haldið úti þó þetta stórri hljóm- sveit, en staðreyndin er sú að einmitt smæð hennar heftir hana nokkuð i verkefnavali. Það eru ýmis tónverk sem við getum varla flutt, til dæmis verk sið- rómantikusanna, svo sem Mahlers. Verk Richard Strauss eru sama merki brennd, en ein- mitt á þeim timum var mjög i tisku að blása hljómsveitirnar upp og tónskáldin reikna með stórum sveitum þegar þeir semja verk sin. Annars eigum við i dag ekki nógu marga góða hljómlistarmenn til þess að fylla svo stóra hljómsveit. Jafn- vel þeir sextiu sem við hana starfa nú eru að hluta til út- lendingar. Það hefúr lengi verið keppikefli mitt að nota sem allra fæsta erlenda hljóðfæra- leikara, en i dag er þar nauðug- ur einn kostur.” Hver eru inntökuskilyrði Sin- fóniuhljómsveitarinnar? „Hver og einn sem sækir um starf innan hljómsveitarinnar, verður að gangast undir þungt og erfitt próf. Það er fjölþætt og eitt atriði þess, svo einhver dæmi séu nefnd, er að viðkom- andi hljóðfæraleikara er feng- inn i hendur hluti úr tónverki og honum gert að leika það eftir nótunum, óundirbúið. Hluta af prófverkefnunum fá menn svo að velja sér sjálfir, en prófið er erfitt og jafnvel góðir tónlistar- menn geta fallið á þvi”. Hvert sækir Hljómsveitin meðlimi sina? „Eins og ég sagði áður, er nokkur hluti hennar sóttur út fyrir landsteinana. Margir af stjómendum hennar eru einnig erlendir, en innlendan starfs- kraft sækir hún að sjálfsögðu til Tónlistarskólans, sem er nokk- urs konar útungunarstöð fyrir hana. Það er nauðsynlegt að milli skólans og hljómsveitar- innar sé gott samstarf, enda er það stærsti draumur minn að það reyndist unnt, i náinni sam- vinnu við Tónlistarskólann, að ná fram alislenskri sinfóniu- hljómsveit. Enn er það nokkuð fjarlægur draumur, en eins og aðrir góðir draumar er hann þó Hljómsveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1925 og var nokkurs konar undan- fari Sinfóniuhljómsveitarinnar. Þessi mynd var tekin af henni árið 1926 og stjórnandinn er Sigfús Einarsson. Karsten Andersen, aðalhljómsveitarstjóri og listrænn leiðbeinandi Sinfóníuhijómsveitarinnar. Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sinfóniuhljómsveitar tslands. F'áir menn, jafnvel enginn, hafa i lyftistöng og Vladimir Ashkenazy. oft hefur hann einnig leikið hlutvei inni. af tónmen ekki of f jarri þvi sem raunhæft getur talist”. Hvemig er starfsemi hljóm- sveitarinnar háttað? „Starfstimabil, eða starfsár hljómsveitarinnar stendur frá 1. september til fyrsta júli. A þeim tima eru starfskraftar hennar ákaflega mikið nýttir, bæði með æfingum og opinberum flutn- ingi. Sex daga vikunnar er unnið frá 9.30 til 12.30 við æfingar. Svo Siníóníu- hljómsveitin tuttugu og fimm ára eru eðlilega haldnir tónleikar: reglulegir áskriftartónleikar, skólatónleikar, fjölskyldutón- leikar og bamatónleikar. Næstu bamatónleikar verða til dæmis hjá okkur i mai, næstkomandi. Nú, þess utan er hljóðritað nokkuð mikið fyrir útvarpið, fariö i sex til átta tónleikaferðir út um landsbyggðina árlega og leikið undir á óperu- óperettu- og ballettsýningum Þjóö leikhússins. Efnisval þessara tónleika er nokkuð mismunandi og miðað að mestu við væntanlega áhorf- endur. A barnatónleikum eru til dæmis nær eingöngu leikin verk sem eru tónlistarsaga — Pétur og úlfurinn, eða eitthvað keim- likt. Það er sérstök verkefna- valsnefnd starfandi innan hljómsveitarinnar og hún ákveður þetta hverju sinni. Nú þá er enn ótalinn einn af stóru þáttunum, sem er flutn- ingur kórverka, i samvinnu við söngsveitina Philharmonia. Oftast er þannig flutt eitt verk á ári og meðal annars hefur Messias eftir Handel verið sett- ur upp, svo og niunda sinfónia Beetnovens og fleira góðgæti. Það er engin hætta á þvi að meðlimir hljómsveitarinnar hafi of lltið að gera.” Hver er tilgangur sinfóniu- hljómsveitar? Hvað hefur þjóð- félagið upp úr þvi að reka hana? „Það er nú það. Sinfóniu- hljómsveitin er raunverulega undirstaða tönlistarlifs i land- inu. Hún er basinn, eða grund- völlurinn sem gefur tónskáld- um tækifæri til að fá verk sin flutt. Það er til litils að eiga tón- skáld, eða vera tónskáld, ef allt er samið fyrir skrifborðsskúff- una eina. A hverju ári frumflyt- ur hljómsveitin meira eða minna af verkum islenskra tón- skálda, enda eru þau töluvert mörg. Það má nefna tónskáld svo sem Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón As- geirsson og Jónas Tómasson, sem er mjög ungt tónskáld. Þá er heldur ekki úr vegi að benda á hljómsveitarverkið „Lág- nætti”, sem Jón Nordal hefur samið i tilefni afmælis hljóm- sveitarinnar. öll þessi tónskáld og mörg fleiri, hafa fengið verk sin flutt, enda eru mörg þeirra góö. Það hafa heyrst raddir um það að yngri tónskáld okkar og annarra þjóða, geti engan veg- inn komist i samjöfnuð við gömlu meistarana og jafnvel að sú gamla stefna sé glötuð. Ég held ekki að það sé rétt. Hún er ekki glötuð. Menn fara ekki troðnar slóðir lengur, þeir leita uppi sinn eigin stil og sina eigin tjáningu. Það er ekki endalaust hægt að stæla Beethoven eða o Föstudagur 21. febrúar 1975

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.