Alþýðublaðið - 29.04.1975, Side 6
HÚSBYGGJENDUR!
nýkomnar I ýmsum viðartegundum
Komíð og skoðið — Verðið hagstætt
JIB
ssr;5is£sss=s:s5ii
JÖN LOFTSSON HF.
Hringbrout 121 . Sfmi 10-600
TIMBURDEILD
að skoöa rtyja Das -húsiö aö Furuhindi 9, Gar&ahreppi.
Húsfð veröur tHsýnís daghs&a tH S. mai, frá kl.
18-22, faugardaga og heígidaga trá ki, 14-22.
Húsið ersýnt með óllum húsbúnaöi.
Indriði Pálsson
Hér birtist grein, sem Indriði Pálsson, forstjóri
oliufélagsins Skeljungs ritaði i nýútkomið frétta-
blað fyrirtækisins. í greininni birtast ýmsar at-
hyglisverðar staðreyndir, og þar rekur Indriði
nokkuð ganga mála i sambandi við þær oliuverð-
hækkanir, sem svo mjög hafa sett svip sinn á allt
okkar líf og örvað til allra muna leitina að nýjum
orkulindum.
HUGLEIÐINGAR
UM OLfU OG ORKU
Að flestra dómi er orkan í hinum mis-
munandi myndum þau efnislegu gæði,
sem manninum eru hvað mikilvægust í
sókn hans til bættra lífskjara og betra lífs.
Líklegt er því, að kapphlaup þjóðanna
um orkuna muni halda áfram um ófyrir-
sjáanlega framtíð. Þessar staðreyndir hafa
orðið mönnum æ Ijósari á síðustu árum,
ekki sízt eftir hina miklu olíuhækkun á
síðari hluta ársins 1973 og afleiðingar
hennar á efnahagsiíf þjóðanna.
Viðurkennt er að olían er mikilvægasti
orkugjafi, sem maðurinn ræður nú yfir,
og eru ekki fyrirsjáanlegar miklar breyt-
ingar þar á, næsta áratuginn.
Árið 1960 stofnuðu aðal olíuútflutn-
ingsríki heimsins samtök, sem nefnd hafa
verið OPEC (Organization of Petroleum
Exporting Countries). Megin tilgangur
þessara samtaka var frá upphafi sá, að
auka tekjur olíuframleiðslulandanna af
sölu þessa mikilvæga orkugjafa. Takmarki
sínu ætluðu OPEC ríkin að ná með því
að auka eignaraðild sína að framleiðsl-
unni, hækka verulega verð hráolíunnar
og leggja hærri skatta á fjölþjóðaolíu-
fyrirtækin, sem í flestum tilfellum sáu um
vinnslu og sölu olíunnar.
Þrátt fyrir stöðugt vaxandi notkun olíu
í heiminum, varð OPEC ríkjunum lítið
ágengt í þessari viðleitni sinni þar til um
1970. Það var þó ekki fyrr en í „Yom
Kippur“ stríðinu milli Arabaríkja og Isra-
els í októbermánuði 1973, að olíufram-
leiðsluríkin létu verulega til skarar skríða
í þessu efni. Þá slitu OPEC rikin öllum
samningum við fjölþjóðaolíufyrirtækin og
hækkuðu einhliða verð á sínum hluta
hráolíunnar. Frá árinu 1970 og fram til
vors 1974 hækkaði hráolían þannig úr
u. þ. b. $ 1.80 hver tunna í $ 11.00 —
$ 12.00 hver tunna. Nú mun verðið al-
mennt vera um $ 10.00 — S 11.00 hver
tunna.
Erlendis hefir verið gerð könnun á því
hvernig núverandi smásöluverð, þ.e. verð-
ið sem notandi olíuvaranna greiðir, skipt-
ist milli hinna ýmsu kostnaðarþátta.
Til grundvallar þessari athugun er lagt
smásöluverð, árið 1973, í Vestur-Evrópu,
Japan, Bandaríkjunum og öðrum iðn-
væddum ríkjum, utan sósíalísku ríkjanna.
