Alþýðublaðið - 11.03.1975, Síða 5
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm)
Sighvatur Björgvinsson
: Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson
Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900
Prentun: Blaðaprent hf.
Arabar á íslandi?
Orkukreppan hefur haft geigvænleg áhrif á
þróun efnahagsmála i heiminum. Hún hefur
einnig valdið okkur íslendingum talsverðum bú-
sifjum vegna þess, hve háðir við erum innflutt-
um orkugjöfum, s.s. eins og oliu til húsahitunar.
Við höfum þó gjarna huggað okkur með þvi, að
við værum þó ekki jafn illa staddir til frambúðar
i þessum málum og ýmsar aðrar þjóðir i Vest-
ur-Evrópu. Vestur-Evrópa verður að flytja inn
langmestan hlutann af þeirri orku, sem hún
þarfnast, en á Islandi er griðarlega mikil orka
óbeisluð i jarðhita og fallvötnum. Við höfum
getað huggað okkur með þvi, að þarna eigum
við þó mikla möguleika til þess að verða sjálfum
okkur nógir á sama tima og við hörmum það
fyrirhyggjuleysi, að ekki skuli fyrir löngu verið
búið að taka virkjunar- og hitaveitumálin föst-
um tökum á landi okkar þjóðinni til framdrátt-
ar.
Það leikur ekki nokkur vafi á þvi, að þegar
rætt hefur verið um jarðhita og orku fallvatna á
íslandi, þá hefur almenningur litið svo á, að
þessar náttúruauðlindir hlytu að vera eign allr-
ar þjóðarinnar — fólksins, sem landið byggir.
En eftir siðustu fréttum að dæma kann að vera,
að þeir, sem látið hafa sig dreyma um hinar
miklu ónotuðu orkulindir Islendinga kunni innan
skamms að vakna upp við illan draum.
í ræðu á Alþingi þegar til umræðu var tillaga
þingflokks Alþýðuflokksins um þjóðareign á
landi og landgæðum upplýsti Benedikt Gröndal,
að sú krafa hafi verið lögð fram af fulltrúum
landeiganda, sem standa i samningaviðræðum
við sveitarfélag úti á landi um að veita sveitar-
félaginu nýtingarrétt á jarðvarma til húsahitun-
ar, að heita vatnið yrði metið að gangverði oliu
eins og það er á hverjum tima. Með öðrum orð-
um að sveitarf élaginu væri ætlað að greiða þeim
einstaklingi, sem hitunarréttinn ætti, álika mik-
ið fé fyrir heita vatnið og væri sveitarfélagið að
skipta við arabiskan oliufursta um kaup á
brennsluoliu.
Það má vel vera, að slik krafa sé gerð að lög-
um,enþað er vist, að hún ýtir óþyrmilega við Is-
lendingum, brýtur gersamlega i bága við al-
menna réttlætiskennd i landinu og þau viðhorf,
sem rikja hjá öllum almenningi til nýtingarrétt-
ar á auðæfum landsins, svo sem eins og orku
fallvatna og hita úr iðrum jarðar. Er það rétt-
læti, að örfáir einstaklingar skuli geta talið sig
eiga slikar náttúruauðlindir þess lands, sem við
byggjum og aðeins verða nýttar af samfélag-
inu? Ef svo er um jarðhitann og orku fallvatn-
anna, hvað þá um önnur náttúrugæði eins og
t.a.m. fiskimiðin við strendur landsins? Geta
einhverjir einstaklingar komið einn góðan veð-
urdag, gert tilkall til þess að þeir eigi þessi mið
og heimtað offjár af þjóðinni fyrir að leyfa henni
að nýta þau? Krafan um oliupris á heita vatninu
er i mörgu sambærileg við þetta.
