Alþýðublaðið - 07.08.1975, Side 1
149. TBL. - 1975 - 56. ARG.
SKIPTIR
HANN UM
FLOKK?
BAKSÍÐA
FIMMTUDAGUR 7. ÁGUST
*
Ritstjórn Siöumúla II - Simi 81866
HEYRT
SÉÐ OG
HLERAÐ
BAKSÍÐA
LAUNÞEGASIÐA
í opnu blaðsins
HEIMSMYND
Á blaðsíðum 4 og 5
Bretar vilja viðræður
— af fullri hörku
Að sögn Reuter-fréttastofunnar
lét utanrikisráðherra Breta, Roy
Hettersley, þau orð falla i breska
þinginu i gær, að Bretar myndu
ganga til viðræðna um land-
helgismálið við Islendinga af
fullri hörku og einbeittni eftir þvi,
sem unnt væri. Lét ráðherrann i
ljós þá skoðun, að íslendingum
væri vel kunnugt um hagsmuni
MLSMUNUN
- sumir greiða strax, aðrir á þrem árum
Ibúar oliukynntra húsa i
Kópavogi, Garðahreppi og
Hafnarfirði, sem fengið hafa
eða munu fá hitaveitu á næst-
unni, eiga þess kost að greiða
heimtaugargjaldið til Hitaveitu
Reykjavikur i þrennu lagi,
þriðjung þegar heita vatninu er
hleypt á, þriðjung að ári og af-
ganginn að tveim árum liðnum.
Frá þeim degi, þegar vatninu er
hleypt á hjá þeim, reiknast 15%
ársvextir á eftirstöðvar gjalds-
ins.
Tii þess er aftur á móti ætlast,
að Reykvikingar hafi greitt
tengigjöld húsa sinna að fullu
við tengingu, en hafa þeir þó
notið nokkurrar fyrirgreiðslu
hjá Hitaveitunni, sem liðkað
hefur til fyrir þeim með
skammtima lánum.
Heimtaugagjald fyrir hús-
næði allt að 400 rúmmetra að
stærð, er 109.310 krónur, en fyrir
hvern rúmmetra þar fram yfir,
allt að 2000 rúmmetrum,er 87.50
krónur. Fyrir 2000 rúmmetra
húsnæði er gjaldið 249.230 krón-
ur og fyrir hvern rúmmetra þar
fram yfir, allt að 6000 rúm-
metrum, er gjaldið 74.50 krónur.
Breta i málinu og nauðsyn þess,
að þeir gætu stundað veiðar á
Islandsmiðum.
Það var i fyrirspurnatima i
breska þinginu, sem ráðherrann
lét þessi orð falla. Greindi hann
þingheimi frá þvi, að Bretar hafi
óskað eftir þvi við rikisstjórn
Islands, að viðræður um endur-
nýjun á veiðiheimildum innan 50
milnanna yrðu teknar upp svo
fljótt sem tök væru á.
Viðlagasjóðshúsin
seld undir kostnaði?
Ibúðarhús þau, sem Viðlaga-
sjóður keypti og reist voru i
Garðahreppi, alls 35 að tölu, hafa
að likindum öll verið seld á al-
mennum markaði töluvert undir
kostnaðarverði. Er mismunur
söluverðs og kostnaðarverðs talið
allt að 1.6 milljón krónur
islenskar.
1 fyrstu voru hús þessi seld á 6,5
Ný kjaradeila flug-
freyja og Flugleiða
Ágreiningur hefur risið milli
Flugleiða h.f. og Fugfreyjufélags
tslands um túlkun á samningi
þeim um kaup og kjör flugfreyja,
sem gerður var milli þessara
aðila i vor. Stendur ágreiningur-
inn um þá grein samnings flug-
freyja, sem fjallar um verðlags-
bætur, og vilja flugfreyjur túlka
aðtriðið á þann veg, að launþeirra
eigi að hækka til samræmis við þá
samninga, sem ASt og vinnuveit-
endur gerðu með sér i júni siðast-
liðnum, en Flugleiðir h.f. neita að
viðurkenna það viðhorf þeirra.
