Alþýðublaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 6
Það er að verða bylting í læknavísindum og í lík- ingu við svo margar aðr- ar byltingar, sem höfðu víðtæk áhrif, er hún ekki aðeins stökk inn í fram- tíðina, heldur og upprif j- un á sannleika fortíðar- innar. Smám saman byrja vísindamenn okkar að f jarlægjast þá hugsun, að nýtísku læknislyf séu ekki allsherjarsvarið við sjúk- dómunum. Þeir reyna að finna orsakir sjúkdóms- ins, um leið og farið er - með sjúklinginn sem and- lega og líkamlega heild, í stað þess að reyna að lækna eitt einkenni til þess eins að horfast í augu við annað skömmu seinna. Undirstaða þessa breytta hugsunarháttar er psykosomatik. Læknar um víða veröld reyna að kortleggja gerð sjálfs sjúkdómsins séð í Ijósi skapgerðar sjúklings- ins og tilfinninga hans, í stað þess að fara með sjúkdóminn eins og hann væri einskonar ytra afl, sem réðist á líkamann. Orðið „psykosomatik” er líka nýtt. Það er úr þýskum læknaritum frá 1920, en það fihnst ekki í enskum læknaritum fyrr en 1930. Orðiðér af gríska orðinu „psyke" — sál, andi eða hugur — og „soma" — lík£mi. Það felur sem sé í sér heildina, sem á að líta á sjúkdóminn í. Þetta er sami hugsunarhátturinn, sem - Hippokrates, gríski faðir læknisf ræðinnar, hélt fram á fimmtu öld fyrir Krist, og sem Cæsar Aurelianus og Soranus byggðu á í Róm. Sami hugsunarháttur varð til þess, að Pierre Cabanis hélt því fram í lok nítjándu aldar, að „sterkar tilf inningar" gætu orsakað líkamlega sjúkdóma. Mikill hluti þeirrar vinnu, sem hefur verið unnin innan psykosoma- tíkur er á sérsviði áhrifa sálarinnar á frumurnar, eða hve mikil áhrif til- finningaástandið hefur á sjúkdóminn. Lesið t.d. það, sem breski sál- fræðingurinn Bernard L. AAalíet hefur að segja: — Við getum ekki vegið eða reiknað út áhrif ótta, en hann getur eins valdið sjúkdómum og veirur. Síðustu árin hafa tvær mikilvægar greinar kom- ið fram innan psykosomatíkur. i fyrsta lagi sú vinna, sem unnin er til að komast að því, hver er ástæða þess, að sjúklingur fær þennan sjúkdóm en ekki hinn, og hvers vegna það virðist breytast eftir sálar- ástandinu, hve móttæki- legur hann er fyrir berklasýklinum eða kvef- veirunni. i öðru lagi þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið til að ákveða, hvernig tilfinningar geta orsakað sjúklegar breytingar á líkamanum. Psykosomatík Læknisfræðin á nýrri braut Það fer fram bylting í ró og kyrrð innan læknisfræðinnar og gamlir sannleikar verða sem nýir. Menn skilja æ betur hin nánu tengsl milli lika og sálar, og það bendir allt til þess, að unnt verði að spá, hvaða menn fái hvaða sjúkdóma! Það eru greinileg tengsl milli persónuleika manna og sjúkdóma eins og t.d. krabbameins eða gigtar! Þessi tiltölulega nýja grein innan læknavísindanna heitir psykosomatík og hún er um samband milli líkama, hugar og sjúkdóma Vonleysi veldur krabbameini Vísindamenn hafa t.d. komist að því, að sjúk- lingar með slæma húð- sjúkdoma hafa venjulega mikla þörf fyrir nána líkamlega snertingu, en sykursjúkir eru hlut- lausari og oft mjög þung- lyndir. AAenn hafa komist að því, að gigt, kynferðis- legar truflanir, maga- og hjartasjúkdómar, mígrena og margir aðrir sjúkdómar hafa orsök sína í miklum andlegum breytingum. Jafnvel krabbamein virðist eiga rætur sínar að rekja til sérstakra tilfinnanlegra og persónulegra ein- kenna. Eftir því sem dr. Helen Flenders Dunbar við læknadeild Columbia- háskólans segir, eru sannanir fyrir því, að „aðeins viss manngerð deyi úr krabba." I rannsókn á krabba- sjúklingum, sem gerð var við Líffræðistofnunina í New York, komst sál- fræðingurinn Lawrence Le Shan að því, að þrír af hverjum fjórum krabba- sjúklingum þjáðust af „svartasta vonleysi og voru sannfærðir um það, að þeir myndu aldrei verða nokkurjþgtr gleði að- njótandi í ^lífinu" — og það áður en fyrstu ein- kenni krabbameinsL komu í Ijós. Dæmigert fórnarlamb krabbameins hefur tilhneigingu til að álíta, að öll hans verk hljóti að mistakast. Dr. Le