Alþýðublaðið - 29.04.1975, Side 2

Alþýðublaðið - 29.04.1975, Side 2
•mms&m STJÓRNMÁL ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Þórunn biður um aðstoð. I sambandi viö ferð Einars Ágústssonar, utanrikisráð- herra, til Sovétrikjanna ræddi Alþýðublaðið um málefni Ashkenazy-feðga og lét þess m.a. getið, að blaðið myndi spyrja utanrikisráðherra að þvi eftir heimkomu hans, hvort hann hefði rætt málið við sovéska ráðamenn og hverjar viðtökurnar hefðu orðið. Þegar Alþýðublaðið svo spurði Einar þessara spurn- inga neitaði hann að svara. Hann vildi ekki einu sinni upp- lýsa, hvort hann hefði minnst á málið eða ekki og sagði, að Vladimir Ashkenazy óskaði eftirþvi, að baráttan fyrir þvi, að faðir hans fengi að koma i heimsókn til tslands, yrði ekki háð fyrir opnum tjöldum. Nú hefur frú Þórunn, eigin- kona Ashkenazy, sent blöðun- um fréttatilkynningu þar sem hún segir, að Vladimir Ashkenazy hafi ákveðið að fjalla ekki um málið opinber- lega að svo stöddu, en hins vegar nái sú ákvörðun aðeins til Vladimirs Ashkenazy sjálfs. M.ö.o. að þau hjónin hafi ekkert á móti þvi að aðrir, sem vilji þeim vel, ræði mál þetta eða fylgi þvi á annan hátt opinberlega eftir. Segir hún beinlinis, að öll aðstoð hvort heldur er frá opinberum aðilum eða almenningi sé vel þegin og gefur þannig bein- linis i skyn, að þögn um þetta mál sé ekki að beiðni þeirra hjóna. Kjarni málsins Það skiptir ekki meginmál- inu i þessu sambandi, hvort afdráttarlaus neitun Einars Ágústssonar á þvi að svara spurningum blaða um þessi mál er sprottin af misskilningi hans á afstöðu Ashkenazy- hjónanna eða hinu, að hann hafi ekki á málið minnst við Sovétmenn og veigri sér við að skýra frá þvi, Hitt skiptir meginmáli, að skv. yfir- lýsingu frú Þórunnar er öll að- stoð bæði almennings og opin- berra aðila við baráttu Ashkenazy-feðganna fyrir að fá að hittast vel þegin. Vonandi gera islensk stjórn- völd sitt til að stuðla að þvi — þótt þau séu fáorö um framlag sitt. En það er hægt að gera meira. Það væri þarft og gott verk að efna til undirskrifta- söfnunar — annað hvort meðal almennings eða framámanna þjóðarinnar — þar sem skorað væri á sovésk stjórnvöld að verða við beiðni Ashkenazys. Slikar áskoranir hafa ávallt talsverð áhrif, eins og dæmin sanna — og Ashkenazy-hjónin eiga það margfaldlega skilið af íslendingum að þeir leggi það litilræði á sig, ttlji þau hjón að slik undirskriftasöfn- un myndi hafa jákvæð áhrif. í —SB SILFURTUNGLIÐ Frumsýningargestur Alþýðublaðsins á afmælis- sýningu Þjóðleikhússins á Silfurtungli Halldórs Laxness, var Óskar Halldórsson, lektor „Hinn hreini tónn” ómar svo viða i verkum Halldórs Laxness að likja mætti við stef. Tær ó- menguð lind streymir viða frarn eða við sjáum dæmi mannlifs i fullkomnum samleik við um- hverfi sitt. i annan stað er and- hverfan það listbragð sem þessu skáldi er hvað tiltækast og mig minnir að hann hafi einhvern tima haldið þvi fram að án hennar væri varla unnt að skrifa skáldskap. Það mun og mála sannast að oft sé máttur verka Halldórs i nokkru hlutfalli við styrk þeirra afla andvirkra sem á takast. 1 Atómstöðinni kom Ugla fram sem persónugerving- ur þess hugsunarháttar sem var i ósættanlegri andstöðu við að- steðjandi „læpuskaps ódyggð- ir’,’ Hún hafnaði þeim manni sem hún bar heitastan hug til af þvi að hún vildi heldur vera „maður með mönnum” en ,,ein- hver tegund ambáttar eða skækju”. Ákveðin siðgæðisvit- und sjálfstæðrar menningar er runnin henni i merg og bein. Reisn verksins á þessum and- stæðusamleik mikið að þakka, hvort heldur það er saga eða sjónleikur. En öll verk eru afsprengi sins tima. Engin furða þótt svipuð vandamál ásæktu höfund Atóm- stöðvarinnar enn að nokkrum árum liðnum rétt eftir að þjóð hans hafði gengið i Atlantshafs- bandalag og opnað land sitt fyr- ir erlendum her, enda er lifs- mynd Silfurtúnglsins allmjög á aðra lund. Fulltrúar „hins urt- ræna frumlifs” eru nú orðnir fiskar i neti þeirra afia sem herja á innlenda menningu og höfundur hafði beint geiri sinum gegn. Af fyrsta þætti er