Mörgum kann að þykja forvitnileg niður-
staða þessarar könnunar, en hún er þann-
ig:
Hlutfall af
meðalsöluverði
Framleiðslukostnaður 1.0%
Flutningskostnaður 7.0%
Vinnsla hráolíunnar í
olíuhreinsunarstöðvum 2.5%
Dreifingarkostnaður 10.0%
20.5%
Skattar og gjöld í fram-
leiðslulandinu 39.5%
Skattar og gjöld í því
landi, þar sem olían er notuð 36.0%
Hlutur fjölþjóðaolíufyrirtækja 4.0%
Samtals 100 %
Allt til ársins 1970 hafði hráolíuverðið
verið mjög lágt, e. t. v. óeðlilega lágt,
og hlutur framleiðslulandsins lítill. Fram
til þess tíma höfðu fjölþjóðaolíufyrir-
tækin með höndum alla framleiðslu olí-
unnar og sölu og réðu mestu um verðið.
Eftir árið 1970, og sérstaklega eftir „Yom
Kippur" stríðið í október 1973, gjör-
breyttist þessi aðstaða. Hlutverki fjöl-
þjóðaolíufyrirtækjanna, sem þess aðila er
ákvað verðið, var þá að mestu lokið.
Eins og Ijóst er af framanrituðu, eru
tveir þættir stærstir í verðmyndun sölu-
verðs á olíu:
A. skattar og gjöld til olíuframleiðslu-
landsins.
B. skattar og gjöld til stjórnvalda í
sölulandinu.
Það var því ekki óeðlilegt að stjórnvöld
takist meira á um verðið hér eftir en
áður hefir verið. Slík hefur raunar þróun-
in orðið. Nú er svo komið að OPEC
ríkin annars vegar og samtök olíuinn-
flutningslanda IEA (International Energy
Agency) hins vegar eru þeir aðilar, sem
aðallega deila um verð jarðolíunnar.
OPEC ríkin vilja halda verðinu uppi
og jafnvel hækka það enn frekar. IEA
ríkin vilja lækka verðið, en þó ekki nema
að vissu marki. Einmitt þessa dagana er
verið að undirbúa ráðstefnu OPEC og
IEA ríkjanna um olíuverðið. Vonir
standa til, að á þeirri ráðstefnu verði
gerð alvarleg tilraun til þess að leysa a.
m.k. hluta þeirra vandamála, sem hin
gífurlega olíuverðhækkun hefir valdið
flestum þjóðum heims. Hvort þess hátt-
ar samkomulag, er staðið getur til nokk-
urrar frambúðar, tekst á milli þeirra að-
ila, sem þar takast á um hagsmuni, skal
engu um spáð að svo stöddu.
Ef litið er til baka virðast hagsmuna-
samtök (Cartel), eins og OPEC ríkin
hafa til stofnað, yfirleitt ekki verið lengi
við líði. Erfitt hefir reynzt að halda slík-
um samtökum saman þegar á móti blæs,
sérstaklega ef hagsmunir, bæði efnahags-
legir og pólitískir, rekast á meðal þátttak-
enda. Margt bendir til þess að slíkir hags-
munaárekstrar innan OPEC ríkjanna séu
þegar farnir að valda þeim erfiðleikum.
Að því er varðar olíuinnflutningslöndin,
er augljóst að hagsmunir þeirra í þessu
efni falla ekki að öllu leyti saman. En
mismunandi sjónarmið þeirra eru af öðr-
um toga spunnin og virðast auðleystari.
Það er ekki ólíklegt að í þessu skeri úr
hinn mikli munur á einhæfu efnahagslífi
olíuútflutningslanda og háþróuðu og fjöl-
þættu efnahagslífi olíuinnflutningslanda.
Til þessa tíma hefir nánast allur út-
flutningur olíuútflutningsríkja verið
byggður upp í kringum olíuframleiðsluna.