Mikill meirihluti íslendinga, sem samkvæmt
þessum túlkunum er nánast hálfgerður útlaga-
hópur á eigin landi, getur auðvitað ekki fellt sig
við slikt og þvilikt. Þvi vex þeirri skoðun stöðugt
fylgi, að brýna nauðsyn beri til þess að eignar-
ráð á landi og landgæðum séu tekin til endur-
skoðunar, eins og þingsályktunartillaga Alþýðu-
flokksins gerir ráð fyrir.
lalþýduj
\wm
FRÁ ALÞINGI
Jón Ármann um söluskattshækkunina:
Oþörf og ábyrgðarlaus
Látið hefur verið að þvi liggja i
Morgunblaðinu og Þjóðviljanum
undanfarna daga, að þingmenn
Alþýðuflokksins hafi ekki allir
verið á móti söluskattshækkun-
inni. Var forsætisráðherra þó
greint frá þeirri einróma afstöðu
þingflokksins af formanni flokks-
ins, Benedikt Gröndal, þegar for-
sætisráðherra oröaði þá leið áður
en hann fór utan til Kanada á sin-
um tima. Málið var rætt i þing-
flokki Alþýðuflokksins alla tið
siðan og einnig viö ýmsa forystu-
menn flokksins i verkalýðshreyf-
ingunni og var það sameiginleg
niðurstaða allra, bæði allra þing-
mannanna og verkálýðsmann-
anna, að Alþýðuflokkurinn væri
eindregið á móti hinni óþörfu
Jón Arm. Héðinsson.
söluskattshækkun. Kom þessi af-
staða flokksins glögglega fram
bæði i umræðum og i nefndarálit-
um i báðum deildum þingsins.
Þetta kemur m.a. glöggt fram i
ræðu þeirri, sem Jón Armann
Héðinsson flutti i efri deild Al-
þingis 28. febrúar sl. og hér fer á
eftir. Jón sagði:
Eins og þegar hefur komið
fram vilja allir að sé staðið við
þau fyrirheit, sem gefin voru er
það óhapp, sem þjóðinni er kunn-
ugt, henti á Neskaupstað, svo um
það er raunverulega ekki deilt, að
bjarga þvi sem bjargað verður og
mannlegur máttur ræður yfir. En
við deilum um þær leiðir, sem á
að fara til þess að geta komið sem
best til hjálpar. Nú var það á sin-
um tima svo, að þegar lög um
Viðlagasjóð voru sett, þótti það
réttmætt að leggja á 1% sölu-
skattsstig sérstaklega til þess að
mæta þeim vanda sem skapaðist i
Vestmannaeyjum, en einnig þótti
það lika réttmætt að draga úr
rikisútgjöldum nokkuð — ef ég
man það rétt — 100 til 200 millj.
a.m.k. Það hefur verið boðað
núna, að það eigi að draga úr
rikisútgjöldum en eftir þvi sem ég
veit best, þá neita þeir i hagsýsl-
unni að þeir hafi nokkuð fengið
um það að vita. Einnig neita full-
trúar hæstv. rikisstjórnar I fjár-
veitinganefnd að þeir hafi nokkuð
fengið um málið að vita. Samt
sem áður hefur hæstv. forsætis-
ráðherra látið hafa eftir sér i töl-
um talað, að það geti numið rúm-
um þremur milljörðum, sem um
er aö ræða. Það væri þess vegna
nokkuð fróðlegt að vita hvar á að
höggva á fjárlög og búa til þetta
svigrúm. Ég vona að þessar tölur
séu aðeins meira en talnaleikur,
einsog hafður var i frammi i
fyrravetur, þegar fram komu til-
lögur að hálfu núverandi hæstv.
fjármálaráðherra og annars ráð-
herra um að vinstri stjórnin gæti
þá eða skyldi þá lækka fjárlög um
4,6miljarða. Miðað við núverandi
fjármagnshreyfingu ætti það að
vera um 7 milljarðar, en aldrei
sáum við neinar raunhæfar tillög-
ur i þvi efni. Ég vil þess vegna
fara að heyra eitthvað um þennan
talnaleik.
