Alþýðublaðið - 29.04.1975, Blaðsíða 10
Sir William Stephenson, einhver stórhrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
H. Moilfiiiry Hydi
I þýHlngi Hirstllix Pilsxonir
DULARFULLI 35
KANADAMAÐURINN
„Monsieur Laval og ég erum sem einn maður,“ sagði Pétain við það tæki-
færi. Uppgjöfin fyrir Hitler var alger orðin.
4.
Meðan Stephenson bjóst til að fletta ofan af leynistarfsemi Vichy-
Bendiráðsins í Bandaríkjunum, afréð hann að ráðast til inngöngu í sjálft
sendiráðið. Heiðurinn af, að þetta skyldi takast, ber konu nokkurri, sem
hann réð til B.S.C. snemma á starfstíma stofnunarinnar. Afrek hennar
áttu að verða ómetanleg frá sjónarmiði bandamanna. Hvað dirfsku snerti
jafnast að líkindum ekkert njósnaafrek síðasta stríðs við þetta. Henni
tókst ekki aðeins að útvega venjulegan lesmálstexta nær allra skeyta, sem
send höfðu verið til og frá Vichysendiráðinu, heldur átti hún og þátt í
að afla flotadulmálslykla Itala og Frakka, sem gerðu brezka flotamála-
ráðuneytinu kleift að lesa, allt til stríðsloka, öll mikilvæg skeyti, loft-
skeyti og flotafyrirskipanir, sem náðust, þótt á dulmáli væru.
Þegar sagan verður sögð hér, mun ljóst verða, að kona þessi átti
gengi sitt að þakka sérstökum kvenlegum töfrum. Þó er það einkenni-
legt við þetta, að hún bjó ekki yfir mjög augljósum kynþokka. Hún var
hvorki fögur né jafnvel lagleg í venjulegum skilningi þeirra orða, þótt
hún hefði fallegt, Ijóst hár. Hún var hávaxin, drættirnir nokkuð áber-
andi, og hún var alltaf vel til fara. Það var áreiðanlega ekkert við hana,
sem virtist gefa í skyn, að hún væri Iauslát. Hún var þægilegur félagi,
því að hún var gáfuð og gat vel komið fyrir sig orði — eða kunni öllu
heldur vel að lilusta. Rödd hennar var mjúk og sefandi, og vafalaust
vakti það traust á henni. Yera má, að áhrif hennar á fórnarlömbin hafi
upphaflega verið andleg, og uppgötvunin á líkamlegum töfrum hennar
síðan verkað eins og víma. Ekki verður dregið í efa, að hún hafi verið
mjög aðlaðandi líkamlega, því að þau traustu tök, sem hún náði á
sendimönnum þeim, sem hún aflaði leyndarmálanna hjá, byggðust aug-
ljósleea á kynþokka. En hún var búin mörgum öðrum kostum. Hún
hafði ferðazt víða og skildi sálarlíf Evrópumanna mætavel. Hún var
skarpgáfuð og gaf nákvæmar skýrslur. Hún var framúrskarandi hugrökk,
jafnan fús og oft áköf í að leggja sig í hættu, sem hinir brezku húsbænd-
ur hennar vildu ekki samþykkja. Enginn vafi lék á, að henni mátti
treysta í hvívetna, og tryggð hennar við húsbændurna var alger. Hún
sóttist ekki eftir fé, þráði aðeins að þjóna málstaðnum, sem hún trúði á.
Henni voru greidd lág laun, sem nægðu fyrir litlu meira en útgjöldum
hennar. Verðmæti afreka hennar verður ekki metið til fjár. Það var
ómetanlegt.
I sögu þessari er hún kölluð Cynthia, þótt það sé ekki hið rétta
nafn hennar. Og skyldi einhverjum lesanda detta í hug, að hún sé hugar-
fóstur höfundar, er rétt að taka fram, að hann naut þeirrar ánægju að
þekkja hana um þessar mundir, en ekki á sama hátt og ýmsir viðskipta-
vinir hennar. Höfundur man til dæmis greinilega, er hann gekk með
henni eftir Madison Avenue í New York dag nokkurn síðla í ágúst 1941
og sá tilkynnt á blaðasölustöðum, að Laval hefði verið sýnt banatilræði
og væri hann sár. Þegar við höfðum keypt blað með frétt um þetta,
héldum við til gisthúss í nágrenninu, þar sem Cynthia bjó, og ræddum,
hvað gerast mundi, ef Laval dæi af áverkanum. En Laval náði heilsu;
honum var ekki ætlað að deyja af kúlum morðingja, heldur opinberrar
aftökusveitar í landinu, sem hann hafði svikið í hendur hinum forna
fjandmanni Frakka.
