Alþýðublaðið - 11.03.1975, Side 12

Alþýðublaðið - 11.03.1975, Side 12
alþýðu mum nastos lil* PLASTPOKAVERKSMIÐJA Símar 82639-82655 Vatnogörbum 6 Box 4064 — Reykjovík KOPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 MEÐALTAP LAUNÞEGA 600.000 KRðNUR A ári í gær efndi Bandalag starfs- manna rikis og bæja til almenns launþegafundar I Háskólabiói. Aætlað var af fundarboðendum að fund þennan hefðu sótt um 1400 manns. Blaðamaður og ljós- myndari Alþýðublaðsins litu inn á fundinn og fylgdust með störfum hans. Kristján Thorlacius, formaöur Bandalagsins var fyrstur frum- mælenda. Hann rakti fyrst al- menna þróun verðlags- og kaup- gjaldsmála undanfarið, en sagði svo: „Þjóðhagsstofnunin .áætlar, að hér á landi séu 70.000 launa- menn og áætluð laun þeirra eru 65 milljarðar á ári. Miðað við, að á- ætluð kjaraskerðing, þann 1. júni nk. verði 65% að óbreyttri þeirri þróun, sem nú rikir, eru hafðir i launagreiðslum af launþeg um landsins 42 milljarðar miðað við árslaun. Þetta er sú upphæð, sem flyst frá launþegum til at- vinnurekenda og milliliða. Með- altap launþega eru þvi um 600.000 krónur á ári hjá þeim, sem ekki fá iaunajöfnunarbætur, en 500.000 krónur hjá þeim, sem slikar bæt- ur fá, miðað viö þau tilboö, sem gerð hafa verið til hækkunar lág- launabóta, en sú viðbót nægir fyr- ir hálfu kíiói af sykri hjá þeim, sem minnst fá af henni og er þá ekki miðað við púðursykur”. Þá rakti Kristján þróun verö- breytinga hjá útflutningsatvinnu- vegunum. Þar kom fram aö miö- að við árið 1971 versnuðu við- skiptakjör þeirra um 4,2% á árinu 1972, bötnuöu um 17,2% á árinu 1973 miðað við árið á undan, en árið 1974 voru þau lakari sem nam 10,5% en árið 1973. Siöan sagði Kristján: Þetta er allur voðinn. Vissulega er þetta ekki góð staða, en verðlag á útflutn- ingsafuröum er þó þannig aö ekki þarf að segja nokkrum viti born- um manni, að um sé að ræða neyðarástand”. Að lokum sagöi Kristján: „Bandalag starfs- manna rikis og bæja og aðildarfé- lög þess hafa sýnt i verki að þaö skirrist ekki við að taka á sig sinn hluta þeirra áfalla, sem þjóðar- búið verður fyrir, en launþegar eru ekki reiðubúnir til að taka þau á sig einir. Þvi skal kjörorð okkar nú vera: Hingað og ekki lengra”. Ingibjörg Helgadóttir, formað- ur Hjúkrunarfélags Islands, sagði meðal annars: „Kjaraskerðingin nú er afleiðing af aögerðum stjórnvalda og umræður um breytingar þar á eru nátengdar umræöum um skiptingu þjóðar- teknanna. Upphafs vandans er að leita i þvi, hver eigi að axla byrð- arnar. Meö þvi að rifta kjara- samningum og afnema visitölu- bætur er veriö að velta þvl yfir á launþega, en vlsitalan er ekki or- sök verðbreytinganna, þaö eru veröbreytingar utan viö visitöl- una, sem þarf til að koma dýrtlð- arhjólinu af staö. Framkvæmdin, sem nú er leiðir ekki til þess að landsmenn taki á sig byrðarnar jafnt, heldur aö launþegar sæti efnahagslegum voöa til aö færa fjármagn til atvinnurekenda”. Að lokum sagði Ingibjörg: „Það þarf til breytta stefnu. Stefnu, sem virðir hagsmuni launþega. Er ekki kominn tími til að þjóðnýta helstu atvinnutækin I stað þess að þjóönýta eingöngu tap þeirra, þegar illa