Alþýðublaðið - 08.05.1975, Page 10
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður • ••
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
'1 \ . /4 ‘ H. Msol(onir) Hyde ■fe. ■ ■■ B 1 |iýti»í« Hirstoiis Pilssooir ■ ■ a*
M ,f 'W' 1 lULA RFUI .1 ■ 1 4 ll
2 lf AB| « ■ w M BAI ■ ■ ■■ ■ Afll L ■
: Iff II II lAiili IHKII ÉJl j
: IVAIli Fll r Alvli fWUI | | lll 1
••••« >•• •< >•••< !••
ráðstöfunum á sviði efnahagsstyrjaldar, sem kynnu að koma frá Banda-
ríkjamönnum, er störfuðu í þágu möndulveldanna.41
3.
Annar þáttur leynilegrar efnahagsstyrjaldar, sem Stephenson og menn
hans höfðu mikil afskipti af, var að girða fyrir smygl, einkum á fyrir-
ferðarlitlum, en dýrum vamingi.
Atvinnusmyglarinn auðsýndi oft mikið hugvit í tilraunum til að
koma ólöglegum varningi sínum gegnum hafnbann Breta. Því var ólík-
legt, að gagnráðstafanir bæri árangur, nema þær væru einnig hugvitssam-
legar og vel skipulagðar. Hjá smyglurunum var tvöfaldur botn algengur
í ferðatöskum og skápum. Sérstöku loftskeytatæki var smyglað á land
í Buenos Aires eftir þrjár ferðir yfir Atlantshafið í dulargervi slag-
hörpu. Spánverjar í Venezuela komu demöntum fyrir í tannpastatúbum.
1 einni skýrslu til Stephensons var sagt, að platínu væri smyglað í drykkj-
arskálum í kanarífuglabúrum; önnur sýndi, að örþunnum vímm úr málmi
þessum var komið fyrir undir frímerkjum á venjulegum bréfum. Argen-
tínskir tollverðir handtóku mann, er flutti 20 pund af málmi þessum
sem duft í belti, er hann bar hið næsta sér. Annar maður, sem handtek-
inn var í Gíbraltar fyrir að hafa á sér upplýsingar um skipaferðir, háfði
falið ljósmyndavél fulla af platínu í loftskeytatækjum skipsins. Platína
var einnig falin í ferskjudósum og smyglað þannig frá Argentínu, og
einu sinni fannst talsvert magn af þessum málmi í potti í eldhúsi skips.
Smyglarar bræddu gullpeninga, og mótuðu, svo að gullið líktist kopar-
læsingum á ferðatöskum þeirra. 1 stuttu máli, það var sannkölluð list að
finna upp smyglaðferðir til að sjá við hafnbanninu.
Hlutlaus skip voru aðalflutningatæki smyglaranna, og fyrir árásina
á Pearl Harbor voru ekki aðeins meðal þeirra spænsk, portúgölsk og
Vichyfrönsk skip, lieldur og bandarísk kaupför. Þar sem smyglararnir
sinntu nær alltaf fyrirferðarlitlum en dýrmætum vamingi, urðu margir
skipverjar fastir sendimenn, sem töldu smyglið heppilega aðferð til að
auka tekjur sínar. Árið 1941 voru smáauglýsingadálkar blaða Norður- og
Suður-Ameríku fullir af tilkynningum frá sjómönnum, sem fúsir vom til
að „vera meðalgöngumenn“ eða „taka að sér mikilvæg trúnaðarstörf.“
Stephenson kom í hug að ráða skipaeftirlitsmenn í þeim tilgangi að
berjast gegn þessari vaxandi hættu. Aðalatriði áætlunarinnar voru þessi:
Einn eða fleiri eftirlitsmenn voru útnefndir meðal skipverja á hverju
lilutlausu skipi, sem lét úr höfn í Bandaríkjúnum eða Suður-Ameríku.
Brezkir leyniþjónustumenn í lielztu höfnum, sem skipið kom við í, höfðu
samband við eftirlitsmanninn. Hann skýrði frá öllum gmnsamlegum at-
burðum, sem hann varð var á ferðinni, nazista- eða kommúnistatali meðal
skipverja, sönnunum fyrir smygli, hvort flugumenn möndulveldanna
kynnu að leynast meðal farþega eða skipverja, skeytum, sem send voru,
þegar vart hafði orðið við brezk skip. líklegum þýzkum birgðaskipum
eða víkingaskipum og öllu því líku. Steplienson vora tafarlaust sendar
skýrslurnar til frekari athugunar. Stundum buðu skipaeigendur sjálfir
aðstoð sína, því að þetta fyrirkomulag jók á öryggi skipa þeirra og þeir
vissu einnig, að samvinna þeirra flýtti fyrir skoðun Breta á skipum þeirra.
