Alþýðublaðið - 06.05.1975, Qupperneq 6
9. ÞING ÆSKULÝÐSSAAt
HALDIÐ í REYKJAVÍK 25.-27. APRÍL 1975
Fulla atvinnu til handa sérhverjum vinnufærum
manni í landinu! Fullnægjandi og mannsæmandi laun
til handa hverjum þeim, sem selur vinnuafI sitt á al-
mennum vinnumarkaöi! Mannsæmandi tekjutrygg-
ingu til handa öllum, sem af einhverjum orsökum
neyðast til að leita á náðir þjóðfélagsins um afkomu-
möguleika sína!
Þannig er upphafiö að þeim
kafla, sem fjallar um baráttu-
mál Æskulýðssambands Islands
á innanlandsvettvangi næsta
starfstímabil, sem er tvö ár. I
greinargerð sem fylgir segir
svo:
9. þing Æ.S.l. litur mjög al-
varlegum augum þá kjara-
skeröingu, sem orðið hefur á
undanförnum mánuðum. Þingið
telur að Æ.S.Í. geti alls ekki leitt
hjá sér slika atburði, sem setja
jafn rikan svip á þjóðlifið. Þing
Æ.S.I. beinir þvi til stjórnar og
fulltrúaráðs Æ.S.I., að á næsta
starfstimabili leggi Æskulýðs-
sambandið einkum áherslu á
starf sem miðar að samstöðu
með verkalýðnum og ööru
launafólki með sömu stéttar-
stöðu.
Yfirstandandi kreppa auð-
valdsheimsins og samdráttar-
viðbrögðin við henni leiða óhjá-
kvæmilega til mikils atvinnu-
leysis, sem þegar er orðið að
veruleika viða um lönd. At-
vinnuleysi kemur ævinlega hart
niður á þvi unga fólki, sem er að
byrja að leita fyrir sér á vinnu-
markaðinum. Hér er um að
ræða mikilvægan starfsvett-
vang fyrir Æ.S.I., en áherslu
verður um fram allt að leggja á
að slikt starf einkennist af sam-
stöðu með verkalýð og öðrum
launahópum, sem sömu hags-
muna eiga að gæta i stéttarlegu
tilliti.
Auk þess segir um baráttumál
sambandsins:
9. þing Æ.S.t. beinir þeim til-
mælum til stjórnar Æ.S.Í., að
hún beiti sér fyrir þvi, að sam-
bandið taki upp samstarf við
samtök náttúruverndarfólks
ogönnur samtök, sem hafa að
stefnu andóf gegn fyrirhugaðri
byggingu málmblendiverk-
smiðju á Grundartanga i Hval-
firði.
Þingið mælist ennfremur til
þess, að Æskulýðssambandið
standi á verði gagnvart öllum
áformum um stóriðjufram-
kvæmdir, sem kunna að spilla
náttúru landsins, stuðla að
óheillavænlegri byggðaþróun
eða geta orðið til að flækja efna-
hags- og atvinnulif þjóðarinnar,
enn frekar en orðið er, i net er
lends einokunarauðmagns.
9. þing Æ.S.I. hvetur öll að-
ildarsambönd sin til að þjappa
sér saman i baráttunni gegn
hvers kyns samblæstri skamm-
sýnna gróðaafla i landinu, sem
setja skjótfenginn auð ofar öll-
um mannlegum sjónarmiðum
og geta þvi stefnt menningu og
sjálfstæði þjóðarinnar i bráðan
háska, fái þau að fara sinu fram
óhindrað.
9. þing ÆSI leggur áherslu á,
að áfram verði unnið að eftir-
farandi baráttumálum:
afnámi erlendra herstöðva á
tslandi, afnámi allra hernaðar-
bandalaga.
9. þingið itrekar ennfremur þá
stefnu, að Æ.S.I. beiti sér fyrir
auknum stuðningi islenskrar
æsku og samstöðu með alþjóð-
legri baráttu gegn arðráni og
kúgun heimsvaldastefnunnar.
9. þing Æ.S.l. felur stjórn og
utanrikisnefnd Æskulýðssam-
bandsins, að sjá til þess að
framangreindri stefnu, verði
framfylgt i starfi samtakanna.
9. þing Æ.S.l. felur stjórn
Æskulýðssambandsins, að
kanna innan tiðar vilja aðildar-
félaganna til að fylgja eftir
könnun þeirri á neyslu fikni-
efna.sem Þórunn Friðriksdóttir
gerði að tilhlutan ÆSI. Þingið
telur æskilegt að reynt verði að
fá fram hugmyndir aðildar-
félaganna um framhald á starfi
Æ.S.I. i sambandi við neyslu
vimugjafa og almenna af-
þreyingarháttu islenskra ung-
menna. Skýrsla um afstöðu
aðildarfélaganna skal siöan
lögð fyrir fulltrúaráðsfund
Æ.S.l. til ákvörðunar um
frekari stefnumótun i þessu
sambandi.
