Alþýðublaðið - 29.04.1975, Side 1
FA STORMEISTARARNIR STARF HJA RIKINU?
3. SIÐA
alþýðu
STORSMYGL-
MALINU
Rannsókn er nú að nýju hafin I
stórsmyglmáli þvl, sem upp
komst á Suðurnesjum siðasta
haust. Hefur Asgeir Friðjónsson,
dómari við Fíkniefnadómstólinn,
verið skipaður sérstakur umboðs-
dómari I smyglmálinu og stýrir
hann frekari rannsókn þess. Hef-
ur nú þegar að minnsta kosti einn
maður veriðtekinn til yfirheyrslu,
en ekki er kunnugt um, hvort
gæsluvarðhaldsúrskurður hefur
verið kveðinn upp.
Eins og frá var skýrt á sínum
tima, var rannsókn þessa máls
lokið við hinn venjulega héraðs-
dóm, sem hafði málið með hönd-.
um, Sakadóm Reykjavikur, og
það sent til Saksóknara rlkisins,
eins og venja er um slik mál.
Við smygl þetta voru riðnir
skipverjar á nokkrum íslenskum
flutningaskipum og fóru fram
miklar yfirheyrslur yfir þeim.
Enda þótt nokkuð þætti skorta á,
að þeir gerðu tæmandi grein fyrir
þvi, hvað orðið hefði um það
áfengismagn, sem sannanlega
var smyglað inn i landið, meðal
annars i plastbrúsum, þótti til
þrautar á það reynt, að frekari
yfirheyrslur leiddu ekki til nýrra
upplýsinga, og gögn þau, sem
fyrir lágu, send Saksóknara
rikisins, eins og áður greinir.
Meðal annars beindust yfir-
heyrslur og rannsókn i málinu að
þvi, hvort grunsemdir um sölu
smyglsins til veitingahúsa, hefðu
við rök að styðjast. Kom ekkert
fram, sem renndi stöðum undir
þær grunsemdir.
Ekki er blaðinu kunnugt um,
hvaða ástæður liggja til þess, að
frekari rannsókn er nú hafin i
þessu máli, en það vekur athygli
að hún er ekki falin Sakadómi
Reykjavikur, heldur sérstakur
umboðsdómari skipaður til þess
að hafa hana með höndum.
FarafonovKGB^ , 1 njósnari í Stokkhólmi í 8 ár í r Nýjar upplýsingar um Farafonov: 4 Sérhæfður í að fj arstýra er- f lendum kommúnistaflokkum *
1 Tók siAan við þýðingarmeira njósnahlutverki ; «***'■ t“_£*- J*'* | 'JTi'ií’ííI | 1 sagði CL Suhberger 1 New York Times i 1 1 KGB-njósnari frá 1951 . i p „ii. | Wmr w»l>un|ir Ittl ,««• »*ní |«í»r malt. M. U •r —,"1 *“*•" h*,,* • ’y**' ! B*r™ ““'“""i**"-
SENDIHERRANN KGB NJOSNARI SEGIR MORGUNBLAÐID
EIGUM EKKERT SOK-
ÚTT VIÐ MANNINN...
- SEGIR UTANRÍKISRÁÐHERRA
„Við eigum ekkert sökótt við
þennan mann og þvl höfum við
engar ráðstafanir gert hans
vegna”, sagði Einar Ágústsson,
utanrikisráðherra, þegar Al-
þýðublaðið spurði hann í gær,
hvort fréttaflutningur Morgun-
blaðsins um hinn nýja sendi-
herra Sovétrikjanna á islandi,
Georgi Nikalaevich Farafonov,
væri utanríkisráðuneytinu til-
efni til einhverra aðgerða, eða
könnunar á sannleiksgildi frétt-
anna.
„Við höfum að sjálfsögðu lcs-
iðþetta eins og aðrir góðir borg-
arar, en annað ekki. Sovéski
sendiherrann er tilnefndur af
Utanríkisráðherrann
Sendiherrann
sinni rlkisstjórn og hann hefur
verið samþykktur af forseta ís-
lands”, sagði utanrlkisráð-
herra.
Alþýðublaðið spurði ráðherra
ennfremur, hvort i umræddum
fréttaflutningi Morgunblaðsins,
aðalmálgagni annars stjórnar-
flokksins, fælist pólitlskur
þrýstingur á hann sem utan-
rikisráðherra. „Ég hef enga
beiðnifengið um aðgerðir vegna
þessa manns og ég hef ekki
orðið fyrir neinum pólitiskum
þrýstingi hans vegna”, sagði
utanrikisráðherra.
Morgunblaðið hefur að und-
anförnu birt fréttir um starfs-
feril hins nýskipaða sendiherra
Sovétrikjanna hér á landi. Hef-
ur blaðið eftir heimildum i
Bandarikjunum, að sendiherr-
ann hafi stundað njósnastörf alit
siðan 1951. Hann sé talinn sér-
fræðingur i að fjarstýra er-
lendum kommúnistaflokkum.