1 maí 1941 vora 145 slíkir eftirlitsmenn starfandi á skipum í áætlunar-
ferðum á Atlantshafi, Karíbahafi og Kyrrahafi.
Margir eftirlitsmannanna vora skipstjórar, og þeir gáfu títt mikil-
vægar upplýsingar, sem snertu oft miklu stærra svið en smyglið, sem
þeir áttu einkum að sinna. Skipstjóri á portúgölsku gufuskipi fann ágæta
aðferð til að ná bréfum frá hrekklausum farþegum. „Við hittum kannski
bráðlega lirezkt beitiskip,“ sagði hann í hátalarakerfi skipsins, „svo að
hver sá, sem vill koma bréfum í öragga geymslu, ætti að afhenda þau
skrifstofu skipstjóra, til að girða fyrir, að Bretar geri þau upptæk.“ 1
einni ferð náðust hvorki meira né minna en 18 bréf með mikilvægum
upplýsingum, og voru þau afhent New York-skrifstofu Stephensons til
athugunar, áður en þau voru send áfram. Með þessum hætti komust
menn yfir sum bréfin frá Vichystarfsmanninum Musa, sem Stephenson
notaði síðan í sókn sinni gegn leynistarfsemi Vichymanna í Bandaríkj-
unum. öðrum árvökrum eftirlitsmanni á spænsku skipi tókst á laun að
ná innsigluðum fyrirmælum, sem afhent höfðu verið skipstjórum allra
spænskra skipa af yfirmanni foringjaráðs spænska flotans í Madrid og
aðeins átti að opna, ef Spánn lenti í styrjöldinni. Þessi vandlega inn-
sigluðu fyrirmæli voru opnuð á laun, ljósmvnduð og innsiglin sett á aftur,
án þess að sjá mætti, að hróflað hefði verið við þeim, en síðan var skjöl-
unum komið fyrir á sínum stað án vitundar skipstjóra eða nokkurs ann-
ars á skipinu en eftirlitsmannsins.
Margir eftirlitsmanna Stephensons gátu gefið skýrslur um atburði í
löndum hlutlausra eða fjandmannaþjóða, sem skip þeirra komu til. Þeir
voru notaðir til dreifingar á flugufregnum og áróðursritum gegn möndul-
veldunum. Þeir öfluðu upplýsinga um sjómenn, sem granaðir vora um
að flytja smyglvarning eða skilaboð milli hafna fyrir starfsmenn möndul-
veldanna. Þannig vildi það til, að skýrslur þær, sem bárust reglulega frá
eftirlitsmönnum skipanna, gerðu skrifstofu Stephensons kleift að gera
nákvæma skrá yfir grunsamlega sjómenn. Skráin var látin ýmsum skipa-
félögum í Bandaríkjunum í té og leiddi til þess, að margur óæskilegur
sjómaður var settur á land eða ekki tekinn aftur í þjónustu sama félags.
Þar sem sumir eftirlitsmenn Breta voru starfandi í bandarískum
höfnum og á bandarískum skipum, leiddi þetta óhjákvæmilega til nokk-
urra árekstra við bandarísk yfirvöld. Svo fór líka í lok 1941, að Stephen-
son féllst á að fá stjórn þessa upplýsingakerfis, að því er snerti banda-
rísk skip og hafnarborgir, í hendur levmiþjónustu Bandaríkjaflota, en
bins vegar voru eftirlitsmenn á hlutlausum skipum, er sigldu til Suður-
Ameríkuhafna, áfram í þjónustu hans. Ákveðið var, að menn skyldu
skiptast á upplýsingum, sem aflað var, og þótti þetta kerfi gefast vel til
stríðsloka.
Brazilía og Venezuela voru aðallöndin í Suður-Ameríku, þar sem fá
mátti iðnaðardemanta, sem notaðir era í hergagna-, flugvéla- og smíðavéla-
iðnaðinum. Árið 1943 átti umboðsmaður Stephensons í Ríó þátt í hand-
töku stórs demantasmyglhrings, og þótt meðlimir hans væru síðar látnir
lausir gegn háum sektum til Brazilíustjórnar, orsakaði þetta mikið verð-
fall á demöntum hvarvetna í landinu og dró talsvert úr viðskiptunum.
En aldrei var hægt að stöðva þau með öllu. Þau döfnuðu líka í Venezuela,
en að líkindum ekki í eins ríkum mæli og í Brazilíu, því að venezuelsk
lögregla og tollþjónusta vora samvinnuliprari. Þar leiddu skjót viðbrögð
umboðsmanns Stephensons í Puerto Cabello einu sinni til þess, þegar
hann flaug á undan grunsamlegum farþega, sem var á leið til Trinidad
með skipi, að brezk yfirvöld náðu demöntum, sem vora 30 þúsund doll-
ara virði og öfluðu upplýsinga, er flæktu spænska sendiherrann í Caracas
svo í demantasmyglið, að ríkisstjóm hans neyddist til að kalla hann heim
samkvæmt ósk venezuelskra stjórnarvalda.
