Alþýðublaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 5
EGASÍÐA ðræði - nýtt stig í ttu launþega laganna. 5 til eink- skjörum, g öryggi >ja nýjar rétti hins ;lsi hans ^kkt á sig mörk. að ræða inns. Við erkamað- a við skil- inhliða af um ekki einkaað- íins opin- starfsemi kipunum. eða stöðu eiðslunni. lannlegar r með til- libúnaður eyfa. Við að verða B viljum nannsins. að ræða fyrirtæk- :ki lynda, eði, hve- ing og til- 'innunnar Vib krefj- ðurkennd stri og á- s. verður að mu sinni, st i starfi pjálfun til n ákvörð- x hans og sviðum getur reynsla okkar og verkleg þekking komið að notum ekki aðeins fyrir okkur sjálf, heldur og fyrirtækið og þjóðfélag- ið I heild. Fyrir þvi ályktar 32. þing ASl: Að ein helsta krafa verkalýðs- samtakanna i næstu kjarasamn- ingum verði, að koma á sam- starfsnefndum i öllum fyrirtækj- um, eða deildum þeirra, sem hafa i þjónustu sinni 50 starfsmenn eða fleiri. Að þær verði skipaðar a.m.k. jafnmörgum fulltrúum frá starfs- fólki fyrirtækisins eða fulltrúum verkalýösfélagsins og vinnuveit- enda. Að hlutverk samstarfsnefnd- anna verði I meginatriöum eftir- fárandi: 1. Að samþykkja fyrirkomulag vinnunnar. 2. Að hafa samráð um áætlana- gerð fyrirtækisins og fjalla um reikninga þess. 3. Samþykkja breytingar á fram- leiðsluháttum eða vinnutilhög- un fyrirtækisins. 4. Að sjá um að lögum um rétt- indi verkafólks sé fylgt. 5. Að fjalla um ráðningu starfs- fólks og uppsagnir. Þannig verði engum starfsmanni sagt upp, nema fram verði færðar fullnægjandi sannanir fyrir réttmæti uppsagnarinnar. 6. Að fjalla um val forstjóra og verkstjóra fyrirtækisins og starfsmannastjóra. Að verkamenn fái rétt til að eiga áheyrnarfulltrúa i stjórnum fyrirtækjanna. Að verkamenn i samstarfs- nefndum geti notið sér að kostn- aðarlausu aöstoðarmenn, sem fái sama rétt og sömu aðstöðu og endurskoðendur fyrirtækjanna. Að fyrirtækið greiði allan kostnað við störf nefndanna og starfsmenn, sem veljast i þær, fái greidd full laun við nefndarstiörf- in, hvort heldur i eða utan vinnu- tima. Að beita sér einnig fyrir ofan- greindum markmiðum á löggjaf- arsviðinu eða eftir öðrum leiðum, sem miða að þvi að ná þeim á sem skemmstum tima. Þörf á aukinni fræðslu Ennfremur segir i drögunum að tillögu um atvinnulýðræði frá sið- asta ASÍ-þingi: Aukið atvinnulýðræði hefur að sjálfsögðu i för með sér, að verkafólk i samstarfsnefndum og forystumenn verkalýðsfélaga þurfa á mjög aukinni fræðslu að halda, ekki sist á sviði hagfræði og stjórnunar. Verkalýðshreyf- ingin verður sjálf að hafa með höndum veigamestan hluta þess fræðslustarfs. Á hinn bóginn verða fyrirtækin að fjármagna að verulegu leyti nauðsynlega fræðslu verkafólks i samstarfs- nefndunum, auk þess sem hið op- inbera verður að tryggja, að þessi fræðsla takmarkist ekki af fjár- hagserfiðleikum. Verkalýðshreyfingin er sér þess vel meðvitandi, að aukin á- hrif hennar i atvinnulifinu og þátttaka verkafólks i alhliða stjórnun þjóðfélagsins kallar á aukna ábyrgð og leggur henni nýjar skyldur á herðar. En hún hikar ekki við að taka á sig slíkar kvaðir, þegar um er að ræða, að skapa aukið lýðræði, meira rétt- læti og frekari lifsfyllingu fólksins i landinu”. Si'ómannafélag Reykjavíkur: Þýðingarmikið baráttumál Einnig var eins og áður segir i nefndaráliti atvinnulýðræðis- nefndar á siðasta ASt þingi visað til miðstjórnar og henni falið að annast úrvinnslu málsins. Álit nefndarinnar er svohljóðandi: „32. þing ASÍ álitur, að aukið atvinnulýðræði sé eitt þýðingar- mesta baráttumál verkalýðs- hreyfingarinnar