Fyrsta meiri háttar verkefni Cynthiu var að afla dulmálslykla ítalska
flotans í sendiráði Italíu í Washington, og sýndi hún með því afreki
veturinn 1940—1941, hvað í hana var spunnið. Hún byrjaði á að koma
sér í kynni við flotamálafulltrúann, Alberto Lais flotaforingja, og gerði
sér mjög títt um hann. Hann brást við þokka liennar á þann hátt, sem
hún vænti, og bráðlega — aðeins fáeinum vikum eftir fyrsta fund þeirra
taldi hann sig mjög ástfanginn af henni. Fyrir bragðið gat hún gert
við hann nær hvaðeina, sem hún óskaði. Þegar litið er um öxl, virðist
næstum ótrúlegt, að eins reyndur og fullorðinn maður og hann, sem var
af eðlisávísun, þjálfun og sannfæringu öruggur föðurlandsvinur, skyldi
verða svo frá sér numinn af ástríðu, að hann var fús til að vinna gegn
hagsmunum lands síns, til að njóta náðar konu. En þannig fór samt.
Jafnskjótt og Cynthia hafði náð þeim tökum á honum, sem hún
óskaði, kom hún beint að efninu. Hún sagði flotaforingjanum, að hún
óskaði afrita af dulmálslyklum flotans. Þótt einkennilegt kunni að virð-
ast, féllst hann möglulítið á að aðstoða hana. Hann setti hana í samband
við dulmálsritara sinn, sem afhenti dulmálsbækurnar, þegar náð hafði
verið fullnægjandi samkomulagi um fjárhagshliðina. Einn af sérfræðing-
0---------------------------------------------------------------------
um Stephensons í Washington tók ljósmyndir af bókunum, og árangurinn
var samstimdis sendur til London.
Þrátt fyrir þann mikla skell, sem ítalski flotinn hafði hlotið af völd-
um árásar brezkra flotaflugvéla í aðalbækistöð sinni í Taranto í nóvem-
ber 1940, höfðu Italir samt talsverðan flotastyrk á Miðjarðarhafi um
þessar mundir, eða sex orustuskip, þar af tvö með 15 þumlunga fallbyss-
ur, 19 nýtízku beitiskip og 120 tundurspilla og tundurskeytabáta, auk
meira en 100 kafbáta. Tölulega var þessi floti miklu öflugri en Mið-
jarðarhafsfloti Cunninghams hins brezka, sem hafði bækistöð í Alexandríu.
Ekki leikur á tveim tungum, að Cunningham hefur talið þær upplýsingar
um ferðir ítalska flotans, sem fengnar voru með dulmálslyklunum, til
mjög mikils hagræðis í sambandi við ákvarðanir um athafnir eigin flota.
Til dæmis áttu menn réttilega von á því, vegna þekkingar á dulmáls-
lyklunum, að ítalski flotinn héldi til Eyjahafs í marz 1941, en árangur-
inn varð 'stórkostlegur sigur Breta í sjóorustu undan Matapanhöfða, þegar
mikill hluti ítalska flotans var gerður óvígur til ársloka.
Nokkra hríð eftir að Cynthia útvegaði dulmálslyklana, hélt hún
áfram að hitta Lais flotaforingja og frétti þá einnig um ýmsar fyrirætl-
anir möndulveldanna á Miðjarðarhafi. Loks átti Cynthia sök á, að flota-
foringinn var neyddur til að fara frá Bandaríkjunum. Það gerðist með
eftirfarandi hætti.