Shan komst að því, að margir sjúklingar hans töldu, að þeir hefðu verið ein angraðir og einmana allt frá bernsku. AAargir höfðu orðið fyrir til- finnanlegu hnjaski sem afleiðingar af dauðsfalli í f jölsky Idunni — foreldr- ar, bróðir, systir. Eftir því sem Le Shan og fleiri vísindamenn segja, bíður hið dæmigerða fórnar- lamb krabbameinsins eftir því að óhamingjan hendi hann, og það meira aðsegja, þegarallt leikur í lyndi. Og — þegar eitthvað kemur fyrir— barn deyr, skilnaður eða barn fer að heiman — finnst fórnar- lambinu skyndilega að „lífið sé tilgangslaust". Því finnst, að eftir þessu hafi það beðið alla ævi og óttast um leið —einmana og yf irgef ið — það eru örleg þess. Eina leiðin er að hætta að vera til. Hið dæmigerða Krabbaskap” Þessi vonleysistilf inn- ing, sem skv. vísinda- mönnum á að vera svo einkennandi fyrir fólk, sem þjáist af krabba- meini, kemur hvað eftir annað fram við rann- sóknir. Dr. Arthur Schmale og dr. Howard Iker við háskólann í Rochester skoðuðu 51 konu, sem lagðar voru inn á sjúkrahús vegna ótta við krabba í leghálsi. Til- gangurinn var sá að f inna með samtölum, hvaða kona hefði krabbaein- kennin og skrá afstöðu þeirra til lífsins. Schmale og Ikerskráðu þær konur, sem þjáðust af algjöru vonleysi sem krabba- meinssjúklinga og það reyndist siðar rétt við þá uppskurði, sem gerðir voru. Sjúklingnum finnst þetta „endirinn". Þeim fannst þær ábyrgar fyrir sjúkdómn- um og álitu, að ekkert væri hægt að gera til að þær yrðu hamingjusamar eins og áður hafði verið. Það gæti heldur enginn annar hjálpað þeim, segja þeir Schmale og Ik- er. í 36 af 51 tilfelli reyndist spá læknanna um það, hver kvennanna hefði krabbamein rétt og hver ekki. Furðulegur árangur. Þessi könnun, ásamt rannsóknum margra annarra vísindamanna innan psykosomatíkur hefur orðið til þess, að menn geta nú gert sér myndaf hinni dæmigerðu „krabbaskapgerð", sem kemur aftur og aftur fram hjá þeim, sem þjást af krabbameini. En krabbamein er eng- an veginn eini sjúk- dómurinn, sem sérstök skapgerðaeinkenni sjúklinganna leiða í Ijós. Persónuleikarannsóknir Ein áhugéverðasta og best stýrða rannsókn um samband milli persónu leika og sérátakra sjúk- dóma, sem gerð hefur verið, var gerð á lækna- deildinni við háskólann í Nebraska undir stjórn dr. Floyd Ring. Ring rann- sakaði rúmlega 400 sjúklinga, sem þjáðust af mígrenu, gigt, ristilbólgu, astma, liðagigt, æðahnút- um, bakverkum, æxlum í meltingarfærum, sykur- sýki og taugaverkjum. Hann og aðstoðarmenn hans ræddu við þetta fólk án þess, að fyrirspyrj- endur hefðu fyrirfram nokkra vitneskju um sjúklingana. AAeðan sam- talið fór fram var líkami sjúklingsins hulinn teppi þannig að það var ekki unnt að mynda sér nokkra skoðun um sjúk- dóminn með líkamlegri skoðun. Sjúklingarnir voru beðnir að minnast ekkert á sjúkdóm sinn eða einkenni hans. Til þess að ganga úr skugga um, að læknirinn, sem viðtalið tók fengi engar upplýsingar um sjúkdóm sjúklingsins voru tveir aðrir læknar hafðir við- staddir viðtalið. Ef sjúklingurinn kom á ein- hvern hátt upp um sjúk- dóm sinn var það viðtal tekið til baka. Það sama var einnig gert, ef t.d. sást í handlegg hans. Prósentutala réttra sjúkdómsgreininga, sem eingöngu voru gerðar eft- ir þessum viðtölum var furðulega há. Það var til þess, að dr. Ring og félagar hans komust að eftirfarandi niðurstöðu: — Fólk með vissa sjúk- dóma er hægt að finna í áberandi mörgum tilfell- um með persónuleika- rannsóknum einum saman. Rétt sjúkdómsgreining á æxli í meltingafærum reyndist 83%, á æðahnút- um 71% og á astma og sykursýki milli 60 og 67%. Á gigtarsjúklingum var það rúmlega 80%. Og það sem meira er — í að minnsta kosti einu tilfelli þar, sem sjúkdómsgrein- ing dr. Ring reyndist önn- ur en líkamleg skoðun leiddi í Ijós, kom á dag- inn, að dr. Ring hafði á réttu að standa! Þr e n n s k o n a r manngerðir Dr. Ring telur, að per- sónuleikarnir í hlutfalli o AAiðvikudagur 26. febrúar 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.