Alþýðublaðið - 08.05.1975, Síða 7

Alþýðublaðið - 08.05.1975, Síða 7
ingar i þvi sambandi. Siöast en ekki sist skal Jafnlaunaráð taka við ábendingum um brot á ákvæðum laga þessara og rann- saka málið af þvi tilefni og senda að rannsókn lokinni málsskjöl til þeirra aðila, sem málið snertir. Þetta ákvæði er mjög mikilvægt, þvi að hér getur hver sem er, ein- staklingur jafnt sem félag, gefið slikar ábendingar og fengið málið rannsakað. Telji Jafnlaunaráð að starfskjör tiltekins starfsmanns fari i bága við fyrirmæli laganna, beinir það tilmælum um breyt- ingar til viðkomandi atvinnurek- enda. Fallist atvinnurekandinn ekki á tilmæli ráðsins er þvi heimilt i samráöi við starfsmann- inn, að höfða mál i umboði hans fyrir almennum dómstólum, til að freista þess að hann nái rétti sinum. Af þvi, sem hér hefur verið rak- ið, má ljóst vera, að samkvæmt lögum rikir launajafnrétti á ts- landi, og ættu þá ekki allir að vera ánægðir? En málið er þvi miður ekki svona einfalt. Lög eru eitt og framkvæmd laga er annaö. Kannanir, sem geröar hafa verið á undanförnum árum, sýna að mikill meirihluti kvenna er i lágt launuðum störfum. Sem dæmi má nefna, að i könnun, sem gerð var 1971 á skipan um 700 félagsmanna i Verzlunarmannafélagi Reykja- vikur i launaflokka kom i ljós, að 70% kvennanna voru i 1.—4. lfl., en i þeim flokkum voru aðeins 11% karlanna. t 5.-7. lfl. voru 11% karlanna en 20% kvennanna og i 8.—11. lfl. voru 78% karl- mannanna en aðeins 10% kvenn- anna. 44% karla gátu samið sjálf- ir um laun sin, en aðeins 1% kvennanna. Þetta dæmi sýnir vel hvernig ástandið raunverulega er. Getur það verið, að konur velji sér i svo miklum mæli einföld og ábyrgðarlitil störf? Nei, sannleik- urinn er sá, að i alltof mörgum til- vikum er starf metið eftir þvi hver leysir það af hendi en ekki eftir þvi hvert er inntak og eðli starfsins sjálfs. Þetta vanmat á störfum kvenna tel ég vera höfuð- óvin raunverulegs launajafnrétt- is. Flest þekkjum við dæmin um starfsheitin, sem notuð erú til að fara i kringum ákvæðin um launajafnrétti. Starfsheiti eins og ritari og skrifstofustúlka sliga skrifstofustörfin þegar konur eiga i hlut, en karlmenn ráða sig vart til skrifstofustarfa, nema að fá fulltrúatitil i það minnsta. Þegar sömu starfsheitin eru til i mis- munandi launaflokkum, gengur karlmönnum yfirleitt mun betur að sem ja um hærri laun og á þetta sérstaklega við á hinum almenna vinnumarkaði. 1 verksmiðju- og verslunarstörfum eru lágmarks- laun samkvæmt samningum frekar lág. Karlmenn eru oftast yfirborgaðir gjarnan á þeirri for- sendu, að þeir hafi fyrir heimili að sjá, og það geti engin fjöl- skytda lifaðaf svo lágum launum. Tökum dæmi: Karl og kona unnu saman i verksmiðju. Þau unnu hlið við hlið og höfðu umsjón með vélasamstæðu i verksmiöjunni. Störf þeirra voru þvi alveg sam- bærileg. Þegar keyptar voru nýj- ar vélar, lærðu þau bæði meðferð þeirra og unnu áfram sömu störf. Karlmaðurinn fékk greiddar 7.000 kr. umfram grunnlaun, og á það visitölubætur og hærri yfirvinnu. Konan fékk greiddar 452 kr. um- fram grunnlaun. Rökin fyrir þessu misrétti voru: Hann hefur fyrir heimili aö sjá. Er þetta rétt- látt? Og hvað um einstæðar mæð- ur og aðrar konur, sem eru fyrir- vinnur heimila? Það er ekki oft, sem þær fá yfirborgun á þeim for- sendum. Þessi fyrirvinnurök ásamt ýmsum öðrum standast ekki, ef litið er til þeirra alþjóðasam- þykkta, sem raktar voru hér áðan og fsland hefur skuldbundið sig að starfa eftir. Samkvæmt þeim samþykktum á að meta störfin sjálf, en ekki þá, sem þeim gegna. Eitt er það, sem konur á vinnu- markaðinum fá oft að heyra, en það er, að þær séu svo óstöðugur vinnukraftur, þær séu alltaf að koma og fara og þess vegna sé ekki hægt að greiða þeim hátt kaup. Oft er of mikið úr þessu gert. Það er vissulega rétt, að konur taka oft þá ákvörðun, að vinna heima á heimilinu, oftast vegna ungra barna. En á meðan börn fæðast i