auðskil- ið að klofningur er i fólkinu sjálfu, og til að hefja hann upp i hæðir dramatiskrar listar hefði þurft stóra og margþætta menn sem jafnframt væru þess um- komnir að veita innflytjendum skrilmenningarinnar nokkurn mótleik. En hér skortir hvort tveggja. Fólkið i kaupstaðnum hennar Lóu eru einfeldningar sem leita athvarfs hjá hinum sterka. Laugi gamli faðir henn- ar hafði alltaf verið á móti verkamönnum, þótt verkamað- ur væri sjálfur, og stutt hina riku. Óli tengdasonur hans hef- ur hætt að aka bil og freistar nú gæfunnar hjá peningavaldinu, e.t.v. vegna áhrifa annarra. Hálfgleymdur frægðardraumur Lóu er auðvakinn. Og skuggi fjölskyldunnar er glæpamaður- inn og drykkjusjúklingurinn Róri. Hér skortir þvi frá upphafi grundvöll fyrir dramatisk átök. Lóa er einungis verslunarvara og leiksoppur án þess jafnvel að skilja það sjálf. Samt er verkið átakanlegt og áminning þess sterk jafnt um sjálfsábyrgð ein- staklings sem þjóðar. Og ekki má gleyma þvi að viða fer höf- undur þess á sinum alkunnu kostum. Sýning Þjóðleikhússins, undir stjórn þeirra Brietar Héðins- dóttur og Sveins Einarssonar er vel æfð og unnin, enda um margt með ágætum. Breytingar þær sem orðið hafa á frumgerð verksins styrkja heild þess og draga úr melódramatiskum einkennum sem stundum jöðr- uðu við væmni. Veigamesta breytingin er niðurfelling fyrra leiksviðs 4. þáttar sem sett var fyrir húsdyrum Lóu um nótt i september. Þá hefur öldruð söngkona bæst i hóp leikpersóna og á hún nokkurn þátt i að skapa hinn tilhlýðilega fáránleik sem einkennir 2. þátt. Hlutverk Lóu er örðugt vegna þess hve persónan sem þarf að gegna aðalhlutverki, er tak- mörkuð. önnu Kristinu Arn- grímsdóttur tekst vel að túlka látlausa einfeldni hennar, raun- ar einnig stundum hina innri togstreitu. Og söngur hennar var sannur. Það er enginn hægðarleikur að gera öllu meira úr þessu hlutverki. Laugi faðir Lóu er hins vegar vel gerð auka- persóna og prýðilega túlkuð af Val Gislasyni sem er skemmti- lega hress og hégómlegur i senn. Óli bóndi Lóu er gersam- lega ódramatisk persóna en fel- ur eigi að siður i sér vonarglætu verksins er hann stendur einn á sviðinu i leikslok. Sigmundur órn Arngrimsson fer laglega með þetta snauða hlutverk. ísa verður tilætluð andstæða vin- konu sinnar i meðförum Ing- unnar Jensdóttur sem leikur af þrótti og glæsibrag og lætur sannast að sumir þola að vera frægir. Feilan ó. Feilan verður i túlk- un Erlings Gislasonar burðarás sýningarinnar. Erlingur leikur hinn ófeilna peningaþrjót og skrumkóng með ágengri og i- smeygilegri mýkt svo hvergi skeikar. Jafnframt kemur skýrt i ljós að i honum leynist snefill af listarsmekk, en það greinir hann frá prangvini hans Pea- cock sem metur kvenmenn bara eftir þessu eina og mætti i raun- inni vera ýktari þó Róbert Arn- finnsson leiki af snilld. Afl- raunamaðurinn er hæfilega heimskur en helst til daufur i meðförum Hákonar Waage. Sigur hans yfir Lóu i lokin, sem er afar mikilvægur fyrir niður- stöðu verksins, er þrátt fyrir allt varla sannfærandi. Liku máli gegnir um visdómsorð leikrits- ins i framsögn Guðmundar Magnússonar. Bryndis Péturs- dóttir er góð sviðgæsla og sam- leikur einkar góður, þar sem blaðamenn, dansmeyjar o.fl. þyrpast saman i lok annars þáttar. Umgerð sýningarinnar og lýsing virtist mér vel við hæfi að ógleymdu vöggulagi Jóns Nordals sem mér finnst orðinn óaðskiljanlegur hluti verksins. Þótt sýning Silfurtúnglsins fyrir 20 árum sé að nokkru sveipuð i gleymskunnar hjúp leyfi ég mér að staðhæfa að þessi taki henni i mörgu fram. Þar valda breytingar nokkru, en þær vitna ásamt ýmsu i túlk- un verksins nú, um aukinn skilning á eðli þess. En er þetta ekki sagan um verk Halldórs Laxness? 1 Í WRcvnai Sími 8-55-22. Opið allan sólarhringinn 1 1 ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA f KRON gL feí’C SS Hafnartjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 jíi Eftir lokun: i Upplýsingasími 51600. Dunn í GlflEIIDflE /ími 04200 ,1 Þriðjudagur 29. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.