Þótt platínusmygl væri aldrei eins víðtækt og demantasmygl, var
platína annar mikilvægasti smyglvamingurinn, þar eð Þjóðverjar þörfn-
uðust þess málms mjög í kveikjukerfi flugvéla og í öðrum styrjaldartil-
gangi, og þegar rússneskar birgðir hættu að berast eftir innrás Hitlers í
Sovétríkin í júní 1941, urðu þeir að treysta á námurnar í Kolombíu og
Ekvador. Veralegt magn af þessum málmi var flutt í flugvélum í eigu
ítalska flugfélagsins Lines Aeree Transcontinentale Italiane (L.A.T.I.),
og var ekki hægt að hindra þá flutninga, fyrr en starfsemi flugfélagsins
var stöðvuð með aðgerðum Stephensons, eins og brátt verður frá sagt.
Annars var platína einkum flutt sjóleiðis frá Buenos Aires, Ríó og
Caracas til Lissabon, þar sem þýzkir umboðsmenn greiddu 30 sterlings-
pund fyrir únsuna (verðið hækkaði síðar í 80 sterlingspund), en þá var
heimsmarkaðsverð 9 pirnd í Bandaríkjunum. Hér er algeng skýrsla frá
umboðsmanni Stephensons í Buenos Aires:
Eftirlitsmaður okkar á e.s. Cabo de Buena Esperanza segir, að
Muricia Abaroa Aldecoa hafi verulegt magn af platínu í káetu sinni.
....Málmur í hlikkdósum undan kexi, földum milli þilja við höfða-
lag Aldecoa.
Fáeinum Jögum síðar bárust önnur skilaboð til New York á þá leið,
að hinn væntanlegi smyglari hefði flutt platinuna, og væri hún nú falin
í tunnum með manzanillavíni í káetu skipstjóra. Sagt var, að platínan
hefði áður verið geymd í íbúð frillu kaupmanns þess, sem skipið verzl-
aði við í Buenos Aires.
Alltaf var liafizt handa í sambandi við slíkar skýrslur. Stundum
bar slíkt árangur, stimdum ekki. Auk platínu og demanta var aðalsmygl-
varningurinn olíur, sem nauðsynlegar voru ilmvatnaframleiðendum í New
York, eins og Madame Schiaparelli. Farþegar á vesturleið frá Lissabon
gerðu ákveðnar tilraunir til að koma birgðum gegnum hafnbannið. Einu
sinni var Vichy-Frakki að nafni Pierre Massin yfirheyrður af öryggisvörð-
um í Bermuda, vegna upplýsinga frá Stephenson, og viðurkenndi hann
að hafa 750 grömm meðferðis. Upplýsingarnar frá New York bentu til,
að Massin hefði miklu meira magn í fóram sínum, en hann harðneitaði
því, benti á heiðursfylkingarborðann á jakka sínum og sagði: „Ég full-
vissa yður við franskan liðsforingjaheiður minn, að ég hef ekki meira.“
En við vandlega leit í káetu hans og farangri fundust þrjú hylki, hvert
með 750 grömmum, falin í golfkylfupoka, og sex að auki í kassa bak
við ferðatösku hans.
Aðrir gransamlegir hlutir voru tinnusteinar í sígarettukveikjara,
radíum, frímerki og fiðrildabakkar. Vora bakkar þessir, sem framleiddir
vora í Brazilíu, brezkum yfirvöldum sífelld ráðgáta, en skærlitum fiðrilda-
vængjum var raðað með ýmsum hætti undir glerhlífum bakkanna. Þjóð-
verjar keyptu bakka þessa í stóram stíl, en hvorki Stephenson né yfirleitt
nokkur annar gat nokkru sinni gengið úr skugga um, hvort áhugi þeirra
fyrir þessari vöra spratt af hagrænum eða fagurfræðilegum ástæðum. Við
allmörg tækifæri var sagt frá því, að grunsamlegir menn færu höndum
um bakka þessa, og einn af traustustu umboðsmönnum Stephensons skýrði
frá því, að hann hefði séð konur, sem starfandi vora í þýzka sendiráðinu
í Ríó, taka bakkana sundúr og setja þá saman á ný. Virtust því horfur á,
að þeir væra notaðir til að koma leynilegum boðum áleiðis. Eftir marg-
víslega erfiðleika, og eftir að margir bakkar höfðu brotnað í flutningum,
bárust nokkur sýnishorn loks heil til London og vora þau rannsökuð þar
vandlega. En ekkert merkilegt fannst, og leyndardómur fiðrildahakkanna
er óleystur enn í dag.
©
Fimmtudagur 8. maí 1975.