Breyting þar á verður tæpast á næstu ár-
um. Á hinn bóginn eru þau olíuinnflutn-
ingslönd, sem mynda IEA, í hópi auð-
ugustu og stærstu iðnaðarríkja heims og
vinna þau nú að því að miklum krafti að
þróa tækni, sem geri þeim mögulegt að
verða sífellt óháðari innflutningi á olíu
til orkuframleiðslu sinnar. Aðstaða iðn-
ríkjanna virðist þannig vera sterkari þeg-
ar til lengdar lætur.
Iðnaðarríkin leggja nú mikla áherzlu
á að reyna að finna nýjar olíulindir, vinna
olíu úr öðrum efnum og þróa nýja orku-
gjafa, er komið gætu í stað olíu. Þannig
er nú mikil áherzla lögð á að flýta fram-
kvæmdum við olíuvinnslu í Norðursjó
og á Alaska-svæðinu, unnið er að athug-
unum á möguleikum þess að vinna olíu
Iðnaðarríkin leggja nú
mikla áherzlu á að reyna að finua
nýjar olíulindir,
vinna olíu úr öðrum efnum
og þróa nýja orku-
gjafa.
BYGGJUM FÆREYINGAHÚS í REYKJAVÍK
angarnir
ÞU ÞYUlSr VERA
VINUR MINN
\r----------
HÉR 5TEND É& MES
SýlttíP&FÓTU ÁHOFÐINU
.06 ALLT OG> SUMT SEN\
WJ&ÖZIR.ERAQ
MQ06A MIG
DRAWN BY DENNIS COLUNS WRITTEN BY MAURICE DODD
Oft er talað um, að norrænt samstarf
sé meira i orði en á borði, meira hugsjón
en veruleiki.
En hugsjónir eru til þess að verða
veruleiki, án þess þó að glata sinum
ljóma.
Norrænu þjóðirnar standa flestum
þjóðum framar að mennt og andlegum
þroska, þar sem réttlæti, friður og gleði
eru sett i öndvegi af heilum hug og
nokkrum fórnum.
Samstarf og samhugur er ávöxtur
sliks hugarfars. Og þar er ekki farið eft-
ir höfðatölu einni, heldur manngildi og
dáðum. Engar norrænu þjóðanna eru
skyldari en tslendingar og Færeyingar,
ekki einungis að uppruna, heldur að
sögu, umhverfi, mótun.
Synir hafsins yrði sagt með fyllsta
rétti um tvo einstaklinga þessara ey-
landa i Norður-Atlantshafi.
Engir ættu þvi að skilja hvor annan
betur, unna hvor öðrum meira, hjálpa
hvor öðrum fúslegar, láta fremur eitt
yfir báða ganga en þessir tviburar
vaxnir upp úr djúpinu. Og þeir eiga
sameiginlegt markmið, raunar á marg-
vislegan hátt, en eitt sem er bæði heilagt
og hversdagslegt i senn: Það hefur verið
nefnt Sjómannaheimili Færeyinga I
Reykjavik. Og það hefur verið sýnilegt
sem svolitið fallegt hús við strandgötu
borgarinnar.
En nú á það að verða stórt og fallegt
„heimili” jieim sem að heiman eru á
hafinu hér norður frá.
Séra Árelíus
Níelsson
bað er ekki vansalaust, að Reykjavik,
með allan sinn stórborgarblæ á ekkert
sjómannaheimili I venjulegri merkingu
þess orðs, þótt nokkrir fórnfúsir ein-
staklingar sjái þörfina og reyni úr að
bæta.
Hér er þvi sameiginlcgt verkefniFær-
eyinga og Reykvikinga að ekki sé sagt
allra tslendinga. Nauðsynleg menning-
arstofnun. Og þetta hús ætti einnig að
verða táknræn menningarstofnun fyrir
samstarf þessara bræðraþjóða-tvfbur-
anna i Atlantshafi, sem eru i senn svo
smáir — en samt svo stórir að hafa vax-
ið i sambýli viö hafið, en ekki látið kúg-
ast af þvi.