Grein sú i samningnum, sem
deilt er um, hljóðar á þann veg,
að laun flugfreyja skuli hækka til
samræmis við þau verðtrygg-
ingaákvæði, sem ASt komi til
með að semja um og vilja flug-
freyjur túlka ákvæðið á þann veg,
að laun þeirra skuli nú hækka um
5.300 krónur vegna ASt samn-
inganna i júni og i haust svo um
2.100 krónur.
Flugleiðir h.f. hafa neitað að
greiða flugfreyjum laun sam-
kvæmt þessum skilningi á samn-
ingum og hafa flugfreyjur þegar
tilkynnt félaginu, að meðan
ágreiningur riki um þessi atriði
gildandi samninga muni þær ekki
undirrita frekari samninga við
félagið. Að sögn Erlu Hattle-
mark, formanns Flugfreyju-
félagsins, koma þar meðal ann-
ars til samningar milli deiluaðil-
anna vegna fyrirhugaðs leigu-
flugs Flugleiða með pilagrima
milli Jakarta og Jedda i vetur.
Frekari samræður milli deilu-
aðila hafa ekki farið fram, en
fundir hafa verið haldnir vegna
deilunnar i stjórn og trúnaðar-
mannaráði Flugfreyjufélagsins,
svo og hefur verið haldinn félags-
fundur, þar sem flugfreyjum var
kynnt um hvað deilurnar stæðu.
milljónir króna, en við samantekt
á kostnaði vegna þeirra húsa hef-
ur komið i ljós, að kostnaðarverð
þeirra er liklega um 8,1 milljón
króna.
A siðasta ári var verð á þeim
húsum.sem óseld voru þá, hækk-
að tvivegis, vegna hækkunar á
visitölu byggingarkostnaðar.
Fyrst voru húsin hækkuð i 7,5
milljónir króna, en siðar i 8,5
milljónir.
Liklegt verður að telja, að
kostnaður við húsin hafi ekki
hækkað minna en söluverð þeirra
hækkaði og má þvi áætla, að við-
lagasjóðshúsin i Garðahreppi hafi
verið seld með að minnsta kosti
52,5 milljón króna tapi.
Viða um land gekk fremur treg-
lega að selja hús þau, sem flutt
voru inn á vegum Viðlagasjóðs
vegna eldgossins i Heimaey. Má
þar nefna til dæmis húsin á Sel-
fossi og viðar, sem lengi stóðu
auð, eftir að Vestmannaeyingar
höföu ekki lengur þörf fyrir þau.
Ekki liggur fyrir neitt uppgjör á
þvi, hvernig söluverð þessara
húsa stendur gagnvart
kostnaðarverði ogekki er vitað til
þess,aðsamantektá þvi standi tiL
Loðnan
líkust
hornsílum
Loðnan, sem undanfarið hefur
verið veidd fyrir norðan land, er
ákaflega smá og rýr. Lengd henn-
ar er mest um 10-11 scntimetrar
og fitumagn hennar ekki nema
um 5 1/2 — 6 1/2%.
Þær upplýsingar fengust hjá
Sildarverksmiðju rikisins á Siglu-
fírði i gær, að loðnan væri svo
smá og rýr, að einna hclst mætti
iikja henni við hornsili. Hefur
reynst mjög erfitt að vinna hana
og litið fengist af nothæfum af-
urðum úr þeim tæplega 2.500
tonnum, sem komin eru á land.
