Alþýðublaðið - 06.05.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 06.05.1975, Blaðsíða 12
Musf.os lif PLASTPDKAVERKSMIQJA Símar 82639-82655 Vatnogör&um 6 Box 4064 — Reykjavík Gústaf Agnarsson tekur við kaktusnum úr hendi Halldórs Valdimarssonar, bla&amanns AlþýOubia&sins. TJÁIR EKKI AÐ DEILA VIÐ SVÍANN „Ég held, aö norrænni samvinnu á sviöi lyftinga og annarra iþrótta sé lltill greiöi geröur meö öllu þvi moldroki, sem þyrlaö hef- ur verið upp I þessu máli, og þeim sleggjudómum, sem fallið hafa. Eg er þess fullviss, aö þegar öll kurl eru komin til grafar, þá muni þessikaktus stinga aöra fremur en mig”, sagði Gústaf Agnarsson, lyftingamaður, er hann veitti I gær móttöku KAKTUSORÐU Al- þýöublaðsins. Kaktusinn hlaut Agnar sl. laugardag með þessari skýringu af hálfu Alþýðublaðsins: „Hér átti að halda Norðurlandameistaramót 1 lyftingum um síð- ustu helgi. Hinar Norðurlandaþjóöirnar ákváöu fyrir forgöngu rit- ara sænska lyftingasambandsins að flytja það til Sviþjóöar. Is- lenska lyftingasambandið stóð fast á sinum rétti aö halda mótið hér, þótt ekki tækju þátt i þvi aðrir en islensku þátttakendurnir.SIðan hefur deila staðið innan alþjóðasambands lyftingamanna, hvort LSÍ héldi þeirri viðurkenningu, sem þ, ð haföi fengið á mótinu, eða Stokkhólmsmótið yrði úrskurðaö ðkrðurlandamót. Þar eð stjórn lyftingadeildar KR hefur lýst yfir samstöðu með Gústafi, er ekki nema eðlilegt, að hann leyfi stjórnarmönnum að njóta kaktussins einnig”. „Það voru ytri aðstæður, sem uröu þess valdandi, að útilokað var að halda Noröurlandamótið hér á landi. Þegar skollið var á flug- mannaverkfall, var m.a. reynt að fá leiguvél til að flytja þátttak- endur hingað, en alls staðar fengust neikvæö svör. Allt var gert, sem hægt var, til þess að mótið gæti farið fram hér á landi”, sagði Gústaf ennfremur. „Lyftingasambandið er ekki búið að kæra mótiö I Svlþjóö og ég reikna ekki með þvl, að það veröi gert. Við getum allt eins sagt skil- ið við alla norræna samvinnu á sviöi lyftinga, eins og að kæra þetta mót. Fari hins vegar svo, að mótiö verði kært, verðum viö okkur að athlægi ekki bara á Norðurlöndum, heldur meðal lyftingamanna og áhugafólks um lyftingar alls staðar I heiminum og yrði þá vafalaust löng bið á þvi, aö lyftingamót með þátttöku útlendinga yrði haldið á Islandi”, sagði Gústaf. Gústaf varð annar I þungavigt á mótinu I Svlþjóö, lyfti 342,5 kg, en sigurvegarinn, Saarelainen frá Finnlandi, lyfti 347,5 kg. I lok mótsins var Gústaf búinn að lyfta sigurþyngdinni I jafnhend- ingu, 195 kg, en dómarar mótsins viöurkenndu ekki þessa niður- stöðu. Hins vegar stóðu áhorfendur augljóslega meö Gústafi I „bar- áttunni” við dómarana. alþýðu mum KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SKORAD A TEKKHESK STJÚRHVÖLD «0 NÁÐA 16 „SAMVISKUFANGA” Hér fer á eftir listi yfir sextán tékkneska fanga, sem sitja i fang- elsi vegna skoðana sinna (prison- ers of conscience) og Amnesty International hefur gert að skjól- stæðingum sinum frá 21. mars 1975 að telja: Ivan Hejmal, stúdent I land- búnaðarfræðum (Student of Agri- culture), handtekinn i október 1974, biður dóms. A við veikindi að striða. Emil Hauptman, brúðuleikhús- maður, (Puppet Player), hand- tekinn i desember 1974, dæmdur i 2 1/2 árs fangelsi. Lenka Horakova, brúðuleik- húskona (Puppet Player), hand- tekin I desember 1974, dæmd i 2 1/2 árs fangelsi. Dr. Milan Hubl.sagnfræðingur, (Historian), handtekinn i ágúst 1972, dæmdur I 6 1/2 árs fangelsi. Á við veikindi að striða. Frantisek Jurecka, prestur (Salesian Priest), handtekinn i september 1974, dæmdur i 15 mánaða fangelsi. A við veikindi að striða. Dr. Jaroslav Krejci, stjórn- málafræðingur (Political Scien- tist), handtekinn I mai 1974, dæmdur i 2 1/2 árs fangelsi. Ing Bohumir Kuba, gagnfræða- skólakennari, (Secondary School Teacher), handtekinn i septem- ber 1974, biður dóms. Frantisek Maxera, brúðuleik- húsmaður, (Puppet Player), handtekinn I desember 1974, dæmdur I 15 mánaða fangelsi. Jiri Muller, stúdent, (Student Official), handtekinn I júli 1974, dæmdur I 5 1/2 árs fangelsi. A við veikindi að strlða. Ing Zdenek Pokorny, verkfræð- ingur, (Engineer), handtekinn I júli 1974, dæmdur i 4 ára fangelsi. Dr. Ing Antonin Rusek, hag- fræðingur, (Economist), hand- tekinn i ágúst 1972,- dæmdur i 5 