á tslandi. Jafnframt bendir þingið á, að atvinnulýðræði i viðtækustu merkingu er markmið, sem felur i sér bæði stjórnun og eign verka- lýösins á atvinnufyrirtækjunum. Þvi marki verður vart náð i einu vetfangi. Stofnun samstarfsnefnda og til- nefning starfsmanna i stjórn fyrirtækja getur verið skref i átt aö þessu marki. Þingið telur, að þvi aðeins geti verið um virkt lýðræði að ræða, hvort heldur er atvinnulýðræði eða lýðræði á öðrum sviðum, að um það hafi farið fram umræða i verkalýðsfélögum og á vinnustöð- um og að verkafólk sé þess vel meðvitandi, að hverju sé stefnt. Þingið felur þvi væntanlegri miðstjórn að beita sér fyrir þvi, að umræður fari fram i félögun- um um atvinnulýðræði og að hún afli og sendi til félagsstjórna nægileg gögn til að slik umræða geti orðið gagnleg. Þvitelur þingið, að nauðsynlegt sé að kynna sér vel þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með sam- starfsform á Norðurlöndum til að forða þvi, að mistök, sem gerð hafa verið þar, verði endurtekin hér. Þingið samþykkir að fela mið- stjórn ASÍ að kjósa nefnd, er framkvæmi efnisatriði þessarar ályktunar. Nefnd þessi ljúki störfum og skili niðurstöðum, áð- ur en núverandi samningstima- bili verkalýðsfélaganna lýkur”. Verkalýðshreyfingin verður að ráða yfir sinum eigin málgögnum — ella verður baráttan fyrir atvinnulýðræði erfiður róður — i keppni við blaðaeinræði atvinnurekendavaldsins. Þessi mynd birtist i Aktuelt, málgagni danskra jafn- aðarmanna. breytir fyrirtækj- lengur á- jórnunar- ^erður að öðu fyrir- ■ I mikils- :n endan- :knar. ir verka- nýtt hlut- ið þeirra og það smenn til isamtökin cafólk fái /örðunum skipulag , starfs- g öryggi á ihr vlnnu- græðingu, V- þessum und- Upp- >ima tem- ENGAR VEIÐIHEIMILDIR TIL ERLENDRA SKIPA INNAN 50 SJÓMÍLNA MARKANNA Eftirfarandi ályktun var gerð á nýafstöðnum aðalfundi Sjómannafélags Reykjavikur: „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur, haldinn þann 24. ágúst 1975 i Lindarbæ, fagnar ályktun Alþingis að ákveða 200 milna efnahagslögsögu varð- andi fiskveiðar við Island. Fundurinn bendir á nauðsyn þess að jafnframt verði gengið frá skiptingu veiðisvæða fyrir islensk veiðiskip. Til grundvallar við útfærsluna verði sett sem meginskilyrði að islendingar sjálfir ráði og ákveði skiptingu aflamagns á svæðinu umhverfis ísland, með það einnig i huga að stórlega verði dregið úr ásókn veiðiskipa á uppeldisstöðvar sm'afisks. Aðalfundurinn telur eðlilegt að orðið verði við óskum viðskiptaþjóða um viðræður vegna útfærslunnar, en mótmælir harðlega öllum samninga viðræðum fyrr en löndunarbanni og öllum viðskiptaþvingunum er aflétt. Þá verði sú stefna tekin að engar veiðiheimildir verði veittar innan 50 sjómilna fyrir erlend fiskiskip. Ef til samningaviðræðna kemur skorar aðalfundurinn á væntanlega sanininganefnd, rikisstjórnar og Alþingi að gæta sérstaklega hagsmuna þeirra fiskimanna sem að mestu eiga afkomu sina undir veiðum við S. og S.V.-land. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur mótmælir harðlega ákvörðun verðlags- nefndar um verð á sild. Telur fundurinn að þessi ákvörðun sé óbein millifærsla frá einni veiðigrein til annarrar, og nóg éé aðgert á þvi sviði þegar.” angarnðr Ctvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aOra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. Nylon-húðun Húðun á málmum með RILSAN-NYL0N II Nælonhúðun h.f. Vesturvör 26 Kópavogi — sími 43070 Dúnn í GlflEflDfE /ími 84900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.