Alþýðublaðið - 07.08.1975, Qupperneq 4
Alþj óðlegu auðhringarnir og
áhrif þeirra á alþjóðasamskipti
Peningar eru oft sagöir vera
afl þeirra hluta, sem gera skal.
En þegar viö hugleiöum þessa
staðhæfingu er trúlegt, að
athyglin beinist fyrst og fremst
aö takmörkuðum athöfnum,
einstaklinga og hópa. Þó getum
við, án efa, orðið sammála um,
að staðhæfingin getur átt við
heila þjóð, t.d. átak þjóðar við
að draga úr atvinnuleysi, efla
atvinnuvegina og bæta
menntun.
Oft er talað um að heimurinn
sé að minnka, eftir þvi sem
tækni og vlsindum fleygir fram.
Óþarft er að nefna mörg dæmi
þessu til staðfestingar. En hrað
inn er tvimælalaust höfuðein-
kenni þess tima, sem við lifum
nú á. Aukin samskipti þjóða á
milli beina athygli manna, I
vaxandi mæli, að alþjóðlegum
viðfangsefnum. Það sem er
daglega að gerast, úti i hinum
stóra heimi, tengist æ meir
atburðarásinni i hinum ein
stöku löndum og örlögum og lifi
hvers einstaklings.
Þegar við tslendingar ræðum
um alþjóðaviöskipti eða önnur
samskipti á alþjóöavettvangi
beinist hugur okkar fyrst og
fremst að hinum ýmsu rikjum
heims. A þeim vettvangi er það
rikiö eða landið, eins og svo er
sagt, sem kemur fram sem
samningsaðili. Þessi lönd skipa
sér siöan i hópa, hagsmuna-
hópa til þess að berjast fyrir
sameiginlegum hagsmuna-
málum. Má þar nefna Einingar-
samband Afrikurikjanna,
NATÓ, Varsjárbandalagið,
Efnahagsbandalag Evrópu,
Bandalag Oliuframleiðslurikj-
anna o.s.frv.
Með stofnskrá Sameinuðu
þjóðanna var lagöur grund-
völlur að þvi að öll aðildarrikin
fengju jafnan rétt til þess að
hafa áhrif á gang mála á alls-
herjarþinginu. Skipti þá engu
máli, hvort viðkomandi land
hafði Ibúa, sem taldi tugi
milljóna eða aðeins nokkur
hundruö þúsund. Neitunarvald
stórveldanna skipar þeim, aö
sjálfsögðu, I sérstakan hóp, sér-
staklega að þvi er varðar
öryggismálin. Þar er um að
ræða formsatriði, sem á upp-
runa sinn i pólitlskum
aðstæðum, sem fyrir voru við
lok siðari heimsstyrjaldarinnar,
er Sameinuðu þjóðirnar urðu aö
veruleika. Gegnum áldirnar
hefur sigurvegarinn ávallt haft
afgerandi sérstöðu og hefur
þannig skapast hefö, sem enn
setur allmikinn svip á samskipti
þjóöa i milli.
En þó aö aöildarriki Sam-
einuðu þjóðanna hafi öll sama
réttinn til aö greiða atkvæöi á
allsherjarþinginu fer ekki fram-
hjá neinum, að áhrifa þeirra
gætir mjög misjafnlega. Hinir
fjölmörgu hagsmunahópar
ganga þar ljósum logum, ekki
siður þar en á vettvangi innan-
rikismála og þar erum við
Islendingar engir eftirbátar
annarra þjóöa, nema siður sé.
Én þó að hin ýmsu lönd, stór
og smá, skipi sér i hagsmuna-
hópa á hinum alþjóölega vig-
velli stjórnmálanna er vert að
vekja athygli á öðru afli, sem
reyndar hefur ekki atkvæðisrétt
á allsherjarþingi Sameinuöu
þjóðanna, en er eigi að siður
áhrifamikið vald á alþjóða vett-
vangi. Hér á ég við alþjóðlega
auðhringa, sem starfa, að meira
eða minna leyti, i öllum löndum
heims.
Þjóðarframleiðsla einstakra
landa er nokkur mælikvarði á
það, hversu fjölmenn og
umfangsmikil þau eru. Þegar
ársframleiðsla einstakra auð
hringa, er borin saman við
þjóðarframleiðslu einstakra
rikja, kemur glöggt I ljós,
hversu áhrifamiklir þessir auð-
hringar eru, þvi að þrátt fyrir
allt eru peningarnir afl þeirra
hluta, sem gera skal, eins og
drepið var á i upphafi.