ára fangelsi. Prófessor Jaroslav Sabata, stjórnmálafræðingur, (Pol. Scientist), handtekinn I ágúst 1972, dæmdur i 6 1/2 árs fangelsi. A við veikindi að striöa. Dr. Vladimir Stanek, uppeldis- fræðingur, (Educationalist), handtekinn i mars 1973, dæmdur 1 6 1/2 árs fangelsi. A við veikindi að striða. Dr. Hubert Stein, þýðandi, (Translator), handtekinn i júli 1971, dæmdur i 12 ára fangelsi. A við veikindi að striða. Dr. Jaroslav Studeny, kaþ. prestur, (Catholic Priest), hand- tekinn i nóvember 1972, dæmdur i 4 1/2 árs fangelsi. A við veikindi að striða. Dr. P.H Jan Tesar, Sagnfræð- ingur, (Historian), handtekinn i júli 1972, dæmdur i 6 ára fangelsi. A við veikindi að striða. AMNESTY Eins og Alþýðublaðið skýrði frá fyrir helgina beitir Amnesty International sér þessa dagana — eða fram til 9. mai nk. — fyrir náðunarherferð, sem beint er til tékkneskra stjórnvalda, þar sem skorað er á þau, að veita öllum þeim, körlum og konum, sem nú sitja i varðhaldi eða fangelsi i Tékkóslóvakiu vegna skoðana sinna, almenna náðun. Islandsdeild Amnesty Inter- national hefur hvatt alla unnend- ur mannréttinda á Islandi til að leggja sitt af mörkum i þessari náðunarherferð. Eins og skýrt var frá hér I Alþýðublaðinu á laugardag er gert ráð fyrir, að þátttakendur séu meðlimir Is- landsdeildar Amnesty Inter- national, félagssamtök og/eða forvigismenn þeirra, málsmet- andi einstaklingar i viðasta skiln- ingi, svo sem stjórnmálamenn, embættismenn og listamenn o.s.frv., svo og aðrir unnendur mannréttinda. I fréttatilkynningu Amnesty International segir svo um efni simskeyta og bréfa, sem islenskir þátttakendur senda General Lud- vik Svoboda, President of the Czechoslovak Republic, Praha — Hrad, Czechosiovakia, eða Dr. Gustav Husak, General Secretary of the Czechoslovak Communist Party, Praha 1, Nabrezi Kyjevske Brigade 12, Czecho- slovakia, eða Sendiráði Tékkó- slóvakiu, Smáragötu 16, Reykja- vik: „Berið fram ósk eða áskorun um. að allir fangar, sem sitja I fangelsi vegna skoðana sinna og samvisku (pris'oners of cosci- ence) verði náðaðir i tilefni af frelsisafmælinu 9. mai (á ensku: on the occasion of the 30th anni- versary of the liberation of Czechoslovakia by the Soviet Army). Með tilvisun til meðfylgjandi lista yfir tékkneska fanga, sem Amnesty International hefur gert að skjólstæðingum sinum, skal félagssamtökum og einstakling- um, sem eiga starfsbræður eða - systur á listanum, bent á að nafn- greina fangana og bera fram sér- staka ósk um náðun þeim til handa. Meðlimir Islandsdeildar Am- nesty eru einkum beðnir að óska eftir náðun fyrir Ing Bohumir Kuba, sem er sérstakur skjól- stæðingur Amnesty-starfshópsins nr. 1 á íslandi. Jafnframt ættu þeir að taka fram, að þeir séu meðlimir i tslandsdeildinni (Ice- land Section). Sumir fanganna eiga við van- heilsu og veikindi að striða eins og sérstaklega er tilgreint á list- anum. Leggja þarf áherslu á heilsufar þeirra i náðunarbeiðn- inni. Þátttakendur eru umfram allt beðnir að orða símskeyti sin og bréf af fyllstu kurteisi. ókurteis- legar orðsendingar gera ekki annað en skaða málstað fang- anna. Vinsamlegast sendið afrit af simskeytum eða bréfum i pósti til Islandsdeildar Amnesty, Pósthólf 128, Reykjavik”. PIMM á förnum vegi Átt þú byssu? Niels Jónsson, bilstjóri: „Nei, og ég hef aldrei átt þess konar grip. Ég hef ekkert við byssu að gera. Reyndar er ég frekar mót- fallinn þvi að menn eigi skot- vopn heima við”. Hans Rödtang, trésmiður: „Já, ég á tvær byssur og ég nota þær feikn mikið. Raunar hef ég ekki byssuleyfi, en það gerir ef til vill ekki svo mikið til, þar sem þetta eru naglabyssa og heftibyssa”. Vilhjálmur Lárusson, atvinnu- laus: „Nei, ég hef aldrei átt byssu. Liklega mest fyrir það, að ég hef aldrei þurft á byssu að halda”. Hjálmtýr Heiödal, teiknari: „Nei, ég á ekki byssu. Hef ekki átt byssu siðan ég var pjakkur og fiktaði með loftriffil. Mánu- dagsblaðið segir raunar að ég eigi vopnabúr, eða við félagarn- ir I KSLM, en ég hef ekki fengið að vita af þvi”. Gunnar Þorbergsson, sjómaö- ur: „Jú, ég keypti mér einu sinni tvær byssur og býst við að ég eigi þær ennþá. Sjálfur notaði ég þær aðeins einu sinni, en hef ekki snert þær siðan. Þá skaut ég fjórar endur, en hef ekkert drepið siðan”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.