Alþýðublaðið - 06.05.1975, Page 7
ABANDS ÍSLANDS
Siöan bárust bréf frá Banda-
lagi islenskra farfugla og Sam-
bandi bindindisfélaga i skólum,
þess efnis að þau segðu sig úr
Æ.S.I. og voru þvi 11. aðildar-
sambönd eftir i Æ.S.Í.
Sem nokkurskonar eftirmáli
gerist það i byrjun essa árs að
S.U.S. sendir C.E.N.Y.C. bréf
þar sem S.U.S. lætur i ljósi efa
semdir um að Æ.S.I. geti talist,
fulltrúi i'slenskrar æsku á vett-
vangi C.E.N.Y.C. bæði hvað
varðar lög C.E.N.Y.C. og að
meirihluti islenskrar æsku væri
utan Æ.S.l. Dróg S.U.S. á
ósmekklegan hátt, U.M.F.l. inn
i málið. Fyrirspurn barst frá
C.E.N.Y.C. vegna bréfs S.U.S.
var henni svarað ásamt bréfi
frá U.M.F.t. Þótti þá, að hálfu
C.E.N.Y.C. ekki ástæða til að
fjalla nánar um málið.
Skýrsla utan-
ríkisnefndar
Tengslum ÆSl utan lands má
skipta i þrennt: Samnorrænt
samstarf, starf innan Evrópu-
ráös æskunnar, CENYC og tvi-
hliða samstarf við einstök
lönd.
Lang viðamest er samstarfið
við Norðurlöndin, bæði innan
samnorræna samstarfsins og
tvihliða við þau, sérstaklega
norðmenn og dani. Um sam-
skipti æskulýðssambandanna á
Norðurlöndunum segir svo i
skýrslu utanrikisnefndar:
Náið semband hefur verið um
nokkurra ára skeið milli
Æskulýðssamband anna| á
Norðurlöndum.
Samstarf þetta hefur skipu-
lagslega séð verið laust i
reipunum, og tilraunir til að
koma á ákveðnara skipulagi,
jafnvel með stofnun norræns
æskulýðssambands hafa ekki
boriö árangur fyrr en á siðasta
ári, að verulegur áfangi náðist i
þvi efni. Þá var endanlega
gengið frá norrænum sam-
starfssamningi æskulýðssam-
bandanna, og var hann undir-
ritaöur s.l. sumar. Þótt þessi
samningur feli ekki i sér stofn-
un æskulýðssambands, þá
treystir hann grundvöll
þessa norræna samstarfs.
Markmið samningsins er
að efla norrænt samstarf
æskulýðssambandanna og
aðildarsambanda þeirra,
stjórnmálalega og menningar-
lega og auka þannig áhuga
æskufólks á þýðingu jafnt nor-
ræns samstarfs sem viðtækara
alþjóðlegs samstarfs.”
Á grundvelli þessa samnings
eru haldnir 3-4 tengslafundir ár-
lega. Þar koma saman fulltrúar
æskulýðssambanda Islands,
Danmerkur, Noregs og Svi-
þjóðar og frá Æskulýðsráði
finnska ríkisins, en þar er ekki
starfandi æskulýðssamband. Þá
mæta á a.m.k. einn þessarra
funda fulltrúar æskulýðs í Fær-
eyjum* Álandseyjum og Græn-
imbands íslands:
k sósíalista
íslands
jnskra menntaskólanema
a námsmanna erlendis
amsóknarmanna
fnaðarmanna
kennaranema
la íslands
íslands
Iþýðubandalagsins
iamtaka frjálslyndra og
landi. ’Á siðasta atriðinu hefur
þó orðið misbrestur og er það
eitt af stefnumiðum islendinga i
norrænu samstarfi að verði ekki
i framtiðinni.
Ennfremur er stefnt að þvi
samkvæmt samningi þessum að
halda eigi færri en eina ráð-
stefnu sameiginlega á hverju
ári.
Þá er gert ráð fyrir þvi i
samningnum, að kostnaður við
framkvæmd hans greiðist af
sameiginlegum ferðasjóði að
þvi marki, sem norræni æsku-
lýðssjóöurinn greiðir ekki þann
kostnað.
Það er ástæða til að vekja at-
hygli á þvi, að með samstarfs-
samningi þessum hefur ekki
verið komið á fót neinu nýju
skrifstofubákni. Þvert á móti
skiptast æskulýðssamböndin á
um að annast nauðsynleg störf
vegna samstarfssamningsins,
svo sem að undirbúa og halda
tengslafundi, undirbúa ráð-
stefnur o.s.frv. Má i þvi sam-
bandi benda á, að ÆSÍ lagði
fram mikið starf við undir-
búning byggðaráðstefnunnar i
Reykjavik, og að sjálfsögðu eru
tengslafundir haldnir reglulega
hér á landi sem annars staðar.