óþarfar álögur
Þeir menn sem hingað til hafa
fjallað um fjárveitingar og til-
lögugerð fyrir Alþingi og fjárveit-
inganefnd segja mér ennþá i per-
sónulegum spurningum að þeir
viti ekkert um málið. Þetta finnst
mér ekki nógu góð latina, ef svo
má segja. Það sem ég harma
miðað við stefnuræðu hæstv.
rikisstjórnar, er að hún skuli
þurfa eða telja sig knúna til þess,
að leggja nú á viðbótarsöluskatts-
stig, hvort sem það gerir meira
eða minna en einn miljarð eða
ekki, þá eykur það skattheimtu á
almenning og skapar einnig verð-
bólgu.
Við erum tilbúnir eins og fram
hefur komið i Alþfl. og Alþýðu-
blaðinu einnig að framlengja
gildandi lög a.m.k. til miðs árs
1976 og persónulega gæti ég vel
framlengt það út árið, ef ég réði
einhverjum úrslitum til þess að
tryggja að Viðlagasjóður hefði
nægilegt fjármagn. Það eina
vandamál, sem fyrir er, er að
skapa smásvigrúm til þess að
greiða út til ibúanna austur frá
nokkuð fjármagn, en hver trúir
þvi, að það sé ekki hægt að hreyfa
200—400 millj. kr. til með aðstoð
lánasjóða og Seðlabanka i þeirri
óhemju peningaveltu, sem er i
þjóðfélaginu, þrátt fyrir það að
yfirlýst sé nú hina siðustu daga,
að harkalega skuli dregið úr allri
peningaveltu i þjóðfélaginu. Ég
læt segja mér það oftar en einu
sinni að það sé ekki hægt. Við
bjóðum þvi tekjuöflun fyrir Við-
lagasjóð i framtiðinni. Hér er að-
eins um það að ræða, að hreyfa til
nokkuð fjármagn til að mæta
knýjandi vanda strax. Og þegar
upp yrði staðið, hvort sem það
yröi um mitt ár 1976 eða i árslok,
þá ætti sjóðurinn örugglega á
annan milljarð i skuldabréfum.
Þessi skuldabréf eru auðvitað
ekki lausir aurar i hendi þegar i
stað, en væntanlega yrði þá nokk-
uð svigrúm til þess að skapa aura
eða hreyfanlegt fjármagn þegar
það lægi endanlega fyrir og vand-
inn er þvi ekkert óviðráðanlegur.
En mig grunar að hæstv. rikis-
stjórn ætli með þessum hætti, að
ná sér i nokkur hundruð millj. i
aukatekjuöflun og þess vegna er
Þingsályktunartillaga þriggja
Alþýðuflokksmanna, þeirra
Benedikts Gröndals, Eggerts G.
Þorsteinssonar og Sighvatar
Björgvinssonar, um athugun á
bifreiðatryggingum var tekin til
fyrstu umræðu á fundi Sameinaðs
Alþingis i s.l. viku.
Fyrsti flutningsmaður tillögunn-
ar, Benedikt Gröndal, mætli fyrir
henni og sagði m.a. i framsögu-
ræðu sinni, að tillaga þessi væri
ekki flutt af
sérfræðingum
i trygginga-
málum heldur
af neytendum,
sem væru að
leita nýrra
leiða til þess
að gera bif-
reiðatrygg-
ingar ódýrari og hagkvæmari, en
tillagan er á þá lund, að sérfróð-
um mönnum verði falið að athuga
nýmæli i bifreiðatryggingum frá
nálægum löndum, sem i senn hafa
stórlækkað iðgjöld og hraðað
mjög úrskurðum i tjónamálum.
t framsöguræðu sinni lýsti
Benedikt sérstaklega nýju kerfi,
sem nefnist ,,no-fault” og tekið
hefur verið upp með góðum ár-
angri bæði i Bandarikjunum og i
Kanada. Gat hann þess, að þing-
menn Alþýðuflokksins hefðu aflað
sér talsverðra upplýsinga um
þetta nýja kerfi og af þeim virtist
sem kerfið hefði bæði haft mikla
iðgjaldalækkun i för meö sér og
einnig flýtt mjög afgreiðslu tjóna-
nú leikurinn gerður. En það er
ömurlegt, að átakanlegt áfall
fyrir þjóðina skuli vera notað til
þess að búa til slika tekjuöflun.