Meðan hann dvaldi i Helsinki,
höfuðborg Finnlands, hafi
megin verkefn i hans verið
annars vegar að flytja og fylgja
fram fyrirmælum miðstjórnar
sovéska kommúnistaflokksins
gagnvart finnska kommúnista-
flokknum og hins vegar að sjá
um flutning með leynilegum
hætti á fjármagni frá Moskvu til
þess að halda uppi margvislegri
undirróðursstarfsemi.
SÉRSTÖK EFTIRLITSDEILD STOFNUÐ AÐ TILHLUTAN ALÞJÓÐAFLUGMALASTOFNUNARINNAR
VOPNA- OG SPRENGJULEIT
A KEFLAVfKURFLUGVELLI
Unnið er nú að þvi að setja upp
á Keflavikurflugvelli sérstakan
búnað til að gera vopnaleit á far-
þegum úr utanlandsflugi.
Búnaður sem þessi er kominn á
flesta eða alla alþjóðlega flugvelli
á Vesturlöndum, og verður að
vera kominn i gagnið eigi siðar en
1. júni nk. samkvæmt kröfum,
sem alþjóða flugmálastofnunin
og alþjóðafélög flugmanna gera,
ella verður ekki flogið til fslands.
Sérstök deild verður stofnuð
vegna þessarar vopnaleitar, og
heyrir hún beint undir lögreglu-
stjóraembættið á Keflavikurflug-
velli, en ekki tollgæslu eða útlend-
ingaeftirlit. Hér er að ræða út-
búnað, sem nefndur hefur verið
„screening” og miðast fyrst og
fremst við leit að málmhlutum á
farþegum eða i farangri þeirra.
Ráðnir hafa verið menn til starfa
við þessa deild og einhverjir
þeirra þegar verið sendir á nám-
skeið erlendis. Búist er við að alls
verði fimm starfsmenn ráðnir.
Ástæðan fyrir þvi, að krafist er
uppsetningar leitartækja af þessu
tagi og þjálfunar sérstakra
manna til að starfa að leitarstörf-
um sem þessum,er auðvitað hin
tiðu flugrán og hótanir um að
koma sprengjum fyrir i flugvél-
um. Aiþjóðasamtök flugmanna
hafa beitt sér mjög fyrir að settar
verði strangar reglur um þessi
efni og alþjóðaflugmálastofnunin,
ICAO, tryggi framkvæmd þeirra.
Þegar hafa verið fest kaup á
tækjum, sem notuð verða við
þetta eftirlit, en ekki mun vera
ætlunin að gera leit á öllum far-
þegum, heldur verður fyrst og
fremst fylgst með farþegum af
tilleknum flugleiðum. Þá mun og
ráðgert að sameina að einhverju
leytiþessaeftirleit og leit að fikni-
efnum. Verður það m.a. gert til
að sameina starfskrafta á báðum
þessum sviðum.
Með framkvæmd þessara
reglna bætist óvænt við talsverð-
ur kostnaður, þar sem islenska
flugmálastjórnin eða rikissjóður
þarf að bera kostnaðinn af þessu
eftirlitsstarfi, en i undirbúningi
mun vera að fá heimild til að taka
100 krónur af flugvallaskattinum
væntanlega til að standa straum
af þessu.
NYJAR VÖRUVERÐSHÆKKANIR GERA
LÁGLAU NABÆTU RNAR AÐ LITLU
Leyfð hefur verið hækkun
heildsöluálagningar um 6% og
smásöluálagningar um 14%, auk
þess sem leyft hefur verið að
hækka vexti i verðútreikningum
um 1/2%, en það jafngildir 5%
aukahækkunar heildsöluálagn-
ingar. Heildsöluálagning mun þvi
hækka um sem nemur 11%. Þessi
álagningarhækkun mun valda þvi
sem næst 3—4% hækkun vöru-
verðs almennt.
Auk fyrrgreindrar hækkunar
voru ýmsar verðhækkanir sam-
þykktar nú fyrir helgi, þar á með-
al 20% hækkun á aksturstöxtum
leigubila, hækkun vinnuvélaleigu
um 50%, hækkun hjá efnalaugum
og hárgreiðslustöðum, og hækkun
á allri útseldri vinnu, þar sem
laun hækkuöu við siðustu kjara-
samninga.
Með þessum verðhækkunum
hefur greiðslubyrði þeirra lág-
launabóta, sem samþykktar voru
við siðustu kjarasamninga aftur
verið velt yfir á launþega.
NÝ BÁTA-
DEILA í MAÍ?
..Bátakjarasamningarnir
eru nú komnir i höfn”, sagði
Jón Sigurðsson formaður Sjó-
mannasambandsins við blaðið
i gær, „Flest félögin hafa
samþykkt þá og hin munu fara
eftir þeim, hvað sem form-
legri samþykkt liður.
Samningarnir voru sam-
þykktir einróma i Ólafsvik i
gær og þá, eins og vera bar að-
eins af heimamönnum. Hins
vegar er allra veðra von, ef
nýframkomið frumvarp rikis-
stjórnarinnar fær óhagstæða
afgreiðslu á Alþingi. Við telj-
um liklegt, að úr þessu skerist
fyrir 21. mai, en þá þarf að
segja samningunum upp, ef
þess verður talið þörf ella
framlengjast þeir til 15. sept.
n.k.”