9. þing Æ.S.I. leggur rika
áherslu á,að öll kynning á starf-
semi sambandsins og baráttu-
málum þess verði stórefld á
næsta starfstfmabili, og að jafn-
an verði leitast við að halda sem
nánustu sambandi við fjölmiðla
og almenning i landinu.
9. þing Æskulýðssambands Is-
lands var sett i Templarah.
viö Eiriksgötu 25. april af vara-
formanni þess, Jónasi Sigurðs-
syni. Siðan flutti Hafsteinn Þor-
valdsson, formaður Æskulýðs-
ráðs rikisins ávarp. Starfsmenn
þingsins voru kjörnir þessir:
Þingforseti Rúnar Bachmann,
varaforseti Eirikur Valsson og
ritarar Vilberg Sigurjónsson og
Sveina Sveinbjörnsdóttir.
Til þingsins mættu fulltrúar
niu aðildarsambanda, en
Fylkingin og LIM sendu ekki
fulltrúa.
Þá voru lagðar fram skýrslur
stjórnar og utanrikisnefndar
svo og reikningar sambandsins.
Verður hér getið helstu atriða
úr skýrslum þessum:
NATO herinn
8. þing ÆSI ákvað að brottför
Nato hersins frá Islandi og úr-
sögn íslands úr Nato skyldu
verða höfuðbaráttumál tima-
bilsins. Um það segir i skýrslu
stjórnar,,
,,Þegar þingið markaði þessa
stefnu voru aðstæður taldar
mjög heppilegar til þess að úr
þvi yrði að herstöðin yrði flutt af
landi brott. I landinu sat vinstri
stjórn sem hafði gefið yfir-
lýsingu um brottför hersins.
Eigi að siður voru á þeim tima
allir sammála um að ætti úr
brottförinni að verða yrðu öll
samtök er létu sig þessi mál
varða, aö taka höndum saman
og knýja á rikisstjórnina með
öllum hugsanlegum ráðum.
Stjórn Æ.S.I. tók strax upp
samstarf við Samtök herstöðva-
andstæðinga og Vietnam-
hreyfinguna um þetta mál.
Haldnir voru allmargir sam-
eiginlegir fundir fyrra starfsár
stjórnarinnar þar sem með
málinu var fylgst og frekari að-
gerðir skipulagðar.
Einn minnisstæðasti atburður
I starfi stjórnarinnar er án efa
þegar þessar þrjár hreyfingar
stóðu að kröfugöngu og útifundi
I tilefni fundar þeirra Nixons og
Pompidu I mai 1973. Þær að-
gerðir sönnuðu_fremur en
nokkuð annað hversu miklu
fylgi þessi málstaður á að fagna
á meðal ungs fólks, þvi langt er
siðan svo fjölmenn og vel
heppnuð aðgerð hefur verið
framkvæmd gegn dvöl hins
erlenda hers á Islandi.
Um þetta leyti þegar brottför
hersins var i brennidepli i
Islenskum stjórnmálum, lagði
stjórnin ýmislegt af mörkum.
Sendar voru baráttukveðjur á
fundi út um land, formaður
Æ.S.Í. Gunnlaugur Stefánsson
tók þátt I nokkrum almennum
fundum þar sem hann kynnti
stefnumörkun Æ.S.l. I ræðum
sinum. Stjórn og fulltrúaráðs-
fundir sendu út ályktanir um
málið.
Þá skal þess getið að stjórnin .
tók þátt I sameiginlegri blaðaút-
gáfu með Vietnamhreyfingunni
og Samtökum herstöðvaandr
stæðinga.
Sumarið 1974 breytist stjórn-
málaástandið i landinu, þvi til
valda kom ný rikisstjórn er
boðaði áframhaldandi veru
hersins. Þetta varð til þess að
drepa niður allt sem unnið hafði
verið enda hefur ekki heyrst
hósti né stuna siðan frá Viet-
namhreyfingunni og Samtökum
herstöðvaandstæðinga i þessu
mali. Stjórn Æ.S.I. hægði íika á
baráttustarfi sinu og þarf það
án efa endurskipulagningar
við.”
Fíknilyf
1 mai 1973 skipaði stjórn
Æ.S.t. nefnd, er skyldi sjá um
starf Æ.S.Í. varðandi hið svo-
kallaða fiknilyfjavandamál.