Það harma ég mjög eindregið.
Á ábyrgö rikis-
stjórnarinnar
Ég sé ekki ástæðu til þess að
fara að lengja hér umræður um
þetta efni. Það breytir sjálfsagt
ekki miklu, en ég itreka aðeins
það, að ég tel þessa leið mjög ó-
skynsamlega og sérstaklega með
það i huga, þegar verkalýðs-
hreyfingin hefur lýst eindreginni
andstöðu við þessa aðferð. Hún
stendur i samningaumleitunum.
Við erum að berjast hér við vax-
andi verðbólgu enn einu sinni og
þá skuli hæstv. rikisstjórn hafa
forgöngu um það að auka hana.
Hér stingur algerlega i stúf við
stefnuræðu hæstv. forsætisráð-
herra á sinum tima i haust og það
er auðvitað algerlega borin von
og það fyrir löngu, að hiö ákjós-
anlega markmið, um að verð-
bólguaukning hér á ári verði nk.
áramót aðeins um 15 stig.
Hún verður auðvitað langtum
meiri, 25—35 stig með þessum
vinnubrögðum. Þvi miður þá
virðast menn ekki enn geta fallist
á það, að framlengja söluskatt —
gildandi söluskattsstig i þágu
Viðlagasjóðs. Ég segi fyrir mig,
þótt að tillaga min gangi hér út á
mitt árið 1976, er ég fús til þess að
standa að breytingartillögu er
tryggði sjóðnum sama skattstofn
út árið 1976 og þá er með engu
móti hægt að segja, að við viljum
ekki standa að þvi, að Viðlaga-
sjóður hafi nægilegt fjármagn,
það er með engu móti, en ég mun
ekki treysta mér til þess að fylgja
frumvarpinu, mun heldur sitja
hjá, vegna þess, að hér er um ó-
eðlileg og óskynsamleg vinnu-
brögð að ræða sem leiða af sér
aukin vandamál, þar sem að hin
leiðin liggur ljós fyrir að hægt er
að tryggja þetta meö góðu móti
með framlengingu gildandi laga.
mála. Kvað Benedikt sjálfsagt að
kerfi þetta yrði'tekiðtil sérstakrar
athugunar ásaint með þeim nýj-
ungum, sem orðiö hefðu á þessum
sviðum erlendis á siðustu árum.
Heimir Hannesson (F) taldi
,,no-fault” kerfið hafa bæði kosti
og galla og sagði, að ekki væri
vist að það hentaði við islenskar
aðstæður. Þó taldi hann rétt og
sjálfsagt að kanna málið svo og
önnur nýmæli, sem kynnu að geta
gert bifreiðatryggingar ódýrari.
Sighvatur Björgvinsson sagði, að
islenskir bifreiðaeigendur væru
ekki aðeins óánægðir með mikla
hækkun tryggingaiðgjalda heldur
væru margir
þeirra einnig
tortryggnir á
tjónaúrskurði
tryggingafé-
laganna. Rifj-
aði hann upp
mál, sem
mjög var um
rætt fyrir
u.þ.b. tveimur árum er tveir
Reykvikingar, sem lent höfðu i
árekstriá bifreiðum sinum, kom-
ust að þvi vegna kunningsskapar
sin á milli, að báðir hefðu þeir
verið úrskurðaðir i 75% órétti og
hvorum umsig þvi ætlað að greiða
75% tjónsins. Fátt hefði verið um
svör frá tryggingafélögunum er
þau hefðu verið spurð um, hvað
ylli þessum einkennilega úrskurði
og væru slikar fregnir ekki til
þess fallnar að auka traust al-
mennings á úrskurðum trygg-
ingafélaganna.
Endurskoðun á bif-
reiðatryggingunum
Þriöjudagur 11. marz. 1975
o