Til þess að sýna hversu
umfangsmiklir stærstu auð-
hringar heimsins eru i hlutfalli
við stærstu framleiösluríki
heims, er hér skrá yfir viðkom-
andi lönd og auðhringa, sem
miðuð er við þjóðarframleiðslu
(GNP) og sölu. Tölurnar eru
miðaöar við árið 1970, i millj-
örðum dollara:
1. Bandarikin......... 974,10
2. Sovétrikin......... 504,70
3. Japan.............. 197.18
4. Vestur-Þýskal...... 186.35
Bankarán að verða
daglegt brauð í USA
Bankarán eru meöal
þeirra glæpa, sem banda-
rísk lögregla hefur
lengstaf oröiðaðglíma við.
Til þessa hafa bankaránin
einungis verið framin í
þeim tilgangi, að komast
undan með stórar fúlgur
f jármuna.
Á siðustu árum virðist, sem
glæpastarfsemi hafi færst meira
og meira inn á hið pólitiska svið.
Flugvélarán og mannrán hvers
konar hafa færst i vöxt og þving-
unum er miskunarlaust beitt af
harðskeyttum hópum glæpa-
manna af ýmsum toga.
Frá Kaliforniu bárust þær
fréttir að hópur skemmdarverka-
m anna hafi ráðist á heimili aðal-
bankastjóra, (Tharles de Brette-
ville, við Kaliforniu Banka i San
Francisco og varpað þrem
sprengjum að húsinu. Engan
sakaði i sprengjutilræðinu þar
sem ibúar hússins voru fjarver-
andi. Stafirnir NWLF höfðu verið
málaðir rétt utan við húsið en það *
er skammstöfun á samtökum, er
nefna sig the New World Libera-
tion Front (Nýja framvarðarsveit
frelsissinna). Samtökin hafa
viðurkennt fjölmörg sprengjutil-
ræði i Norður Kaliforniu á þessu
ári.
r ! %
L
II nmmx*?
5. Frakkland 147.53
6. Bretland 121.02
7. ítalia 93.19
8. Kina 82.50
9. Kanada 80.38
10. Indland 52.92
ll.Pólland 42.32
12. Austur-Þýskal 37.61
13. Ástralia 36 .10
14. Brasilia 34.60
15.MexÍkó 33.18
16. Sviþjóö 32.58
18. Spánn 32.26
18.Holland 31.25
19. Tékkóslóvakia 28.84
20. Rúmenia 28.01
21. Belgia 25.70
22. Argentia 25.42
23. GENERAL MOTORS 24.30
24. Sviss 20.48
25.Pakistan 17.50
26. Suöur-Afrfka 16.69
27. STANDARD OIL (N.J)
16.55
23. Danmörk 15.57
29. FORD MOTOR 14.98
30. Austurriki 14.31
31. Júgóslavia 14.02
32. Indónesia 12.60
33.Búlgaria 11.82
34. Noregur 11.39
35. Ungverjaland 11.33
36. ROYAL/DUTCH/Shell
10.80
Frelsishreyfingarnar amast
við erlendri afskiptasemi
1 fréttum frá Lissabon greinir
frá þvi, að dr. Agostinho Neto
foringi MPLA, hafi ásakað
stjórnir Suður Afriku, Bandarikj-
anna og Zaire um ihlutun i mál-
efni Angóla og að þessir aðilar
hafi reynt að stuðla að sundrung
Þráskák um
aðild að S.Þ.
og upplausn i landinu. Dr Neto
segir að MPLA muni koma i veg
fyrir hverskonar ihlutun erlendra
afla, þar meö talið Bandalag Af-
riku rikjanna (OAU) og
Sameinuðu þjóðirnar.
Úrhinum andstæða armi hinna
striðandi afla i Angóla, FLNA, er
haft eftir innanrikisráðherran-
um, Ngola Kabanku, að Sovétrik-
in, Pólland og Tékkóslóvakia hafi
reynt að hafa afskipti af átökun-
um i Angóla.
Það ástand, sem nú hefur
skapast i landinu á trúlega eftir
að hafa ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar og gæti ef til vill orðið
þess valdandi að erfitt reyndist að
ganga frá sjálfstæði þessarar
portúgölsku nýlendu nú i haust,
eins og ákveðið haföi verið.
Sadat
treystir
Kissinger
Anwar Sadat forseti Egypta-
lands sagði i gær, að hann bæri
mjög mikið traust til Henry
Kissinger, sem iegði sig allan
fram við að koma á sáttum i deil-
um Araba og ísraelsmanna.
Sadat sagði að „andlit Bandarikj-
anna’’ hefði áður verið mjög ljótt,
en óeigingjarnt starf dr.