Næsti tengslafundur verður ein-
mitt á Islandi i ágústmánuði
n.k.
Evrópuráð
æskunnar
Æskulýðssambandið hefur
tekið virkan þátt i Evrópuráði
æskunnar, CENYC. Aðild að
CENYC eiga æskulýðssambönd
15 rikja Evrópu „vestan járn-
tjalds”.
Island átti einn stjórnarmann
CENYC timabilið 1973-1975,
Skúla Möller, og var hann gjald-
keri þess. Það verkefni, sem
ÆSI hefur átt helsta aðild að á
vegum CENYC eru „Málefni
ungs verkafólks”. Um það segir
I skýrslu utanríkisnefndar:
„I samræmi við ákvörðun 8.
þingsins um aukna starfsemi
Cenyc að þvi er varðar félags-
lega stöðu ungs fólks i Evrópu,
var ákveðið að hefja itarlega at-
hugun á og umræður um, stöðu
ungs verkafólks I aðildarrikjun-
um. Þetta verkefni, sem hófst i
maimánuði 1974, og mun standa
fram á næsta ár, skiptist i raun
og veru i þrennt. 1 fyrsta lagi
söfnun almennra gagna um
stöðu ungs verkafólks. Þessum
þætti verkefnisins eru nú lokið I
ööru lagi frekari athuganir,
m.a. með kynnisferðum og inn-
lendri starfsemi aðildarsam-
bandanna. Þessi þáttur verk-
efnisins stendur nú yfir. Og i
þriðja lagi þrjár ráðstefnur um
einstaka þætti málsins, og i
framhaldi af þeim lokaráð-
stefna, þar sem gengið verður
frá endanlegum niðurstöðum.
Stefnt er að þvi að þessar þrjár
ráðstefnur verði haldnar siðar á
þessu ári, og i janúar 1975, en
lokaráðstefnan snemma á
næsta ári.
Æskulýðssambandið er eitt
þeirra áðildarsambanda Cenyc,
sem hefur unnið verulegt starf
varðandi þetta verkefni. Utan-
rikisnefnd skipaði á siðastliðnu
hausti sérstaka nefnd, i sam-
vinnu við Iðnnemasamband ts-
lands, sem fjallar um þessi mál.
Nefndin hefur unnið að
gagnasöfnun, og sent þær upp-
lýsingar til Cenyc. Jafnframt
hefur nefndin unnið að undir-
búningi ráðstefnu hér innan-
lands um málefni ungs verka-
fólks, og leitað eftir samvinnu
við verkalýðshreyfinguna i þvi
efni.”
Aður er getið tvihliða sam-
starfi ÆSl við norðmenn og
dani. Auk þess hefur sambandið
átt samskipti við KMO, æsku-
lýðsnefnd Sovétrikjanna,
þannig að annað hvert ár hafa
sovétskir gestir komið hingað til
lands sem gestir ÆSI, en hitt
árið hafa islendingar farið til
Sovétrikjanna.
Þá tók utanrikisnefnd ÆSI að
sér sumarið 1973 að vera undir-
búningsnefnd hér á landi vegna
heimsmóts æskunnar sem
haldið var það ár i /Berlin.
Ákveðið héfur verið að sami
háttur eða svipaður verði
hafður á með næsta heimsmót,
sem haldið verður á Kúbu 1978.
Þá var ÆSÍ boðið að senda
fulltrúa á Eystrasaltsvikuna i
fyrsta sinn.
Seinni hluti þessarar
samantektar um Æsku-
lýðssamband íslands,
starf þess og framtíðar-
stefnu verður í blaðinu á
morgun.
í BREIÐHOLTIÐ
Hamarshöggin eiga lengi enn eftir að heyrast í
Breiðholti III. En þjónustustofnanir eru þegar
farnar að rísa í þessu nýja hverfi.
Þann 16. maí verður hverfið enn einni þjónustu-
stofnun ríkari. Þá opnar Iðnaðarbankinn nýtt
útibú að Völvufelli 21.
Eftir það þurfa því íbúar í Breiðholti III ekki
lengur að sækja bankaviðskipti sín í bæinn.
Þeir geta sparað sér tíma og fyrirhöfn með því
að beina viðskiptum sínum til Iðnaðarbankans
að Völvufelli 21.
LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT.
Iónaðarbankínn
Völvufelli 21 Breiðholti III
Þriðjudagur 6. maí 1975.