Alþýðublaðið - 26.02.1975, Síða 12

Alþýðublaðið - 26.02.1975, Síða 12
lalþýduj HaslM liF KÓPAVOGS APÓTEK 11KVFI PLASTPOKAVERKSMIÐJA Símar 82&39-8265S Opið öll kvöld til kl. 7 liMiIIil VatnagSrbum 6 Box 4064 — Reykjovík Laugardaga til kl. 12 ^SEND/BIL ASrODINHf Rætt við tvo hafnarverkamenn o Bjart veður — dekkra útlit „Það hefur ekkert verið unnið hér undanfarna fjóra laugar- daga, og suma daga vikunnar hefur aðeins verið unnið til klukkan fimm undanfarið,” svaraði Finnbogi Finnbogason spurningu okkar um, hvort nóg væri að gera við höfnina. Þetta svar lýsir þvi sennilega betur en margt annað, hversu langt við erum frá þvi, að fjöru- tiu tima vinnuvika sé i reynd þaö, sem þarf til að lifa af á Is- landi. Ljósmyndari og blaðamaður Alþýðublaðsins lögðu leið sina niður að höfn i gær i góða veðr- inu. Fyrir eyland háð sjávarafla aö uppistöðu til og ónógt sjálfu sér um margt, eru hafnirnar og umsvifin þar eins konar púlsar mannlifsins. Aflahrota, aukinn útflutningur, aukinn innflutn- ingur, allt herðir þetta slögin, eykur umsvifin hvergi eins á einum stað og niðri við höfn. Aflatregða, sölutregða útflutn- ingsafurða eða minnkandi inn- flutningur koma glögglega i ljós við höfnina. Þegar við komum niður að höfn i gær virtist fátt vera um- leikis. Fyrir þann, sem kemur þar sjaldan segir það ekki mikið af sögunni. Þeir, sem eru þar daglega til vinnu eða sem gestir þekkja betur til og geta ráðið af gangi margra daga, með sam- anburði til lengri tima, hvað er eölilegt og hvað ekki. Verið var að skipa freðfiski út i Hofsjökul. Einn hásetanna sagði okkur, að þeir færu frá Reykjavik um sjöleytið til Vest- mannaeyja og þaðan til Mur- mansk i Rússlandi. Fiskurinn kom viða aðfrá Suðurnesjum og austan yfir fjall. Þó var „Jök- ullinn” búinn að vera i Keflavik. I kössunum, sem hurfu hver af öðrum niður i lestar Hofsjökuls voru mest ufsa- og karfaflök. A bryggjunni hittum við Kára Gislason, verkamann og inntum hann eftir þvi, hvort breytinga væri vart á innflutningi. „Það er greinileg minnkun innflutnings, það, sem af er þessu ári, skipin koma oft hálf- tóm, en það er i reynd ekkert nýtt á þessum árstima. Megin- breytingin er þó sú, að hve mikil minnkun hefur oróið i innflutn- ingi bfla og heimilistækja”. Við spurðum Kára einnig um viðbrögð manna við ráðstöfun- um stjórnvalda. „Menn biða helst eftir þvi, hverjar hliðarráðstafanir verða gerðar til að draga úr áhrifum þess, sem yfir hefur dunið. Ég vona nú að ekki þurfi að koma til verkfalla. Þau gefa nú ekki alltaf af sér það sem til er ætl- aát. Hins vegar er rétt að athuga gaumgæfilega, hvernig megi koma á réttlátari skiptingu tekna i þessu þjóðfélagi. Það er Finnbogi Finnbogason P-* ’ "4 \ létt verk að tala, tala um sparn- aö, allir þurfi að leggja eitthvað af mörkum, en þeir ættu þá þeir góðu ráðherrar að sýna fordæmi á annan hátt en nú er. Kaup- hækkun i krónum á þó ekki að vera einhliða baráttuefni laun- þegasamtakanna, það má fá fram kjarabætur á ymsum öðr- um sviðum, eins og til dæmis meö skattabreytingum.” Að loknu spjallinu við Kára lögðum við leið okkar um borð. A lúgunni var Finnbogi Finn- bogason, sá sem við vitnuðum til i byrjun. Við spurðum hann einnig hvort hann ætti von á verkföllum. „Ég veit ekki, hvað skal segja. Svarið yrði ekkert annað en ágiskun, hvort eð er, þegar forysta verkalýðshreyf- ingarinnar getur ekki svarað þessari spurningu, þá er varla við þvi að búast hjá mér. Ég er annars gamall baráttumaður úr verkföllum frá fyrri tið, og þá var barist, skal ég segja þér. Ég er núna hættur i sjálfri barátt- unni, en að sjálfstöðu styð ég fé- laga mina, ef farið verður af stað. Nóg eru vandræðin samt meö það, hvað staðið er illa saman I kjarabaráttunni.” Meðan við stöldruðum um borð I Hofsjökli sigldi Grjótjöt- unn frá bryggju. Verið var að skipa vörum um borð I Esjuna, annars hvildi ró yfir höfninni. Það segir sina sögu, en klukkan var langt á sjötta timanum, svo það segir ekki alla sögu. Kári Gislason PIMM á f örnum vegi' Ert þú farin(n) að hugsa fyrir sumarleyfinu? Birgitta Thorsteinson, nemi: Já. Ég ætla að reyna að fara með vinkonu minni til Mallorca um miðjan ágúst. Þórhaliur Fiiipusson: Nei, ég er það nú ekki. Ætli þaö verði ekki i júli, en ekki frekar ráðgert. Laufey Kristinsdóttir, raf- reiknid. Landsbankans: Ekki get ég sagt það. Kannske fer maður hringveginn kringum landið, ef allt gengur vel. Rúnar Hauksson, iönnemi: Ekkert ákveðið, en mig Iangar til að fara til Kaupmannahafnar og Spánar, ef nægur áhugi er hjá 60 manna hópi, sem ég hefi farið með þrjú undanfarin Kristin Helgadóitir, Ijósmynda- st. Hans Petersen: Nei, ekki alvarlega. En ætli það endi ekki með þvi að fara til Spánar i haust.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.