heiminn verður þjóðfélagið að viðurkenna til- verurétt þeirra og að það geti verið timabundin þörf fyrir starfskrafta foreldranna annars staðar en úti i atvinnulifinu. Mér er sem ég sjái framan i ráðamenn lands okkar, ef við konur tækjum þá ákvörðun að hætta að fæða börn, til þess að við gætum hlotiö það heiðursheiti að kallast „stöð- ugur vinnukraftur”. Nei, ég er hrædd um að ef grannt er skoöað, geti atvinnurekendur ekki stutt launamisrétti viö giftingar og barneignir islenskra kvenna. Þvi er oft borið við, aö konur hafi yfirleitt ekki eins mikla menntun og karlar. Að vissu leyti á þetta við rök að styðjast. Sá hugsunarháttur hefur allt of lengi verið rikjandi, að konur þurfi sið- ur að mennta sig en karlar, þar sem þær muni giftast og eignast þar með fyrirvinnu. En þetta er nú óðum að breytast, og ungar stúlkur hugsa nú minna en oft áð- ur um að ,,ná sér i góða fyrir- vinnu” eins og það hefur stundum verið kallað. Þó skortir mikið á, að stúlkur fái sömu hvatningu til náms og piltar. Hefðbundin verkaskipting bændaþjóðfélags- ins endurspeglast á heimilunum, þar verður ákveðin kynbundin verkaskipting, sem siðan hefur á- hrif á starfsval og nám unga fólksins. Þegar út i atvinnulifið kemur. sjást þessa glögg merki, m.a. i þvi, að i tækniþjóðfélagi nútímans vinna karlmenn lang- flest tæknistörf. Ég geri t.d. ekki ráð fyrir að það hafi hvarflað að mörgum ungum stúlkum að læra útvarps- eða sjónvarpsvirkjun svo eitthvað sé nefnt. En þrátt fyrir það, að konur hafi enn ekki menntað sig i eins mörgum svið- um og karlar þá er þaö stað- reynd, að körlum með litla menntun, gengur mun betur að fá vel launuð störf, heldur en konum meö sambærilega menntun. En ekki eru allar syndir Guði að kenna, og konur ekki alsaklausar af rikjandi ástandi. Tökum stétt- arfélögin sem dæmi, en þar eru konur mjög áhrifalitlar. Það eru karlmenn, sem ráða rikjum i blönduðum stéttarfélögum og semja um kaup og kjör, einnig fyrir konurnar. 1 stjórnum, og jafnvel i stórum samninganefnd- um eru 1-2 konur. Þetta ástand á rætur að rekja til litils áhuga og tómlætis kvenna gagnvart mál- efnum stéttarfélaganna og þá jafnframt áhugaleysi á eigin rétt- indum og skyldum. Þetta and- varaleysi getur ýmislegt af sér leitt og eru þess jafnvel dæmi, að atvinnurekendur hafi reiknað konum of lág laun og þær ekki tekið eftir þvi, þar sem þær treystu blint á, að rétt væri reikn- að. Stéttarfélögin hafa einnig litið sem ekkert gert til- aö kynna fé- lögum sinum lögin um Jafnlauna- ráð, sem þó er að minu áliti þýð- ingarmesta lagasetning til hjálp- ar i baráttunni fyrir raunveru- legu launajafnrétti. Að lokum vil ég hvetja fólk, og þá ekki sist konur til að starfa vel i sinum stéttarfélögum, kynna sér kjarasamninga, réttindi sin og skyldur og reyna að koma þvi til leiðar að ekki liði enn mörg ár þar til fullu launajafnrétti er náð. 1 flÞaö munar i um minna! Utavers lága vcrd á öHuni vörum ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? LITAVER Allt til að fegra heimilið, teppi, gólfdúkar, veggfóður og málning. Lítið við í Litaveri, það hefur ávallt borgað sig. GRENSASVEGI 18-22-24 MALNING, VEGGFÖÐUR, DÚKAR SÍMI 30280, 32262 — TEPPI 30480. ISLENSK FYRIRTÆKI 75 - 76 Uppsláttarrit um fyrirtœki, félög og stofnanir Kemur út á nœstunni. Þeir aðilar, sem áhuga hafa á þátttöku og ekki hafa sent upplýsingar, vinsamlegast hafi samband eigi síðar en föst. 9. maí íslensk fyrirtæki kemur út árlega og veitir viðtækustu upplýsing- ar sem fáanlegar eru á einum stað svo sem: Nafn, heimilisfang og sima og ennfremur: pósthólf söluskattsnúmer, nafnnúmer, telex númer, stofnár, stjórn, stjórnendur, helstu starfsmenn, tegund reksturs, umboð, umboðsmenn, þjónustu, ásamt fjölda upplýsinga um stjórnarráðið, sveitarfélög og stofn- anir. Útgefandi: Frjálst framtak hf. Laugaveg 178, simar 82300 og 82302 Fimmtudagur 8. mai 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.