Kissingers hefði endurvakið trú
hans á Bandarikjunum. Þegar
Sadat var spurður að þvi hvort
hann hefði trú á þvi að Kissinger
tækist að miðla málum og koma á
friði færðist hann undan þvi að
gefa ákveðið svar. Eins og
stendur erum við að biða eftir þvi
að ísrael gefi svar við siðustu til-
lögum Bandarikjanna þess efnis
að Israel dragi til baka hersveitir
sinar á Sinaiskagá.
Siðustu fréttir frá Indókina
herma, að Hanoi stjórnin hafi
harðlega gagnrýnt tillögur
Bandarikjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, þess efnis, að inntaka
Norður- og Suður Vietnam i Sam-
einuðu þjóðirnar verði bundnar
þvi skilyrði, aö Suður Kórea fái
einnig aðild aö S.þ.
Bent er á að aðild Austur- og
Vestur Þýskalands hafi verið
samþykkt á þeim forsendum, að
bæði rikin hafi verið samþykkt
aðild að S.þ. Sama gildir nú um
Norður- og Suöur Vietnam. Á hinn
bóginn eru aðstæður i Suður- og
Norður Kóreu allt aðrar, þar sem
Norður Kórea óskar ekki eftir •
aðild. Afstaða Norður Kóreu, i
þessu máli, mótast án efa af þvi
að Hanoi viðurkennir ekki Suður
Kóreu. Framvinda þessa máls
kemur þvi til með að vekja
nokkra athygli og ef til vill hafa
nokkur áhrif á gang heimsmál-
anna i þessum heimshluta.
Hoffa.
Jimmi Hoffa er enn ófundinn en mikil leit stendur
nú yfir. Hverjum þeim, sem veitt getur upplýsing-
ar, er ieiöi til þess að hann finnist hefur veriö heitið
3000 dollurum.
Suður Kórea.
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur nú til með-
ferðar ósk Suður Kóreu um aðild aö S.Þ. Bæði
Sovétrikin og Kina er mótfallin aðild landsins.
Hiroshima.
t gær, 6. ágúst, var þess minnst i Japan, að 30 ár
voru liöin frá þvi að Bandarikin vörpuðu kjarnorku-
sprengju á borgina Hiroshoma og 200.000 manns
létu lifið. Við minningarathöfn, sem fram fór I borg-
inni, var lögð á það megináhersla, aö öllum kjarn-
orkuvopnum yröi útrýmt, enda ógnuðu þau tilveru
alls mannkynsins.
Verkfall hjá lögreglu.
Allt lögregluliðið i borginni Torreon f norðurhluta
Mexikó fór I verkfall I gær til þess að mótmæla
vegna þess að þeim hafði ekki veriö greidd laun.
tbúar borgarinnar eru um 400 þúsund.
Manntjón vegna rigninga.
Miklar rigningar hafa gengið yfir norðurhluta
Japan siðustu sólarhringa og hafa þegar látist 14
manns og 29 hafa særst. Fjöldi manns hefur misst
heimili sfn.
Japanskir skæruliðar til Libíu.
Stjórnin i Libiu hefur samþykkt að taka við
japönsku skæruliðunum i Kuala Lumpur.
Bann við tóbaksauglýsingum.
Breska stjornin er sögö hafa i hyggju að banna tó-
baksauglýsingar og þar á meðal tóbaksauglýsingar
á iþróttasvæðum og til styrktar iþróttum almennt.
iþróttamálaráðherra, Denis Howell, hefur borið
þessa frétt til baka og segir að engar slíkar ráðstaf-
anir séu i uppsiglingu.
Kissinger á fartinni.
Aform eru uppi um, að Henry Kissinger fari enn á
ný I heimsókn tii Egyptalands, Israel og Sýrlands I
lok þessa mánaðar til þess að koma á sáttum milli
þessara aðila.
Svissneska lögreglan á verði.
Svissneska lögreglan handtók i gær mann, sem
gerði tilraun til að ræna frönskum diplomat og konu
hans á tollstöð nálægt frönsku landamærunum.
Maðurinn, sem var vopnaður hafði einnig vopn I
farangri sinum. Ræninginn var afvopnaður og síðan
handtekinn.
Frökkum fjölgar.
Samkvæmt siðasta manntali, sem gert var I
Frakklandi á þessu ári eru ibúar landsins nú
52.590.000 talsins og er það fjölgun um tæplega þrjár
milljónir frá þvi síðasta manntal var tekið en það
var árið 1968.
o
Fimmtudagur 7. ágúst 1975