Alþýðublaðið - 21.02.1975, Side 12

Alþýðublaðið - 21.02.1975, Side 12
alþýðu n Pmn: l'lastns liF PLASTPDKAVERKSMIOJA Símar 82639-82655 VatnBgörðum 6 Box 4064 — Reykjavík KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SENDIBIL ASTÖD/M Hf Hvað kosta búsáhöldin? Viö höfum udnanfarna daga veriö aö reyna að gera okkur grein fyrir, hvað kostaði að byrja búskap. í gær og fyrradag athuguðum við raftæki og hús- gögn. tdag eru á dagskrá búsá- höld. Matur er mannsins megin, segir gamalt máltæki. Við fór- um inn i búsáhaldaverslun og spurðum fyrst um potta. Þeir eru til á tólf til sautján hundruð krónur eftir stærð, en hægt er að fá litrik pottasett, 8 stykki mis- stóra og 3 pönnur samstæðar, á þrjátiu þúsund. Raunar voru til dýrari pönnur, en þær sem hæfðu þessu setti, með loki á tæp sex þúsund, en ódýrastar pönnur eru á 500 krónur. Pönnu- kökupönnur kosta á sjöunda hundrað. 1 pottana má sneiða matinn með hnifum, sem kosta frá 200 krónum, færa upp úr þeim með spöðum og ausum á svipuðu veröi, en til að hræra-I þeim fást sleifar, sem kosta innan við eitt hundrað krónur. Matarföt má fá á 2—3 hundruð krónur hið lægsta og upp i par þúsund krónur, og diska má fá á verði frá 100 krónum, hnifapör frá niutiu krónum stykkið. Það er hægt að vera riflegri á þessi áhöld hvað verð snertir. Algengt Fyrir þau, sem dá heimabakað, hafa viija og getu tii að baka, fást form, sem kosta innan við tvö hundruð krónur. Rósir eru i tisku núna, ef marka á búsáhöldin verð tólf manna matarstella er um tiu þúsund krónur og hægt er að fá hnifaparasett ætlað fyrir sex manns á 1600 krónur. Glös má fá á 55 krónur en til eru þau lika á rúmar fjögur hundruð krónur stykkið, þar er um að ræða handskorinn kristal. Þá er röðin komin að kaffinu eftir matinn. Einfaldar kaffi- könnur kosta á þriðja þúsund, bolla með diski má fá á fimmtiu krónur og teskeiö fyrir þrjátiðu krónur. Hitabrúsi kostar frá 400 krónum og allt upp i fimm þús- und krónur (hitakanna). Kaffi- stell eru virt á 5000 krónur venjulega, en fá má matar- og kaffistell fyrir tólf fyrir 25.000,^ krónur. Mjólkurkönnur kosta 200—600 krónur og kökudiskar kosta frá 300 krónum og til verðs á annað þúsund. Sé vilji og geta fyrir að baka og bera heimabakaðar kökur á borð, þá kosta form flest eitt til tvö hundruð krónur. Til að hræra deigið má nota allt frá ó- dýrum plastskálum, sem kosta eitt hundrað krónur, til mun dýrari skála úr „betri” efnum. Þá er röðin komin að upp- vaskinu, þvi verkinu, sem flest- um finnst gott að komast hjá. Þar er verðsveiflan mest. Hægt er að vinna þetta verk með bursta og stykki, sem kosta samanlagt innan við fjögur hundruð krónur. Það má lika „vera flott á þvi” og fá sér upp- þvottavél, sem losar eitt hundr- að þúsundin i verði. Niöurstaðan er þessi: Nægju- samt par getur látið sér nægja fimm til sjö þúsund krónur „til aö byrja með”, en þeir kröfu- höröustu eiga ekki i vandræðum með að fara á þriðja hundrað þúsunda króna. Hvort heldur er, þá má ekki skilja svo við innkaup búsá- halda, að gleymt sé þvi, sem oftast er minnst á utan heimilis- ins, kökukefíinu. Þau kosta frá fjögur hundruð krónum til fjög- ur þúsund krónur. „Ómissandi” á hverju heimili. Þetta kostar á fjórða þúsund, en þau erii til ódýrari. FIMM á förnum vegl Hvaða búsáhöld þarf til að byrja bú? Sigrlður Ingimundardóttir: „Pott, pönnu, ausu, sleif og þvf um líkt, auk tækja til að elda á. Það er fyrir mestu að fá mat.” Sonja Egilsdóttir, húsmóðir: „Eðlilega dettur mér fyrst i hug að þurfi potta, pönnu, hnifa og gaffla. Þorsteinn Garðarsson, nemi: „Kaffiáhöld, þaö er að segja allt, sem til þarf til kaffigerðar. Auk þess þetta hefðbundna, potta,pönnur og hnifapör.” Sina Sigurbergsdóttir, hús- móðir: „Það þarf margt. Mér detta fyrst I hug pottar, hrað- suðuketill og kaffikanna.” Ragnar Magnússon, skrif- stofumaður: „Þaö þarf helst potta og pönnu, diska, hnifapör og þess háttar.”

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.