Nefndin ákvað að gangast
fyrir könnun á fikniefnaneyslu
ungs fólks i Reykjavik i sam-
vinnu við námsbraut i þjóð-
félagsfræðum við Háskóla ís-
lands. Til að fjármagna þetta
verkefni var sótt um fjárstyrk
hjá fiknilyfjanefnd ráðuneytana
og fékkst nægilegt fé.
Þórunn Friðriksdóttir, sem
var einn nefndarmanna, tók að
sér að vinna þessa könnun og
skilaði hún henni fullunnri siðla
sumars 1974 og hafa niðurstöður
hennar verið kynntar aðildar-
samböndum og fjölmiðlum.
Húsnæðismál
ungs fólks
8. þing Æ.S.l fjallaði m.a. um
húsnæðismál og beindi þeim til-
mælum til stjórnar að taka
málið til athugunar. Um málið
var fjallað á mörgum stjórnar-
og fulltrúaráðsfundum og var
starfshópur skipaður i málið.
Starfi hópsins er ekki lokið og
hefur fallið niður að sinni a.m.k.
en er áætlað að taka það upp i
einhverri mynd i þvi starfi sem
snerti málefni ungs verkafólks.
Ljóst er að þetta er viðamikill
málaflokkur og að þörf er á að
vinna að máli þessu einu sér,
en ekki i tengslum við aðra
málsflokka, eigi að ná
heildarniðurstöðum um
húsnæðis mál ungs fólks.
Landhelgismálið
Stjórn og utanrikisnefnd stóðu
sameiginlega að kynningu þess
á erlendum vettvangi. Send
voru áskorunarbréf og skeyti til
evrópskra æskulýðssambanda
þar sem skorað var á þau að
styðja stefnu íslendinga I land-
helgismálinu. Þá sendi stjórnin
gjarnan þeim samtökum er
stóðu að aðgerðum fyrir málinu,
stuðnings- og baráttukveðjur.
Auk þess, sem hér hefur verið
getið er fjallað um fjármál , út-
gáfumál, málefni þriðja heims-
ins, ýmsar ráðstefnur og sam-
skipti við aðildarsamböndin og
aðila utan ÆSI.
Úrsagnir úr ÆSÍ
A áttunda þingi ÆSI varð ekki
einhugur um stefnumörkun
þingsins um NATO málið. Um
eftirleik • þess segir i skýrslu
stjórnarinnar:
„Nokkur samtök lýstu þegar
andstöðu sinni við samþykkt 8.
þingsins og þegar þessi samtök
sáu og skildu að stjórnin virti
samþykktir þingsins um aðal-
baráttumálið tóku úrsagnir
þeirra að berast. I lok mai barst
úrsagnarbréf t.S.I. en þaðhafði
ekki tekið þátt I þinginu. Stjórn-
in leit á ilrsögnina sem formlega
viöurkenningu á þátttökuleysi
I.S.I. I starfi Æ.S.I. á undanförn
um árum.
Stuttu siðar barst úrsagnar-
bréf frá Sambandi ungra sjálf-
stæðismanna og Sambandi Is-
lenskra ungtemplara. Bæði
þessi samtök höfðu tekið mjög
virkan þátt istarfi Æ.S.I. á und-
anfömum árum og leit stjórnin
málið mjög alvarlegum augum.
I lögum Æ.S.l. er kveðið á um
rétt st jórnar til viðræðna við úr-
sagnarsambönd og nýtti stjórn-
in sér rétt þennan og stofnaði
þvi til viðræðna við S.U.S. og
I.U.T. þar sem þeir voru álitnir
forystuaðilar úrsagnar sam-
bandanna. Stjórnin gekk mjög
langt til samkomulags og lagði
til aö úrsagnarmálinu yrði skot-
ið til aukaþings til lausnar.
Stjórnin áleit að auka þing hefði
getað leyst málið. Þessum til-
lögum stjórnar höfnuðu S.U.S.
og I.U.T. og töldu þessar við-
ræður einungis haldnar til að
fullnægja ákvæðum laga Æ.S.Í.
úrsögnin væri ákveðin og engu
hægt að breyta um það að sinni.
Aðildarsamtök Æskulýðssé
Fylkingin — baráttusamtö
INSÍ — Iðnnemasamband
LíM — Landssamband ísl(
SÍNE — Samband íslenskr
SUF — Samband ungra fr
SUJ — Samband ungra ja
SÍKN — Samtök íslenskra
SHí — Stúdentaráð Háskó
UMFI — Ungmennafélag
ÆaB — Æskulýðsnefnd Al
ÆSFV — Æskulýðsnefnd £
vinstri manna.
Svipmynd frá 9. þingi ÆSI
SAMANTEKT:
CECIL HARALDSSON
0
Þriðjudagur 6. maí 1975.