1 viðtali við Alþýðublaðið i gær
sagöi Jakob Jakobsson, fiskifræð-
ingur, að loðna þessi væri um 1
1/2 árs gömul og mjög vafasamt
væri að veiða hana i nokkrum
mæli þetta ár. Næsta sumar
mætti þó veiða töluvert af ár-
ganginum og mætti þannig dreifa
loðnuveiðum nokkuð, i stað þess
aöhlaða öiluin veiðununi á hávet-
Leiguvél
lækkar
fargjaldið
Flugfar fram og til baka milii
tsiands og Færeyja er mögulegt
að kaupa hjá Flugfélagi tslands á
krónur 10.440 fyrir hvern farþega
ef Fokker Friendship vél er tekin
á ieigu hjá félaginu i stað þess að
fara með áætlunarfluti þess.
Þctta er tæplega 35% ódýrara en
lægstu skráðu fargjöld félagsins á
þessari leið, en miöað við að far-
þegi fljúgi til baka innan 14 daga
kostar farið fram og til baka með
áætlunarflugi 16.340 krónur.
Enn meiru munar ef miðað er
viö lengri dvöl, þvi þá kostar flug-
far meö áætlunarfluti 24.880 krón-
ur.
Þessum lágu fargjöldum er
hægt að ná með þvi aö taka Fokk-
er vél á leigu hjá Flugleiðum og
fylla hana af farþegum. Leigu-
gjald fyrir vélina er 105.000 krón-
ur fyrir hverja klukkustund, eða
um 400.000 krónur fyrir flug milli
Færeyja og tslands, báðar leiöir.
t utanlandsflugi taka vélarnar 40
farþega, þannig að fargjald fyrir
hvern yrði rúmlega 10.000 krónur
fyrir báðar leiðir.
J ónas rekinn — nýtt dagblað ?
Vísisveldið í rústum
Baráttunni um yfirráðin yfir
dagblaðinu Visi og stefnu
blaðsins virðist ætla að
lykta með þvi, að meirihluti
stjórnar Reykjaprents h.f. reki
ritstjórann, Jónas Kristjánsson,
fyrirvaralaust úr starfi og hreki
þá um leið Svein R. Eyjólfsson,
framkvæmdastjóra, og ýmsa
aðra samstarfsmenn Jónasar frá
blaðinu. Þeir menn, sem
stjórnarmeirihlutinn er nú að
hrekja frá blaðinu, hafa staðið á
bak við uppgang og velgengni
Visis, sem fyrir aðeins nokkrum
árum átti i miklum fjárhagsleg-
um erfiðleikum en hefur að und-
anförnu skilað mestum hagnaði
allra islenskra dagblaða. Auk
þess að sitja uppi með alla þekk-
ingu og reynslu varðandi blaða-
reksturinn eiga þeir Jónas,
Sveinn og stuðningsmenn þeirra
mikil Itök i rekstri Visis svo að við
brottför þeirra frá blaðinu liggur
Visisveldið i raun i rústum. Munu
þeir hafa fullan áhuga á að hefja
sjálfir útgáfu nýs dagblaðs og
hafa i þeim efnum yfir að ráða
reynslu, þekkingu, fjármagni,
mannafla og allri þeirri aðstöðu,
sem þeir þurfa.
Eins og fram hefur komið i
fréttum hafa ýmsir eigenda
Reykjaprents — útgáfufyrirtækis
Visis — svo og ýmsir aðrir lengi
haft áhuga á að koma Jónasi
Kristjánssyni frá blaðinu. Fyrir
tæpum tveimur árum stóð til að
setja Hörð Einarsson, lögfræðing,
I sæti Jónasar, en sú atlaga mis-
tókst, enda stóðu framkvæmda-
stjóri blaðsins og allt starfslið
FRAMHALD Á 5. SÍÐU
A EINU...
Dýr var hver dropi á
,,bi n d i nd is h á t iöinn i ’’ i
G a11 a 1 æk ja rskógi um
verslunarmannahelgina. Ein
kókflaska af brennivini (1
peíi) var þar seld á fjögur
þúsund krónur manna á milli.
Sjálfsagt á mikil árvekni
brennivinsieitenda sinn þátt i
þessu fáheyrða verði.
...ANDARTAKI