Norræna húsið i Reykjavik er nú þeg-
ar stofnun, sem allar norrænu þjóðirnar
eru stoltar af.
Eignumst nú annaö hliðstætt á öðrum
vettvangi, ennþá nær starfsgrundvelli
oghversdegi þessara tveggja þjóða —
hafinu — smærra i sniðum en stórt samt
— þar sem bræðralagshugsjón kristins
dóms yrði sólskin innan dyra.
Enn skal nú á þessu ári átak hafið til
eflingar þessari hugsjón Færeyinga —
Og tslendinga:
Bygging Færeyingahúss i Reykjavik.
Það ætti ekki að vera neinum tslend-
ingi óviðkomandi. Samtaka bræður að
settu marki.
Reykjavik
Sumardaginn fyrsta 1975
Árelius Nielsson.
úr olíusandi, en fyrst og fremst beinist
nú athygli manna að vinnslu olíu
úr kolum. Talið er liklegt, að vinnsla á
olíu úr kolum muni geta orðið sam-
keppnisfær innan 5 ára hvað verðlag
varðar miðað við venjulega hreinsaða
olíu. í stað olíunnar gætu einnig komið
aðrir orkugjafar, fyrst og fremst kol, en
gífurlegt magn þeirra er vinnanlegt á
ýmsum stöðum jarðarinnar, sérstaklega í
Ameríku.
Að þessum orkugjöfum slepptum er
sérlega athyglisverð orkuvinnsla úr gasi,
jarðvarma og fallvötnum.
Miklum tíma og fjármunum er enn-
fremur varið í að flýta þeirri tækniþróun,
sem þarf að nást svo að hægt sé að nýta
vetnisorkuna til venjulegrar orkufram-
leiðslu í stað olíu.
Ef horft er lengra fram í tímann bein-
ist athygli vísindamanna sérstaklega að
beizlun sólarorku og þeirrar orku, sem
fólgin er í vindum og sjávarföllum. Áætl-
anir hafa verið gerðar um að fullnægja
á þann hátt orkuþörf þjóðanna.
Þegar litið ér til framtíðar er því ekki
líklegt að manninn þrjóti orkugjafa og
olían verður örugglega ekki eins mikil-
vægur þáttur í orkustarfsemi heimsins
síðar meir eins og hún virðist nú vera.
Fyrir þá, sem áhuga hafa á þessum
málum, kann að vera fróðlegt að athuga
spá, sem gerð hefur verið um hvaðan sú
orka á rætur sínar, sem þjóðirnar munu
nota árið 2000 og samanburður gerður
við orkunotkunina árið 1970. Þessi sam-
anburður lítur þannig út:
Ár Ár
1970 2000
Olía 46% 22%
Gas 17% 14%
Kol 31% 30%
Olíusandur o. þ. h. — 4%
Afl vatnsfalla og fossa 6% 4%
Vetnisorka óveruleg 24%
Jarðhiti óveruleg 2%
Sólarorka — óveruleg
100% 100%
Hið háa verð, sem OPEC ríkin hafa
ákveðið að selja hráolíu sína fyrir, hin
síðustu ár, er einn' aðal hvati þess að
þjóðirnar leita nú sem ákafast að nýjum
orkugjöfum. Það kann að hljóma ein-
kennilega en hefur þó fólginn í sér a.m.k.
nokkurn sannleik, að með hinu háa olíu-
verði skapa OPEC ríkin sjálfum sér stór-
kostlega efnahagsörðugleika, ef til langs
tíma er litið. Samtímis hafa aðgerðir
þeirra orðið til þess að örva tækniþróun
í hinum iðnvæddu ríkjum vesturlanda og
þannig stuðlað að því, að þau verði ó-
háðari olíu frá OPEC ríkjum sem orku-
gjafa í framtíðinni.
RITSTJORN ALÞVÐUBLAÐSINS
SÍÐUMIÍLA 11 SÍMI 8-18-66
0
Þriðjudagur 29. april 1975.
Þriðjudagur 29. april 1975.