gengur?” Einar ólafsson, formaöur starfsmannafélags ríkisstofnana rakti I fyrstu þær forsendur, sem fram væru bornar af stjórnvöld- um fyrir kjaraskerðingu almenn- ings, en sagöi svo: „Viö neitum þvl, að kjarasamningar okkar séu stór hluti vandans, þeim mun fremur, sem vlsitalan hefur verið tekin úr sambandi, þannig að vlxlhækkanir kaupg jalds og verð- lags eru ekki fyrir hendi. Við neit- um þvi að lausnin sé að veita verðhækkuninni óbættri yfir á heröar launamanna”. Þá rakti Einar nokkrar aðgerð- ir, sem beinlinis hefðu orðiö til dýrtiðaraukningar og benti sér- staklega á vaxtahækkunina, sem veitt væri beint út I verðlagiö og þar með til hins almenna launa- manns til greiöslu. Ennfremur tók hann dæmi um ibúðarkaup ungs fólks I dag. Kaup á fjögurra milljón króna Ibúð, sem þætti ekki ýkja mikið verð núna. Miöað við eigin fé kaupandans einn fjórða af ibúðarverðinu, væru vaxta- og afborganagreiðslur hans um átta hundruö þúsund krónur á fyrsta ári, á sama tlma og meðallaun væru ein milljón á ári. Að lokum sagði Einar: „Það hefur enginn leyfi til að þegja þunnu hljóöi, þegar tugir milljóna eru þannig færðir milli stétta í þjóðfélaginu”. Þórhallur Halldórsson, formað- ur Starfsmannafélags Reykjavlk- urborgar tók til meðferðar efna- hagsástandið út frá þeirri al- gengu spurningu „Viltu nótu? ” og rakti verslunarmáta á Islandi út frá henni og þau áhrif, sem þetta hefði I skattheimtu og skattskil- um. Þá rakti ræöumaður, aö ekki benti það til kreppu hjá öllum hve utanlandsferðir væru tlðar, mál- verkakaup mikil og síst liti Seðla- bankinn á ástandið kreppuaug- um, þegar tekið væri tillit til frétta um stóraukið útboð spari- skirteina. Þá sagði Þórhallur: „Opinberir starfsmenn hafa ekki verkfallsrétt. Okkar vopn eru þvl samstaða, rökfimi og áróöur. Þessi fundur er liður I þessu öllu. Við skulum bjóða fram sameigin- legt afl til að ýta strandaðri þjóð- arskútunni af skerinu, meö þvi að aðrir leggi sitt af mörkum I sam- ræmi viö getu og tekjur, ekki framtaldar tekjur, heldur raun- verulegar”. Ingi Kristinsson, formaður Sambands íslenskra barnakenn- ara sagði: „BSRB sýndi við samningagerðina 1973 fyllstu á- byrgð og tillit, enda eru menn farnir að sjá, aö sú stefna, sem þá var mörkuð er rétt. Það er lán- leysi stjórnvalda, að takast ekki að framfylgja henni viö aöra samningagerö og þvl hafa opin- berir starfsmenn dregist aftur úr I kjörum. En það er sama sagan þegar þrengir að,er gengið I vasa launþega. Þeir eiga alltaf að geta hert ólina”. Þá rakti Ingi þróun kaupmáttar frá 1968 og sagöi svo: „Gild rök og spár efnahagssérfræðinga sanna að um mitt þetta ár verður kaup- getan svipuð og var á kreppuár- inu 1968. Viðskiptakjör þjóðarinn- ar eru nú miklu betri en þau voru þá. Þetta er aðeins ein sönnunin enn um það hvaða tekjuflutningur á sér stað frá launþegum til at- vinnurekenda. Okkur er aö sjálf- sögðu skylt að bera byröar til jafns viö aöra þegar kreppir að, en við neitum að bera byrðar þeirra, sem fullfærir eru til þess”. Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB var slöasti frummælandi fundarins: „Þess- um fundi er ætlaö að sýna sam- heldni okkar samtaka og styrk. Jafnframt að veita félagsmönn- um upplýsingar um stöðu okkar”. Siöan rakti Haraldur þróun kjarabaráttu opinberra starfs- manna allt frá þvl þeim var bann- að að gera verkföll með lögum Almennur launþegafundur haldinn á vegum B.S.R.B. I Há- skólabiói 10. mars 1975 ályktar eftirfa randi: Fundurinn lýsir stuðningi við þær fjölmörgu samþykktir sam- taka launafólks þar sem þvi er mótmælt, að samningsbundinni vísitöluhækkun á laun skuli hafa verið rift af stjórnvöldum með lagaboði, og tekur undir flestar þær umbótatillögur, sem fylgt hafa ályktunum þessum. Sifelldar gengislækkanir, vaxtahækkun, skefjalaus hækk- un vöruverös og þjónustu og ýmsar aðrar efnahagsaðgerðir á undanförnum mánuðum valda þvi, að við blasir fjárhagslegur voði hjá öllum þorra launa- manna, sem nú er búið að þrýsta niður á lágtekjustig. Með kjaraskerðingunni er verið að framkvæma þá mestu tekjutilfærslu frá launafólki til atvinnurekenda og ýmissa miililiða, sem um getur I einum áfanga. Að óbreyttum aðstæð- um má ætla, að hún muni á miðju þessu ári geta numið um 3,5 milijörðum á mánuði, og þá væri hver launamaður sviptur að meðaltali um 600 þús. kr. á ári frá þvi, sem honum ber sam- kvæmt siðustu kjarasamning- um. Upp i þetta hefur talsverður hluti launþegahópsins að vlsu fengið 3.500 króna láglaunabæt- ur á dagvinnu á mánuði og at- vinnurekendur munu hafa boðið aðeins stærri hópi 3.800 kr. við- bót á heildarlaun sin á mánuöi. — Þannig gæfist þeim, sem þessa yrði aönjótandi kostur á bótum frá 44 þús. og allt upp i 100 þús. krónur á ári á móti kjaraskerðingu sinni, — en aðrir yrðuaðbera alla sina skerðingu bótalaust. Fundurinn telur slika úrlausn langt fyrir neðan það, sem launafólk geti við unað. 1916 til þessa árs og hélt svo á- fram: „Þótt við séum dæmdir með lögum til að vera taglhnýt- ingar I launamálum, hefur okkur þó með samheldni tekist aö ná fram merkum áföngum”. Har- aldur nefndi sem dæmi samninga um 40 stunda vinnuviku og mörk- un þeirrar stefnu að láglaunahóp- ar innan sambandsins voru látnir ganga fyrir viö samningagerð. Þá sagðihann: „Dýrtlðin hefur feykt burtu forsendum hógværs launa- samnings BSRB, en dýrtlð og kjaraskerðing er ekkert náttúru- lögmál. Nú er mál að linni þvi aö atvinnurekstrinum sé bætt erfiö afkoma, en heimilisreksturinn skuli bera hækkanir bótalaust. Við skulum segja við stjórnvöld: Hættið Hrunadansinum. Skilið strax hluta kjaraskerðingarinnar og allri áður en lýkur. Að loknum framsöguræðum voru almennar umræður. Tóku þar nokkrir til máls. Helst var þar rætt um kröfuna um algeran verkfallsrétt. Ennfremur kom fram að BSRB hafði reynt til að fá ASt til samstarfs um sameigin- legan fund þessara tveggja aðila, en ekki tekist, þvi forystumenn ASl töldu það geta „spillt samn- ingamöguleikum” svo notuð séu þau orð, sem Kristjánn Thorlaci- us hafði eftir Birni Jónssyni, for- seta ASÍ. 1 fundarlok var samþykkt á- lyktun, sem birtist hér á slöunni. Fundarstjóri og fundarritarar ásamt formanni BSRB, sem er I ræðustóli. Séö yfir fullskipaðan salinn I Háskólabiói. Fremst á myndinni eru frummælendur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.