Vorið 1941 lágu mörg ítölsk kaupskip í bandarískum höfnum, þar
eð skipverjar töldu hvorki hyggilegt né mögulegt að komast gegnum
hafnbann Breta til Evrópu. Lais flotaforingja skildist, að Bandaríkin
mundu fyrr eða síðar lenda í styrjöldinni og bandamenn þá taka skipin,
svo að hann lagði á ráðin um, að spjöll skyldu unnin á þeim. Til allrar
hamingju sagði hann Cynthiu, að hann hefði mælt svo fyrir, að vélar
fimm skipa, sem lágu í Norfolk í Virginíu, skyldu gerðar ónothæfar, og
lét hún þegar vita, hvers hún hefði orðið vísari. Stephenson lét þessar
upplýsingar berast áfram til leyniþjónustu Bandaríkjaflota, sem sendi
þær áleiðis til utanríkisráðuneytisins. Þótt of seint væri að koma í veg
fyrir tjón á flestum skipunum, var hægt að girða fyrir frekari spellvirki.
Bandaríkjastjóm lagði síðan hald á öll skipin, auk fjölda þýzkra skipa,
sem áhafnimar höfðu einnig imnið tjón á. Ríkisstjómir Italíu og Þýzka-
lands mótmæltu þessum bandarísku aðgerðum, en 3. maí 1941 birti
utanríkisráðuneytið harðorð svör og benti á, að þar sem skipverjar hefðu
unnið spjöll á skipunum, svo að siglingum og öryggi í bandarískum höfn-
um væri stefnt í voða, hefðu þeir gerzt brotlegir við bandarísk lög þrátt
fyrir gestrisni þá, sem þeim hefði verið auðsýnd. Jafnframt tilkynnti
Cordell Hull ítalska sendiherranum, Colonna prins, að flotamálafulltrúi
hans væri persona non grata og yrði þegar að kalla hann heim. Sendi-
herrann átti ekki annars kost en hlýða þessu. Lais flotaforingi gmn-
aði Cynthiu aldrei. Þegar hann var að stíga á skip, sem átti að flytja
haim til Italíu, stóðu tveir aðilar á hafnarbakkanum til að kveðja hann.
Annars vegar voru kona hans og böm — en hins vegar Cynthia, sem
stóð ein álengdar. Ástsjúkur flotaforinginn eyddi síðustu mínútunum
með henni og lét sem hann vissi ekki af grátandi fjölskyldu sinni.
1 næsta mánuði var Cynthiu sagt að beina athygli sinni að Vichy-
sendiráðinu í Washington. Hún kom í sendiráðið í gervi hlaðakonu
ásamt aðstoðarkonu, því að henni hafði verið heitið blaðaviðtali við
sendiherrann. Fyrst sátu konumar nokkra stund hjá háttsettum sendi-
sveitarmanni, sem skrafaði við þær, meðan þær biðu eftir Henry-Haye.
1 sögu þessari er maður sá kallaður Bestrand höfuðsmaður. Hann talaði
við gestina í nær klukkustund, og að þeim tíma liðnum vissi Cynthia,
að hún hafði náð fyrsta markinu. Þegar þessi ágæti höfuðsmaður fylgdi
þeim til skrifstofu sendiherrans, lét hann í ljós ósk um að hitta hana
aftur.
Blaðakonumar áttu langt „trúnaðar“viðtal við sendiherrann. Hann
var taugaóstyrkur, þegar bezt lét, en þenna dag virtist hann naumast
með sjálfum sér, því að hann hafði átt sérstaklega óþægilegar samræður
við Hull utanríkisráðherra. Hann reyndi samt að skýra eftir mætti fyrir
hinum háttvísu og eftirtektarsömu áheyrendum sínum, hversu erfitt
verkefni honum hefði verið falið. Hann var mjög hreinskilinn varðandi
sambúð Frakka og Þjóðverja. „Framtíð Frakklands krefst samvinnu við
Þýzkaland,“ sagði hann. „Ef bifreiðin yðar lendir úti í skurði, snúið þér
yður til mannsins, sem getur hjálpað yður að ná henni upp á veginn.
Þess vegna ætlum við að starfa með Þýzkalandi.“
Sendiherrann var hvorki orðvar né óeðlilega gætinn. Homun fannst
tækifærið gott, til að koma á framfæri við bandarískan almenning nokkra
af þeirri andúð á Bretum, sem hann hafði látið í ljós á fyrsta starfs-
mannafundi sínum. Hann lét móðan mása og virtist ekki flýta sér að
TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS
P.O. BOX 320
REYKJAVÍK
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að
Alþýðublaðinu.
Nafn: ...............................
Heimili:.............................
KLIPPIÐ ÚT OG SENDIÐ
Þriöjudagur 29. apríl 1975.